Tíminn - 25.01.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.01.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMIN> Laugardagur 25. janúar 1975 tekið að leggja. En hann brauzt milli eyjanna eftir því sem þurfa þótti. Það kom fyrir, að komu bátsins seink- aði um heilan dag frá því, sem annars hefði verið. En það hafði verið reist nýhýsi á klettinum fyrir ofan bryggjuna og þar undi fólk sér hið bezta, þótt bíða þyrfti bátsins. Enginn lampi var þar inni, en það lagði næga birtu f rá arninum, þegar búið var að kveikja þar eld, og f löktandi eldskinið lét um bjálkaveggina, þar sem þegar búið var að rista mörg nöfn og skera hjörtu og skipa- myndir í viðinn. Það var einstaklega hlýlegt og þægilegt og skemmtilegt að sitja þarna inni. Inni í hornunum sást varla á hönd sér fyrir tóbaksreyk, og þar voru sagðar sögur af mörgu tagi. Og þegar arineldurinn fo/skvaðist og glóðin sortnaði gerðust kannski ástarævintýri i rökkrinu. En stundum voru líka seldar þar guðsorða- bækur og sungnir Sionssálmar, allt eftir því, hvað söfn- uðinum var hugþekkast. Kvöldið sem Eiríkur kom heim, var sem sagt gott sleðafæri. En sjórinn var auður og dökkur yf ir að líta á köldu vetrarkvöldi. Katrín og Jóhann höfðu farið niður eftir og fengið sér sæti á bekkjunum í nýja húsinu að dæmi annarra. Jóhann dottaði og dró ýsur annað veifið og Katrín varð stundum að þrífa í handlegginn á honum, svo að hann steyptist ekki f ram yf ir sig. Hann var ekki lengur sami áhyggjulausi rauparinn og hann hafði fyrrum verið, þegar hlegið var að sögum hans í hverju húsi í þorpinu. Nú var það Gústaf, sem unglingarnir flykktust að frammi við dyrnar Loks heyrðist blásið í skipslúður úti í myrkrinu, og allir, sem beðið höfðu, þustu út og niður á bryggjuna. Þar varð mikil þröng, því að margir komu og fóru um þetta leyti ársins. Sjómenn voru að koma heim og eyja- búarnir að fara nauðsynlegar verzlunarferðir áður en skipaleiðir lokuðust alveg af völdum vetraríssins. Katrín og Jóhann sýndust harla rýr í roðinu, þar sem þau stóðu á bryggjunni og biðu. Jóhann var allur í keng, eins og kálfur í úrfelli á haustdegi og skalf af kulda. Katrínu var einnig sárkalt, því að hún var illa búin . Gatslitin prjónuð treyja, sem gapti frá henni að framan á milli hvers hnapps, veitti lítið skjól gegn úrsvalri haf golunni. Loks lagðist báturinn að bryggjunni, og iandgöngu- brúnni var skotið út. Nokkrir farþegar bröltu í land, og fólkið þyrptist um borð. Alls staðar voru hlaðar af grjónasekkjum og sykurkössum, naglapökkum og olíu- tunnum, smjörkvartilum og eggjakörfum. Slátrari, sem ferðaðist með bátnum og keypti nautkindur, þurfti að koma heilum hóp af gripum á skipsf jök og dauðhræddar skepnurnar, sem með engu móti fengust til þess að fara sjálfviljugar fram á bryggjuna, sættu bæði höggum og formælingum. Stúlkurnar, sem höfðu hirt gripina frá því þeir voru kálfar, horfðu í máttvana reiði á aðfarir- nar. Svo gekk Eiríkur upp á bryggjuna. Jóhann bærði ekki á sér fremur en hann hefði aldrei fyrr séð þennan mann. Katrín glennti upp augun og stóð grafkyrr, eins og hún væri hrædd um, að hún vekti athygli á því, hve fátæk- lega móðir þessa herramanns var til f ara, ef hún hreyfði sig úr sporunum. Því að það var ffnn herramaður, sem kom upp á bryggjuna með tösku í hendinni. Þarna kom hann — fríður sýnum, aðsópsmikill, sléttrakaður, með harðan hatt og harðan flibba og í nýjum yfirfrakka. Allir, sem á bryggjunni voru, störðu undrandi á hann. Loks þreif Jóhann í handlegginn á Katrínu. „Þarna er hann", sagði hann lágt. Katrín gekk nokkur skref á móti honum. „Komdu sæll Eiríkur," sagði hún með nokkrum erf iðismunum. Hýrt bros breiddist yfir andlit herramannsins, svo að skein í hvítar tennurnar. Ekki vissi ég, að Eiríkur hafði svona fallegar tennur, hugsaði Katrín. En Eiríkur þrýsti innilega hönd foreldra sinna, og gleði hans var svo fals- laus og eðlileg, að það var eins og honum fyndist það blátt áfram sjálfsagt, að óbreyttur sjómaður væri allt í einu.'orðinn miklu finni en ríkasti kapteinn. En málfar hans hafði breytzt næsta lítið, og Katrin jafnaði sig að kalla á leiðinni upp þorpið við að hlusta á hann. En ein- hvern veginn fanst henni, að fólk væri í hópnum fast á eftir þeim, enda hjóluðu unglingarnir hvað eftir annað framhjá þeim og sneru svo við til þess að geta virt manninn sem bezt fyrir sér. Gústaf hafði orðið viðskila við þau í fólksþvögunni og sá bróður sinn ekki fyrr en hann var kominn heim og setztur að kaff iborðinu. Þá kom hann æðandi inn, hávær að vanda, og lét það strax f júka, sem honum lá á hjarta. ,, Jæja: þá er f lækingurinn loksins kominn heim. Þú ert ekki alveg siginn saman ennþá — hva-hvað er þetta? A- ha! Það er naumast þú hefur dubbað þig upp. Pokurinn sjálfur, einsog Kalli Seffer segir: Harður hattur, gljándi stígvel og montklútur í brjóstvasanum! Ja, við eplin líka, sögðu hrossataðskögglarnir". „Haltu kjafti! Ég kem heim fínn maður. Heldurðu kannski, að ég ætli að ganga i fermingarbuxunum mínum á sunnudögum í mörg ár eins og Einar? Nei, ég Maðurinn minn^ Tíma-vélinni , var Já, hann hefur i stoliö aftur frú Q309. LAUGARDAGUR 25. janúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 tþróttir. Umsjón: Jón Ásgeirsson. 14.15 Að hlusta á tónlist, XIII. Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn. 15.00 Vikan framundan. Magnús Bjarnfreðsson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). ts- lenskt mál. Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag. flytur þáttinn. 16.40 TIu á toppnum. örn Petersen sér um dægur- lagaþátt. 17.30 Sögulestur fyrir börn Ingibjörg Stephensen les „Marjas” eftir Einar H. Kvaran. 18.00 Söngvar I léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 „Meira öryggi býður enginn”. Þáttur um auglýs- ingar i umsjá Ingólfs Mar- geirssonar og Lárusar Óskarssonar, fyrri hluti. 20.00 Hljómplöturabb. Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.45 „Sigurður mállausi”, saga eftir Þorstein Erlings- son. Sigriður Eyþörsdóttir leikkona les. 21.15 Kvöldtónleikar. a. Trió i 21.45 Myndir I lausu máli.Höf- undurinn, Elfa Björk Gunn- arsdóttir, flytur. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Þorradans útvarpsins. Byrjað verður að leika harmonikulög, gamal dansa og islenzk danslög i klukkustund, — siðan leikin ýmiss konar danslög af hljómplötum. (23.55 Fréttir i stuttu máli). 01.00 Dagskrárlok. Laugardagur 25. janúar 16.30 tþróttir Knattspyrnu- kennsla Þýðandi og þulur Ellert B. Schram. 16.40 Enska knattspyrnan 17.30 Aðrar Iþróttir Meðal annars badmintonkeppni i sjónvarpssal og mynd frá fimleikasýningu i Laugar- dalshöll. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson 18.30 Lina langsokkur Sænsk framhaldsmynd, byggð á barnasögu eftir Astrid Lindgren. 4. þáttur. Þýðandi Kristin Mantylá. Aöur á dagskrá haustið 1972. 19.00 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.30 Læknir á lausum kili Breskur gamanmynda- flokkur. Fagrar framtiöar- horfur Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Ugla sat á kvisti Get- raunaleikur með skemmti- atriðum. Umsjónarmaður Jónas R. Jónsson. 21.35 Tvær stúlkur Svipmyndir úr lifi breskrar og hollenskrar stúlku. Þýðandi Guðrún Jörunds- dóttir. 22.10 ójafn leikur (23 Paces to Baker Street) Bresk saka- málamynd frá árinu 1965, byggð á sögu eftir Philip MacDonald. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. Vinsæll leikritahöfundur, sem misst hefur sjónina, er á ferðalagi I Lundunum. Af tilviljun heyrir hann á tal manna, sem eru að gera áætlun um mannrán og jafnvel morð. Hann leggur orðaskipti þeirra vandlega á minnið og tekur þegar að afla sér upp- lýsinga um málið. 23.50 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.