Tíminn - 26.01.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 26.01.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 26. janúar 1975 Hundalíf í borg örbirgðar og glæpa t NEW YORK eru Uu þúsund matsölustaöir, og þar á meöal eru matsölustaöir, sem ætlaöir eru húsdýrum. Og þaö er langt frá þvi, aö þeir séu meöal hinna lök- ustu og sóöalegustu. New York er ómanneskjuleg borg, full af grimmd og andstyggö, en á henni er einnig önnur hliö og skammt öfganna á milli. Sá,sem hættir sér siödegis inn i stærsta almenningsgarö borgar- innar, Central Park, getur gengið að þvi visu, aö hann verður sleg- inn niður og rændur. Stærsti almenningsgarður borgarinnar, Central Park, er milli hverfa efnafólksins við Fimmtutröð og örbirgöarhverfa i Harlem, þar sem allt getur gerzt. Haldi maður siðdegis einn sins liös inn i þennan almenningsgarð, getur hann gengið að þvi visu að veröa sleginn niður og rændur. En i rökkurbyrjun koma fallegir og bústnir Ikornar þjótandi niður úr trjánum til þess að leita sér ætis og snikja sér hnetur. Þeir flykkjast að þeim, sem þarna kunna að vera, teygja jafnvel framlappirnar upp á buxna- skálmarnar, og þetta gera þeir af þvi, að margir miskunna sig yfir þá I þessari borg, þar sem grimmd i garð manna á sér litil takmörk. 1 New York lifa lika sumir hundareins og furstar, þótt þar séu aftur á móti til furstar, sem lifa hundalifi. 1 Fimmtutröð, skammt frá Rockfeller Center, er til dæmis veitingastaður hunda, þar sem eigendur þeirra geta brugðið sér inn með þá á heitum dögum, svo að þeir geti svalað þorsta sinum — eða þá satt hungur sitt, þegar svo stendur á. Við 65. götu er ann- ar slikur staður og ekki siðri. Það eru fyrst og fremst hundar, sem þarna fá framreiddan mat eftir öllum kúnstarinnar reglum, rétt eins og hverjir aðrir vandfýsnir gestir, en þar er köttu'm einnig ASCO TRYGGIR GÆÐIN Þér getið búist við sann- gjörnu verði, fullkomnum gæðum og góðri endingu. Þess vegna er ASCO-kúplings- diska að finna I ameriskum, evrópskum og japönskum bif- reiðum I yfir 90 löndum. Toy- ota og Mitsubishi nota ein- göngu ASCO-kúplingsdiska. Næst er þér þurfiö á kúplings- diski að halda — þá biðjið um kúplingsdisk frá ASCO. Ármúla 24 ' Sími 8 Reykjavík JOHNS-MANVILLE glerullar- 9 einangrun er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull- areinangrun á markaðnum í dag. Auk þess fáið þér frian álpappir með. Hagkvæmasta einangrunarefnið I flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Munið Johns-Manville i alla einangrun. "V*. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Sendum hvert á land sem er. WftH JÓN LOFTSSON HfT Hringbraul 121 . Simi 10-600 anim ourmet Hér er hundamatsölustaður viö 65. götu, þar sem fæst allt, sem hundur getur girnzt, ef ekki skortir dal ina. þjónað — „til borðs”, ef svo má segja. Við skulum lita þarna inn. Ung stúlka kemur inn með tvo hunda,. vandlega klippta, svo að þeir minna helzt á ljón. Hún lítur á matseðilinn (þvi að það gera hundarnir ekki sjálfir) og biður um kjúklingalifur handa öðrum hundinum, en rétt dagsins, steikt nýru, handa hinum. Hún veit sem sénákvæmlega, hvaðhvor um sig kýs helzt. Maturinn er borinn fram á litil borð, sem hæfa stærð hundanna, og eru á palli i aöal- matsalnum innan við hárauðan flosstreng. Þjónninn sér lika um, að aðrir hundar, sem nógu há- ættaðir eru til þess, að komið sé með þá á þennan stað, geti vætt kverkarnar á eins konar bar. Leikföng — Ég vil fá sex nýárskökur, ef þær eru eins góðar hjá ykkur og I fyrra — Lússa er alveg sólgin i þær. Og svo þarf ég nýjan jóla- svein handa henni, þvi að hún er búin að bita gamla jólasveininn sinn sundur. Jólasveinar eru skemmtilegustu leikföngin, sem hún fær. Hvað hafið þið annars, sem greindur hundur getur dund- að við, þegar honum leiðist? Þannig spyr viðskiptavinur, þar sem leikföng og afþreyingar- búnaður handa hundum er til sölu. ■ — Mikki mús i ruggustól er það . nýjasta, sem við höfum fengið, er svarið — Það eru allir hundar sólgnir að leika sér að Mikka mús I svona stól. Þeim finnst svo gam- an að sjá hann rugga sér. Viö höf- um lika gerviskó úr hörðu gúmi, sem varla er hægt að naga sund- ur. Og svo gervikjötbein, sem þeir leika sér að timunum saman. Annars er hér allt fullt af leik- föngum handa hundum og kött- um, og fólk verður bara að skoða þetta sjálft. Búðarstúlkan bandar frá sér höndum: Sjáið, bara: Allt fullt af leikföngum og skrautgripum handa dýrum — hringir til þess aö kasta upp i loftið og láta hunda gripa, stórar kanínur og mariu- hænur úr gúmi til þess að leika sér við og sofa hjá, hitapúðar handa þeim sem kulvisir eru, alls konar sælgæti i gjafakössum, er dýrin geta sjálf opnað á afmælis- daginn sinn, jafnvel eyrnahringir handa kvenlegustu smáhundun- um. Hundaafmæli Viðskiptin halda áfram. Valin er jólakaka á hillu, sem hlaðin er alls konar kökum — gleðileg jól, stendur þarna letrað i sykurleðj- una, sem þekur hana. Á öðrum stendur: Til hamingju á afmælis- daginn. Og þess konar kökur kaupa þeir, sem eiga hund með afmælisdag fram undan. ■ — Og svo þarf ég að panta hér gildi fyrir tólf hunda á miðviku- daginn, þegar Rósin á afmæli, segir ein konan, sem þarna er, þvi aö við ætlum að bjóða fáeinum gestum eins og venjulega. Henni þykir svo gaman að hitta kunn- ingjahunda . Pöntupin er skrifuð i bók. Hvergi bregður fyrir undrunar- svip, þvi að afmælisveizlur hunda með boðsgestum eru alsiða. — Þetta eru miklu fjörugri af- mælisveizlur heldur en þó einhver krakki eigi afmæli, segir afgreiðslumaðurinn. Vafalaust rétt. Og hver er svo veizlukosturinn? Kökur, aðallega, en auk þess fá allir það, sem þeir eru sólgnastir i. Þjónninn réttir fram matseðil. Réttur dagsins kostar ekki nema um tvö hundruð krónur, en sumt, sem á boðstólum er þennan dag- inn, er talsvert dýrara. Það hleypur á þetta einu eða tveimur hundruðum. Nú kemur kona, sem hefur þær fréttir að segja, að hundurinn hennar hefur kvefazt. Afgreiðslu- maöurinn rýkur upp til handa og fóta. Hann hefur á boðstólum hlýjar hundapeysur, trefla, prjónaðar húfur — alls konar litir við smekk hvers og eins. Aðeins að velja: rautt, blátt eða gult? Maður kemur og biður um frosna lifur og kjúklingabringur. Hundurinn hans er i sjúkrahúsi sem stendur, og honum gezt ekki að matnum þar. — Vesalings Stubbi! segir afgreiðslumaðurinn. Hvað kom fyrir hann? — Það gekk upp úr honum blóð um daginn, svo að við komum honum undir eins á sjúkrahús. Röntgenmyndirnar sýna, að hann hefur gleypt bein, sem hefur stungið hann i hálsinn. Það er þó skritiö, þvi að hann hefur aldrei viljað bein. Hann hlýtur að hafa fundið það á götunni þegar svarta hundaviörunarstelpan okkar var úti með hann. — Já, göturnar okkar geta ver- ið hundum bráðhættulegar, ef svikizt er um að gæta þeirra nógu vel, segir afgreiðslumaðurinn. Það á aldrei að láta hunda neyta neins, sem þeir finna á götunum, og það er ekki heldur hægt að trúa hverjum sem er fyrir hundi. Hvaðan fenguð þið þessa hunda- viðrunarstelpu? — Nú, i nýju miðlunarstöðinni hérna i hverf- inu. Hundaviðrunarfólkið, sem þeir hafa þar, er ekki nærri eins áreiðanlegt og i gömlu stöðinni. Þeir hafa lika valdið heilmiklum óróa hér i hverfinu, þvi að þetta eru aðkomumenn, sem eru meira og minna að troða sér hér inn og bola burt þaulvönu hundaviðr- Hundar eru ekki læsir, en eigi að siður matseðlar á matsölustöðum, sem ætlaðir eru hundum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.