Tíminn - 28.01.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.01.1975, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 28. janúar 1975. TÍMINN 7 r (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. J Alþingi og efna- hagsmdlin Alþingi hóf störf sin að nýju i gær. Það mun fá til meðferðar mörg umbótamál, sem fjallað er um i stjórnarsáttmálanum, og ber þar hæst útfærslu fiskveiðilögsögunnar i 200 milur. Það mun verða verkefni þingsins að ákveða útfærsludaginn, og einnig hvort útfærsla eigi aðeins að gilda um fisk- veiðilögsöguna eða efnahagslögsögu yfirleitt. Til útfærslu á fiskveiðilögsögunni i 200 milur er heim- ild i lögum frá siðasta þingi, en ekki er fyrir hendi heimild til jafnmikillar útfærslu á efnahagslög- sögu, þ.e.a.s. lögsögu sem nær jafnt til auðæfa i hafsbotninum og i sjónum yfir honum. Jafnhliða þvi, sem Alþingi mun fjalla um umrætt mál, verður það annað aðalverkefni þess að fást við efnahagsvandann. Það hefur raunar verið ár- legt verkefni Alþingis, en að þessu sinni er hann meiri en oftast áður. Það er hins vegar von manna, að hann sé timabundinn, og verður að sjálfsögðu að taka mið af þvi. Þvi er það meir en rétt, sem Ólafur Jóhannesson dóms- og viðskiptamálaráð- herra sagði á fundi Framsóknarfélags Reykjavik- ur á dögunum, að hér má ekki gera ráðstafanir i flaustri, og gæta verður þess eftir megni, að ráð- stafanir, sem gerðar verða, skapi ekki nýjan vanda i stað hins, sem þær kunna að leysa. Þetta hefur t.d. gerzt i ýmsum grannlanda okkar, þar sem gripið hefur verið til mjög viðtækra sam- dráttarráðstafana i þvi skyni að hamla gegn verð- bólgu. Þar hafa þessar ráðstafanir skapað enn meiri vanda, atvinnuleysið. Hér þarf þvi að reyna að finna vandrataðan meðalveg, sem hamlar gegn verðbólgu, en leiðir þó ekki til atvinnuleysis. Ráðstafanir þær, sem Alþingi mun gera i efna- hagsmálum, hljóta svo mjög að mótast af þvi, hver verður niðurstaða samninga um fiskverð og kjaramál. Verkalýðshreyfingin getur vissulega ráðið miklu i þessum efnum, og afstaða hennar mun mjög móta hinar endanlegu aðgerðir Alþing- is. Það er t.d. efalaust, að hin gegndarlausa grunn- kaupshækkun, sem samið var um i fyrra, er ein meginorsök vandans, sem nú er glimt við. Verði haldið áfram á svipaðri braut, hljóta nýjar vand- ræðaráðstafanir að fylgja i kjölfarið, likt og varð á siðasta ári. Vonandi kemur ekki til þess. En þá verður lika að koma til móts við verkalýðshreyf- inguna á þann veg, að næg atvinna verði tryggð og reynt verði að tryggja sem bezt afkomu láglauna- stéttanna. Þetta siðara er hægt að gera með ýms- um hætti öðrum en kauphækkun. Þær leiðir ber að athuga til hlitar, enda er nú unnið að þvi. Af hálfu Framsóknarflokksins er lögð megin- áherzla á að næg atvinna verði tryggð, en frum- skilyrði þess er að tryggja rekstur atvinnuveg- anna. Það er t.d. ekkert mikilvægara fyrir framgang hinnar nýju byggðastefnu en að tryggð- ur sé sæmilegur rekstur nýju skipanna og hinna endurbættu frystihúsa, en þetta tvennt hefur hleypt mestu fjöri i athafnalif dreifbýlisins, ásamt útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Það er nú mesta mál dreiflýlisins, að þessi nýju atvinnutæki verði nýtt sem bezt. Og þótt erfiðlega horfi um stund, eins og oft áður, mega menn ekki missa móðinn. Einstaklingarnir verða að auka sparnað sinn, svo að hjól atvinnulifsins geti haldið áfram að snúast og samdráttur orðið sem minnstur i almennum framförum. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Klýfur þjóðaratkvæðið Verkamannaflokkinn? Wilson ó erfitt og vandasamt verk fyrir höndum Iiarold VVilson EF Harold Wilson tekst aö halda Verkamannaflokknum óklofnum eftir þjóðarat- kvæðagreiðsluna, sem efnt veröur til um aðild Bretlands að Efnahagsbandalaginu, hef- ur honum farnazt ólikt betur en þeim Trygve Bratteli og Anker Jergensen, en hliðstæð- ar þjóðaratkvæöagreiðslur i Noregi og Danmörku leiddu til mikils klofnings Sósialdemó- krata i þessum löndum. Það hjálpar Wilson, að hann getur lært nokkuð af reynslu þeirra Brattelis og Jörgensens, og margt bendir lika til þess, að hann hyggist gera það. T.d. ætlar hann ekki að láta það hafa áhrif á framtið rikis- stjórnarinnar, hvort sú stefna, sem hún mælir með, sigrar eða ekki i þjóðaratkvæöa- greiöslunni. Stjórnin ætlar að beygja sig fyrir úrslitunum, hver sem þau verða, og fylgja þeim fram 1 Noregi fór Bratteli öfugt að. Hann til- kynnti, að stjórnin færi frá, ef stefna hennar biði ósigur, og stóð lfka við það. Til að árétta það, að stjórnin muni ekki gera úrslitin að fráfararatriði, hefur Wilson skýrt þinginu frá þvi, að verði ekki samkomu- lag I rikisstjórninni um að mæla með aðildinni eða gegn henni, muni minnihlutinn hafa frjálsar hendur um að fylgja sjónarmiðum sinum fram. Venjan er sú i Bretlandi, aö ráðherrar, sem lenda þannig I minnihluta i stórmálum, segi af sér. Það mun aðeins hafa gerzt einu sinni áður I þing- sögu Bretlands, að minnihluti stjómar hafi þannig fengið frjálsar hendur til að vera á móti meirihlutanum, án þess að segja af sér. Það gerðist i tlö þjóöstjórnarinnar 1932, þegar nokkrir ráðherrar Frjálslynda flokksins fengu slikt frelsi til að vera á móti tollafrumvarpi, sem stjórnin flutti. Wilson rökstyður þessa undanþágu nú með þvi, að aöildarmálið sé svo sérstætt, að eölilegt sé, að önnur regla gildi um það en venjuleg mál. WILSON skýrði frá þvi á þing- fundi siöastliöinn fimmtudag, að stjórnin stefndi að þvi að hafa þjóðaratkvæðagreiðsl- una fyrir lok júni mánaðar, og ákveða þannig endanlega af- stöðu Bretlands til Efnahags- bandalagsins, en þetta er búiö aö vera mikið deilumál I Bret- landi um 15 ára skeið. Stjórn íhaldsflokksins, sem fór með völd 1970—’74 samdi um inn- göngu Bretlands i bandalagið, og gerðist Bretland formlegur aöili að þvi 1. janúar 1973. Meirhluti Verkamannaflokks- ins var á móti aðildinni. Fyrir þingkosningarnar, sem fóru fram á siðastliðnu ári, lýsti Verkamannaflokkurinn yfir þvi, að hann myndi reyna að fá lagfærða ýmsa þá skilmála, sem Bretar urðu að sæta viö inngönguna, og bera það siðan undir þjóðina, annað hvort I þjóöaratkvæðagreiðslu eða þingkosningum, hvort Bret- land ætti að vera aöili að bandalaginu áfram. í framhaldi af þessu var það eitt fyrsta verk ríkisstjórnar Verkamannaflokksins, sem kom til valda eftir kosning- arnar i febrúarmánuði siðast liðnum, aö óska eftir breyt- ingum, á aðildarsamningnum. Viðræður um þetta hafa staðið yfir siðan, og er nú gert ráð fyrir að þeim ljúki i marz. Yfirleitt er þvi spáð, að þessum viðræðum muni ljúka á þann veg, að Wilson og meirihluti rikisstjórnarinnar mæli með þvi, aö Bretland verði áfram i bandalaginu. Nokkrir ráðherranna munu hins vegar vera andvigir aðild undir öllum kringumstæðum, og sama gildir um helztu leið- toga verkalýðssamtakanna. Verkamannaflokkurinn mun þvi ganga klofinn til þjóðarat- kvæðagreiðslunnar. Ihalds- flokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn munu mæla með áframhaldandi að- ild en nokkurs klofnings gætir þó I bðaum þeirra, og þykir sennilegt, að marg- ir kjósendur íhaldsflokks- ins hallist á sveif með Enoch Powell, sem hefur jafn- an verið andvigur aðildinni. Skozki þjóðernisflokkurinn, Kommúnistaflokkurinn og flokkur fasista eru mótfallnir aðildinni. Liklegt þykir, aö margir svonefndra óháðra kjósenda snúist gegn aðild- inni. 1 nýlegri skoðanakönnun reyndust 53% þeirra, sem spurðir voru, vera fylgjandi aðild. En þetta getur hæglega breytzt, og getur það haft áhrif á þetta, hvert efnahags- ástandið verður, þegar at- kvæðagreiðslan fer fram. Á þessu stigi getur þvi veriö erf- itt að spá um úrslitin. And- stæðingar aðildar halda þvi einkum fram, að hún geri Bretlandi ósjálfstætt og rýri lifskjörin, en meðhaldsmenn hennar segja hins vegar, að hún auki áhrif Bretlands og tryggi aukna hagsæld i fram- tiðinni. ÁÐUR en til atkvæðagreiðsl- unnar kemur, verður að setja sérstök lög um hana, þvi að þetta er fyrsta þjóðarat- kvæöagreiðslan i Bretlandi. Rikisstjórnin stefnir að þvi, að frumvarp um þetta efni verði lagt fram fyrir páska og af- greitt frá þinginu eigi siðar en i mailok. Mörg framkvæmda- atriði i sambandi við atkvæða- greiðsluna geta orðiö deilu- mál. Til dæmis eru menn ósammála um,hvort telja beri atkvæði upp i einu lagi, eða hvort þau skuli talin sérstak- lega I hverju kjördæmi eöa einstökum landshlutum. Skozki þjóöernisflokkurinn berst t.d. fyrir þvi, að atkvæði greidd i Skotlandi, verði talin upp sérstaklega. Þá er ágrein- ingur um, hvernig haga beri málflutningi i fjölmiðlum. Helzt er talað um að haga málflutningi i útvarpi og sjón- varpi likt og gert var fyrir þjóðaratkvæðagreiðslurnar i Noregi og Irlandi, en þar var timanum skipt jafnt milli þeirra, sem 'voru með og móti. 1 Danmörku var timanum hins vegar skipt milli þingflokka. Þávilja andstæðingar aðildar, aö lagöar verði hömlur á það, hve mikið fjármagn megi nota til áróðurs t.d. til auglýsinga i blöðum. Sumir vilja banna blaöaauglýsingar með öllu, þar sem fylgjendur aðildar- innar séu miklu fjársterkari. Þeir vilja og hamla gegn af- skiptum blaðanna, sem flest eru fylgjandi aðild. Loks hefur komið til orða, að báðir aðilar fái nokkurt rikisframlag til áróðursstarfsemi sinnar, en það var gert bæði i Noregi og Danmörku. Þá er deilt um það, hvort at- kvæðagreiðslan eigi að vera bindandi eða ekki. Heath lagði áherzlu á það i umræðum i þingi s.l. fimmtudag, að úr- slitin gætu ekki bundið hendur þingmanna, þvi að það væri skylda þeirra að fara ekki eft- ir ööru en sannfæringu sinni. Wilson kvað þetta rétt vera, en hins vegar tryði hann þvi ekki, að þeir beygðu sig ekki fyrir þjóðarvilja. Vegna hins mikla klofnings I Verkamannaflokknum á Wil- son tvimælalaust erfitt verk fyrir höndum i sambandi við þjóöaratkvæðagreiðsluna, og má telja það kraftaverk, ef honum tekst að koma flokkn- um óklofnum yfir hana Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.