Tíminn - 25.01.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.01.1975, Blaðsíða 1
r v ■■ - 1 HF HÖRÐVR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 - SÍMI (91)19460 >__________:____________i ÆNGIR" Áætlunarstaöir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 Könnun á hafnar- stæði við suður- ströndina SAMGÖNGURAÐHERRA hefur skipað nefnd samkvæmt þings- ályktun, sem samþykkt var á alþingi 29. april sfðastliðinn um rannsókn og gerð nýrrar hafn- ar á Suðurströndinni t nefndina eru skipaðir: samkvæmt tilnefn- ingu syslunefndar Rangárvalla- sýslu: Björn Fr. Björnsson sýslu- maður, sem einnig hefur verið skipaður formaður nefndarinnar, Benedikt Thorarensen, forstjóri i Þorlákshöfn, samkvæmt tilnefn- ingu sýslunefndar Árnessýslu, séra Ingimar Ingimarsson, Vík i Mýrdal, samkvæmt tilnefningu sýslunefndar Vestur-Skaftafells- sýslu, Jón E. Sigurðsson hafn- sögumaður, Vestmannaeyjum, samkvæmt tilnefningu Bæjar- stjórnar Vestmannaeyja, Guð- mundur Gunnarsson verkfræð- ingur, Bakkagerði 1. Reykjavik, skipaður i nefndina af samgöngu- ráðherra án tilnefningar. Vörubíllinn tókst á loft á hlaðinu — og jeppi snerist í hring í loftinu gébé-Reykjavik. — Bændur und- an Eyjafjöllum voru á fimmtu- daginn önnum kafnir við að viða að sér efni eftir skemmdir þær, sem urðu hjá þeim I ofviðrinu á miðvikudaginn. Þá var sæmilegt veður, en það næði varð ekki langvinnt, þvi að i gær hvessti á ný, svo að ekki var unnt að vinna úti við. Við náðum tali af Þorvaldi Þor- grimssyni, bónda á Raufarfelli, siðdegis i gær, en þá var sima- samband nýkomið á. Þorvaldur sagði svo frá, að hann hefði verið á ferð á Land- rover-jeppa sinum i ofviðrinu um einn og hálfan til tvo kilómetra frá bænum, er bifreiðin tókst skyndilega á loft. — Hún fór alveg heilan hring og lenti utan vegar, sagði Þor- valdur. Það er furðulegt, hve ég slapp vel, og bifreiðin er ekki mjög mikið skemmd. Þorvaldur var lengi að komast heim að bænum, og varð að leggj- ast niður og halda sér i girðingár og annað sem til féll, i verstu hrinunum. — Annars slapp ég vel, miðað við marga aðra hér á bæj- unum, sagði Þorvaldur. Engar rúður brotnuðu hjá mér, og það fuku aðeins nokkrar plötur af hlöðunni. Vörubifreið, sem stóð hér við bæinn, tókst á loft og fór heilan hring og lenti að lokum hér á túninu. Ég tel, aðhún sé þvi sem næst ónýt. Ég átti ekki þessa bif- reið, hún var frá næsta bæ. — í dag hefur ekki verið hægt að vinna úti við, þótt ekki sé eins hvasst hér nú og á miðvikudag- inn, sagði Þorvaldur að lokum. Eins og áður hefur komið fram fuku hlutar af þökum af húsum viða undir Eyjafjöllum, bæði ibúðarhúsum og útihúsum, rúður brotnuðu og glugga tók úr, raf- magnsstaurar kvistuðust sundur og sfmalinur slitnuðu. . GÓÐ fylgd er alltaf kærkomin, ekki slzt þegar hún birtist I kvenlegri fegurð. Hér er gamali maður aðfara yfir götu hjá Tryggingastofnun rikisins, kannski hefur hann verið að sækja ellistyrkinn sinn, en þvi miður eru þeir margir, sem þurfa sjálfir að reka öll slik erindi sjálf- ir, en hafa engan að senda. Þær eru broshýrar og mildar á svip, þessar ungu lögreglukonur, sem hér hlaupa i skrápana og rétta vegfaranda hjálparhönd. Þær hafa auðsjáanlega ánægju af starfinu, enda má með sanni segja, að það sé af hinu góða. Ástæða er til að benda Reykvlkingum á, að allar bætur, sem Tryggingastofnun rikisins greiðir, fást lagðar inn á reikninga bóta- þega hjá hvaða banka, bankaútibúi sparisjóði eða póstglróstofu sem er I borginni. Bótaþegar þurfa að útfylla umboð til bankans annað hvort i Tryggingastofnun rlkisins eða i viðkomandi bankastofnun. Tryggingabæturnar eru komnar inn á reikning bótaþega sama dag og útborgun hefst I Tryggingastofnuninni. Það fer slfellt i vöxt, að fólk notfæri sér þessa þjónustu, og munu nú 6000—7000 bótaþegar af um 25.000 hafa þennan hátt á og spara sér þannig mörg sporin. Þá skal vakin athygli á nýlundu hjá Tryggingastofnun rlkisins. Um þessar mundir eru að berast tilkynningar til allra, er nutu bóta á liðnu ári um samanlagða upphæð þeirra. Tilkynningar þessar eru i svipuðu formi og launamiðar fyrirtækja. (Tlmamynd: Gunnar) Fréttaflutningur hljóðvarpsins kannaður: ÚTLENDU FRÉTTIRNAR FLESTAR „ÁTAKAFRÉTTIR" „FÁBREYTNI erlendu fréttanna er vafalaust meiri en menn hafa almennt gert sér grein fyrir . .. . hlutfall átakafrétta I erlendum fréttum Islenzka hljóðvarpsins er Sigurveig Jónsdóttir mjög hátt. . . samanborið við inn- Iendar fréttir eru erlendar fréttir hljóðvarpsins ákaflega einhæfar . . . sérstaklega er þörf á að breyta fréttaflutningi frá þeim löndum, sem við þekkjum minna til, en með núverandi fréttagildisregl- um er hætt við, að við fáum al- rangar hugmyndir um þessi lönd”. A þessa leið er komizt að orði i skýrslu um fréttaval hljóðvarps- ins, sem Sigurveig Jónsdóttir, nemandi i almennum þjóðfélags- fræðum i Háskóla íslands hefur samið og byggt á fréttum, er fluttar voru klukkan sjö að kvöldi dagana 17.-30. júni siðast liðið ár. Samkvæmt athugun, sem gerð var árið 1970, hlustuðu að jafnaði Framhald á 14. siðu. SKATTAMÁLIN í BRENNI- DEPU KJARASAAANINGANNA Greinilegt er, að skattamálin eru nú I brennidepli i samninga- umleitunum fulltrúa vinnuveit- enda og verkalýðssamtakanna. Björn Jónsson, forseti ASl, hefur iátið þau orð falla, að litið yrði á lækkun skatta á launamönnum sem kjarabót, og væri verkalýðs- hreyfingin til viðræöu um slíkar ráðstafanir. t gær hélt fjármála- ráðherra fundi með skattamála- nefnd ASt og fulltrúum atvinnu- rekenda, og var rætt um skattamál I tengslum við gerð kjarasamn- inga þeirra, sem nú standa fyrir dyrum. Slðdegis héldu svo samn- inganefndir ASt og atvinnurek- enda fund, þar sem skattamálin voru aðallega rædd. Samninganefndirnar sendu frá sér sameiginlega fréttatilkynn- ingu um fundinn, og einnig sendi fjármálaráðherra frá sér frétta- tilkynningu um skattamál, og er sá hluti hennar, er viðkemur kjarasamningunum, birtur á eftir fréttatilkynningu samninga- nefndanna, sem fer hér á eftir: „Föstudaginn 24. janúar var haldinn þriðji fundurinn milli niu- manna samninganefndar Alþýðu- sambands Islands annars vegar og fulltrúa Vinnuveitendasam- bands Islands og Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna hins vegar. Aður en fundur þessi hófst, höfðu báðir aðilar átt fund með fjármálaráðherra og sérfræðing- um hans. A þeim fundi var m.a. rætt um skattamál með sérstöku tilliti til að létta skattbyrðarnar og færa álagningu skatta i það horf, að hún verði miðuð við það ár, sem tekna er aflað. Framhald á 14. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.