Tíminn - 26.01.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 26.01.1975, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 26. janúar 1975 Nú-tíminn er ennþá i heimsókn hjá Jóhanni G. Jóhannssyni, og eins og við skýrðum frá i síðasta Nú-tima, voru tveir heiðursmenn komnir i heimsókn, — tveir óðmenn, þeir ólaf- ur Garðarsson og Finnur Stefánsson. Nú-timinn lætur samt gestina af- skipalausa og snýr sér enn að Jóhanni: — í Bretlandi kynntist þú forráðamönnum fyrirtækisins Screenpro, og þeir gerðust umboðs- menn þinir. Hvernig at- vikaðist þetta? — Það var mjög mikil tilviljun og ég kynntist þeim eingöngu gegnum Derek. Hann hafði gert tónlist við kynningar- kvikmynd um eitthvert mikið og stórt byggingarfyrirtæki á vegum Screenpro. Tónlistin við kvik- myndina var mjög sér- kennileg og skemmtileg — og ég man að textarnir voru mjög óvenjulegir. Kynningarritið Sheet Screenpro gefur út blaö, sem vegi mér og komi mér á samning hjá hljómplötufyrirtæki, og siðan veröur þeirra verk að sjá um alla þá mörgu og margvisulegu hluti, sem gera þarf i þessu sambandi, þegar verið er að koma nýjum listamanni á framfæri. — Veröa Screenpro áfram umboðsmenn þinir, þótt þú komistá samning hjá hljómplötu- fyrirtæki? — Já, — þvi það er engan veginn nóg að vera kominn á samning hjá hlj ómplötufyrirtæki. Umboðsmennirnir þurfa að vera vakandi um mál sins listamanns og fylgja þeim eftir af einurð og festu. Þaö er t.d. algengt , að mjög stór hljómplötufyrirtæki ákveði að taka upp, — ja, hvað eigum við að segja, fimmtiu plötur þetta árið, — og ákveði á sama tima að af þessum 50 plötum, skuli fyrir- tækið gefa út á árinu 10-15 plötur, sem það setji á markað. Hin framleiðslan er sett i geymslu. Eitt af þeim atriðum sem um- boðsmenn þurfa að sjá um, er að listamaður sé ekki lagður á hiiluna hjá hljómplötufyrirtækinu og geymdur þar meöan samning- urinn rennur út. En svona lagað vill nú einmitt gerast: Hljómplötufyrirtæki gerir samning við listamann, sem talinn er líklegur til að ná þokka- legum árangri og samningurinn er gerður i þvf augnamiði, að leggja hann á hilluna, svo að það komi alls ekki fyrir, að þessi lik- legi listamaður skemmi fyrir þeirra eigin listamönnum. — Þetta er gróft, en það er eigi að sfður enn þáttur þessara viðskipta. Nij — umboðsmenn verða einnig að hafa mikið og strangt eftirlit með sölu á plötum sinna listamanna.... í fáum orðum sagt: Hlutverk Screenpro er að gæta minna hagsmuna, um leið og þeir gæta sinna. — Nú er ákveðið, að þú farir fljót- Éa myndi aldrei kaupq fræaðina með beim afarskilmálum. sem marair listamenn kaupa hana nefnist Sheet og er gefið út I 20-30 þúsund eintökum, — og því er að- eins dreift til fyrirtækja, en er ekki til sölu fyrir almenning. í þessu blaöi eru samþjappaðar auglýsingar fyrir fyrirtæki, t.d. upplýsingar um nýja listamenn, nýjar hljómsveitir, hverjir eru forsvarsmenn nýrra fyrirtækja, og svo framvegis. Sem sagt: kynningarrit. 1 þessu riti er einnig að finna þætti um lista- mann vikunnar og hljómsveit vikunnar, sem blaðið velur. Dave heitir annar forstöðu- maður Screenpro. Hann er kvikmyndagerðarmaður og sá m.a. um gerö kvikmyndarinnar fyrir áöurnefnt byggingarfyrir- tæki. — Með riti sinu, Sheet, sér Screenpro um að „uppgötva” og fylgjast með nýjum listamönn- um, og þvi sem er að gerast i popp- og rokkmálum, — og síöast en ekki sízt að koma nýjum lista- mönnum á framfæri. Og það gerir Screenpro á þann hátt, að upplýsingunum er raðað i Sheet og blaðinu sföan dreift til fyrir- tækja og aðila, sem kynnu aö hafa not fyrir þá. Dave og SUE Dave komst ekki hjá því að heyra tónlist Dereks við kvikmyndina um byggingarfyrir- tækið, og einnig hlustaði Sue á tónlistina, en hún er aðstoðar- maður Dave og raunverulega rit- stjóri Sheet-blaðsins. Sue og Dave urðu bæði yfir sig hrifin af tónlist Dereks, og það varð að ráði, að Sue tæki viötal við hann. Derek og Sue ákváðu siðan að hittast I krá einni i London, þar sem viötalið skyldi fara fram. Sue sagði mér siöar, að þegar þau hefðu verið aö ræða um, hvar þau ættu að hittast og annað f þvf sambandi, hefði Derek mjög oft minnzt á mig og hælt mér á hvert reipi. Þegar Derek var að fara I viðtalið spurði hann mig, hvort ég hefði nokkuö á móti því að koma með honum, og svaraði ég þvi neitandi. Þetta æxlaðist siðan þannig að Sue fékk mikinn áhuga á aö ræða viö mig um tónlist og annað — og að lokum var ákveðið að taka viðtal viö Johann G. — sem og var gert. Sue bað einnig um að fá að koma I stúdióiö og vera viðstödd upptöku, og þar heyrði hún eitt laga minna, sem hún hreifst mjög af. Þetta varð til þess, að hún spurði hvort hún mætti ekki fylgjast með allri upptöku plötunnar. Ég svaraði þvi til, að það væri alveg sjálfsagt. Síðar varð ég þó að taka þá ákvörðun að hafa enga I stúdíóinu, sem ekki voru beinlinis aö vinna að plötunni, því að við vorum komnir I mikla timaþröng. Það dróst þvl talsvert að ég byði Sue að koma I stúdióið aftur, en þegar ég hringdi í hana tveimur mánuðum seinna, kom hún i stúdíóiö. An nokkurra málalenginga varð þessi tlmi hennar í stúdóíinu til þess, að hún hreifst mjög að tónlist minni og ákvað strax að reyna að gera eitthvað sem gæti orðið mér og tónlist minni til framdráttar. Að lokum fór svo, að þetta fyrirtæki, Screenrpo, bauð mér samning, og þar með urðu þeir umboðsmenn minir. Venjulega fer Screenpro ekki þessa leið, heldur kemur nýjum listamönnum einvörðungu á framfæri gegnum blaðið sitt. 1 þessu tilfelli vildu þau hins vegar gerast beinir umboðsmenn minir, og ég lit á það sem mjög mikið hrós. Samningur — Hvað hefur Screenpro þá I hýggju að gera fyrir þig? — Hugmyndin er sú, að þau út- lega til Frakklands á vegum Screenpro. Hverra erinda feröu? Ársmót hljómplötu- fyrirtækja — Frakklandsferðin miðar að þvi að fá samning. í Suður-Frakk- landi er haldið nokkurs konar ársmót, þar sem öll stærstu hljómplötufyrirtæki heimsins eiga sfna fulltrúa. Þarna eru margir listamenn, og á þessu ársmóti eru gerðar ýmsar samningabreytingar, t.d. ef listamenn vilja skipta um fyrir- tæki. Skilyrði þess, að listamaður komist á þetta mót, er að hann sé atvinnumaður i viðkomandi list grein, og ég fer til Frakklands á vegum Screenpro sem slikur, — en ekki sem byrjandi. — Veiztu hvað þú verður lengi er- lendis að þessu sinni? (Jóhann fer út um næstu mánaðamót) — Nei, það er ekkert ákveðiö I þeim efnum. Hins vegar veit ég með vissu, að þessi ferð mun ekki „Venjulega fer Screenpro ekki þessa leið, heldur kemur nýjum listamönnum einvörðungu d framfæri gegnum blaðið sitt. í þessu tilfelli vildu þau hins vegar gerast beinir umboðsmenn mínir, og ég lít d það sem mjög mikið hrós" ,,Eitt af þeim atriðum, sem umboðsmenn þurfa að sjd um, er að þeirra listamaður sé ekki lagður d hilluna og geymdur þar, meðan samningurinn rennur út''

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.