Tíminn - 28.01.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.01.1975, Blaðsíða 9
Þri&judagur 28. janúar 1975 TlíVlINN 9 Hér er verið að kemba ullina. Það er verið að undirbúa vefnaðinn. og hcr er verið i baðstofunni situr kona og spolar ullina. að hespa lopann. geð, og ýmsir fengu áhuga á þvi, sem þarna var verið að gera, og varð til þess að ýmis félagasam- tök og forráðamenn lofuðu fjár- hagsstuðningi við þetta. Má þar telja Búnaðarfélag íslands, Sam- vinnutryggingar, Stéttarsam- band bænda, Samband íslenzkra samvinnufélaga, Sláturfélag Suðurlands og Alþingi. Þá var fjárveitinganefnd boðið að sjá það, sem þá hafði verið kvik- myndað, og leizt henni mjög vel á. Þjóðhátiðarnefnd 1974 sá þetta einnig og leizt það forvitnilegt, og samstarf hennar og nefndarinn- ar, sem um kvikmyndina sá, fór á þann veg, að þessir aðilar gerðu samning sin i milli, að Þjóðhá- tiðarnefnd fékk að gera úrdrátt úr allri heimildarmyndinni, öllum þáttunum, og var þetta sett á breiöfilmu og tekur sýning henn- ar um 100 minútur, eða eins og venjulegur timi i kvikmyndahúsi. Aætlunin var, að breiðfilma þessi, sem gerð var i þremur ein- tökum, yrði til sýningar með tón- um og tali á þjóðhátiðarári, en ýmis ljón urðu á veginum, m.a. verkfall í Bretlandi, en þar var myndin fullunnin. Fyrsta eintakið með tónum og tali kom fyrir jól, og virtust þeim, sem að þessu stóðu, að hún hefði tekizt vel. Þetta er fyrsta tilraun, sem gerð er hér á landi til að breyta mjófilmu í litum, i breiðfilmu. Virðist þetta hafa tekizt framar öllum vonum. 1 ráði er að frum- sýna öll þrjú eintökin á sama tima um næstu mánaðamót, en þaö verður á Selfossi, Akureyri og I Reykjavik. Siðan mun eintakið frá Selfossi fara austur um land, sú frá Akureyri vestur um og Reykjavlkur-filman verður sýnd á Faxaflóasvæðinu og svo á Vest- f jöröum. Meiningin er, að öllum landsbú- um verði gefinn kostur á að sjá, hvernig forfeöur okkar unnu með sinum frumstæðu tækjum. Marg- ir hafa komið við sögu við gerð myndarinnar, en það má segja, að gerð myndarinnar hafi farið fram á elleftu stundu. Enn var hægt að njóta aðstoðar fólks, sem kunni til þessa verka. Má þar t.d. nefna heyskaparmyndina, sem var tekin hjá siðasta bóndanum, sem notaði eingöngu hesta- og handverkfæri við heyskapinn, en bær hans er nú kominn I eyði og reyndar búið að rifa hann. Breiöfilman er ekki nema bútur af heildarmyndinni, sem tekur um þrjá klukkutima að sýna. Samkeppni var haldin um hug- myndir að nafni á myndinni. Bár- ust um 10—20 tillögur, en sú, sem fyrir valinu varð, er „1 dagsins önn”. Reyndist sú tillaga koma frá fjórtán ára pilti úr Kópavogi. Að lokum vilja þeir nefndar- menn, sem stóðu að töku myhdar- innar, þakka öllum, sem komið hafa við sögu og lagt hönd að verki, bæði fjárhagslega og með aðstoð á annan hátt. Það er von þeirra, að þó stundum hafi syrt i álinn fjárhagslega, að reynslan eigi eftir aö sýna, að miklum þjóðfélagslegujn verðmætum hafi hér verið bjargaö frá glötun. Gömul kona ber mjólkurfötuna I bæinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.