Tíminn - 29.01.1975, Blaðsíða 16
¦¦
Nútíma búskapur þarfnast
BAUER
haugsugu
Guöbiðrn
Guöjónsson
Cunhal, leiðtogi kommúnista, sést hér (lengst til vinstri) á fundi meo
stuðningsmönnum sinum.
Vantraust
á Hartling?
Reuter-Kaupmannahöfn.
Sósialdemókratar báru fram
vantrauststillögu á minni-
hlutastjórn Vinstri flokksins á
þingi í gær.
i tillögunni var þess krafizt,
að Poul Hartling bæðist
lausnar fyrir ráðuneyti sitt,
svo að þegar i stað gætu hafizt
viðræður um myndun
stjórnar ,,á breiðum grund-
velli."
I gær hófst un;ræða um til-
lögur stjórnarinnar um
mikinn niðurskurð á fjár-
lögum, en þingfundi var hvað
eftir annað frestað, svo að
þingmönnum gæfist ítmi til að
ræða stjórnmálastöðuna.
Síðast var fundi frestað til
klukkan 18.45 að beiðni Vinstri
flokksins.
Fréttaskýrendur töldu
slðdegis i gær, að a.m.k. 75
þingmenn (af 179) styddu van-
trauststillöguna, þ.e.
þingmenn sósialdemókrata,
Róttæka vinstri flokksins og
Sósialska þjóðarflokksins.
Að auki er liklegt. að þing-
menn kommúnista, vinstri
sósialista og e.t.v Kristilega
þjóðarflckksins greiði henni
atkv'æði — alls 20 þingmenn til
viðbótar.
Wilson í
vesturveg
Reuter-London. Harold Wil-
son, forsætisráðherra Bret-
lands, flaug I gær vestur um
haf til viöræðna við þá Pierre
E. Trudeau, forsætisráðherra
Kanada og Gerald Ford
Bandarikjaforseta.
Wilson ræddi við Trudeau I
Ottawa I gær, en er væntan-
legur til Washington i kvöld.
Fundur þeirra Fords verður
fyrsti fundur þeirra þjóðar-
leiötoganna. A fundinum er
búizt við, aö efnahags- og
orkumál verði efst á baugi,
svo og ástandið i Miðjarðar-
hafslöndum, framtíð Efna-
hagsbandalags Evrópu og
samskipti austurs og vesturs.
Slðastnefnt umræðuefni er
einkum á dagskrá vegna
fyrirhugaðrar farar Wilsons
til Moskvu um miöjan febrú-
ar.
Þá hittir Wilson Kurt Wald-
heim, aðalritara Sameinuðu
þjóðanna, að máli I New York
I heimleiðinni.
Samdráttur í
bifreiðafram-
leiðslu senn
úr sögunni
Reuter-Detroit. Stjórnarfor-
maður General Motors, sem
er stærsti framleiðandi bif-
reiða I Bandaríkjunum, hefur
lýst yfir, að sá samdráttur i
bifreiðaframleiðslu, er að
undanförnu hefur átt sér stað,
heyri brátt liðinni tið.
Thomas Murphy — en svo
heitir formaður GM — sagði I
viðtali við Reuter-fréttastof-
una fyrr I vikunni, að vonandi
ykist atvinnuleysi ekki í bif-
reiðaiðnaðinum i náinni fram-
tið. Murphy kvaðst sannfærð-
ur um, að með vori rofaði til I
bandarisku efnahagslifi. Þá
yrði hægt að auka framleiðslu
á ný og ráða til starfa það fólk,
er sagt hefði verið upp störf-
um að undanförnu.
GM hefur til þessa sagt upp
96 þús. starfsmönnum, enda
hefur verið dregið verulega úr
framleiðslu bifreiðaverk-
srniöja fyrirtækisins.
Kissinger til
AAiðjarðarhafslanda
Reuter-Washington. Henry
Kissinger, utanrikisráðherra
Bandarlkjanna, lýsti yfir I
gær, aö hægt væri að sam-
ræma kröfur Egypta og
tsraelsmanna. Ennfremur, að
hann. væri á förum til Mið-
jarðarhafslanda í þeim til-
gangi að samræma kröfurnar,
svo að varanlegum friði yrði
náð.
Kissinger sagði á fundi með
fréttamönnum I gær, að
ástandið i Miðjarðarhafslönd-
um væri nií mjög hættulegt og
viðkvæmt.
SIS-FOMJK
SUNDAHÖFN
GÍDÍ
fyrirgééan mat
^ KJÖTIDNAÐARSTÖD SAMBANDSINS
Loff lævi blandið í Portúgal:
Ágreiningur innan
stjórnar magnast
Kommúnistar og sósíalistar boða til
mikilla mótmælaaðgerða á föstudag
Reuter-Lissabon. Loft er lævi
blandið i Portúgal þessa dagana.
Mikill ágreiningur hefur komið
upp milli þeirra stjórnmála-
flokka, sem aðild eiga að rikis-
stjórn landsins. Og ábyrgir
stjórnmálamenn óttast, að til
átaka komi innan tiðar, þ.á. m.
Mario Soares, leiðtogi sósialista
og utanrikisráðherra i núverandi
stjórn, sem opinberlega hefur
varað við hættu á borgarastyjöld I
Portúgal.
Flokkur miðdemókrata varpaði
fram þeirri spurningu — i yfirlýs-
ingu, sem gefin var tit i gær —
hvort öryggissveitir hefðu I raun
og veru reynt að aftra vinstri
sinnuðum mótmælendum frá að
hleypa upp landsfundi miðdemj}-
krata I Oporto um helgina.
Átökin i Oporto hafa breikkað
bilið milli kommúnista annars
vegar og sóslalista hins vegar, en
báðir þessir flokkar eiga aðild að
stjórn landsins. Flokkarnir tveir
undirbúa nú — hvor um sig —
mótmælaaðgerðir I Lissabon á
föstudag. Búizt er við, að þær leiði
til enn harðari átaka milli þess-
ara tveggja stjórnmálaafla.
I fyrrnefndri yfirlýsingu mið-
demókrata — er ber yfirskriftina:
Hverjir stjórna Portúgal — segir
m.a.: — Hvaða lög gilda I land-
inu? Eru skipulagðar hersveitir
við stjórnvölinn eða götulýður?
Francisco da Gosta Gomes
Portúgalsforseti hefur beðið einn
þeirra erlendu gesta, er sóttu
landsfund miðdemókrata, Ge-
offrey Rippon, sem er „utanrlkis-
ráðherra" i skuggaráðuneyti
thaldsflokksins brezka, afsökun-
ar á óeirðunum i Oporto. Forset-
inn hefur jafnframt fullvissað
Rippon um, að hersveitir sjái um,
aö þingkosningar þær, sem fyrir-
hugaðar eru i vor, fari fram með
friði og spekt.
Talsmenn kommúnista hafa
gert Htið úr þeirri viðvörun
Soares, að borgarastyrjöld kunni
að brjótast út. Þeir segja, að
utanrlkisráðherrann sé með
þessu að þyrla upp moldviðri, til
aö dylja þann ósigur, er sósialist-
ar hafi óneitanlega beðið fyrir
kommúnistum I valdabaráttu
innan portúgölsku verkalýðs-
hreyfingarinnar. Fréttaskýrend-
ur telja, að tilgangur með mót-
mælaaðgerðum kommúnista og
sósialista á föstudag sé liklega sá
einn, að efna til liðskönnunar, en
eins og er sé erfitt að gera sér
grein fyrir, hvor flokkurinn njóti
meira fylgis.
Tyrkir láta undan þrýstingi frá Bandarikjaþingi:
1000 HERMENN KALLAÐIR
HEIAA FRÁ KÝPUR
Reuter-Ankara. Tilkynnt var I
gær, að Tyrkir ætluðu að kalla
u.þ.b. eitt þúsund hermenn heim
frá Kýpur. Þetta er talið merki
um, að sá þrýstingur, er Banda-
rlkjaþing hefur sett á að lausn
finnist á Kýpurdeilunni, sé að
bera einhvern árangur.
Ilhami Sancar landvarnaráð-
herra sagði I gær, að hermennirn-
ir yrðu fluttir á brott frá eynni
fyrir lok þessa mánaðar. (Þess
má geta, að frestur sá, er Banda-
rlkjaþing setti Gerald Ford for-
seta til að ná einhverjum árangri
I samningaumleitunum I Kýpur-
deilunni, rennur út þann 5. febrú-
ar n.k. Þetta er aftur skilyrði
þess, að Bandarikin veiti Tyrk-
landi hernaðaraðstoð.)
Embættismenn bandariska
utanrlkisráðuneytisins hafa lýst
yfir, að stjórn Tyrklands hafi tek-
ið þessa ákvörðun einhliða. Aftur
á móti draga þeir i efa,. að heim-
köliun eitt þúsund hermanna af
eitthvað á milli 34-39 þúsund her-
mönnum, sem nú eru til staðar á
Kýpur, nægi til að tillaga um
áframhaldandi hernaðaraðstoð
tilhanda Tyrkjum fáist samþykkt
á Bandarikjaþingi. Þó voru
nokkrir fréttaskýrenda á þeirri
skoðun, að þessi viðleitni af hálfu
Tyrkja gefi Bandarikjastjórn
kjörið tækifæri til að knýja sam-
þykktina i gegn.
Sem kunnugt er hafa miklar
deilur risið milli aðila að Kýpur-
deilunni að undanförnu. Astæðan
ersú, að ellefu þúsund tyrknesku-
mælandi eyjaskeggjar hafa verið
fluttir loftleiðis til Tyrklands frá
herstöð Breta á Kýpur, en ætlunin
er að flytja þá aftur til eynnar og
þá norðurhluta hennar, sem er á
valdi tyrkneskra hersveita.
Fyrsti hópur tyrkneskumæl-
andi eyjarskeggja hefur þegar
verið fluttur sjóleiðis til norður-
hluta Kýpur og þeim fengnir til
afnota bústaðir, sem áður voru i
eigu griskumælandi manna.
Aformað er, að fólksflutningum
þessum verði að fullu lokið innan
nokkurra vikna, en flutningarnir
hafa að vonum vakið mikla ólgu
meðal griskumælandi eyjar-
skeggja.
Árangur viðræðna Sadats og Giscard d'Estaings:
120 AAirage-þotur til
Egyptalands
NTB-Paris. Anwar Sadat
Egyptalandsforseti er sem kunn-
ugt er i opinberri heimsókn i
Frakklandi þessa dagana. t gær
átti Sadat viöræður við Valery
Giscard D'Estaing Frakklands-
forseta. Talsmenn forsetanna
sögðu— að viðræðunum loknum
— að samkomulag hefði náðst um
sölu á 120 Mirage-þotum til
Egyptalands.
Sadat hefur ekki dregið neina
dul á, að megintilgangur Frakk-
landsfarar hans er að semja um
kaup á nýjum vopnum til handa
Egyptalandsher I stað þeirra, er
fóru forgörðum i striðinu I októ-
ber árið 1973. (Eins og skýrt var
frá I Tlmanum I gær, hafa Sovét-
menn neitað að láta Egýptum i té
nýtizku vopn, svo að ekki er um
annað að ræða fyrir þá en róa á
önnur mið.)
1 gær var Sadat m.a. sýnd
vopnaverksmiðjan Thomson-
CSF, er framleiðir ratsjárbúnað I
Mirage-þotur og Crotale-eld-
flaugar. Sagt er, að Sadat hafi
mikinn áhuga á að festa kaup á
nýrri gerð Crotale-eldflauga, sem
kallast „Shahin". („Shahin" er
arabiska og þýðir „fálki", en
Arabar hafa um aldaraðir notað
fdlka við veiðar I eyðimörkum.)
Abba Eban, fyrrum utanrlkis-
ráðherra ísraels, sem staddur er I
Parls um þessar mundir i einka-
erindum, gagnrýndi samninga
Egypta og Frakka um vopnakaup
harölega I utvarpsviðtali i gær.
Aðspuröur kvað Eban, að hrein
tilviljun réði, að dvöl þeirra Sad-
ats I Paris bæri upp á sama tima.
Sömuleiðis visaði hann á bug orð-
rómi um, að ráðgerður væri
leynilegur fundur með þeim.
k
Sadat: Vopn, vopn og aftur vopn