Tíminn - 26.01.1975, Blaðsíða 28

Tíminn - 26.01.1975, Blaðsíða 28
Nútíma búskapur þarfnast BAUER haugsugu Guöbjörn Guöjónsson SÍS-FÓIMJll SUNDAHÖFN fyrirgóöan mut ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS BÚNAÐARSAMBÖNDIN Á NORÐUR- LANDI KANNA KAUP Á FÆRAN- LEGRI HEYKÖGGLA VERKSMIDJU Teikning af hinni færanlegu heykögglaverksmiðju. Verksmiðjan er framleidd I Bandarlkjunum og er á vagni, sem dráttarbíli dregur. Vélasamstæðan vegur 15-16 lestir, og lengd vagnsins er 12 metrar. Samstæðan kostar 20-30 milljónir króna. MÓ-Sveinsstöðum. Verið er að kanna, hvort áhugi sé á að kaupa hingað til lands færanlega heykögglaverksmiðju. Eyfirðingar hreyfðu þessari hug- mynd fyrstir, enda eru þeir gjarnan I fararbroddi, þegar um er að ræða nýjungar i búskap. Nú hafa búnaðarsamböndin á Norðurlandi sameinazt um að gera þessa könnun og kosið til þess fjögurra manna nefnd. Verði af þessum kaupum, geta bændur fengið verksmiðjuna heim til sln og látið köggla það hey, sem þeir framleiða sjálfir. Kögglað hey þarf litið hlööupláss og skemmist ekki viö geymslu. Kögglarnir eru auðveldari I meöförum en heyið, og skepnurnar geta etið meira af þvi. Þannig má spara mikið af dýrum, innfluttum fóðurbæti, án þess að afurðirnar minnki. 1 nefndinni eru Gisli Pálsson, bóndi og oddviti á Hofi i Vatnsdal, sem er formaður nefndarinnar, Sveinn Jónsson, bóndi á Ytra- Kálfsskinni I Eyjafirði, Siguröur J. Líndal, bóndi á Lækjamóti I Viðidal, og Egill Bjarnason ráöu- nautur á Sauðárkróki. GIsli sagði I viðtali við Timann, að nefndin hefði leitað eftir fjár- hagslegum stuöningi hjá þvi opin- bera, og einnig skrifað öllum búnaðarfélagsformönnum á Noröurlandi bréf til að kanna hug bænda til málsins. Ef undirtektir reynast jákvæðar, er hugmyndin að stofna hlutafélag um rekstur verksmiöjunnar, og veröi þátt- takendur bæði opinberir aðilar, búnaöarfélög og einstaklingar. Verksmiðjan er framleidd i Bandarikjunum og er byggð á vagni, sem dreginn er af dráttar- bfl. Vélasamstæðan vegur 15-16 tonn,og er lengd vagnsinsl2m. öxulþungi er 6 tonn, en áætlaður kostnaður við kaup verksmiðjunnar er 26- 30 millj. króna. Við trúum ekki ööru en að rikis- valdið sjái sér fært að styðja kaup þessarar verksmiðju verulega, enda er hér um brautryðjenda- starf að ræða, allar likur eru á að spari verulegan gjaldeyri, sagði GIsli. Einnig vonumst við til að svör væntanlegra hreppa- búnaðarfélaga verði jákvæð, og að þau vilji taka þátt I fyrirtækinu og beiti sér fyrir þátttöku bænda I þvi. Verði þátttaka alm^nn, gefur það visbendingu um að mikil verkefni verði fyrir vélina. — Tilgangurinn með kaupum þessarar verksmiðju er margþættur, sagði GIsli. Vegna gifurlegra verðhækkana á áburði, sem m.a. stafar af hækkuðu oliu- verði, teljum við eðlilegt, að sem mest af fóðrinu verði framleitt innanlands, enda spörum við með þvi verulegan gjaldeyri. Benda má á, að hlutfallið á milli hey- verðs og verðs á kjarnfóðri hefur raskazt svo að undanförnu, að árið 1970 þurfti tvö kg. af heyi til að kaupa eitt kg. af fóðurblöndu, en nú þarf þrjú til fjögur kg. til að kaupa það magn. Með mikilli kögglaframleiðslu gætu sauðfjárbændur verið sjálf- um sér nógir með fóðurbæti , og kúabændur gætu sparað kjarn- fóðurkaup verulega. Bændur heföu meira af ræktuðu landi til beitar vor og haust, ef þeir fram- leiddu sinn fóðurbæti sjálfir. Þá má benda á, að þegar vel árar og heyskapur er góður, safnast heybirgðir, sem eru geymdar. Sé þetta geymt úti, eins og oft er, minnkar fóðurgildi heysins veru- lega. Kögglarnir yrðu hins vegar geymdir inni, enda taka þeir sjö sinnum minna pláss en heyið. Og þeir rýrna ekki, þótt þeir séu geymdir. I þessu sambandi má geta þess, sagði Gisli, að á fundi, sem við héldum á Akureyri I haust kom fram, að samkvæmt foröagæzluskýrslum voru úm- frambirgðir af heyjum I Eyjafirði s.l. haust um 100 tonn. Áætlaö var, að verðmætisaukning þess- ara heybirgða, ef kögglaöar væru, yrði 6-7 millj. króna. Færanleg heykögglaverk- smiðja yrði til þess að fleiri færu að framleiða hey til sölu, og með hækkandi áburðarverði vex nauðsyn þess að fara vel með það fóður, sem við öflum, sagði GIsli Pálsson að lokum. Þórarinn Lárusson fóður- fræðingur á Akureyri sagði i viðtali við blaðið, að það, sem skildi á milli grasköggla og heyköggla, væri þurrkunar- mátinn. Graskögglarnir eru fram leiddir úr grasi, sem að öllu leyti er þurrkað meö hituðu lofti og tilheyrandi tæknibúnaði. Heykögglarnir eru framleiddir úr heyi, sem þurrkað er á þann’ hátt, sem hverjum og einum þóknast, meö mismikilli hjálp veður- farsins. Það liggur því ljóst fyrir, að heykögglarnir eru ætlð mis- jafnari en graskögglarnir, sagði Þórarinn. Þeir verða aldrei betri, en það hráefni, sem þeir eru framleiddir úr, en þeir geta verið jafngóðir, þegar um beztu verkun heys er að ræða, og tekiö er tillit til þess að þeir eru að öðru jöfnu rikari af D vitamini (sólaráhrif) og oft einnig af A vitamini og meltanlegu próteini vegna áhrifa hitans við hraðþurrkunina. Þórarinn lagði áherzlu á að skepnurnar innbyrðu meira af heyi i kögglaformi og það væri þaö, sem gæfi kögglunum kjarn- fóöurgildi. Væri þar um að ræða 20-30% meira magn. Hann taldi aö miðað við núverandi verð á kjarnfóöri mætti kögglunar- kostnaðurinn á meðalheyi verða upp undir tiu krónur á kg. án þess að um tap væri að ræða fyrir bóndann. Hins vegar hefur verið gert ráð fyrir að kögglunarkost- naburinn verði aðeins um fimm krónur fyrir hvert kg. Framleiðandinn gefur upp að verksmiöjan köggli 2-5 tonn af heyi á klst. eftir aðstæðum og mannskap. Siðan fer það eftir verkefnum og vinnsludögum hver afköstin verða á ári. Hægt er að köggla hey löngu eftir að slætti lýkur, bæði úr heystæðum og úr hlööum. Hægt er að breyta lélegu, úr sér sprottnu, fúlu og gömlu heyi I mun nýtanlegra fóöur. Þórarinn hefur gert grófa rekstraráætlun fyrir þessa verk- smiðju. I lok hennar segir: „Gróf áætlun sem þessi vekur fleiri spurningar en svör. Hin raun- verulegu svör fást ekki fyrr en tækiö verður reynt við Isl. að- stæður. I þvi felst viss áhætta, en áfangi sem þessi er of mikilvægur (ef mögulegur er til að láta) óreyndan. Og áhættan er minni en séð veröur I fljótu bragði, þar sem tækin, sem samstæðunini fylgja, eru öll eftirsótt og af beztu tegund hvert á slnu sviði.” AðlokumsagðiÞórarinn: „Það er mikil nauðsyn að flytja verk- smiðju þessa inn og prófa við is- lenzkar aðstæöur. Einstaklingar verða að hafa þar að frumkvæði og taka þeirri áhættu, sem þvi fylgir, þvi að opinberir aðilar eru ekki nægjanlega opnir fyrir nýjungum. Þeir þyrftu að bera hag bænda og þjóðarbúsins meir fyrir brjósti. Eins og er eru það innflutningsfyrirtækin, sem I raun stjórna þvi hvaða tæki eru flutt inn og reynd við islenzkar aöstæður. Þarna ættu opinberir aðilar t.d. bútæknideildin á Hvanneyri, að hafa frumkvæðið. Starfsmenn deildarinnar hafa fengið mikla reynslu af að gera tilraunir með vélar og tæki. Það væri mikill kostur, ef deildinfengi til landsins ýmis tæki, sem hugsanlega henta Islenzkum að- stæöum og prófuðu þau. Td. ef þeir heföu prófað malara, eins og er á umræddri verksmiðju, þvi að mest hætta er á að vandræði geti orðið við mölun heysins. Æðarrækt í Eng- ey og Flatey? SJ-Reykjavik. Æðarræktendur hafa áhuga á að gera tilraunir með aö unga út æöareggjum I vél og ala upp unga með kollum á sjó við sem náttúrlegastar aðstæður. Til tals hefur komið að girða af vog eða vlk I Flatey og gera þar sllka tilraun, en bændurnir þar, Hafsteinn Guðmundsson og Jó-V hannes Gislason, hafa báðir æðarvarp og eru áhugamenn um æðarrækt. Fyrir allmörgum ’árum var æðareggjum ungað út f vélum bæði að Reykhólum og I Mosfells- sveit. Að Reykhólum munu ung- arnir hafa fengið bakterlusjúk- dóm og drepizt, en í Mosfellssveit döfnuðu þeir vel og voru fluttir til sjávar. En þeir kunnu ekki að bjarga sér, væntanlega þar sem þeir höfðu ekki alizt upp með fullorðnum fuglum. í vor hefjast tilraunir með æðarrækt á vegum Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins. Stofn- unin á Engey, og hefur hún komið til umræðu sem staður fyrir æðarrækt og tilraunir. Einnig hefur verið rætt um eyjarnar úti fyrir Reykhólum. Að sögn Björns Sigurbj örnssonar, forstöðu- manns Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, er ekkert afráðið með þessar tilraunir i smáatrið- um, en umræður hafa staðið yfir milli starfsmanna stofnunarinnar og Árna G. Péturssonar, æðar- ræktarráðunauts Búnaðarfélags íslands. Og ákveðið er, að gerðar verði ýmsar athuganir, m.a. á æðarvarpi og dúntekju.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.