Tíminn - 29.01.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.01.1975, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 29. janúar 1975. TiMINN Framkvæmdir hafrlar við hinar nýju byggingar DAS gébé—Reykjavik. — A þriðjudag- inn, hófust framkvæmdir við byggingu hins nýja dvalar- heimilis aldraöra sjómanna i Hafnarfirði. Pétur Sigurðsson, i Sjómannadagsráði, sagði I viðtali við Timann, að vonazt væri til að hægt yrði að taka fyrsta áfanga I notkun á sjómannadaginn 1977, en þá verður sjómannadagurinn fjörutiu ára. Unnið hefur verið að teikning- um og undirbúningi að þessum byggingum um nær tveggja ára siceið. Jarðvegsframkvæmdir sem Þórisós hf., sér um, byrjuðu á þriðjudaginn, en arkitektarnir vonast til að hægt verði að bjóða út sjálfa bygginguna i aprfl n.k. Sjálfar framkvæmdirnar ættu þá að geta byrjað á miðju árinu. Arkitektarnir eru Gisli Halldórs- son og Bjarni Marteinsson. Byggingarnar verða þrjár I alltl fy sta áfanganum eða fyrstu byggingunni, verður kjallari sem er 1133 fermetrar, en þar verður, auk rafmagns- og hitainntaka, verkstæði, geymslur og veiðar- færagerð. A fyrstu hæð, sem er 1117 fermetrar verða föndursalir, kennslustofur og aðstaða fyrir dagvistarfólk. Það siðastnefnda er nýjung, að fólk geti komið utan úr bæ og dvalizt daglangt við föndurgerð eða aðra vinnu. Auk þess verður ibúð húsvarðar á þessari hæð. A annarri, þriðju og fjórðu hæð verða svo ibúðir, en á hverri hæð fyrir sig verða setustofur. í allt verða i húsinu 27 hjónalbúðir, sem er 50.2 fermetrar nettó að stærð, og 30 einstaklingsibúðir, 24,6 fermetrar nettó. Er þvi þarna hiísnæði fyrir 84 manneskjur. Tvær lyftur verða í húsinu. 1 næstu tveim áföngum verða svo tvö hús, og er hjúkrunardeild og heilbrigðisþjónuta I öðru þeirra. Jarðvegsframkvæmdirnar við nýja DAS-heimilið I Hafnarfirði hófust á þriðjudag. Hér ræða saman Pétur Sigurðsson, Sjómannadagsráði og Páll Hannesson, Þórisós hf., en það er einmitt fyrirtæki Páls, sem sér um jarðvegsframkvæmdirnar. Tfmamynd: Róbert Níu áríðandi ábendingaratriði Sjóslysanefndar varðandi öryggi sjómanna á skuttogurunum FB-Reykjavik. Rannsóknarnefnd sjóslysa, sem starfað hefur I þrjú ár, hefur að undanförnu fjallað um öryggismál sjómanna á skut- togurum vegna alvarlegra siysa, sem orðið hafa um borð i slfkum skipum. Nefndin boðaði blaða- menn á sinn fund, og skýrði frá nokkrum atriðum, sem hún telur brýnt að gaumur verði gefinn nú þegar til þess að koma i veg fyrir slys. Atriðin sem nefndin bendir á, eru niu talsins, en hún tekur skýrt fram, að þetta sé ekki endanleg niðurstaða, þar sem gagnasöfnun varöandi síys, sem orðið hafa hér við land, og einnig söfnun gagna erlendis, standi enn yfir,og verði starfi nefndarinnar þvl haldið áfram. Ábendingaratriði nefndarinnar eru sem hér segir, en þess skal getið, að Tim;nn mun birta síðar Itarlega greinargerð nefndar- innar og frekari upplýsingar, sem hún veitti blaðamönnum. 1. Settur verði skutrennuloki I alla skuttogara, sem eru i smiðum og jamframt þá, sem eldri eru, sé þess nokkur kostur. 2. Sami maður sinni aldrei samtlmis stjórn skips og stjórn togvindu. 3. Skyldað verði, að þeir sjómenn.sem vinna á afturþilfari skuttogaranna noti öryggisbelti við störf sín, þar sem við verður komið. 4. Gerðar verði ráðstafanir til að draga úr hálku á þilfari skut- togaranna. 5. Komið verði fyrir bjarg- hringum aftast á skuttogurunum, beggja vegna skutremnu. 6. Skylt verði að hota öryggis- hjálma við vinnu á þilfari skut- togara. 7. Sjómönnum á skuttogurum, og á öörum skipum verði gert skylt að bera þar til gerð björgunarvesti innan hlífðarfata, sem verði eins létt og lipur og kostur er. 8. Tryggt verði að kallkerfi milli stjórnpalls og afturþilfars á skuttogurunum sé jafnan gott og öruggt. 9. Skylt verði að hafa reyk- köfunartæki um borð I öllum skuttogurum. Þessar ábendingar nefnarinnar verða sendar til skipstjóra og áhal'na á skuttogurum, og enn- fremur til Samgönguráðuneytis, Siglingamálastofnunar rikisins, Slysavarnafélags tslands, Sjómannasambands íslands, Farmanna og fiskimannasam- bands Islands, Landssambands Islenzkra utvegsmanna auk fjöl- miðla I von um aö allir þessir aðilar vinni að kynningu þessara mikilvægu öryggistækja. Tíu þús. tonn af loðnu á land á Eskifirði Viðskiptin í Pöntunarfélaginu tvöfölduðust þegar vertíðin hófst SJ-ReykjavIk — Hér er búið að landa um 10.000 tn af loðnu og þrærnar eru að fyllast, sagði Arn- þór Jensen framkvæmdastjóri Pöntunarfélags Eskfirðinga f simtali við Timann i gær. Búast má við að iöndunarbið fari að verða á Eskifirði. — Viðskiptin i Pöntunarfélag- inu tvöfölduðust eftir að loðnu- vertiðin hófst og mikið var um skipakomur. Strandferðaskipun- um seinkaði mjög I slðustu ferð- um þeirra og var orðið tómlegt I verzluninni, en þó kom ekki vöru- skortur að sök, og hægt var að anna loðnuskipunum og heima- fólki. Esja kom slðan til Eski- fjarðar á mánudag og Hekla um helgina og nú er nóg af öllu. Nokkuð hefur borið á mjólkur- leysi v.egna samgönguörðugleika. Þó hefur fengizt mjólk með snjó- bfl frá Norðfirði og nú sjóleiðis frá Akureyri. Bezta veður var á Eskifirði á þriðjudag, sólskin og frostleysa. Fyrsta loðnan til Raufarhafnar og Vopnafjarðar FB-Reykjavik. t gærkvöldi voru komin á iand um 27 þúsund lestir af loðnu. Siðasta sólarhringinn höfðu þá komið á land 6805 lestir úr 30 bátum. Þróarrými var farið að minnka á þeim þremur höfnum, sem lagt hafði verið upp i til þessa, Seyðisfirði, Reyðarfirði og Eskifirði, og einn bátur hélt I gær til Raufarhafnar með 380 lestir, og þrir bátar fóru með afla sinn til Vopnafjarðar. Orkumálin ó Norðurlandi Ingi Tryggvason alþingis- maður skrifaði nýlega grein um orkumálin á Norðurlandi. Þar segir m.a: „Til frekari áherslu þykir mér rétt að telja hér upp að lokum þær aðgerðir, sem lík- legastar og nauðsynlegastar eru að minum dómi, til að losa Norðlendinga úr þessari spennitreyju, sem orkuskort- urinn hefur búið þá nú um skeið. 1. Gera þarf áætlun um, hvaða þéttbýlissvæði geta not- að jarðvarma til upp- hitunar húsa og hvaða svæði verða hituð með raf- magni. Stærsta spurning- in f þessu efni er upp- hitun húsa á Akureyri og er mikil nauðsyn, að ákvörðun verði sem fyrst tekin um, hvort lögð verður hitaveita til Akureyrar eða ekki. 2. Byggingu orkuvers á Kröflusvæðinu verði hraðað svo sem kostur er, svo. að orkuframleiðsla þar geti haf- izt haustið 1977. 3. Byggðalína verði lögð á árinu 1975ogframkvæmd þess verks ekki skipt á fleiri ár. Vafalaust eru ýmis vandkvæði á, að þetta verk verði unnið á þessu ári, svo sem skortur fjármagns, þjálfaðs vinnuafls og langur afgreiðslufrestur efnis. A árinu 1906 lögðu ls- lendingar simalinu frá Seyðis- firði til Reykjavfkur, fullkom- lega vanbúnir tækni og reynslu. Hvi skyidi okkur ekki geta tekizt ini, sjötiu árum sið- ar, að ieggja raflinu á einu ári, sem liklega er meira en helm- ingi styttri en slmallnan, sem lögð var á einu sumri? 4. Disilstöðvar til fram- leiðslu rafmagns verði reistar á öllum þéttbýlisstöðum á Norðurlandi, þar sem þær eru ekki fyrir eða skortur er á varaafli. Þegar raflfnur eru I lagi nýtast þessar rafstöðvar heildarkerfinu, hvar sem þær eru staðsettar, en þegar llnur bila dregur fjölgun dlsilstöðv- anna úr þeirri hættu, að heil byggðarlög verði án raforku lengri eða skemmri tima. 5. Unnið verði skipulega að styrkingu og endurnýjun á dreifikerfi rafmagnsveitn- anna, þannig að skortur á flutningsgetu rafllna hindri ekki notkun rafmagns til upp- hitunar eða annarra þarfa nokkurs staðar á svæðinu. 6. Leyst verði á viðunandi hátt þörf þeirra sveitabýla, sem enn hafa ekki fengið raf- magn frá samveitum. 7. Stefnt verðiað þvi að allir notendur rafmagns eigi kost á þriggja fasa rafmagni, en mjög mikill munur er á kostn- aði og ýmsum möguleikum við notkun cins og þriggja fasa rafmagns. 8. Stefnt verði að jöfnun á verði raforku til sameigin- legrar notkunar. 9. Sveitarfélög á Norður- lainli öllu sameinist um stofn- un Norðurlandsvirkjunar, sem verði framkvæmdaaðili og forystuafl um öflun og dreifingu raforku i landsfjórð- ungnum". AAörg verkefni Ingi Tryggvason segir enn fremur: ,,Af þessari upptainingu má sjn, að verkefnin eru mörg brýn og kostnaðarsöm. Ef við Norðlendingar viljum halda okkar hlut gagnvart öðrum landshlutum um þróun byggða og atvinnulifs, megum við ekki standa öðrum að baki 1 öflun og nýtingu vatns- og varmaorku. Náttúran hefur ekki sfður gefið okkur mögu- leika en fbúum annarra lands- hluta. Aðurnefnt dæmi um bann yið rafmagnshitun I nýbygg- ingum á Norðurlandi setur okkur skör lægra gagnvart neyzlu landsins gæða en þá ibúa landsins, sem engri slfkri takmörkun lúta. Þess sjást að vlsu merki, að úr orkuskortin- um rætist. En verður það svo l'ljótt og myndariega gert, að ekki hljótist varanlegt tjón af drættinum, umfram það sem orðið er? öflug samtök og samstaða Norðlendinga sjálfra eru lik- legust til að hafa úrslitaáhrif til úrbóta. Þess vegna er e.t.v. stofnun Norðurlandsvirkjunar nú liklegasta ráðið til að flýta fyrir viðunandi úrbótum I hin- um vanræktu orkumálum okkar Norðlendinga". Þ.Þ. Ráðstefna um kjör láglaunakvenna: ALLAR KONUR FÁI 3JA AAÁNAÐA FÆÐINGARORLOF Fleiri konur í stjórnir og samninganefndir launþegasamtakanna um Félagsmálaskóla alþýðu með á svipuðum grundvelli og fram- þvl að greiða fyrir þá þátttöku- kvæmdanefnd byggingaáætlunar gjöld og bæta þeim upp það kaup, vann eftir ¦SJ—Reykjavlk. — A ráðstefnu um kjör láglaunakvenna, sem haldin var I Lindarbæ á sunnudag, var sett fram sii krafa að allar konur njóti a.m.k. þriggja mánaða fæðingarorlofs á fullum launum, og litu þátttakendur I ráðstefn- unni svo á, að eðlilegast væri að framkvæmd falii undir tryggingakerfi rlkisins. Þá var hvatt til að hraðað yrði uppbygg- ingu góðra dagvtstunarheimila, svo að öll börn geti á tt kost á dvöl þar. Ráðstefnan benti, á að sú þróun væri varhugaverð að barnaheimilisrekstur I heima- liiisum færi sifellt I vöxt. Ráöstefnuna héldu ASB félag afgreiðslustúlkna I brauð- og mjólkurbúðum, Iðja félag verk- smiðjufólks, Starfsstúlknafélagið Sókn, Starfsmannafélag rikis- stofnana og Rauðsokkahreyfing- in. Ráðstefnan átaldi þá stað- reynd, að fjöldi kvenna I stjórnum og samningnefndum launþega- samtakanna er ekki i réttu hlut- falli við tölu þeirra i félögunum og taldi ekki vansalaust, að i niu manna nefnd ASÍ skuli engin kona eiga sæti. Ráðstefnan skoraði á verka lýösfélögin að gera félögum sin- um kleift að taka þátt i námskeið- sem þeir verða af vegna þátttöku I þessum námskeiðum. Einnig skoraði ráðstefnan á Félags- málaskólann að halda námskeið um jafnréttismál á þessu ári. . Þá varaði ráðstefnan við afleið- ingum bónuskerfisins, þar sem komið hefur i ljós, að það veldur Hkamlegri og andlegri þreytu og hefur neikvæð félagsleg áhrif. A ráðstefnunni voru samþykkt ar ályktanir um tryggingamál, sem beindust einkum i þá átt, að konur fái meðlag og barnsfarar- kostnað greitt frá Trygginga- stofnuninni þegar i stað, en þurfi ekki að blða þangað til meðlags- úrskurður liggur fyrir sem stund- um dregst á langinn. Ennfremur skuli meðlag greitt meðan reynt er að feðra barn. Svo og með börnum, sem ekki tekst að feðra, enda hafi allt verið til þess reynt. A ráöstefnunni um kjör lág- launakvenna var samþykkt ályktun um að allir Hfeyrissjóðir skuli verðtryggðir, allir lifeyris- þegar njóti sömu réttinda án til- lits til kyns eða atvinnustéttar, og að ávaxta skuli fé sjóðanna til félagslegrar uppbyggingar t.d. með byggingu leigu- og söluibúða Þá taldi ráöstefnan það sjálf- sagða kröfu aö heimilisstörf verði metin sem starfsreynsla, þegar konur hefja hliðstæð störf á vinnumarkaðnum. Brýn nauðsyn væri á námskeiðum i ýmsum starfsgreinum, svo og endurhæf- ingu og fullorðinsfræðslu. Umræður og fræðsla um réttindi og skyldur og kjaramál skuli fara fram á vinnustað. Mergt fleira bar á góma á ráð- stefnunni, m.a. umbætur i skóla- málum fólgnar i samfelldum skólatima og sömu námsskrá fyrir pilta og stúlkur. Ráðstefnan lýsti undrun sinni á þvi, að i nefnd þeirri, sem rikis- stjórnin hyggst setja á stofn i til- efni kvennaársins til að fjalla um stööu kvenna i þjóðfélaginu eru ýmsir hópar til nefndir, án þess aö fulltrúar Verkalýöshreyfing- arinnar séu þar með. Ráðstefnan taldi að einmitt innan Verkalýðs- hreyfingarinnar séu þær konur, sem með vinnu sinni stuðla hvað mest að uppbyggingu þjóðfélags- ins, og þess vegna beri þeim rétt- ur til aö eiga fulltrúa I nefndinni. A ráðstefnunni var bent á að Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.