Tíminn - 29.01.1975, Blaðsíða 1
'ÆHGIR?
Áætlunarstaðir:
Blönduós — Sigluf jörður
Búðardalur — Reykhólar
Flateyri — Bíldudalur
Gjögur — Hólmavík
Hvammstangi — Stykkis-
hólmur — Rif
Sjúkra- og leiguflug um
allt land
Símar:
2-60-60 &
2-60-66
t5
Þyrlan varof-
hlaðin og
rangt hlaðin
"»'¦«»'í.:*
MHte
Þannig er umhorfs I höfninni i Stykkishólmi um þessar mundir.
Ljósm.KGB
Stykkishólmsbátar
komast ekki
a sjo
höfninni
vegna iss i
— tryggingarfélögín neita að greiða bætur
vegna tjóns af siglingum í ís
KBG-Stykkishólmi. Síðan á ára-
mótum hefur verib dauft yfir at-
vinnulffinu hér. SkelfisksveiOar
hafa legiö niðri sökum veðurfars
og isalaga. Þær má ekki stunda ef
frost fer yfir 6 stig. Stormar hafa
lika oft verio þaö miklir aö veið-
um hefur ekki verið komið við.
ís rak hér i höfnina fyrir tveim
vikum, og hefur hún verið lokuð
fyrir umferð að mestu siðan. Stál-
batar hafa þó brotizt út éf
nauðsyn hefur krafið, en nú hafa
tryggingarfélögin tilkynnt báta-
eigendum, að þeir verði að bera
allt tjón, sem verða kann á bátun-
Lífeyris-
sjóðirnir
ráða yfir
13-14 millj-
örðum kr.
i ræðu, sem Tómas Árna-
son alþingismaður flutti i
sameinuðu þingi i gær, kom
fram, að ráðstöfunarfé lif-
eyrissjóða á þessu ári, er um
5,5 milljarCarkróna, en sam-
tals ráða sjóðirnir, sem eru
um eitt hundrað talsins, yfir
13-14 milljörðum króna. Sjá
nánar á þingsiðu blaðsins i
dag.
um vegna siglingar I is, og verða
þeir þvi sennilega ekki hreyfðir
meira meðan þetta ástand varir.
Þetta getur einnig valdið dráttar
brautinni miklum erfiðleikum,
þar sem engin bryggja er við
hana. Bátar, sem þurfa að fara i
hana eða eru að koma úr henni
verða þvl að fara I höfnina.
Þaö hefur lengi verið draumur
Hólmara að byggð yrði bryggja
við dráttarbrautina I Skipavlk,
þvl aö þar er jafnan islaust, þótt
norbanátt sé, og hafnarstæði er
þar að öðru leyti mjög gott.
Það er rétt að taka það fram, að
þessi is I Stykkishólmshöfn .og
næsta nágrenni hennar, stafar
ekki af miklum frosthörkum. Þótt
frost sé ekki nema 5-6 stig verður
mikil Ismyndun inn á Gilsfirði og
út með suðurströnd Breiðaf jarðar
(Skarðsströnd), sérstaklega ef
hvasst er á norðan. Þetta rekur
svo út f jörðinn i norðaustan átt ,
og þá er hafnarsvæðiö hér alveg
opið fyrir þ'essum Ishroða. Báran
þjappar honum inn i höfnina og
slðan frýs hann saman. Þetta
gerist aðeins I noröanátt. Lagis
kemur hér ekki nema I miklum
frosthörkum.
A einum báti, Þórði Berg-
sveinssyni hefur verið róið með
llnu þegar gefið hefur. Afli hefur
verið 5-6 lestir I róðri. Honum
hefir verið ekið á Akranes.
Astæðan er sú, að enginn aðili
kaupir bolfisk í Stykkishólmi, og
hefur svo verið siðan á vertíð I
fyrravetur.
Tveir trillubátar réru stundum
með llnu I sumar og haust og
öfluöu vel. Þeir urðu oftast að
selja aflann I smásölu á
bryggunni eða aka honum út um
sveitir. Þetta eru sömu viðskipta-
hættir og voru hér fyrir 43 árum.
Þeir eiga að sjálfsögðu ekki við I
dag, enda er verið að leggja alla
smábátaútgerð hér niður.
Gsal-Reykjavlk. Rannsóknar-
-nefnd flugslysa hefur, að fengnu
leyfi sam gön gum álaráðu -
neytisins, sent fjölmiðlum nokkur
atriði, sem fram hafa komið við
rannsókn þyrluslyssins a Kjalar-
nesi fyrir skömmu. Þar kemur
fram m.a., að yið flugtak i
Reykjavik hafi þyrlan verið yfir-
hlaðin sem netnur 943 lbs. (eitt
lbs. er tæplega 500 grömm), en
leyfilegur hámarskfarmur með
fullum eldneytisgeymum hafi að-
cins verið 95 lbs., auk flugmanna.
Samkvæmt þessu er þyrlan með
nær tifalda hleðslu miðað við
leyfileg mörk, þegar hún leggur
af stað i þessa örlagariku ferð.
¦ í fréttatilkynningu rannsóknar-
nefndarinnar kemur ennfremur
fram, að við flugtak hafi
þyngdarpunktur þyrlunnar legið
aftan við leyfð mörk og að veður
á slysstað hafi verið mjög órólegt.
Þessi fáu en um leið sorglegu
atriði, sem nú hafa verið birt
vekja vissulega margar
spurningar og flestir spyrja ef-
laust: Hvernig getur svona
nokkuð gerzt?
Timinn hefur fregnað, að haft
hafi verið eftir sérfræðingi frá
Sikorsky-verksmiðjunum, að ef
vindur hefði verið minni þennan
morgun, þegar vélin flaug frá
Reykjavikurflugvelli, hefði hún
ekki komizt á loft, vegna þess
hvað hún yar hlaðin.
Þá er einnig vitað, að flug-
maðurinn hafði skrifað undir
skjal þar sem segir, að séu
eldsneytisgeymar þyrlunnar
fylltir, megi ekki taka I vélina
nema 95 lbs. til viðbótar.
Mörgum kann eflaust að finnast
það harla undarlegt, að
Sikorsky-þyrlan megi ekki taka
nema 95 lbs. auk flugmanna,
þegar eldneytisgeymar hennar
eru fullir. Tíminn spurði Karl
Eiriksson, einn rannsóknar-
nefndarmanna um þetta atriði I
gær.
Karl Eiriksson sagði, að þvl
væri mjög oft þannig farið, að
þyrlur flygju ekki með fulla elds-
neytistanka og þá gætu þær tekið
meira. Nefndihann, að eldsneytið
hefði vegið hálft tonn.
Fréttatilkynning rannsóknar-
nefndarinnar er svohljóðandi:
„Vegna siendurtekinna fyrir-
spurna frá fréttamönnum, um
skýringu á orsökum flugslyssins
við Hjarðarnes á Kjalarnesi, hef-
ur rannsóknarnefnd flugslysa
tekið ákvörðun, að fengnu leyfi
samgöngumálaráðuneytisins, að
taka fram eftirfarandi:
Við rannsókn á slysinu hafa
m.a. eftirfarandi atriði komið
fram.
1. Við flugtak i Reykjavlk var
þyrlan yfirhlaðin, sem nemur 943
lbs. Leyföur hámarksfarmur
með fullum eldsneytisgeymum
var aðeins 95 lbs., auk flug-
manna.
2. Við flugtak mun þyngdar-
punktur þyrlunnar hafa legið
aftan við leyfð mörk.
3. Veður á slysstað var mjög
órólegt.
Sikorsky-verksmiðjurnar hafa
látið I té mjög mikilsverða hjálp
við rannsókn slyssins og sendu
hingað sérfræðing til að aðstoða
loftferðaeftirlitið og rannsóknar-
nefndina við að upplýsa orsakir
eða iikiegar orsakir þessa hörmu-
lega slyss.
Allar staðreyndir sem fyrir
liggja,hafa verið sendar til verk-
smiðjunnar og er búizt við áliti
sérfræðinga henhar fljótlega á
tilteknum þáttum, er varða
slysið.
Að rannsókn lokinni munu
Frh. á bls. 15
Óvenjulega stórstreymt í
dag - flóohæð um 4,75 m.
Gsal-Reykjavik — t ár er spáð
óvenjumikiu stórstreymi viða um
heim, og I spánni fyrir Reykjavik
er gert ráð fyrir mestu flóðhæð i
dag, 29. janúar, eða 4,45 metrum.
Stórstreymi var I morgun kl. 7.31.
Timinn ræddi við Þorstein Sæ-
mundsson, Ph.D. i gær, og sagði
hann, að stórstreymið væri háð
fleiri atriðum en þessari stjarn-
fræðilegu spá, þvi að vindar og
loftþrýstingur ættu einnig hlut að
máli. Sagði hann, að af þessum
ástæðum væri aldrei hægt aö spá
nákvæmlega um flóð, og I raun og
veru væri það að mestu háð veðri,
hvort tjón hlytist af stórstreym-
inu eða ekki.
— Það eru óvenjuháar flóðspár
I ár, og ástæðan er eingöngu hin
stjörnufræðilega afstaða tungls
og sólar. Ef svo hittist á, að veður
yrði óhagstætt á þessum tlma,
getur stórstreymið valdið
skemmdum.
Eins>og Reykvikingum er kunn-
ugt, gætir áhrifa stórstreymis hér
aðallega I miðbænum, og þar hafa
á undanförnum áratugum oröiö
einhverjar skemmdir I mestu
flóðunum.
Hjá Veðurstofunni fékk Timinn
þær upplýsingar að loftþrýstingur
i Reykjavlk væri fremur lágur,
980 millibör og þvi mundi áhrif
hans á stórstreymið verða all-
mikil. Samkvæmt þeirra útreikn-
ingi myndi loftþrýstingurinn
hækka flóðhæðina um 30 sm., og
þvi má gera ráð fyrir, að flóðhæð-
in i morgun kl. 7.31 hafi verið 4.75
m. Að visu verður að taka það
fram, að vindar geta vissulega
haft nokkur áhrif á flóðhæðina, en
hjá Veðurstofunni fengum við
þær upplýsingar, að þeim þætti
væri ekki til að dreifa núna, þvi
kyrrt væri alls staðar á landinu.
Gunnar Bergsteinsson, for-
stöðumaður Sjómælinga Islands,
sagði Timanum i gær, að þá hefði
flóðhæðin verið um 20 sm hærri
heldur en stjarnfræðilega spáin
hefði sagt til um.
Geta má þess, að þegar loft-
þrýstingur er mjög lágur, hefur
hann miklu meiri áhrif á flóðið,
og til fróðleiks má geta þess, að
minnsti loftþrýstingur, sem
mælzt hefur, var 919 millibör, og
hækkaði flóðið þá um tæpan
metra.
Eins og kunnugt er, stafa sjáv
arföll af aðdráttarafli tungls og
sólar. Þegar aðdráttarkraftur
beggja hnattanna leggjast á eitt,
verður stórstreymi. Þetta gerist
þegar jörð, sól og tungl eru ná-
lægt þvi að vera i beinni linu,
þ.e.a.s. þegar tungl er nýtt eða
fullt.
1 almanaki hins islenzka Þjóð-
vinafélags segir, að samkvæmt
upplýsingum Sjómælínga Islands
hafi flóðhæð i Reykjavik náð 4.86
metrum hinn 11. janúar 1974, og
er það mesta flóðhæð, sem mælzt
hefur á þvi timabili, sem sam-
felldar skýrslur eru um, en þær
ná aftur til ársins 1956. Lágur
loftþrýstingur var þennan dag,
um 960 millibör, og hefur það haft
sitt að segja, þvi að reikna má
með bvi, að flóðið hækki um einn
isentimetra fyrir hvert millibar
sem loftþrýstingurinn lækkar.