Tíminn - 29.01.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.01.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINI' Miövikudagur 29. janúar 1975. Það er ekki að orðlengja það, að hann lærði að dansa, og þess var ekki langt að bíða, að hann yrði eitt mesta dansfiflið í byggðarlaginu. Hann varð þó aldrei jafnoki Eiríks í listinni. En Gústaf átti líka miklum vinsældum að fagna meðal unglinganna, enda gat ekki hjá því farið um jafn fjörugan og gáskafullan pilt. En stundum gátu ærslin orðið svo mikil, að fólki varð ekki um sel. Hann hafði ekki vanizt á að reykja, og drykkjuskapur var óþekkt fyrirbæri í Þórsey. En hann var ölvaður af æsku- þrótti og hegðaði sér oft eins og hann væri drukkinn. Hann blístraði og söng, sló taktinn á pottlok og mjólkur- skjólur, hlóð snjókerlingar og hafði í frammi ótrúleg skálkabrögð til þess að hræða fólk. Kvenfólkið vissi aldrei hvað kunni að biða þess í f jósi eða hlöðu, ef sézt hafði til ferða Gústafs á Klifinu einhvers staðar í grenndinni. Gústaf var að eðlisfari geðgóður piltur, en hann gat líka reiðzt svo heiftarlega, að ekki var við lambið að leika sér þar sem hann var. Það fékk Jóhann að reyna. Gústaf hafði verið lengi að öngla saman fyrir byssu, sem hann langaði ákaflega mikið til að eignast. Aurana geymdi hann i dragkistuskúffunni. En dag nokkurn komst hann að raun um, að slatti af peningunum var horf inn. ,,Hver hefur tekið peningana mína?" öskraði hann. ,,Hvað ertu að segja, drengur?" sagði Katrín. ,,Ég er að spyrja að því, hver hafi stolið peningunum mínum. Það er horfinn meira en helmingurinn". ,,Það getur ekki verið. Hverætti svo sem að hafa stolið þeim?" ,,Ekki hafa peningarnir horfið af sjálfs dáðum. Og horfnir eru þeir,— Ætli Eiríkur hafi ekki stolið þeim? Hann getur reykt og þótzt vera fínn maður, ef aðrir borga brúsann". ,, Eiríkur hef ur aldrei á ævi sinni stolið eyrisvirði, það skal ég ábyrgjast", sagði Katrín. ,, Kannski þú haf ir þá hirt þá sjálf ? Þú ert hvort eð er ekki alltaf svo nákvæm í reikninginum, sýnist mér". ,,Ef ég tek eitthvað traustataki, þá geri ég það með ykkur vitund, og það veiztu vel. Þú hefur sjálfsgt sólundað þessum aurum sjálfur". ,,Nei, það hef ég ekki gert, alls ekki...og það er auðvitað hann þarna, sem hefur tekið þá. Bölvaður karlskrattinn þarna úti í horninu, sem aldrei gerir handarvik — það er hann, sem hef ur stolið peningunum mínum! Nú veit ég það". Gústaf var orðinn svo hamslaus af reiði, að hann steytti hnefana að Jóhanni, þar sem hann sat í króknum við eldstóna. ,,Ég hef ekki snert þá", sagði Jóhann veikum rómi. ,,Hefurðu ekki snert þá? Hver trúir þér svo sem? — Þú, sem aldrei hefur kunnað neitt annað en að Ijúga, og nú ertu byrjaður að stela líka. Þú hef ur aldrei getað séð fyrir börnunum þínum eins og aðrir menn, og mamma hefur orðið að þræla nótt með degi. Og nú, þegar við erum farnir að geta unnið fyrir kaupi, þá stelur þú þvi, til þess að geta keypt sælgæti í búðinni". ,,Ég hef ekki tekið þessa peninga. Þú veizt það, Katrín", sagði Jóhann og gat varla varizt gráti. „Láttu föður þinn i friði. Hann hefur engu stolið", sagði Katrín. „Ég veit, pð hann hefur gert það, og enginn annar. Hvaðan ætti hann að fá peninga til þess að kaupa fyrir karamellur? Komdu með peningana undir eins eða ég skal jafna um gúlana á þér, svo að um munar". Gústaf þokaði sér nær og staðnæmdíst, hár og herðabreiður, þrútinn af reiði, fyrir framan vesalings Jóhann, sem hnipraði sig saman, skjálfandi af hræsðlu. „Peningana á borðið! Ætlarðu kannski ekki að hlýða?" Stórir, krepptir hnefarnir voru í ískyggilegri nálægt. Jóhann hrökklaðist óttasleginn undan. Hann var ámóta settur og varnarlaus mús í gildru, sem sér kló kattarins ‘ vofa yfir sér. „Katrín!" hrópaði hann í örvæntingu. „Já, hrðpaðu á kerlinguna. Það hefurðu hvort eð er gert alla ævi", öskraði Gústaf. í sama vetfangi þreif hann í öxl föður síns, hristi hann óþrymilega og hratt honum fram á gólfið. Jóhann slengdist á grúfu, og fáeinir koparskildingar hrutu upp úr vasa hans og ultu sinn í hverja áttina. Nú varð reiði drengsins f yrst að æði. ,, Lítið þið bara á, þarna sjáið þið", öskraði hann..,, Ég vissi það, að hann mundi haf a gert þetta. Og nú skaltu f á að komast að raun um, að þetta er ekki neinn leikur". Jóhann reyndi að rísa á fætur og forða sér, en hneig strax útaf aftur. Gústaf ruddist að honum eins og fellibylur, og það virtist ekki annað sýnna en nú væri hinzta stund Jóhanns runnin upp. Katrín hafði staðið eins og steinrunnin við borðið, en nú kom hún til liðs við mann sinn. Samt var ekki laust við, að jafnvel hún væri dálítið smeyk við hamfarir drengsins. Skyldi hann leggja hönd á mig lika, spurði hún sjálfa sig. Snöggvast sýndist sem hann myndi ekki skirrast við því. Hann reiddi hnefana og gerði sig lík- y A morgun: Hjálpin. Miðvikudagur 29. janúar 7.00 MorgunútvarpVeður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30 8.15 12.00 Dagskráin. Tónleikar Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna. Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Himinn og jörð” eftir Carlo Coccioli Séra Jón Bjarman les þýðingu slna (2). 15.00 Miðdegistónleikar Osian Ellis og sinfóniuhljómsveit leika Hörpukonsert eftir Gller. Fllharmónlusveitin I Los Angeles leikur „Petrushka”, balletmúsík eftir Stravinský. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið 17.10 Ctvarpssaga barnanna: „Strákarnir, sem struku” eftir Böðvar frá Hnlfsdal. Valdimar Lárusson les (2). 17.30 Framburðarkennsla I dönsku og frönsku 17.50 Tónleikar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Tjaldað I Evrópu Jónas Guðmundsson rithöfundur segir frá annar þáttur 20.00 Kvöldvaka Einsöngur Einar Kristjánsson syngur íslenzklög. b. Þorrablót að fornu og nýju Guðmundur Jósafatsson frá Brands- stöðum segir frá. c. Bólu- Hjálmar og önnur kvæði eftir Sigurð Gislason Baldur Pálmason les. d. Brotajárn Hjörtur Pálsson flytur frásögu eftir Þorstein Björnsson frá Hrólfsstöðum 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Lestur Passlusálma (3) 22.25 Leiklistarþáttur i umsjá örnólfs Árnasonar 22.55 Nútimatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.45 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. Miðvikudagur 29. janúar 18.00 Björninn Jógi Bandarlsk teiknimynd. Þýðandi Stefán Jökulsson. 18.20 Leyndardómar dýra- rikisins Bandariskur fræðslumyndaflokkur um eiginleika og lifnaöarhætti dýra. 1. þáttur Lifsbaráttan Þýðandi og þulur Guðrún Jörundsdóttir. 18.50 Filahirðirinn Bresk framhaldsmynd. Flagð undir fögru skinni Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 19.15 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.35 Umhverfis jörðina á 80 dögum. Breskur teikni- myndaflokkur, byggður að hluta á samnefndri sögu eftir Jules Verne. 4. þáttur. Kerruna fyrir klárinn Þýð- andi Heba Júliusdóttir. 20.55 Landsbyggðin Flokkur umræðuþátta um málefni dreifbýlisins. 4. þáttur. Vesturland Þátttakendur: Alexander Stefánsson, Ólafsvik, Guðjón Ingvi Stefánsson. Borgarnesi, Sigurður Sigurðsson, Stóra- Lambhaga og Valdimar Indriöason, Akranesi. Um- ræðunum stýrir Magnús Bjarnfreðsson. 21.40 tsbrjóturinn Tséljúskin Sovésk heimildamynd um hrakninga skips I hafis árið 1934. Rakin eru tildrög þessara atburða og lýst björgun áhafnar og farþega. Einnig er I myndinni rætt við nokkra af þeim, sem hér komu viö sögu. Þýðandi og þulur Hallveig Thorlacius. 22.40 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.