Tíminn - 24.01.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.01.1975, Blaðsíða 11
Föstudagur 24. janúar 1975 TÍMINN n Guðný Þ. AAagnúsdóttir, Hafnarfirði: SKÓLA- OG FÉLAGSMÁL HALDIST í HENDUR VIÐ FÓLKSFJÖLGUNINA Hér fara á eftir siðustu viðtöl- in, sein SUF-siðan átti við full- trúa unga fólksins á 16. flokks- þingi Framsóknarfiokksins. Guðný Þórunn Magnúsdótt- ir frá Hafnarfirði sat nú i fyrsta sinn flokksþing. SUF-siðan spurði hana fyrst um störf þingsins. — Það er mjög lærdómsrikt að sitja svona þing i fyrsta sinn. Þarna hittast fulltrúar á öllum aldri, hvaðanæva af landinu, kynnast og skiptast á skoðunum. Ég starfaði i flokksmálanefnd, sem fjallaði m.a. um breytingar á lögum flokksins. Einnig tók ég þátt i umræðuhópi um Framsóknar- flokkinn og samvinnuhreyf- inguna. i þessum umræðuhópi kom margt athyglisvert fram og raunar saknaði ég þess að geta ekki fylgzt með fleiri um- ræðuhópum, þvi að um margt athyglisvert var að velja. — Hvað viltu segja okkur um starfsemi FUF i Hafnar- firði? — Félagið er ekki stórt, en félagsmönnum fer fjölgandi. Undanfarið hefur starfsemi félagsins verið mjög virk, og án efa valda tvennar kosning- ar þar miklu um. Gott sam- starf er á milli FUF og hinna framsóknarfélaganna i Hafnarfirði, og má raunar segja, að hið margumtalaða kynslóðabil i pólitik sé ekki til hjá okkur. — Hvert er álit þitt á stjórnarsamstarfinu? — Þaðolli mér miklum von- brigðum, að myndun vinstri stjórnar reyndist ekki mögu- leg. Ég tel ekki eðlilegt, að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn standi saman að rikisstjórn, þar sem hlutverk Framsóknarflokks- ins ætti að vera að veita vinstri stjórn forystu á tslandi. Samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn hlýtur að vera neyðarúrræði, en ekki reynd- ist annarra kosta völ, þrátt fyrir tilraunir Ólafs Jóhannes- sonar til myndunar nýrrar vinstri stjórnar, sem strönd- uðú á viðmælendum hans. Ég tek það fram, að ég ber fyllsta traust til þeirra manna, sem skipa nú ráðherrastöður flokksins. — Hvað um varnarmálin og landhelgismálið? — Ég tel mjög miður, að meiri árangur skyldi ekk nást i bili við endurskoðun varnar- samningsins við Bandarikin. Á hitt má minna, að ný vinstri stjórn, með aðild Alþýðu- flokksins, hefði þvi miður ekki verið likleg til að ná betri árangri, ef dæma má af mál- flutningi þingmanna Alþýðu- flokksins. Um framvindu i landhelgis- málinu er ég bjartsýn, þvi þar hafa framsóknarmenn jafnan haldið vöku sinni og haft for- ystu um stærstu átök okkar i þeim eins og ságan sýnir okk- ur. Ég treysti þeim þvi til þess að sjá svo um, að þessi stjórn haldi svo á málum, að okkur verði sómi að. — Hver eru brýnustu hags- munamál Hafnarfjarðarbæjar nú? — f ört vaxandi bæiarfélagi ber brýna nauðsyn til að skóla- og félagsmál haldist i hendur við fólksfjölgunina. Það er ekki nóg að úthluta fólki lóð- urn, það þarf einnig á dagvist- unarstofnunum og skólum að halda fyrir börn sin, og að- stöðu til að sinna félags- og menningarmálum. Svo er rétt að taka það fram, að mikil verkefni eru óleyst við varanlega gatnagerð, sem er óvenju erfið i Hafnarfirði. A siðasta kjörtimabili var gengið frá samningum við Hitaveitu Reykjavikur um lagningu hitaveitu i Hafnar- firði, sem er mikið hagsmuna- mál fyrir bæjarbúa. Ólafur Friðrlksson, Þórshöfn: Raunhæfasta byggðastefnan er að styðja kaupfélögin MEÐAL þeirra, sem sátu flokksþing Framsóknar- manna i haust, var yngsti kaupfélagsstjóri landsins, Ólafur Friðriksson. Hann er kaupfélagsstjóri Kaupfélags Langnesinga á Þórshöfn, að- eins 21 árs, útskrifaðist frá Samvinnuskólanum siðast liðið vor. Við lögðum nokkrar spurn- ingar fyrir Ólaf á flokksþing- inu. — Hvað starfa margir hjá kaupfélaginu? — Þar eru nú 27 fastráðnir starfsmenn. — Hvaða rekstur annast kaupfélagið annan en verzl- un? — Það rekur sláturhús og frystihús við það. Þar var i haust slátrað 13.500 fjár. Auk þess rekur það svo söluskála og bifvélaverkstæði á Þórs- höfn, en veitingarekstur ligg- ur þó niðri yfir vetrarmánuð- ina. Félagið leigir nú hluta af frystihúsi sláturhússins til Fiskiðjusamlags Þórshafnar hf. Nú erum við að byggja nýtt og stórt hús, sem kosta mun um 100 milljónir króna, og vonumst við til að það verði tilbúið næsta haust. — Hverjir eru helztu ann- markarnir á kaupfélags- rekstri i dreifbýli Norðaustur- lands? — Ég tel, að það sem mest háir okkur, sé skortur á bankafyrirgreiðslu hvers kon- ar. Það er sparisjóður á Þórs- höfn, en hann er of litill til þess að geta séð okkur og öðrum fyrirtækjum fyrir rekstrarfé. Þá þarf einnig að stórbæta að- stöðu bænda til þess að fá lán- að rekstrarfé. Byggðasjóður þarf að sinna þvi verkefni miklu betur en hann gerir. — Hvernig lizt þér á nýju rikisstjórnina? — Ég hefði kosið að mál hefðu skipazt á annan veg, en við framsóknarmenn gerðum okkur það ljóst, að meirihluta- stjórn þurfti að mynda, og framsóknarmenn eru ekki hræddir við að takast á við vandamálin, — þeir vilja það heldur en hlaupa frá þeim, Ég vona, að framsóknarmenn haldifast við byggðastefnuna, þótt skipt hafi verið um sam- starfsmenn i rkisstjórn, og ég vil benda á það, að raunhæf- asta byggðastefnan er að styðja kaupfélögin og gera þau nægilega öflúg. Það hefur sýnt sig, að hagur þeirra og ibúanna fer saman, og hefði kaupfélaganna ekki notið við, væru miklu fleiri byggðarlög komin i eyði. Það er ég sann- færður um. — Eruð þið með félag ungra framsóknarmanna i Norð- ur-Þingeyjarsýslu? — Nei, það er ekki grund- völlur fyrir þvi að skipta fólki i félög eftir aldri i dreifbýli eins og þar. Það yrði sjaldan fund- arfært i slikum félögum, að minnsta kosti þegar samgöng- urnar eru sem erfiðastar. Þess vegna var ég óánægður með það, að þegar kosið var i miðstjórn á flokksþinginu, voru aðeins þeir merktir sem ungir menn á kjörseðlum, sem voru meðlimir i SUF, svo að við ungu mennirnir, sem erum i almennum félögum, sitjum skör lægra við atkvæða- greiðsluna. Þetta er hreint engin byggðastefna, sagði Ólafur Friðriksson. Erfitt land Við tölum mikið um það íslendingar hvað land okkar sé erfitt til búsetu. Vist er margt hæft i þvi. Atburðir undanfarinna mánaða hafa sýnt okkur sárlega, hvers getur verið að vænta, einkum þó hroðalegt slys i Neskaupstað, sem kemur alíri þjóðinni i opna skjöldu. Ekki er svo að skilja, að við höfum ekki þekkt harðindi og óáran, þessi þjóð, sem þraukaði með þvi að éta skósóla sina og bók- fell, en höfum við enn kynnzt landinu og einkenn- um þess, eða þarf hver ættliður að sannfærast og kynnast heljartökum þess af eigin raun. Höfum við til að mynda tekið helztu tæknifram- farir i okkar þágu til þess að sigrast á óbliðum náttúruöflum? Vist höfum við rafmagn og hvera- hita og margt annað, en við höfum ekki fylgzt nægilega með nýjungum. ótal margir þættir i þjóðlifi okkar hafa orðið stöðnun að bráð og eru dragbitur á eðlilegum framförum. 1 snjóþyngslum sem nú eru vitt um landið eru samgöngur mikið til i lamasessi, þvi að vegir allir eru ófærir. Um leið og veðri slotar eru drifin út á vegina snjóruðningstæki sem kostar hundruð milljóna að reka. Þegar vorar og hláka er i vegum, þá eru þeir sums staðar gjöreyðilagðir af þunga- flutningabifreiðum, sem setið hafa fastar mikinn hluta vetrar. Til eru önnur tæki mikið hagkvæmari til vöru- flutninga heldur en bifreiðar, þegar um langflutn- inga er að ræða. Það eru tæki sem ekki eru háð ó- færð á vegum. Margar gerðir flugvéla hafa litið dagsins ljós, sem eru mjög vel fallnar til vöru- flutninga af þvi tagi sem gerist hérlendis. Þyrlur, sem taka allt að 15 tonnum eða þaðan af meira og flugvélar, sem geta flutt 35 tonn svo eitthvað sé nefnt. Við megum ekki láta samgöngur um landið dankast eins og nú er gert með þeim skorti á fram- sýni sem hér er sýndur. 1 framhaldi af byggða- stefnu þarf að skipuleggja fullkomið kerfi vöru- flutninga með flugvélum eða öðrum álika hag- kvæmum tækjum, sem að sjái til þess að lands- byggðin þurfi ekki að liða vegna vöruskorts þegar ófærð er mikil eða isalög eru við landið. Þetta þýð- ir meðal annars að fullgera verður flugvelli viðs vegar um landið, sem er vissulega mjög brýnt. Reyndar er kaldhæðni að nefna malarruðninga viðs vegar um landið flugvelli, það þætti ekki góð latina i nágrannalöndum okkar. Sú rækt sem lögð hefur verið við flug hér á landi er of litil og hefur gert það að verkum að við erum orðnir á eftir i þeirri þróun, sem hefur orðið á sam- göngutækni. Islendingar voru svo lánssamir að hingað kom aldrei járnbraut, sem gagn var i, svo að við erum að fullu lausir við þann mengunarvald og reyndar hemil á framþróun, sem sú uppgötvun hefur reynzt i ýmsum löndum. Landslag á þessu landi gefur reyndar ekki tilefni til annars en að hér séu samgöngur byggðar fyrst og fremst á fluginu. Af venjulegu flugi er litil mengun og skemmd á umhverfi. öryggi i flugi er meira en með nokkru öðru samgöngutæki, sé á heildina litið. Flugið er dýrt en mjög ör framþróun mun vonandi leiða til hagkvæmari reksturs flug- véla innan fárra ára. Skipulagningin á flugsamgöngum þarf að hefj- ast nú þegar, og gera þarf langtima og róttæka á- ætlun, unna af okkar beztu sérfræðingum. Þarna er mikið verkefni að vinna i samgöngumálum, en breytingin verður að gerast með hæfilegum hraða, svo að þau tæki sem fyrir eru i landinu fái að úr- eldast. P.E.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.