Tíminn - 25.01.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.01.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Laugardagur 25. janúar 1975 Mest umtal vakti Watergate- málift og hin hörmulega útreiö, sem Nixon þáverandi Banda- rikjaforseti hlaut i sambandi viö þaö mál, sem endaði svo með afsögn hans — eftir mikið stapp og stríð. í kjölfar þess máls fengu margir starfsmenn og fylgismenn hans stóran skell, t.d. Agnew varaforseti o.fl. — í Vestur-Þýzkalandi sagði Willy Brandt af sér embætti, þegar upp komst að aðalsamstarfs- maður hans var njósnari fyrir austantjaldsriki, og hafði sá heiöursmaður verið kominn i helztu leyndarskjöl rikisins. Einnig var ýmislegt i einkalifi Brandts, sem sagt var að hefði getað stuðlað að afsögn hans. Kakuei Tanaka var forsætisráð- herra i Japan. Hann var til- neyddur að segja af sér emb- ætti, þegar upp komst um ýmis- legt brask hans, sem hann stundaði til að auðga sjálfan sig. Misnotaði hann gróflega að- stöðu sina sem forsætisráð- herra, og varð hið mesta hneykslismál úr þessu öllu sam- an. Á sjö mánuðum hrökkluðust aðalvaldamenn þriggja rikustu þjóða heims frá völdum, tveir vegna óheiðarleika og svika (Tanaka og Nixon) og sá þriðji vegna aðgæzluleysis i embættis- störfum o.fl. (Brandt) Stjórn- málafréttaritarar segja, að árið 1974 sé algert metár i þessum málum, — og sannarlega er þetta hörmulegt met, sem von- Mótmæla mengun Þrír þjóðarleiðtogar, sem hrökkluðust tró ”| j i Q7 i andi verður aldrei „slegið út” — iþróttafréttum (á iþróttafrétta- VOIOUlTI I / / 4 eins og stundum er sagt i máli!). Ariö 1974 varð mörgum hátt- _______________________ ___________________— — —- settum stjórnmálamönnum hættulegt viða um heim. Einna mestar urðu samt hrakfarir þessara þriggja þjóðarleiðtoga, sem við birtum hér myndir af. Um miðjan desember siðast liðinn tóku eigendur fimmtiu fiskibáta sig til og lokuðu innsiglingunni i Signu, en eftir ánni Signu fara öll skip, sem leiö eiga til Rúðuborgar. Eig- endur fiskiskipanna vildu með þessum aðgerðum mótmæla menguninni, sem er nú komin á mjög hátt stig i mynni Signu, og talin er vera i þann veginn að eyða þar öllum fiski. Að lokum urðu þó bátarnir að sigla á brott vegna óveðurs, sem skall á, en þeir höfðu þó orðið þess vald- andi, að 13 skip töfðust á leið sinni til hafnar, og það um allt að hálfan sólarhring, sem þykir töluvert. Karlar taka að sér ný störf Síðan fólk fór að gera sér grein fyrir þvi, að karlmenn geta rétt eins og kvenmenn hugsað um börn, hefur sú breyting orðið á i Þýzkalandi, að yfirvöld eru far- in að sækjast eftir þvi, að fá karlmenn til þess að sinna börn- um i leikskólum og i fyrstu bekkjum barnaskólanna, en þar var mest farið að bera á konum i kennarastöðunum, og harla lit- ið orðið um það, að karlar stunduðu þar kennslustörf. Maðurinn hér á myndinni heitir Otto von Delow og er nú á eins árs námskeiði, þar sem hann leggur stund á kennslu barna i i iðnaöarborginni Unna Könings- born i Þýzkalandi. Otto skemmtir sér ekki siður en börnin við að byggja úr legó- kubbunum, sem þið sjáið hann og krakkana vera með hér á myndinni. í árslok 1974 voru þrjár tylftir ungra manna við störf á barnaheimilum i Brem- en, en alls eru barnaheimilin i borginni 55 talsins. Takmarkið hjá barnaheimilanefndinni i Bremen er að fjórðungur starfs- liðsins að minnsta kosti verði karlmenn. Telja allir, að bað muni hafa mjög góð áhrif á starfsemi barnaheimilanna i heild. NIXON BRANÐT jmm DENNI DÆMALAUSI „Þegar ég verð stór langar mig til að vera eins og þú Wilson. „A eftirlaunum og gera ekki neitt.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.