Tíminn - 29.01.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.01.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Miðvikudagur 29. janúar 1975. Lífeyriss|óðirnir ráða yfir 13-14 milljörðum — ráð- stöfunarfé á þessu ári 5,5 milljarðar Rætt um misræmi, sem gætir miili einstakra lífeyrissjóða. Lífeyrissjóðir hérlendis um eitt hundrað talsins Kjartan Ólafsson Taka sæti á Alþingi Tveir varamenn tóku sæti á Aiþingi i gær. Kjartan ólafsson, ritstjóri Þjóviljans, tók sæti Svövu Jakobsdóttur, sem er fjar- verandi vegna veikinda, og Jón Baldvin Hannibaisson, skóla- meistari á tsafirði, tók sæti Kar- vels Pálmasonar, sem einnig er fjarverandi vegna veikinda. Kjartan Ólafsson hefur áður setið á Alþingi, en Jón Baldvin Iianni- balsson situr nú i fyrsta sinn á þingi. Jón Baldvin Hannibalsson. Þaö kom fram í ræðu Tómasar Árnasonar (F) í umræðum í sameinuðu þingi i gær, að ráð- stöfunarfé hinna ýmsu líf- eyrissjóða hér á landi væru u.þ.b. 5,5 milljarðar króna á þessu ári, en samtals nemur inneign þessara líf- eyrissjóða, sem eru nálægt eitt hundrað talsins, milli 13 og 14 milljörðum króna. Nokkrar um- ræður urðu i sameinuðu þingi i gær vegna fyrir- spurnar Magnúsar Kjartanssonar (Ab) um lif- eyrissjóð fyrir alla landsmenn. Fyrirspyrjandi gerði að umtalsefni það misrétti, sem nú ætti sér stað með þvi að sumir landsmenn væru i lifeyris- sjóðum, sem væru verðtryggðir, en aðrir yrðu að sætta sig við lakari kjör i þessum efnum. Hér yrði að koma á jafnrétti, og það væri fólgið i þvi, að allir lands- menn væru i einum lifeyrissjóð og nytu sömu kjara. Sagði fyrir- spyrjandi, að aðrar Norðurlanda- þjóðir hefðu leyst sin mál farsæl- lega með þeim hætti. Þá minnti fyrirspyrjandi á það, að i ráð- herratið sinni hefði hann falið nefnd að gera athugun á þessum málum. Matthías Bjarnason heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra svaraði fyrirspurn Magnúsar Kjartanssonar og rakti nokkuð gang þessara mála. Gat hann þess, að Guðjón Hansen tryggingafræðingur hefði bent á mismunandi leiðir til að ná þvi marki, að allir landsmenn ættu aðild að lifeyrissjóðum, en nú stæðu sakir þannig, að 90-95% landsmanna væru i lifeyris- sjóðum. Magnús Kjartansson tók aftur til máls og sagði, að málið væri fullkannað og kominn væri timi til, að Alþingi léti málið til sin taka af alvöru. Guömundur H. Garðarsson (S) sagðist ekki hafa séð þá skýrslu, sem Guðjón Hansen hefði samið um þetta mál. Hann sagðist vilja benda Magnúsi Kjartanssyni á, að málið væri ekki svo einfalt, að hægt væri fyrirvaralaust að sam- eina alla lifeyrissjóði. Minnti hann á það, að einn þáttur gild- andi kjarasamninga verkalýðs- hreyfingarinnar væri tengdur lif- eyrissjóðunum. Tómas Árnason sagði, að þetta væri stórt mál og er- fitt. Nauðsyn- legt væri að samræma þessi mál til að koma i veg fyrir al- varlegt mis- rétti, þar sem aðeins hluti lands- manna væri i verðtryggðum lif- eyrissjóðum. Siðan varpaði þing- maðurinn þeirri spurningu fram hvaða aðili væri þess megnugur að verðtryggja alla lifeyris- sjóðina. Kom fram i ræðu hans, að ráðstöfunarfé tæplega eitt hundrað lifeyrissjóða i landinu væri á þessu ári 5,5 milljarðar króna, en inneign þeirra næmi 13- 14 milljörðum króna samtals. Bjarnfriður Leósdóttir (Ab) sagði, að i þessum málum væri óréttlætið mest. Hún sagði, að lifeyrissjóðir opinberra starfs- manna, þ.e. bæjar- og rikisstarfs- manna væru verðtryggðir og kvaðst vilja vekja athygli á þvi, aö i nýsamþykktum fjárlögum væri gert ráð fyrir 400 milljón króna fjárveitingu sem uppbót til lifeyrissjóðs rikisstarfsmanna. Einnig tóku til máls Geir Gunnarsson (Ab), Ingi Tryggvason (F), Eðvard Sigurðsson (Ab) og Gylfi Þ. Gislason (A). Vildi Gylfi þakka Alþýðuflokksmönnum heiðurinn af þvi að farið var að athuga þessi mál á breiðum grundvelli. Einar Agústsson . utanrikisráð- herra leiðrétti Gylfa, og benti á, að Ólafur Jóhannesson hefði tvivegis flutt þetta mál á Alþingi, i fyrra skiptið 1956. Það væri hins vegar út i hött að deila um heiður i þessu máli. Þingmenn allra flokka væru áhugasamir um framgang þessa máls. Bifreiðatryggingar hag- kvæmari og ódýrari9 Þrír af þingmönnum Alþýðuflokksins vilja hvort unnt sé að gera breytingar í þó dtt t gær var lögö fram þings- ályktunartiliaga frá þremur þingmönnum Alþýðuflokksins, Benedikt Gröndal, Eggert Þor- steinssyni og Sighvati Björgvins- syni, um athugun á bifreiða- tryggingum. Er ráð fyrir þvi gert i tillögunni, aö rikisstjórnin láti Ný umdæma- skipan dýra- lækna á Austurlandi Lagt hefur verið fram frum- varp um nýja umdæmaskiptingu dýralækna i Austurlandskjör- dærni. Flutningsmenn eru þeir Tómas Arnason, Sverrir Her- mannsson og Lúðvik Jósefsson. t greinargerð með frumvarpinu segja flutningsmenn, að ástæða sé til að ætla, að meiri möguleik- ar séu á að fá fleiri dýralækna til starfa á Austurlandi en verið hef- ur hingað til. Þess vegna sé frumvarpið flutt að ósk heima- manna og að höfðu samráði við dýralækna i Austurlands- kjördæmi. Gert er ráð fyrir þvi i frumvarpinu, að kjördæminu sé skipt i þrjú svæði, þ.e. Austur- landskjördæmi nyrðra (Norður- Múlasýsla), Austurlandskjör- dæmi syðra (Suður-Múlasýsla), og Austur-Skaftafellssýsluum- dæmi. I frumvarpinu er skipting- unni gerð nánari skil. fara fram sérfræðilega rannsókn á þvi, hvort unnt sé að gera bif- reiðatryggingar þjóðinni ódýrari og hagkvæmari, og verði í því sambandisérstaklega athuguð ný tryggingakerfi.sem breiðast ört út i Bandarikjunum og Kanada. t greinargerö með tillögunni segir: „Bifreiðaeign íslendinga hefur farið ört vaxandi á siðustu árum, og jafnframt hefur kostnaður við bifreiðatryggingar aukizt að sama skapi. Ýmislegt veldur þvi, að tjón á farþegum, ökumönnum og bifreiðum er hér mikið, og kemur það eðlilega fram i mikl- um tryggingakostnaði. Er þvi til mikils að vinna, ef unnt reyndist að draga úr þessum kostnaði eða gera bifreiðatryggingar á annan hátt hagkvæmari en þær hafa verið. Sams konar vandamál hafa i öðrum löndum leitt til þess, að fram hafa komið hugmyndir um veigamiklar breytingar á tryggingakerfi bifreiða, og hafa þær sérstaklega verið reyndar i Bandarikjunum og Kanada. f Bandarikjunum ber mest á svokölluðum ,,no fault” bifreiða- tryggingum, sem fyrst voru tekn- ar upp i fylkinu Massachusetts árið 1971. Siðan hafa fjölmörg fylki tekið upp slik kerfi i mis- munandi myndum, og fram hafa komið á þinginu i Washington til- lögur um að skylda öll fylkih til þess. Sameiginlegt þessum kerfum er, að greiðslur tjóna eru án tillits til sakar og fara fram innan tiltekins tima, sem er allt niður i 30 daga. Sparast við þetta mikil málaferli, enda lögfræðingar Idta kanna, andvigir kerfinu, en trygginga- félög yfirleitt hlynnt þvi. Þá er það talin mikil framför, að bóta- mál fástafgreidd á mun skemmri tima en áður. Þar að auki hefur reynslan orðið sú, að iðgjöld hafa lækkað. Sem dæmi má nefna, að hjá hinu gagnkvæma trygginga- félagi Allstate lækkaði iðgjald tiltekinna bifreiðatrygginga i New York úr $ 134 i $ 85, en hjá öðrum félögum nokkru minna. Sem dæmi um Kanada má nefna fylkið Manitoba sem hefur tekið upp ,,no fault” kerfi bif- reiðatrygginga, sem nær jöfnum höndum til slysa á fólki og skemmda af völdum bifreiða. Kerfið gengur undir nafninu „Autopak” og er i höndum eins opinbers aðila, The Manitoba Public Insurance Corporation. Kerfið tók til starfa seint á árinu 1971 og hefur þótt gefazt mjög vel. Tryggingaiðgjöld eru annars veg- ar af ökutækjum og fylgja þá ár- legri skráningu þeirra en hins vegar af ökumönnum, en sá hluti er mishár eftir aldri og kyni, en auk þess eru hækkandi iðgjöld ef ökumaður hefur lent i óhöppum og fer það eftir sérstökum skala. Hér er ekki unnt að gera itar- legri grein fyrir þessum nýjung- um, en þær gefa ástæðu til þess, að þeim sé gaumur gefinn, enda þótt aðstæður séu um margt ólik- ar á Islandi og i þeim löndum, sem nefnd hafa verið. Þvi er þessi tillaga flutt um að rikisstjórnin láti fram fara sérfræðilega at- hugun þessara mála.” Launasjóður rithöfunda Lagt hefur verið fram frum- varp á Alþingi um launasjóð rit- höfunda. Er frumvarpið flutt af rikisstjórninni. Gert er ráð fyrir þvi, að stofnaður verði launasjóð- ur islenzkra rithöfunda og skal stofnfé hens vera 21,7 millj. kr. sem greiðist úr rikissjóði. Er gert ráð fyrir þvi, að f járveiting verði i fyrsta sinn veitt i fjárlögum fyrir árið 1976. t 2. gr. frumvarpsins segir, að árlega skuli ætluð fjár- veiting, sem sé eigi lægri en sú upphæð, sem áður er nefnd. Skal fjárhæðin endurskoðuð ár hvert við undirbúning fjárlaga með til- liti til breytinga á byrjunarlaun- um menntaskólakennara. Rétt á greiðslu úr sjóðnum hafa islenzk- ir rithöfundar og höfundar fræði- rita. Einnig er heimilt að greiða úr sjóðnum fyrir þýðingar á is- lenzku. 1 frumvarpinu er gert ráð fyrir þvi, að menntamálaráðuneytið setji reglugerð um framkvæmd laganna að höfðu samráði við félagasamtök rithöfunda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.