Tíminn - 29.01.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.01.1975, Blaðsíða 7
Miövikudagur 29. janúar 1975. TÍMINN Ctgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Askriftargjaldkr. 600.00 ámánuði. Blaðaprenth.f. Dettifoss eða Hrauneyjarfoss? Þess var nýlega minnzt i f jölmiðlum, að tvö ár voru liðin siðan Vestmannaeyjagosið hófst. Hekla hefur gosið tvivegis á tæpum þremur áratugum, og aðeins áratugur er siðan Surtseyjargosinu lauk. Þetta sýnir gleggst, hve mikil goshætta er á þess- um slóðum. Það minnir alvarlega á þá staðreynd, að ef tir að Sigölduvirkjun er lokið, verða tvö mestu orkuver landsins nábúar á mesta gossvæði lands- ins. Ráðgert er svo, að þriðja stóra orkuverið, Hrauneyjarfossvirkjun, bætist við á þessum slóð- um innan tiðar. Vonandi verða þessi orkuver aldrei fyrir neinum skakkaföllum af völdum nátt- úruaflanna, en eigi að siður er rétt að gera sér hættuna ljósa og átta sig á þvi, hvernig komið væri högum landsmanna, ef þrjú mestu orkuverin yrðu fyrir áföllum samtimis. Harðindin austanlands og vestan vekja jafn- framt til umhugsunar um annað atriði. Þvi getur óneitanlega fylgt mikil áhætta, ef dreifbýlið þarf aðallega að búa við orku frá stórum orkuverum, sem öll eru á sama stað. Raflinur geta hæglega bilað i ofsaveðrum, og jafnvel á nokkrum stöðum samtimis. Þess vegna er það tvimælalaust hyggi- leg stefna að dreifa orkuverum hæfilega um land- ið. Að þessu er stefnt með þeim orkuverum, sem á- kveðið hefur verið að reisa næst á eftir Sigöldu- virkjun, en þar er átt við Kröfluvirkjun og Bessa- staðaárvirkjun. Nokkrar smærri virkjanir þurfa svo að koma til viðbótar. En jafnframt þessu þarf svo að fara að leiða hugann að þvi, hvar næsta stórvirkjun á að risa. Þar geta að sjálfsögðu ýmsir möguleikar komið til greina, en sennilega mun valið einkum vera á milli Hrauneyjarfossvirkjun- ar og Dettifossvirkjunar. Rannsókn beggja er vel á veg komin, þótt mikil tregða og óeðlileg hafi stundum sýnt sig i sambandi við rannsókn og undirbúning Dettifossvirkjunar. Fleiri möguleikar geta einnig komið til greina, eins og virkjun Blöndu, en liklegt er þó, að valið verði á milli Dettifoss og Hrauneyjarfoss, þegar næsta stór- virkjun verður ákveðin. Við slikt val er ekki aðeins sjálfsagt að hafa landsbyggðarsjónarmiðin i huga, heldur lika hitt, hvort æskilegt sé að hafa öll helztu orkuverin á nær einum og sama stað á helzta eld- gosasvæði landsins. Annars er nú staðan i orkumálum heimsins þannig, að íslendingum ber áreiðanlega að sýna i- hugun og gát i þessum málum. Orkugjafana i landinu eiga þeir fyrst og fremst að nýta i eigin þágu. Orkukreppan veldur þvi, að auðhringar reyna nú eftir megni að ná yfirráðum yfir orku- lindum, og sýna stundum ótrúlega ósvifni i þeim efnum. T.d. mun einn auðhringurinn hafa gengið svo langt, að hann hefur boðizt til að gerast með- aðili íslendinga að rannsókn á stórvirkjunarmögu- leikum i landinu! Slikri frekju verður náttúrlega ekki svarað nema á einn veg. Þótt reynsla íslend- inga i þessum efnum sé ekki mikil, er framkoma forráðamanna álbræðslunnar i Straumsvik i sam- bandi við mengunarmálin slik, að hún hvetur til fyllstu varúðar i skiptum við óbilgjarna auð- hringa. Sú bitra reynsla hefur hins vegar komið okkur að gagni i samningunum um málmblendi- verksmiðjuna. Gott getur verið að fá reynslu af þeirri framkvæmd, áður en lengra er haldið. Þ.Þ. Spartak Beglov, APN: Verulegur árangur hefur náðst í Genf Hittast þjóðarleiðtogarnir senn í Helsingi? Fyrirskömmu hófust aö nýju eftir jólahlé fundirráðstefnuí Genf, sem fjallar um öryggis- og sambúðarmál Evrdpu. Skömmu fyrir jólin náðist samkomulag um ýmis ágreiningsatriði, og þykir nú liklegt, að ráðstefnunni ljúki með fundi æðstu manna þátt- tökurikjanna I Helsinki i sumar. í eftirfarandi grein Beglovs virðist koma fram meiri bjartsýni á árangur en oft hefur áður gætt I skrifúm rússneskra blaðamanna um ráðsetefnuna: ÞATTTAKENDUR í lokaþætti annars hluta ráðstafnunnar um öryggis- og samstarfsmál Evrópu hafa hafið störf að nýju I Genf i andrúmslofti mikillar eftirvæntingar og góöra fyrirboða. Aramótayfir- lýsingar ábyrgra leiðtoga rikisstjórna I mörgum höfuð- borgum — Helmut Schmidt kanslara Vestur-Þýskalands, leiðtoga Tékkóslóvakiu og Búlgariu á fundi þeirra i Sofiu, og Jean Sauvagnargues, utan- rlkisráðherra Frakklands — fela í sér mikilsverðan stuðn- ing við skoðun, er látin var i ljós, rétt áður en nýja árið gekk i garð, á sovézk-banda- risku og sovézk-frönsku leið- togafundunum i Vladisvostok og I Rambouillet, að góðar for- sendur væru fyrir þvi að ljúka Evrópuráðstefnunni með góð- um árangri innan skamms. ÞEGAR hugleidd er þýðing þess timabils, sem nú stendur yfir I Evrópu, með sérstöku tilliti til þess, að á þessu ári er 30 ára afmæli sigursins yfir fasismanum og loka blóðug- ustuheimsstyrjaldar, sem háö hefur veriö, er réttmætt að tengja þessar miklu vonir beint þeim sögulegu umskipt- um, er nu standa yfir og skipta sköpum fyrir gamla megin- landið. Avinningur friðarþró- unarinnar er augljós. Hann vekur sérstaka ánægju þeirra Evrópubua, sem lfta á hann sem sameign sina. En þótt sú staðreynd sé með réttu viður- kennd, að Evrópubúum hefur tekizt að lifa lengsta friðar- timabil á þessari öld, megum viö engan veginn loka augun- um fyrir annarri staðreynd. Viss stjórnmálaöfl i Evrópu og utan endimarka hennar trúa þvi enn, að þetta timabil beri að skoða einungis sem stund milli strlða en ekki sem inn- gang að sögulega löngu tlma- bili varanlegs friðar. ARIÐ 1975 var tæpast tveggja vikna, er leiðtogar Maóista I Klna ákváðu að „gleðja" heiminn með enn nýrri forspá um „óhjákvæmilega heims- styrjöld". Það er þessi andi, sem auðkennir eina af kenn- ingum Chou En-lai i skýrslu hans 13. jamíar sl. á i'undi þjóðþings Alþýðulýðveldisins Klna i Peking. Stjórnendurnir I Peking eru sannarlega ör- látir i opinberunar „boð- skap". Sl. ár reyndi Teng Hsiao-ping einnig að innræta sendinefnd vestur-þýzka þingsins það, að „sérhver kynslóð yrði að heyja sina styrjöld". Og mönnum ber ekki slður að vera á varðbergi sökum þess, að það ber upp á sama tima, að Shou En-lai flytur áhrinsboðskap sinn um „óhjákvæmilega heims- styrjöld", og Franz Josef Strauss, leiðtogi hægri arms vestur-þýzku stjórnarand- stöðunnar, gistir Peking. Þegar hafa birzt ýmsar fréttir I blööum, sem staðfesta ,,ein- drægni" skoðana Maóistaíeið- .* »iiiil ... .^k. - mm m »¦„. '^ipi.......^mmmmmmmmmmmm Frá fundi þeirra Brézneffs og d'Estaings f Ramboillet I desember siðast liðnum. toganna og Strauss varðandi „hættuna", er stafi af friðar- þróuninni i Evrópu. Þetta sýn- ir, að það er langt frá því, að allir hafi gefið upp vonina um, að Evrópu verði snúið aftur til hinna gömlu daga styrjalda og átaka. Nu, er stund mikilvægra á- kvarðana fyrir allar Evrópu- þjóöir nálgast, hvilir sérstak- lega mikil ábyrgð á þátttak- endunum i viðræðunum I Genf, að þeir sjái til þess, að'hiðmikilvæga uppbygging- arstarf, sem þeir hafa unnið, beri verðugan árangur, er tryggi meginlandinu traustan grundvön friðsamlegrar sam- búðar og samvinnu, sem er öllum hagstæð. Þátttakendur I ráðstefnunni hafa komizt verulega áleiðis við að orða meginreglur þessara gagn- kvæmu samskipta, m.a. ákvæði um friðhelgi landa- mæra, um friðsamlega lausn. deilumála, fhlutunarleysi um innanrlkismál, o.s.frv., svo og við að marka meginreglur víðtækra langtlma efnahags- samvinnu, þar sem tillaga að lokaályktuninni er I raun til- buin, aö þvi er varðar megin- ákvæði hennar. SKIPULEGA og raunsætt hef- ur einnig veriö unnið að þvi að ganga frá flestum grund- vallarákvæðum varðandi vandamál samvinnu á sviði mannúðarmála (þriðja nefnd). Aöur en hlé var gert um áramótin, hafði þegar fundizt lausn á mörgum vandamálum varðandi orða- lag viðurkenndra reglna um samvinnu & sviði upplýsinga, um samskipti er varða fjöl- skyldumál, svo og reglur og aðferðir á sviði menningar- samskipta. Þannig hafa jákvæð um- skipti átt sér stað á erfiðustu sviðum samninganna (með tilliti til óliks þjóðskipulags, Hfshátta og þjóðlegra venja). Sameiginleg leit hefur fært þátttakendum heim sanninn um nauösyn þess að byggja á gagnkvæmt aðgengilegum til- lögum og orðalagi. Sú aðferð að þröngva upp-á aðra skilmálum, sem eru ósamræmanlegir viðurkennd- um reglum um friösamlega sambúð og afskiptaleysi um innanlandsmál annarra rlkja, hefur ekki -sannaö réttmæti sitt. Það væri gagnlegt fyrir þá fulltrúa vestrænna ríkja, sem ekki hafa enn látið af þvi að taka einhliða afstöðu til vandamála, er krefjast sam- hljóða álits, að kynna sér gaumgæfilega þá lærdóma, er draga má, 'bæði jákvæða og neikvæða, af þróun samskipta rfkja með óllkt þjóðskipulag. Skortur á Ihugun, áður en tek- in er ósæmileg afstaða til meginreglna, er verja full- veldi rikja, hefur komið glöggt I ljós, sérstaklega I sambandi viðnýlegar, misheppnaðar til- raunir vissra afla I Bandarikj- unum til þess að þröngva upp á Sovétrlkin auðmýkjandi pólitlskum skilmálum á sviði verzlunarviðskipta. ÞÖTT fra-vinda starfa Evrópuráðstefnunnar sé rétti- lega metin, má ekki gera of Htið úr þeim erfiðleikum, sem enn eru óleystir i sambandi við að móta sameiginlega af- stöðu til nokkurra mála. Þrátt fyrir það eru erfiðleikarn- ir, sem upp koma i sam- bandi við það flókna vanda- mál að samræma skoð- anir 35 rikja, eitt. Annar og óllkur hlutur er það, þegar sumir vestrænir fjölmiðlar reyna á ný að breiða út þá skoðun, að enn séu fyrir hendi „miklir erfiðleikar", i þeim augljósa tilgangi að hvetja Vesturveldin til að beita hinn aðilann þrýstingi. Slfkar tilraunir eru I mót- sögn við þann anda gagn- kvæms skilnings og gagn- kvæmrar leitar að aðgengi- legri lausn, er byggist á virð- ingu fyrir afstöðu hins samn- ingsaðilans, sem verið hefur mjög áberandi I Genf. Þessi vaxandi gagnkvæmi skilning- ur er einnig að verulegu leyti árangur ráðstefnunnar, ekki slður en sti staðreynd, að þessi ráðstefna, sem er hin fyrsta sinnar tegundar I sögu Evrópu, hefur með starfi sinu skapað góða möguleika á sameiginlegri, raunhæfri niðurstöðu, eftir 30 ár frá strlðslokum og jafnlanga leit að varanlegum friði, svo og á þvl að tryggja þann árangur, er náðst hefur, ekki aðeins til handa núverandi, heldur og komandi kynslóðum Evrópu- búa. Sovézkir fréttaskýrendur og fulltruar sovézks almennings, er rita um endurupptöku Genfarviðræönanna og fagna nýjum ábendingum frá Helsinki um að finnska höfuð- borgin sé þess albiiin að vera gestgjafi þátttakenda i loka- þætti ráðstefnunnar, ala sömu vonir I brjósti og starfsbræður þeirra og almenningur I öðr- um löndum og telja, að það væri verðugur árangur af yfir- standandi tilraunum allra vel- viljaðra Evrópubúa, — til- raunum er hafa sögulega þýð- ingu, — að þjóðarleiðtogar sitji siöasta stig ráðstefnunn- ar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.