Tíminn - 26.01.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.01.1975, Blaðsíða 5
Sunnudagur 26. janúar 1975 TÍMINN 5 Heimsmet eða hvað? Bandariska kvikmyndastjarnan Edy Williams hefur aldrei verið hrædd viö að vekja athygli, svo að ekki sé meira sagt. Hún er heldur ekki sérlega nákvæm með að velja fatnaðinn, sem hún ætlar sér að ganga i, eða kannski öllu fremur aö ganga ekki i. Hér á myndinni er hún að leggja upp i ökuferð til Rómar- borgar en þann stað heiöraði hún með nærveru sinni i sam- bandi við gerð kvikmyndarinn- ar Fjölskyldusyndir. Það má bæta þvi við, að hún hefur keypt sér brjóstatryggingu, og hljóðar hún upp á hvorki meira né minna en 110 milljónir Isl. króna. Það hlýtur að vera heimsmet. Mikið um gervifrjógvun Um 2000 konur urðu aðnjótandi gervifrjógvunar í Frakklandi á siðasta ári. Allt voru þetta gift- ar konur, en eiginmenn þeirra voru ófrjóir, og höfðu samþykkt þessa aðferð til þess að konum þeirra auðnaöist að eignast barn. Hins vegar mun kaþólska kirkjan, sem er mikils ráðandi I Frakklandi, vera þessu mjög mótfallin. Sex sæðisbankar eru starfræktir I nokkrum helztu borgum Frakklands. Þeir, sem leggja sæði af mörkum, eru allt giftir menn, sem þegar hafa átt börn, og fá þeir enga greiðslu fyrir sæði sitt. Mennirnir verða að vera undir fertugu og hafa gengizt undir læknisskoðun, og einnig hafa börn þeirra verið rannsökuð og reynt hefur verið að komast að þvi hvort nokkur veikindi eða erfðagallar kunni að felast i ættinni. Sæðið er sett I „plaststrá” og varðveitt i nitrogenvökva við 196 stiga frost. Sæðið er talið endast i að minnsta kosti 10 ár. Hvorki kona, sem fær sæðið, né læknirinn, sem framkvæmir aögerðina, vita hver gefandinn er Stráið, sem sæðið er i, er að- eins merkt sérstöku númeri. t sæðisbankanum er allt sæði á skýrslu. Hver sæðisgefandi er einungis notaður til þess að sæða þrjár til fjórar konur, svo hann á ekki að geta veriö faðir að fleiri börnum en þeim, sem þar af hljótast. Er þessi tak- mörkun sett til þess að koma i veg fyrir að miklir möguleikar séu á þvi, að bræður og systur, hálfbræður eða hálfsystur gift- ist. 1200 km d klukkustund! ! í KHARKOVI Sovétrikjunum er starfandi rannsóknar og til- raunastofnun, þar sem fram- leiddir eru kappakstursbilar, og hafa verið framleiddir I 25 ár. Stúdentar.sem starfa við þessa stofnun vinna nú að gerð nýrrar tegundar bils, Khadi — 9 módelsins. Þetta er léttbyggt farartæki, sem á að þola vel hita, en þaö er smiöaö úr gler- fiber- og plastefnum. Billinn, sem er 10,5 metrar á lengd á að geta fariö með 1200 kilómetra hraða á klukkustund. Bill þessi llkist reyndar meira flugvél en bfl i ytra útliti, eins og gleggst kemur fram á meðfylgjandi mynd. Bilar frá Khadi hafa sett heimsmet niu sinnum. Stúlkan á hinni myndinni, sem hér fylgir heitir Natalia Sycheva, og er einn af nemendunum, sem vinna að gerð bílsins, hún er hér aö kanna innri byggingu bilsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.