Tíminn - 26.01.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 26.01.1975, Blaðsíða 13
Sunnudagur 26. janúar 1975 TÍMINN 13 r (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasími 19523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. J Skjálfhenda Á nýliðnu ári var ellefu alda búseta norræns kynstofns i landinu minnzt með miklum hátiða- höldum. Þar var margt rifjað upp, er þjóðin hefur sér til ágætis, svo sem vel mátti á slikum timamót- um. Oft og viða mun meðal annars hafa verið minnzt á þrautseygju liðinna kynslóða, sem iðu- lega urðu að horfast i augu við fár og ægilegan manndauða, þegar að kreppti, þótt raunar væri það saga, er ekki gerðist aðeins hér, á meðan sam- göngur og samhjálp voru á frumstigi, heldur um allar jarðir svo að segja. Nú að undanförnu hafa af allt öðru tilefni orðið um það verulegar umræður og orðahnippingar, hvað sé menning. Ekki verður leitazt við að skil- greina það hér, en álykta verður þó, að það sé einn þáttur þjóðmenningar að kunna að lifa i landinu og samhæfa hætti sina náttúrufari þess. En sé þessi mælikvarði lagður á þjóðina, bregður undar- lega við. Á ellefu öldum hefur henni ekki lærzt að búa sig þannig i stakk, er vera þurfti. Islendingar hafa á öllum öldum haft ull og skinn, sér til skjólklæða, nema á timabilum, er fellisár og sjúkdómar hjuggu svo stór skörð i sauðfjárstofn- inn, að þurrð varð á þeim varningi. Með þetta i höndum kunnu þeir að visu að gera sér sjóklæði og aðrar þær flikur, sem að haldi komu i ágjöf og hrakningi i fiskiróðrum. En það er sannast sagna, að þeim lærðist aldrei að búa sig svo á landi, að viðunandi væri, til dæmis að gera sér viðhlitandi skó á fæturna, eða haga sér þannig i hriðum, að þeir firrðu sig aðsteðjandi háska. Þetta kemur skýrast fram, ef litið er til þess, hversu algengt var, að menn yrðu hér úti, þótt slikt gerist nálega aldrei um Grænlendinga og Eskimóa i stórhriðum miklu kaldari landa. Aftur á móti fundu íslending- ar upp nýjan bragarhátt, svonefnda sjálfhendu, til þess að kveða við raust, likt og þeir börðu sér til hita. Á tækniöld hafa komið til sögu margir nýir þætt- ir i samskiptum manna og náttúru. En enn sem fyrr virðist sem okkur veitist Örðugt að haga verk- um okkar i samræmi við náttúrufarið í Grimsey var hér á árunum hafizt handa um gerð hafnar, sem einna helzt var að likja við spilaborg handa haföldunni að sópa burt. Endurvarpskerfi Rikisút- varpsins liggur undir stöðugum áföllum, þegar i hnúkana tekur, og margvislegar truflanir verða tiðum á ýmsum þeim sviðum, sem mjög eru tengd daglegri önn, daglegum samskiptum og daglegu lifi fólks i viðskiptaþjóðfélagi, vegna þess að tæknibúnaður hefur ekki staðizt það, sem á honum mæðir i hörðustu hrotunum, er veðurguðirnir út- deila okkur. Nú er eitt að kveða upp áfellisdóma, sitjandi á skrifborðsstól, og annað i að komast og úr að ráða. Samt verður þvi ekki á móti mælt, að við eigum hér ekki að ólikindum, ólærða kafla i þeirri lexiu, hversu búa skal i landinu. Vitaskuld hlýtur oftast nær að verða meiru til að kosta i öndverðu, ef allt skal standast striðustu þætti náttúrufarsins. En hversu mikils virði er ekki öryggið, og hvaða kostnað hafa truflanirnar, bilanirnar og viðgerðirnar ekki i för með sér? —JH. Charles W. Yost, fyrrv. sendiherra Bandaríkjanna hjá S.þ.: Hættan er mest á efnahagssviðinu AAinni hætta á hernaðarátökum í Evrópu Frá fundi Helmut Schmidts og Gerald Fords IHvita húsinu 5. des- ember sl. FYRIR og um miðjan desember héldu stjórnir Evrópurikja og Banda- rikjanna tvo mikilvæga fundi. Annar fundurinn átti rætur að rekja til fortiðarinnar, en tilefni hins horfir fram. Annar fundurinn var hinn venjulegi fundur Atlantshafs- bandalagsins við lok hvers árs, en það hélt upp á 25 ára afmæli sitt siðastliðið vor. Ráðherrarnir komu saman i Brússels um miðjan desem- ber. Þeir létu i ljós „ánægju slna yfir þvi, að aðildarrikin halda fullri hollustu við bandalagið.” Þeir sögðu „miða nokkuð en ójafnt til samkomulagsbóta” og bentu á „aukinn herstyrk Varsjár- bandalagsríkjanna”, og sögðust „staðráðnir i að halda óskertum varnarmætti rikja sinna”. En viö ýmsa erfiðleika er að etja á þessu sviði. Vaxandi vandi steðjar að Bretum og hafa brezk stjórnvöld nýlega skýrt frá fyrirætlunum um minnkun hersins. Aðrar þjóðir hafa farið eins að undan- gengin ár og einkum af sömu ástæöum og Bretar. Þegar saman fer aukin viðleitni til sambúðarbóta og kreppa eiga kjósendur bágt með að skilja óskert og afar mikil útgjöld til varnarmála. Bandarikja- stjóm hefir hrundið kröfum heima fyrir um minnkun her- styrksins i Evrópu, en efalaust verða þær kröfur bornar fram aö nýju. ÞARF þessi hneigð til minnkunarherstyrks i Evrópu að vera alvarlegt áhyggju- efni? Að minu viti er það óþarfi. ömögulegt er að gera allt sem hugurinn girnist, og strandar ýmist á fjármálum eða stjórnmálum. Mestu skiptir, hvað látið er hafa for- gang, og þá verður að athuga I þessu sambandi, hvar og af hverju Evrópu stafi mest ógn á næstu árum. Atlantshafsbandalagið hefir orðiö bandalagi vestrænna þjóða að miklu liði. Það treysti öryggi Evrópu, þegar álfan var illa stödd efnahagslega og Sovétmenn kappkostuðu að þoka yfirráðasvæði sinu til vesturs. Herstyrkur beggja aöila i Evrópu er þó hættur að vera I samræmi við samtimann og kröfur um viöhald hans eiga meira skylt við imyndun er veruleika. ORÐIÐ er fyllilega tima- bært fyrir forustumenn beggja aðila að huga meira að hemaðartilgangi en herstyrk, enda þótt erfiöara sé að gera sér ljósa grein fyrir tilgangin- um hvað þá að mæla hann. Hugsanlegt væri, að Sovét- menn neyttu yfirburða sinna i herafla og skriðdrekaeign, brytust gegnum varnir vest- rænu rikjanna á tilteknum tima og leggðu Vestur-Þýzka- land og Frakkland undir sig. Herforingjar og hægindastóla- herfræðingar hafa lýst þessari hættu með Imynduðum og afar flóknum stríösleikjum. Hafa þeir I því sambandi vegið og metið möguleika hinna og þessara flugvéla- og skriðdreka-gerða ásamt ýms- um gerðum kjarnorkuvopna. Auðvitað er hugsanlegur möguleiki á sllkum hernaðar- átökum. Hitt er þó óneitanlega miklu sennilegra, að þau reynist hugarburður einn og ekkert annað. Hvernig á að trúa því, að sóvézkur leiðtogi, sem er heill á geðsmunum, hefji árás á Vestur-Evrópu við þær að- stæður, sem nú rikja eða koma til með að rlkja í fyrirsjáan- legri framtlð? Telja verður af- ar sennilegt, að sllk átök yrðu innan tiöar að kjarnorku- styrjöld, jafnvel þó að kjarn- orkuvarnir vestrænna ríkja væri miklu minni en þær eru nú. Og leiðtogarnir I Moskvu vilja vissulega foröast kjarn- orkustyrjöld. Sovétrlkjunum vegnar ekki illa I viðleitninni til sambúðarbóta og friösam- legrar tilveru hliö við hlið. Hvl skyldu þau leggja þá allt I hættu með sllku teningskasti? MEÐ þessu er ég ekki að leitast við að leiöa rök að þvi, að horfið sé frá Atlantshafs- bandalaginu og styrkur þess minnkaöur til stórra muna, hvað þá leystur upp. Þaö yrði allt of hastarlegt áfall fyrir bandamenn okkar I Evrópu og væri of mikil freisting fyrir gætna leiötoga I Moskvu, hvað þá aðra. Halda ber áfram viðræðum I Vln um takmörk- un kjarnorkuvopna, jafnvel þó aö báöir aðilar sýnist nota þær sem afsökun fyrir aö tak- marka ekki, fremur en tilefni til takmarkana. Tlmabært er þó að forustu- menn vestrænna rlkja beini viöræöum sínum að öðru máli og öllu brýnna, en það var mikið rætt I fyrri hluta desem- ber og náðu þær umræöur há- marki á fundi þeirra Fords Bandarlkjaforseta og Giscards Frakklandsforseta á eynni Martinique. Þarna er um að ræða raunverulegustu ógnina, sem vofir yfir Vestur- löndum næstu ár. SEM betur fer er nú orðið ljóst, hvílik nauðsyn er þarna á feröinni. Ráöherrarnir á fundi Atlantshafsbanda- lagsins ræddu meira að segja um vandann i efnahagsmál- um. Hin þrefalda ógn veröbólgu, olluvanda og sam- dráttar hefir þokast efst á málefnaskrá bandamanna árið, sem leið. Festa I efnahags- og stjórn- málum i vestrænum rlkjum er ákaflega mikilvæg. Ef fram- vinda efnahags- og stjórnmála leiddi til dæmis til ófara á ítalíu og I Bretlandi, hin nýja viðleitni til lýðræðis I Grikklandi og Portúgal færi út um þúfur af efnahagserfið- leikum aö nokkur leyti, ef auöugustu vestrænu rlkin eins og Bandaríkin, Vestur-Þýzka- land og Japan létu sig henda langvinna afturför eða kreppu stafaði Atlantshafs- bandalaginu og vestrænum rlkjum yfirleitt miklu meiri hætta af þeirri framvindu en nokkurri hernaðarathöfn eða ákvörðun, sem hugsanleg sýnist af hálfu Sovétmanna. EINS og horfir þarf að taka stórt stökk frá fortlö til framtlöar bæði i hugsun og viðbrögöum. Brýnt er og aö láta hugarburð vlkja fyrir nauðsyn I verki. Stjórnir vestrænna ríkja þurfa, bæði hver I slnu lagi og sameiginlega, að gera viðtækar ráöstafanir til aö endurvekja öryggiskennd þegnanna og efla og treysta efnahagsllf sitt. Þær þurfa aö styrkja ótraustu rikin, einkum I suðurhluta Evrópu, hvað svo sem þaö kann að kosta. Þær þurfa einnig að horfast I augu við orkuvandann og leysa hann, ekki aðeins með sam- vinnu sln I milli, heldur I sam- vinnu við olíusöluríkin. Krefjist þetta verulegrar lækkunar hernaðarútgjalda er sú ráðstöfun fyllilega réttmæt þegar þess er gætt, hver mesti háskinn vofir yfir eins og nú standa sakir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.