Tíminn - 26.01.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.01.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 26. janúar 1975 .. I .. ■ H HM Sivertsenshúsiö I Hafnarfirði 7. sept. 1974 Lækjargata 11, Hafnarfiröi, 23. ágúst 1974. - * Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í qamla daga LVII 1 51. þætti, 8. des. s.l. voru sýnd nokkur um það bil aldar- gömul múrbindings-timburhús I Hafnarfiröi. En langelzt mun Sivertsens-húsiö vera. Mun Bjarni riddari Sivertsen hafa flutt húsiö tilsniöiö frá Kaupmannahöfn og látiö setja þaö upp i Hafnarfiröi áriö 1797. Sföar var það stækkað eitthvað. Nýlega hefur veriö gert við húsiö og sómir það sér enn hiö bezta. Settar hafa verið dyr á milli herbergja og lofthitun hefur leyst kolaofnana af hólmi. En aö ööru leyti var húsið fært i upprunalegt form. A neðri hæö eru munir úr eigu Bjarna og viövíkjandi starfi hans. Þar mun og bæjarstjórn hafa mót- töku. Bjarni var bóndasonur austan frá Nesi i Selvogi. Bjarni auögaðist snemma af verzlun sinni og haföi mörg skip i förum. Var frumkvööull þil- skipaútgeröar hér á landi á 19. öld. „Hann var afburðaatorku- maöur i flestum greinum, vitur og réttsýnn”, segir Jón Helga- son áriö 1916 i ritinu „Þegar Reykjavik var 14 vetra”, Á mynd, sem hér er birt, sést framhlið og þak Sivertsens-húss eins og það er nú. A annarri mynd sér aöallega á gaflinn. Börn úr öldutúns- skóla eru að koma i heimsókn 18. sept. 1974. Mikil reisn hefur verið yfir Flygenrings-húsinu og fallegur er tréskurðurinn. Flygenring, kaupmaöur og útgeröarmaöur, lét byggja húsið árið 1906, en rifiömun það hafa verið 1971. A myndinni sé Hansenshús til vinstri, en til hægri sér i nýrra hús, sérkennilega tindótt. Göngum upp meö læknum og litum á fyrirferöarminni hús. Viö Suöurgötu, rétt hjá lækn- um sómir sér vel húsiö Dverga- steinn,byggt 1910. Stendur nafn og ártal á húsinu. 1 þvi húsi ólst upp Emil Jónsson vitamála- stjóri og ráðherra. Þarna er tækniverk nýja timans, sjón- varpið, komið til sögunnar. Aö Lækjargötu 11 skammt frá, hinum megin Lækjarins, stendur litið gamallegt hús, umvafið fögrum gróðri. Mun Magnús Torfason bakara- meistari hafa byggt húsiö fyrir um hálfri öld, e.t.v. sem þurrkhjall i fyrstu. Hrislur hallast vinalega upp að hýsinu og hylja að nokkru hina mörgu vlraþræði eða leiðslur. Gisli Sigurösson varðstjóri hefur lánaö myndina af Flygenrings- húsinu og gefið ýmsar UDolýsingar. f < i Dvergasteinn i Hafnarfiröi 23/8 1974 Flygenringhús 1910

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.