Tíminn - 26.01.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.01.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 26. janúar 1975 Sunnudagur 26. janúar 1975 Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.) Það er hætt við þvl, að það veröi lagt hart að þér i dag I þvi skyni að fá þig til þess að láta eitthvað af hendi rakna til einhverra hluta. Þú skalt gá að þér. Ef um mannúðarmál er að ræða, skaltu láta undan, annars ekki. Fiskarnir (19. febr.—20. mai . Það litur út fyrir, að það fari eitthvað mikilvægt framhjá þér i dag af þvi, sem er að gerast á vinnustaðnum, og það er alls ekki óliklegt, að samstarfsfólkið eigi sinn rika þátt I þvi. Álykt- anir skaltu draga af fenginni reynslu. Hrúturiijn (21. marz—19. april) Þú ert búinn að setja þér eitthvert takmark, og þú getur verið viss um það, að hugurinn ber þig hálfa leiö, — en þú þarft að gera þér ljóst, að þú verður aö vinna úr hugmyndum jafnóðum og þær þróast i áætlun þinni. Nautið (20. april—20. maí) Þú skyldir varast að vera of viðkvæmur i lund I dag. Það er rétt eins og þú sért auðsæranlegri en aðra daga, og hætt við, að einhverjir gangi á lag- ið, þegar vart verður við þennan veikleika þinn. Mundu, aö það er engin klipa svo erfið, að ekki sé unnt að losna. Tviburarnir (21. maí—20. júni) Það er rétt eins og þú þurfir að fara betur yfir einhverja áætlun, sem þú ert með I smiðum varðandi meiri tekjur i einhverri mynd. Bjóðist þéryfirvinna, þá aflarðu þér I senn reynslu, sem kemur sér vel fyrir þig, og meiri peninga. Krabbinn (21. júni—22. júli) Þú þarft að snúa þér að smáatriðunum á ný, grundvallaratriðum, sem manni yfirsjást svo oft. Þegar þessu hefur verið kippt i lag, geturðu snúið þér að daglegum verkum þinum. Og um- fram allt: þér fer að verða nauðsynlegt að byggja upp varasjóð. Ljónið (23. júlí—23. ágúst) Það eru einhverjar áhyggjur að kvelja þig þessa dagana, áhyggjur, sem þú hefur fundið þér til. Þú skalt umfram allt reyna að gera hlutina ein- faldari, — og einnig skaltu varast að ganga ekki of langt i þvi að gera öðrum til hæfis. Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.) 1 dag þurfa nánir ættingjar á aðstoð þinni að halda. Það er ekkert vist, að þér verði gert við- vart um þetta, ef til vill álita viðkomandi, að þú eigir að vita þetta. Smávægileg atriði gætu orðið það stór, að alvarlegt inngrip þyrfti til að laga. Vogin (23. sept.—22. okt.) Það er engu likara en peningarnir hafi vængi I dag. Það er rétt eins og þú hafir ekki við að eyða þeim, og bruðlið ræður ferðinni, — en það er þó ljós punktur við þennan dag, að sköpunargáfan fær útrás á ólíklegustu stöðum. Sporðdrekinn (23. okt—21. nóv.) Það er ekkert, sem mælir á móti þvi, að þú litist um eftir aðstoð eða liðsinni, en engu að siöur skaltu halda þinu striki I gegnum þykkt og þunnt, og ekki láta neinn bilbug á þér finna. Hinsvegar þarfnast vinnuaðferðir þinar endur- skoðunar. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Þú ættir að varast það I dag að vera að auglýsa sjálfan þig. Og hafðu það hugfast, að frekja gerir engan að vini, né heldur ótimabært örlæti. Þú þarft og þú skalt leita ráða hjá þeim, sem vit hafa á hlptunum, I ákveðnu máli. Steingeitin (22. des.-19. jan) Þú þarfnast næðis, og þú þarfnast skemmtilegra umhverfis á vinnustaðnum. Þú gerðir rétt i þvi að taka nú ærlega til I kringum þig og gera stað- inn vistlegri og skemmtilegri. Þú skalt ætla þér lengri tima til að ljúka ákveðnu verki, sem þú þekkir. Skrifstofustarf Stúlka óskast til starfa á skrifstofu Sauð- árkrókskaupstaðar. Góð islensku- og vélritunarkunnátta æski- leg- . . Nánari upplýsingar veita skrifstofustjón eða bæjarstjóri, sima (95) 5133. Pelican meö gullplötuna, t.f.v. Jón Ólafsson, Björgvin Gislason, Pétur Kristjánsson, Ómar Óskarsson og Asgeir óskarsson. Timamynd: Gunnar. PELICAN FÉKK GULLPLÖTU — Hljómsveitin á förum vestur um haf til að hljóðrita nýja plötu og halda hljómleika Gsal-Reykjavik. A fimmtudags- kvöldið afhenti Ámundi Ámunda- son, fyrir hönd Á.Á. hljómplatna, hljómsveitinni Pelican gullplötu fyrir hljómplötuna Uppteknir sem hefur selzt I tæplega átta þúsund eintökum. Þetta er algjört einsdæmi þegar Islenzkar rokk- hljómplötur eiga i hlut. Amundi afhenti hljómsveitar- meðlimunum afsteypu af plötunni, og siðan var skálað i kampavini. Pelican-menn boðuðu blaða- menn á sinn fund fyrr um kvöldið, og þar skýrði ómar Valdimars- son, framkvæmdarstjóri Pelican, frá þvi, að hljómsveitin væri nú á förum til Bandarfkjanna, og yrði haldið vestur um haf á sunnu- daginn. Vestra mun Pelican hljóðrita LP-plötu i sama stúdiói og platan Uppteknir var hljóðrit- uð i. Einnig mun hljómsveitin halda hljómleika i ferðinni, sem mun að öllum likindum taka sex vikur. — Við byrjum á upptöku plötunnar á þriðjudagsmorgun og vinnum stanzlaust I tvær vikur I stúdióinu. Þvi næst mun hljóm- sveitin koma þrisvar fram, tvisvar I klúbbum i Boston og einu sinni i klúbbi i Springfield. Siðan verður farið aftur I stúdóið og lokiö við endanlega gerð plötunnar. Þegar plötugerðinni lýkur, verður haldiö til New York, þar sem hljómsveitin mun leika á hljómleikum og i klúbbum næsta hálfan mánuðinn. M.a. er ákveðið, að Pelican leiki tvisvar sinnum á þessum tima i stærsta og eftirsóttasta klúbbi New York- borgar, sem nefnist „Bottom Line”. Það telst mikill heiður að fá að leika i þeim klúbbi. Shaggy og stúdiið, sem plata Pelicans verður hljóðrituð i, hef- ur stofnað hljómplötufyrirtæki — og nýlega var gengið frá samningum milli Á.Á hljómplatna og þessa hljóm- plötufyrirtækis um kaup á að minnsta kosti fimm þúsund BIPREIÐA EIGEODUR! Aukið DRYGGI, SPARNAÐ og ÁNÆGJU í koyrslu yðar, moð þvi að lóta okkur annast stillingarnar ó bifreiðinni. Framkvsmum véla-, hjóla- og Ijósastillingar ósamt tilheyrandi viðgerðum. Ný og fullkomin stillitski. O. £ogilberl//on h/f eintökum af plötunni Uppteknir, sem fyrirtækið mun dreifa á Bandarikjamarkaði. Nýja platan mun að öllum li ind- um koma út i maí. Textar á plötunni eru eftir Ágúst Guðmundsson og Pelican mun gefa plötuna út. Einangrun — Frysti- og kæliklefar Tökum að okkur að einangra frysti- og kæliklefa. Skiptum ura einangrun I eldri klefum. Notum eingöngu sprautaöa polyurethane einangrun. Tökum að okkur hvers konar húsnæöi. EINANGRUNARTÆKNI H.F. Pósthólf 9154 — Reykjavlk — Slmi 7-21-63 á kvöldin. Skrifstofustarf Óskum að ráða stúlku til vélritunarstarfa o.fl. nú þegar. Góð kunnátta i stafsetningu og nokkur málakunnátta nauðsynleg. Hálfsdagsstarf kemur til greina. Umsóknir með upp- lýsingum um menntun og fyrri störf send- ist Vegamálaskrifstofunni, Borgartúni 1, Reykjavik, fyrir 1. febrúar n.k. Vegagerð rikisins. A Laust starf Starfsmann vantar nú þegar til að hafa umsjón með ijósastofu Heilsuverndar- stöðvarinnar i Kópavogi. Hjúkrunarmenntun eða önnur menntun á sviði heilbrigðismála æskileg. Nánari upplýsingar gefur undirritaður. Bæjarritarinn i Kópavogi. 3Rflun Astronette HÁRÞURRKAN sem allar konur vilja eiga fæst i raftækjaverzlunum i Reykjavik, viða um land — og hjá okkur \ Stilli- og vélaverkstæði Auðbrekku 51 Kópavogi, sími 43140 RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS HF. Ægisgötu 7 — Sími 17975/76

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.