Tíminn - 30.01.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.01.1975, Blaðsíða 1
'ÆNGIR? Áætlunarstaöir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bfldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 t? Gunnar Vagnsson, framkvæmdastjóri fjármála útvarpsins: ENGINN AFSLÁTT- UR AUSTAN LANDS SJ-Reykjavik. Að undanförnu hafa komið fram mótmæli á Austurlandi, vegna þess hve illa útsendingar sjónvarps hafa borizt þangað siðustu tvo mánuði og raunar lengur. Einnig hefur verið uppi óánægja vegna slæmra út- varpsútsendinga. Hafa rikisút- varpinu borizt mdtmæli vegna þessa. Nú siðast bárust fréttir um að Fáskrúðsfirðingar hefðu bundizt samtökum um að greiða ekki afnotagjöld af sjónvarpi. Tíminn hafði samband við Gunnar Vagnsson, framkvæmda- stjóra fjármála I RlkisUtvarpinu og spurði hann hvort einhver ákvörðun hefði verið tekin af hálfu stofnunarinnar vegna þess- arar óánægju: — Nei, svo er ekki. Alla tíð hefur borið áóánægjuá ýmsum stöðum vegna slæmra móttökuskilyrða útvarps og sjónvarps og hafa ástæður verið margar. Nú að undanförnu hefur verið óvenju mikið um skakkaföll og dreifi- kerfið hefur reynzt veikara en við héldum að það væri. Áður hefur I vissum tilfellum verið fallizt á að veita afslátt af af notagjöldum vegna þess aö út- sendingarskilyrði af okkar hálfu hafa ekki verið nóg. Svo var t.d. I Kelduhverfi áður en útvarps- stöðin á Auðbjargarstaðabrekku var komin. íbúar I Kelduhverfi voru búnir að fá sér sjónvarps- tæki, en höfðu hins vegar viðvar- andi ekki meira en hálf not af Ut- sendingum. Þá gáfum við eftir hluta af afnotagjaldi. Hitt vil ég taka skýrt fram, að orsakir þess, að útsendingar berast ekki sem skyldi, eru I fjölda tilfellum af allt öðrum ástæbum en þeim, sem Rlkisút- Frh. á bls. 15 ISLENDINGAR YF- IR 216 ÞÚSUND JH-Reykjavfk. Bráðabirgðatölur um mannfjölda á landinu 1. desember siðaslliðinn leiða i ljós, að fólki hefur fjölgað um 1.46% frá árinu áður. Við hafa bætzt 3.102 ibúar, og eru landsmenn alls orðnir 216.172. i Reykjavfk búa nú 84.642 (fjölgun 343), I öðrum kaupstöðum 69.894 (fjölgun 981) og sýslur 6.579 (fjölgun 1.780) Er þá tekið tillit til þess, að fjögur sveitarfélög fengu kaupstaðar- réttindi á árinu og tölur færðar á inilli til samræmis við það. Kópavogur gengur næst Reykjavfk að fjölmenni eins og fyrir áramótin 1973, Ibúar nú 11.914 (fjölgun 370) Slðan kemur Akureyri 11.646 (fjölgun 202), Hafnarfjöröur 11.394 (fjölgun 472) Keflavlk 6.097 (fjölgun 120), Akranes 4.470 ( (fjölgun 70) og Vestmannaeyjar (fækkun 508). 1 öorum kaupstöðum eru tölurnar þessar: Isafjörður 3.045 (fjölgun 12) Seltjarnarnes 2.476 (fjölgun 12) HUsavIk 2.149 (fjölgun 39), Siglufjörður 2.092 (fjölgun 16) Sauðárkrókur 1.769 (fjölgun 29), Neskaupstaður 1.658 (fækkun 14) Grindavlk 1.596 (fjölgun 146), Dalvlk, 1.159 (fjölgun 38), Olafs- fjörður 1.112 (fjölgun 16), Bolungarvfk 1.018 (fjölgun 19), Eskifjöröur 962 (fækkun 2) og Seyðisfjörður 926 (fækkun 2) Þrjátlu ibúar eða þaðanaf færri eru I MUlasveit I Baröastrandar- sýslu 22, Ketildalahreppi 30, Fjallahreppi I Norður-Þingeyjar- sýslu, 25, Þingvallasveit 20 og I Selvogi 10, og er það fámennasti hreppur landsins. Geta má þess, að á Flatey á Breiðafirði eru Ibúar taldir 45, sama tala og árið áður, og I Grlmsey 84 og hefur fjölgað um þrjá. t Arneshreppi á Ströndum eru IbUar taldir 176, hefur fækkað um átta, og á Snæfjallaströnd við DjUp 38, eins og árið áður, svo að nefndir séu nokkrir staðir, sem almennt eru taldir afskekktir. Vöruskiptahallinn: 19,691 millión SAMKVÆMT skýrslu hag- stofunnar um verðmæti út- flutnings og innflutnings I desembermánuði, varð vöru- skiptahallinn þenna siðasta niánuð ársins rösklega hálfur þriðji milljarður þennan siðasta mánuð ársins. Alls varð vöruskiptahallinn á árinu 1974,19.691 milljóm — Utflutnirigur 32.876 milljónir en innflutningur 52.568 mill- jónir. Þessar tölur eiga einungis við um Utflutning og innflutning. íslenzkur togari tekinn í gær Varðskip kom með togarann Þormóð goða til Vest- mannaeyja í gærkvöldi. Hafði togarinn verið staðinn að meintum ólöglegum veiðum í Meðallandsbugt í gærkvöldi. Myndlistarmenn hyggjast sniðganga Kjarvalsstaði vegna þess að gengið hafi verið á svig við vilja fulltrúa FtM I sýningarráði Kjarvalsstaða. Tlmamynd G.E. Myndlistarmenn setja bann d Kjarvalsstaði Forsendur fyrir samstarfi við borgarráð Reykjavíkur brostnar, Segja llStamenn verkasýningu I húsinu. Þá hafa SJ-Reykjavík. Afundi IFélagi Is- fulltrúar FtM I sýningarráði lenzkra myndlistarmanna um (meirihluti ráðsins) hætt sam- miðjan janúar var ákveðið að hvetja alla félagsmenn i FÍM og I Bandalagi Islenzkra listamanna að sniðganga Myndlistarhúsið á MiklatUni, halda ekki sýningar þar, og veita ekki stjórn hússins listræna aðstoð vegna þess að breytt hefur verið gegn vilja meirihluta FÍM I sýningarráði hússins með þvl að heimila Jakobi Hafstein að halda niál- starfi við fulltrúa borgarráðs. FIM hefur og hvatt listamenn annars staðar á Norðurlöndum til að sýna ekki I Myndlistarhusinu. Myndlistarmennirnir telja að borgarráð hafi brotið gegn sýningarreglum Myndlistar- hUssins, sem það hefur sjálft sett, með því að leyfa umrædda sýningu I Kjarvalssal, þar sem nU er nýhafin sýning á verkum Jóhannesar Kjarval. A blaðamannafundi I gær sögðu fulltrUar myndlistarmanna, að þeir hefðu vonað að sýningar- nefnd Myndlistarhússisn hefði menningarlegt frumkvæði, en væri ekki til að anna eftirspurn ym sýningarhúsnæði. Hingað til hefðu ekki verið gerðar strangar kröfur um þær sýningar, sem haldnp.r hafa verið I hUsinu.heldur aðeins lágmarks- kröfur. Meirihluti sýningarráðs Frh. á bls. 15 Ofhleðsla þyrlunnar hefur ekki áhrif á farþegatryggingu FB—Reykjavlk. Eftir að skýrt var frá þvl, að þyrlan, sem fórst á Kjalarnesi hafi verið yfirhlaðin og rangt hlaðin leiddu margir hugann að þvl, hvort það gæti haft einhver áhrif á gildi trygg- inga þeirra, sem I vélinni voru. Timinn sneri sér I gær til Gisla Lárussonar hjá Almennum tryggingum og spurðist fyrir um þetta mál. Hann sagði, að þessar ástæður ættu engin áhrif að hafa á ábyrgðartryggingu þeirra, sem með vélinni fórust, hins vegar ætti eftir að kanna nánar, hvort þetta hefði áhrif i tryggingu vél- arinnar sjálfrar. Aðspurður sagði Gísli, að ýmis skilyrði væri oft I liftryggingum, sem og reyndar öðrum trygging- um, og væri því ekki ástæðulaust, að fólk kynnti sér mjög itarlega fyrir hverju það væri raunveru- lega tryggt, og fyrir hverju ekki, þegar það tekur sér tryggingu. Tlminn fékk þær upplýsingar hjá öðru tryggingarfélagi að til dæmis I ákveðnum hóptrygging- um væru tryggingatakar ekki tryggöir I svifflugi og þá einungis I flugi að þeir væru farþegar I far- þegaflugi. Tryggingar eru mjög margvislegar, og þvi ihikil nauð- syn á, að fólk kynni sér undan- tekningarnar ekki sfður en það, sem innifalið er I hverri trygg- ingu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.