Tíminn - 26.01.1975, Blaðsíða 21

Tíminn - 26.01.1975, Blaðsíða 21
Sunnudagur 26. janúar 1975 TÍMINN 21 ,,Ég held að frægðin komi að sjdlfu sér. Ég held að þeir menn, sem eru að eltast við innantóma frægð, séu d villigötum. Frægðin sjdlf er ekki mitt inntak'' o o o Ólafur Garðarsson, fv. Óðmaður, Finnur Stefánsson, fv. Óðmaður, Margrét Ásgeirsdóttir og Jóhann G. Jóhannsson. Nú-timamynd: Gunnar taka skemmri tima en þrjár vikur, en gæti orðið þrir mánuðir. Þá má nefna, að sá möguleiki er vissulega fyrir hendi að ég þurfi að hljóðrita tveggja laga plötu. Ég sótti fast að fá þriggja mánaða hvild eftir að hafa lokið við Langspil, en ýmislegt varð þess valdandi að það var ekki auðsótt mál. — Hefur þú ibúð til afnota i Bret- landi? — Á þessu stigi veit ég ekkert um það, en Screenpro ætlaði að ganga i það mál. Ég hef sannast sagna verið alveg önnum kafinn siðan ég kom að utan. Vildi hafa bækistöðvar á íslandi — Gætirðu hugsað þér að búa al- gjörlega erlendis i framtiðinni? — Já, ég gæti hugsað mér það I einhvern tima. Hins vegar held ég, að mér sé innanbrjósts eins og svo mörgum öðrum, að ég geti aldrei hætt að telja mig íslending — og ég gæti sennilega aldrei horfið burt frá þessu landi til langframa. Ég myndi vilja hafa minar bækistöðvar hérna, svo fremi að hægt væri að koma þvi við. Mér finnst hins vegar allt I lagi að reyna að stytta veturinn dálitið og dveljast á heitari stað einhvern hluta vetrartimans. — Við hverju býstu, þegar þú heldur utan núna? — 1 rauninni má segja, að ég búist við vinnu og aftur vinnu. Þó má segja að ég geti búizt við hverju sem er. Frægðin er ekki mitt inntak — Telur þú sjálfur, Jóhann, að þú verðir kannski heimsfrægur á þessu ári? Eða hefur þú kannski engan áhuga á þvi? — (Hlátur) Ég held að frægðin komi að sjálfu sér. Ég held að þeir menn, sem eru að eltast viö innantóma frægð, séu á villigöt- um. Frægðin sjálf er ekki mitt inntak. Finnur Stefánsson: — Fyrir- hljóðfæraleikara og tónlistar- mann er frægðin eingöngu ytra form. Þaðsemhannn sækist eftir, er að fólk hlusti á tónlistina. Jóhann: — Ég myndi aldrei kaupa frægðina þeim afar- skilmálum, sem margir lista- menn kaupa hana — þar sem þeir afsala sér öllu frelsi og verða að verkfæri. Frá minu sjónarmiði er það eitt höfuðatriðið að eiga sjáli ur eitthvert frelsi — visst lág- marksfrelsi og einhvern tima fyrir sjálfan sig. Ég hef tekið eftir þvi við lestur viðtala einsog t.d. við Jack Bruce að þar kemur berlega i ljós, að tónlistarmenn eins og hann eru ofurseldir einhverju afli, sem I raun og veru stjórnar þeim al- gjörlega. Þeir eru pindir áfram án tillits til þeirra eigin skoðana, og án þess að þeir fái tækifæri til að mótmæla. Ekki eingöngu geta og hæfileiki Finnur: — Þú varst að tala um það áðan, að fyrirtæki kaupi lista- menn i stórum stil, eingöngu til þess að setja þá á hilluna og gefa aðeins út plötur með sumum þeirra — þetta er staðreynd. Það er þvi i raun og veru mjög tilviljanakennt, hvaða listamenn og hvaða hljómsveitir verða vinsælar, — enda er það alveg með eindæmum, hve margar lé- legar hljómsveitir hafa oröið vinsælar. ólafur Garðarsson: — Það er vegna þess, að tiltölulega fáir aðilar stjórna orðið öllum þessum stóra markaði. Finnur: — Hins vegar veröum við að átta okkur á þvi, að það er ekki eingöngu getaog hæfileikar listamannanna, sem ráða þvi hverjir verða frægir. Tökum t.d. einhverja vinsæla hljómsveit, sem við erum sammála um, að sé góð hljómsveit, og plötu meö henni sem við erum sammála um að sé góð plata. Seljist platan I mörgum milljónum eintaka, þá er það ekki eingöngu vegna þess að tónlistin sé svona góð, heldur ekki siður vegna þess að mjög miklu púðri er eytt I að auglýsa plötuna. Það er með plötur eins og annan lúxusvarning, að salan á þeim fer mjög eftir hinu mikla spili auglýsinga og áróðurs. Og þetta á auðvitað við um fleira en tónlist, — eins og við sjáum t.d. núna: Jóhann leikur tónlist og gefur út plötur, en þið seljið dag- blað út á það lika. Jóhann: — Ég get sagt ykkur eina staðreynd. Fyrir flesta er það mjög mikils virði að komast i Melody Maker, en svo eru til aðrir listamenn, sem eru komnir i þá aðstöðu, að forráðamenn blaðsins verða að hafa þá i hverju einasta blaði — annars selst það ekki. Þeir verða t.d. að hafa Mick Jagger i nær hverju einasta blaði. Það skal þó tekið fram, að þeir sem komnir eru i þessa aðstöðu eru mjög fáir. Finnur: — Ég er sannfærður um að ef Rolling Stones gæfu út LP-plötu og enginn auglýsinga- herferð yrði gerð og ekkert umstang þar i kringum, heldur plötunni einfaldlega dreift þegjandi og hljóðalaust i verslanir, þá myndi sú plata ekki seljast neitt að ráði. tsland fáránleikans Jóhann: — Það er alltaf að ,,Þeir svöruðu því til, að öll tónlist væri alþjóðleg, og að góðir tónlistarmenn gætu komið fró ólíklegustu stöðum. Síðan nefndu þeir sem dæmi, að einhvern tíma yrði jafnvel hljómsveit fró íslandi fræg ! ! Þetta var þeirra dæmi um það allra fórónlegasta, sem hugsazt gæti" veröa erfiðara og erfiðara fyrir nýja listamenn að vekja á sér at- hygli. Hihs vegar er nú álitið, að i poppinu hafi að undanförnu gætt vissrar stöönunar, — og fáir menn hafa ráðið mjög miklu, t.d. Bltlaklikan, sem hefur gefið út hverja plötuna á fætur annarri, sem eru nærri þvi alveg eins — og því finnst mér einhvern veginn að farið sé að leita að einhverju nýju og jafnvel á hinum óliklegustu stöðum, — eins og t.d. Islandi. Ég las viðtal við hollenzka hljomsveit, sem hafði slegið i gegn I Bretlandi og var að leggja upp I hljómleikaferð til Banda- rikjanna. Ég man, að i þessu viötali voru hljómsveitar- mennirnir spurðir að þvi, hvort þeir litu á sig sem Breta, vegna þess að þeir væru þekktastir þar. Þeir svöruðu þvi til, að öll tónlist væri alþjóðleg, og að góðir tónlistarmenn gætu komið frá óliklegustu stöðum. Siðan nefndu þeir sem dæmdi, að einhvern tima yrði jafnvel hljómsveit frá tslandi fræg!! Þetta var þeirra dæmi um það allra fáránlegasta, sem hugsazt gæti. Blm. Nú-timans: — Fyrir nokkru birtum við viðtal við Elton John, — skemmtilega skrifað viðtal, þar sem spyrjandinn spuröi Elton m.a. að þvi hvers vegna hann tæki plötur sinar alltaf upp á fáránlegum stöðum, eins og t.d. Caribou, sm er vist i háfjöllum Bandarikjanna. Þar hefur gömlu sveitabýli verið breytt I stúdió. Hann spurði siðan Elton með þjósti, hvort hann ætlaði kannski að taka næstu plötu sina upp á Islandi! — Island var þvi greinilega fáránlegasti staðurinn, sem upp i huga hans kom. Jóhann: — Ég man eftir öðru dæmi i þessu sambandi. Það var verið að gagnrýna einhverja hljómsveit fyrir hljómleika, sem hún hafði haldið. Gagnrýnandan- um fannst ekki vera heil brú i leik hljómsveitarinnar, og hljóm- leikar hennar fyrir neðan allar hellur. Hann klykkti út með þvi að segja, að bezt væri fyrir þessa hljómsveit að fara til Islands og leika þar!!! 50 milur — Þú hefur ekki verið beðinn að tjá þig um 50-milna utfærsluna, meðan þú varst i Bretlandi. — Nei, — ekki nema i samræðum við nokkra tónlistarmenn, sem standa alveg með okkur. Ég svaraði þvi alltaf til, að við vær- um að vernda fiskinn fyrir þá, svo þeir fengju einhvern fisk að éta á morgun, — og þeim fannst þvi aðgerðir okkar mjög sanngjarnar. Heimsókn Nú-timans til Jóhanns G. er lokið að þessu sinni. Vonandi fáum við siðar tækifæri til að ræða við hann. Við kvöddum og óskuðum honum alls góðs á komandi timum, — bæði nú-timum og öðrum. -Gsal- Nú-tíminn Jóhann G. NUtimamynd: Gunnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.