Tíminn - 29.01.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.01.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN Miðvikudagur 29. janúar 1975. Fiskneyzla í Sovétríkjunum Rætt við Alexander Isjkov, sjávarútvegsráðherra Sovétríkjanna — Hvað er að segja um fisk- neyzlu i Sovétrikjunum? — Nu neytir hver sovétborgari að meöaltali 17 kg. af unnum fiskaf- urðum, tilbúnum til neyzlu á ári. Það er erfitt að segja fyrir um, hvort þetta er mikið eða litið. Það fer eftir við hvað er miðað. Við vonumst til þess, að fiskneyzlan verði orðin 20-22 kg. á hvern sovétborgara eftir 2-3 ár. — En mun það ekki koma við hagsmuni annarra þjóða, sem eru fiskneyzluþjóðir frá fornu fari? — Aðeins rányrkja getur skaðað hagsmuni annarra þjóða, en rányrkja eyðir fiskstofnunum. Þess vegna eru Sovétrikin eindregið fylgjandi heiðarlegu alþjóðasamstarfi á sviði sjávarútvegs, grundvölluðu á visindarannsóknum. Afstaða Sovétrikjanna um fiskveiðar utan fiskveiðitakmarka var lögð fram á hafréttarráðstefnunni i Caracas i Venezilela ekki fyrir löngu. Við erum þvi fylgjandi, að samári fari hagsmunir strandrikja og rikja, sem stunda veiðar úti á opnu hafi. Veiðimöguleikar i heimshöfun- um eru mjög miklir. Það má jafn- vel veiða miklu meira á land- grunninu, þar sem mestur hluti heimsveiðanna fer fram og þar sem þær hafa valdið hvað mest- um usla, eða 80-100 milljón tonn i stað þeirra 70 milljón tonna, sem nu eru veidd. Þessi viðbótar veiði mundi ekki hafa neinn skaða i för meö sér fyrir náttúruna. Auk þessa eru mikil auðævi á nýjum veiðisvæðum og á miklu dýpi heimshafanna. Sovétrikin hafa gert yfir 50 samninga um fiskveiðimál við ¦ ýmis lönd. Við erum félagar ýmissa alþjóðlegra samtaka og gætum þess að standa við allar skuldbindingar okkar. Að frum- kvæði Sovétrikjanna hafa verið gerðar ráðstafanir til að vernda fiskstofna Eystrasalts, Norð- vestur-Atlantshafs, ráðstafanir að takmarka sildveiðar á nokkr- um stöðum i Kyrrahafi og til að koma reglu á veiðar verðmætra fisktegunda og laxa á hafi uti. í Sjávarútvegsmálaráðúneyti Sovétrikjanna er sérstök deild, sem sér um vernd og eflingu fisk- stofnanna. Þar eru settar veiðireglur og fylgzt með þvi, að þeim sé framfylgt. Einnig heyrir fiskeldi undir þessa deild. 130 stórar fiskeldisstöðvar starfa viðsvegar i Sovétrikjunum, á ströndum Azovskhafs, Hvita- hafs, Eystrasalts, Kaspiahafs og á Austurströnd Síberíu. Þar eru aldar 40 fiskategundir, þ.á.m. styrjur,laxar og fl. verðmætir stofnar. Arlega sleppa þessar stöðvar 80 milljón styrjuseiðum i sjó og vötn, 740 milljón laxa- seiðum og 9 milljörðum ýmissa annarra tegunda. Við höfum lengi unnið að þvi aö flytja Kyrrahafs- lax i Barentshaf og venja þá að- stæðum þar. Það er þegar hafin veiði á þeim I sovézkum ám og I nágrannarík junum. — En er það ekki rétt hjá mér, að aðaláherzlan sé lögð á veiðar I hafi? — Nei. Það er ekki rétt. 1 Sovét- rlkjunum eru mjög mörg vötn og þaö væri óviturlegt að leggja áherzlu á aðeins eitt atriði. Aukin veiði mannsins hefur óumflýjan- lega I för með sér skaða fyrir fisk- stofna i stööuvötnum landsins. Auk þess stækka borgirnar, iðnaðurinn þróast og allt þetta er tengt aukinni ferskvatnsveiði. Ráðstafanir gegn mengun og til fiskeldis hafa orðið til þess, að aukin veiði hefur ekki skaðað fiskstofnana. Settar hafa verið mjög strang- ar veiöireglur I ýmsum vötnum og þung viðurlög liggja við veiðiþjófnaði. Unnið er að þvi að fullkomna fiskeldi. Visindamenn hafa jafnvel hafið kynbætur á fiski og nú er til i Sovétrikjunum fisk- ur, sem heitir „bester" og minnir einna helzt á styrju. Þessi nýi fiskur lifir góðu lifi I vötnum og tjörnum. Á oliusvæðinu Tjúmen eru mjög mörg vötn, bæði stór og smá. Þar er verið að koma á fót fiskeldi og verða þar að mestu leyti alin seiði verðmætra fisktegunda, s.s. laxa. Nokkrar stöðvar eru þegar farnar að gefa af sér góðan arð. — Nú nefna margir þær ráðstafanir, sem gerðar hafa veriö i sambandi við Bajkal sem gott dæmi um umhverfisvernd og fiskeldi. Hvað segið þér um það? — Já, það hafa verið gerðar áhrifarikar ráðstafanir i sam- bandi við ómúleldi í Bajkal. Veiði var algerlega bönnuð I átta ár, frá 1968-1975, og gerð var og samþykkt áætlun, þar sem gert var ráð fyrir endurbótum á göml- um fiskeldisstöðvum við strendur Bajkal og byggingu nýrra. Sam- kvæmt þessari áætlun verður fimm milljónum ómúlseiða sleppt I Bajkal árlega og 2 milljónum Bajkalstyrjuseiða. Fiskifræðingar segja, að þessar ráöstafanir hafi þegar haft góð áhrif á ómúlstofninn. Það hefur oft komið fram sú hugmynd að gera Bajkalvatn að veiðivatni fyrir sportveiðimenn, en friða það alveg fyrir allri annarri veiði. Hvað álitið þér um þetta? — Já, þessi hugmynd hefur komið fram og mörg rök mæla með henni, en ég álit að heppileg- ast sé að bæði útvegur og sport- veiðar séu stundaðar I Bajkalvatni. ALEXANDER Isjkov, sjávarútvegsráðherra Sovétrlkjanna. FAGÆTI NATTURUNNAR A SEYCHELLESEYJUM í INDLANDSHAFI SEYCHELLESEYJAR eru I Indlandshafi, alllangt norður af Madagaskar, og er það all- mikil eyjaþyrping. Heitir sú eyjan Mahé, sem stærst er. Á þessum eyjum er mikið fugla- lif, og þar er aragrúi afarlit- skrúðugra smáfiska, sem kallaðir eru fiðrildisfiskar vegna litbrigða sinna. Til dæmis um fuglalifið á eyjunum má geta þess, að þar eru þrjátlu tegundir, sem hvergi eru til annars staðar I heiminum. Fátt er þó um suma, en meira af öðrum. Meöal þessara fugla eru tveir, sem eru hvað algengast- ir — sólskinsfuglinn og fugl, sem nefndur er búlbúl. Al- þjóðafuglaverndunarráðið á og hefur tilsjón með einni af eyjunum, Frændaeyju, og er gestum heimilt að koma þang- að þrjá daga i viku. Þeir verða þó að skrá sig til hópferðar þangað og lúta leiðsögn gæzlu- manna I einu og öllu. Frændaey er einmitt slð- asta heimkynni sumra fugla- tegunda, og við hófnina þar hafast við siðustu kynhreinu Seychelles-turtildúfurnar. A öðrum eyjum hafa þær bland- azt turtildúfum frá Madaga- skar. Það eru ekki landfuglar, sem hafast þarna við heldur er þar margt sjófugla, þar á méðal svokallaðir hitabeltis- fuglar með .hvltt stél og þernutegundir, drifhvitar. Þær hafa hann sið að verpa svo að segja hvar sem er, og eiga egg sin jafnvel á trjá- greinum, þar sem þær geta skorðað þau við stofninn. Sé farið svo óvarlega I byggðum þeirra, að þær styggist, er algengt að egg detti til jarðar og brotni, þegar þær fljúga af þvi. Arid heitir önnur fuglaeyja I eyjaklasanum, og hefur ný- lega verið friðlýst. Mun sérstök fuglaverndarnefnd heimamanna á Seychelleseyj- um halda hllfiskildi yfir henni. Sumum eyjanna er svo farið, að þar er mjög örðugt að kom- Paradlsarfuglar við hreiður á Seychelleseyjum — þeir eru þar aðeins til á einum stað — og hvergi annars staðar I heiminum. — Ljósmynd: Peter Scott. ast aö landi vegna ókyrrðar i sjó viö klettótta og afdreps- lausa strönd. A slikum eyjum fá fuglarnir næði, án þess að Ihlutun manna komi til. Á einni þessara eyja er til dæm- is fáliðaður stofn sérstakrar tegundar rauðbrystinga, eitt- hvað fjörutlu til fimmtlu fugl- ar. Þar er einnig þó nokkur stofn bládúfna. A ey, sem heitir La Digue, er svört tegund paradisar- fugla, sem lií'a á flugum, um áttatlu til hundrað fuglar, og þar er sérstakur gæzlumaður, er hefur það verk eitt með höndum að vernda.paradisar- fuglana. Karlfuglinn er ákaf- lega fallegur, blásvartur á lit og með afarlangar stélfjaðrir. A Prasliney eru svartir i páfagaukar, og hafast þeir við i pálmalundum, sem frið- lýstir hafa verið. A Mahé, stærstu eynni, verpa fágætir fuglar f garði stjórnarráðsbyggingarinnar. Þar á eynni er litil uglutegund, sem er afarfágæt, svo að ekki sé meira sagt. Til skamms tlma var talið, að hún væri út- dauð, en I seinni tið hefur heyrzt tilhennar annað veifið, þótt hUn sjáist afarsjaldan. Blómjurtir, sem hvergi eru nema á Seychelleseyjúm, eru um áttatlu og burknategundir fimmtán. Margar þessara jurta lifa snlkjullfi á trjám, og fannst ein þeirra ekki fyrr en áriö 1970. Ekki eru trjáteg- undir, sem þekkjast annars staðar i heiminum, nema sex, ef undan eru skilin tré, sem gróðursett hafa verið þar, og fyrir skömmu fannst nýr blómrunni á Aride. Mestan svip setja pálmaviðirnir á Seychelleseyjum, og af þeim eru sex tegundir, er ekki hafa fundizt annars staðar. Meðal þeirra eru hinir frægu sækókospálmar, sem vaxa hvergi nema i Maídalnum á Prasliney. Þeir hafa stærst laufblöð allra trjáa i hinu forna heimsveldi Breta. Sé svo litið til lifsins i sjón- um við strendur eyjanna og kóralrifin umhverfis þær, þá er þá sögu að segja, að fiska- tegundir eru hálft niunda hundraö. Margir þessara fiska eru litlir vexti, en þar eru einnig fiskar, sem háski stafar af, bæöi bitvargar og eitraðir fiskar. Þar er tegund barra- kiita, alþekktur skaðræðis- fiskur I fljótum Suður- Amerlku, en hefst hér við i sjó, og ræðst ekki á fólk, þótt margir búist við sllku. Ljóna- fiskur svonefndur er aftur á móti með baneitraða ugga, og á hann er þvi bezt að horfa að- eins. En mesta athygli munu vekja alls konar smáfiskar, sem ljóma i öllum regnbogans litum, fiðrildafiskar, engla- fiskar, páfagaukafiskar og margir aðrir. 1 þjóðgarði á Mahé eru um hundrað tegund- ir fiska I lónum, og þar eru um hundrað tegundir kóraíla, sem hýsa fjölda sjávarvera.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.