Tíminn - 30.01.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.01.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 30. janúar 1975. Fimmtudagur 30. janúar 1975 Vatsnberinn: (20. jan. - 18. febr) Það litur út fyrir, að samstarf og samvinna verði ekki hagkvæm i dag, einnig skaltu vera við öllu búinn i umferðinni. En þú þarft að sýna tilfinn- ingum einhvers, sem þér er mjög nákominn mikinn skilning. Fiskarnir: (19. febr. - 20. marz) Það litur út fyrir, að eitthvað komi þér á óvart með morgninum. Það er aldrei að vita, nema það sé i þá áttina að bæta eitthvað það, sem þú byrjaðir á fyrr i vikunni. Kvöldið er alveg stór- upplagt til starfa. Hrúturinn: (21. marz — 19. april) Það kemur eitthvert viðkvæmt mál upp i dag. Að likindum er það ekki stórvægilegt, og jafnvel eitthvað i sambandi við skemmtun eða tóm- stundir. Hitt er annað mál, að það er ekki sama, hvernig svona mál þróast. Nautið: (20. april - 20. mai) Þú átt i einhverri samkeppni, og það er aldrei að vita, nema einhverjar óvenjulegar aðferðir geti orðið þér hjálplegar til þess að ná yfirhöndinni. Þú ert uppfullur af baráttuhug, og það er bara gott. Tviburamerkið: (21. mai - 20. júni) Þér heppnast eitthvað, ef þú ferð nýjar leiðir og beitir aðferðum, sem þú hefur ekki þorað að leggja út i áður. En samverkamenn eiga að fá að segja álit sitt. í kvöld ættii; þú að vera félags- lyndur. Krabbinn: (21. júni - 22. júli) Nú gæti verið gott að breyta til, breyta algerlega um, ef þér er annt um það að ná árangri. Hitt er annað mál, að það verður aðeins til óheilla að flækjast i ástasamband i kvöld. Meira að segja ný kynni eru varhugaverð. Ljónið: (23. júlí - 23. ágúst) Varastu að taka of mikið inn of snemma, eða ganga of langt og hratt. í dag er þér hyggilegast að hlusta á þá, sem ekki eru gefnir fyrir ævin- týramennsku eða tvisýnu. öryggi þitt kann að vera i hættu, nema þú gáir að þér. Jómfrúin: 23. ágúst - 22. sept.) Það er hætt við þvi, að þessi dagur verði eril- samur að einhverju leyti, en það er samt sem áður engin ástæða til þess að fara að flýta sér svo, aö þú hafir ekki fullt samhengi i hlutunum. Vertu umburðarlyndur I dag. Vogin: (23. sept. - 22. okt.) Þú ættir að gá i kringum þig. Það er aldrei að vita, nema vinur þinn eða kunningi lumi á upp- lýsingum, sem geta komið sér vel fyrir þig i sambandi við fjármál þin. Það er sannarléga ekki úr vegi að auðga andann i kvöld. Sporðdrekinn: (23. okt. - 21. nóv.) Það gæti farið svo, að þú þyrftir að bregöast snarlega við einhverri undarlegri aðstöðu eða kröfu i dag. En farðu i einu og öllu eftir þvi, sem þig sjálfan órar fyrir núna. Þú átt ýmislegt i pokahorninu, það veiztu. Bogmaðurinn: (22. nóv. - 21. des.) Það er alls ekki fráleitt, að þú þurfir að hafa samband við einhverja opinbera stofnun I dag, ekki endilega vegna sjálfs þin, en gættu þess að láta ekki snúa á þig. útkoma athugana gæti reynst fljótfærnisleg. Steingeitin: (22. des. - 19. jan.) Þú gætir verið ósköp viðkvæmur I dag, og það er hætt við þvi, að ýmislegt fari i taugarnar á þér. Hugsanlega fólksfjöldi, svo að þú ættir að forð- ast mannamót. Varastu þátttöku i áætlunum, sem ekki eru skipulagðar. /imi 28818 iUGLYSINGASTOFA IAFNARSTRÆTI 5 • REYKJAVÍK Samgöngumálin eru ofarlega á baugi I þeim landshlutum, þar sem snjóþungt er og veðraham- urinn I vetur hefur mestum truflunum valdið. Flestar þær raddir, sem heyrast, gagnrýna það, sem ekki er i þolanlegu lagi, og það er að sjálfsögðu margt, en það er lika þakkað, sem vel er gert, oft við erfiðar kringumstæður. Hefur það áður komið fram hér i dálkum Land- fara, i hvaða þakkarskuld margir eru I við ruðningsmenn, viðgerðarmenn og bifreiðar- stjóra i svona tiðarfari. Siglfirzk samgöngumál Skúli Jónasson á Siglufirði hefur sent okkur bréf, þar sem um þessi mál er fjallað. Hann kemst svo að orði: ,,Um s.l. áramót og jól bárust viða að þær fréttir, að ýmsir þeir, sem hugðust fara I jólafri til sins heima, hefðu mikið tafizt I ferðum sinum, og i nokkrum tilfellum verið búnir með mik- inn hluta jólaleyfis sins, þá er þeir náðu i áfangastað. Viða var óhægt um ferðalög vegna ó- bliðrar veðráttu og slæmrar færðar á landi. Margir staðir úti á lands- byggðinni eiga enn I erfiðleikum með samgöngumál sin, og er þar mögu áfátt, en það er eitt af þvi nauðsynlegasta fyrir þá, sem I dreifbýlinu búa, að að- flutningsleiðir séu greiðar, og samband við umheiminn sé i þvi lagi, að viðunandi sé. Siglufjörður var fram eftir ár- um meðal einangruðustu byggða landsins, og tafði það mjög fyrir vexti og viðgangi staðarins og traustri búsetu. Fyrir þremur áratugum var sjóleiðin eina leiðin, sem fær var að og frá bænum. Voru þá i förum mjög litlir og ófullkomnir bátar hér á næstu hafnir, sem héldu uppi póst- og mjólkur- flutningum, auk þeirra skipa, sem að sjálfsogðu sóttu hingað sildarafurðir. Það var ekki fyrr en 1946, að hægt var að aka bil yfir Siglufjarðarskarð, sem þó var lokað af snjó i átta til niu mánuði á ári, og gat lokazt, hvaða mánuð sem var á sumrin. Tuttugu og tveim árum síðar var náð öðrum miklum áfanga I samgöngumálum bæjarins, árið 1968, þegar jarðgöngin i gegnum Strákafjall voru opnuð til um- ferðar. Gjörbreyting varð með tilkomu þessa vegar, en að sjálfsögðu eru vetrarveðrin i snjóþungum fjallabyggðum Norðurlands fljót að teppa veg- ina. Tekur þá alltaf nokkurn tima að ryðja þá á ný. Vængir koma til sögu Kröfur fólksins og hraði tim- ans krefjast betri úrræða. Það var þó ekki fyrr en fyrir rúmum tveim árum, er flugfélagið Vængir hófu hingað áætlunar- flug sitt, og sérstaklega siðan það tók i notkun skrúfuþotur sinar, að segja mátti með sanni, að lag væri komið á samgöngu- mál Siglfirðinga. Þrátt fyrir okkar miklu bilaöld sannar sú gifurlega aukning, sem átt hefur sér stað i flugþjónustu, að flugið hingað er vel þegið. A s.l. ári fóru um völlinn á vegum Vængja 4.039 farþegar, sem er 66,3% aukning frá árinu 1973. Lætur það nærri, að allir Sigl- firðingar hafi flogið til Reykja- vikur og til baka á árinu. Auk þess voru um 50 tonn af vörum fluttar flugleiðis, alls 5.770 stk. Það gefur auga leið, að fjórar ferðir i viku, sem Vængir fljúga hingað, gjörbreyta viðhorfinu hér, og hafa ómetanlegan kost i för með sér gagnvart öllum rekstri og þjónustu i bænum, og einnig fyrir þá, sem leggja vilja leið sina hingað. Til gamans má geta þess, að um nýliðnar hátið- ar komu hingað og fóru með Vængjum nær 200 manns, sem allir komust á tilsettum tima á áfangastað, þrátt fyrir mjög ó- hagstæð flugskilyrði hingað. Þetta hefði ekki verið fram- kvæmanlegt, ef ekki hefði farið saman óvenjulegur dugnaður og glöggskyggni flugmanna og umboðsmanns hér á staðnum. Allir, sem þekkja til strjálbýl- isins, gera sér ljóst, að eitt það mikilvægasta i lifi og starfi fólksins þar, er samband við umheiminn, og þvi ber sérstak- lega að þakka þann dugnað, sem þarna er sýndur. Þökk þeim, sem ber Aðstæður til flugs hafa farið batnandi hér á liðnu ári. Flug- völlurinn er talinn nokkuð góð- ur, og nú eru tiltæk lendingar- ljós, sem komið hafa I góðar þarfir i vetur, I kvöld- og nætur- flugi. Tekið hefur verið i noktun ágætt flugskýli, sem býður upp á góðan aðbúnað ferðafólks, og án þess hefði ekki verið hægt að starfrækja svo mikið vetrarflug sem raun ber vitni. Fátt er þó fullkomið. Enn vantar okkur radióvita i nánd við Sigluf jörð til að auka öryggi i aðflugi, og einnig ýms tæki á völlinn. Ég er ekki i neinum vafa um, að forráðamenn sam- göngumála meta það mikla starf, sem hér er unnið, og þeir skilja okk,ar aðstæður, og það verður þvi ekki langt að biða þeirra öryggistækja, sem okkur vanhagar um, en ekki er hægt að heimta allt i einu. Það vill oft gleymast, að þakka það sem vel er gert, en tina heldur fram I dagsljósið það, sem miður fer. 1 þetta skipti þakka Siglfirðingar þó ráðamönnum flugmála, flug- mönnum Vængja og umboðs- manni, Gesti Fanndal, dugnað og góða þjónustu: Fyrir að tengja okkur við umheiminn. Skúli Jónasson. Sparib þúsundir! verðstaðreyndir: Negldir jeppahjólbarðar: 600-16 kr. 6350. 650-16 kr. 7230. 750-16 kr. 8185. Sendum út á land sam- dægurs.' SÖLUSTAÐIR: Hjólbarða verkstæðiö Nýbarði, Garðahreppi, simi 50606. Skodabúðin, Kópavogi, Simi 42606. Skodaverkstæðið á Akureyri h.f. simi 12520. Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarss., Egilsstöðum, simi 1158. TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-66 SlMI 42600 KÚPAVOGI ÚTSALA — teppabútar Afsláttur af öllu áklæði, allt frá 300 kr. metrinn. Teppabútar — Ryamottur. Aðeins til mánaðamóta. Zlltíma Kjörgarði ARMULA 7 - SIMI 84450

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.