Tíminn - 30.01.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.01.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 30. janúar 1975. TÍMINN 3 Jónas Kristjóns- son fyrrum forstjóri Mjóikurbús KEA lótinn FB—Reykjavik. Látinn er á Akureyri Jónas Kristjánsson fyrrum mjólkurbússtjóri KEA þar. Jónas vár fæddur 18. janúar 1895 I Vföigeröi i Hrafnagilshreppi i Eyjafiröi. Foreldrar hans voru Kristján Hannesson bóndi og kona hans Hóimfríöur Kristjánsdóttir. Búfræöingur varö Jónas frá Hvanneyri 1914, og prófi iauk hann frá Landbrugs- og Mejeriskolen Ladelund i Dan- mörku 1927. Hann stundaði landbúnaöarstörf, byggingavinnu og smiöavinnu i heimahögum og annars staö- ar fram til ársins 1924. For- stjóri var hann hjá Mjólkur- samlagi KEA á Akureyri frá stofnun þess 1928. Jónas var i Fram 1 e iösluráöi land- búnaöarins sem fulltrúi mjólkursamlaganna utan 1. veröjöfnunarsvæöis frá 1960. Hann var i stjórn Búnaöar- sambands Eyjafjarðar frá 1929 og I stjórn fleiri félaga og féiagasamtaka. Kvæntur var Jónas Sigriöi Guðmundsdóttur frá Akureyri. Bjarni Guðmunds- son blaða- fulltrúi lótinn FB— Reykjavik. Bjarni Guð- mundsson blaöafulltrúi er lát- inn. Hann fæddist 27. ágúst 1908 i Reykjavik, sonur Guð- mundar H. Guönasonar gullsmiöameistara og konu hans Nikólinu Hildar Sigurðardóttur. Bjarni varö stúdent frá MR 1927. Siöan stundaði hann nám i norræn- um fræðum viö Háskóla Is- lands, og einnig stundaöi hann nám i Þýzkalandi og Frakk- landi. Hann var aðstoöarmaö- ur á blaöaskrifstofu brezku aðalræðismannsskrifstofunn- ar i Reykjavík 1939-’40 og brezka sendiráösins 1940-’41. Starfsmaöur upplýsingaráöu- neytisins brezka 1941-’42. Blaðamaður var hann hjá Visi 1943-'44, og blaðafulltrúi utan- rikisráöuneytisins frá 1944. Fjórum sinnum var hann sett- ur sendiráðsritari I Paris um skamman tima. Deildarstjóri var hann skipaður I utanrikis- ráöuneytinu 1959. Bjarni vann mikið aö þýöingum einkum leikrita og blaöa og timarits- greina. Kvæntur var Bjarni Gunnlaugu Briem, en hún er látin. Rækjustriðið: SETUDÓMARISKIP- AÐUR í MÁLINU gébé-Reykjavik. t gærdag var skipaður setudómari i máli skipstjórans á rækjuveiöibátnum Nökkva frá Blönduósi. Jón ts- berg, sýslumaöur, sendi skeyti til dóm sm álaráöuneytisins á þriðjudag, þess efnis aö hann dæmdi sjálfan sig frá málinu. Taldi hann, aö þaö væri sér of skylt og hann væri ekki óhiut- drægur, þar sem hann er einnig oddviti Biönduóshrepps. Blaðiö hafði samband við Bald- ur Möller, ráðuneytisstjóra i dómsmálaráðuneytinu, og var þá verið að enda við að undirrita skipun setudómara i málinu, en hann er Sigurður Hallur Stefáns- son, bæjarfógetafulltrúi i Hafnar- firði. Sigurður mun sennilega fara norður við fyrsta tækifæri, sagði Baldur, til að kynna sér málið. Verður þvi ekki langt að biða að eitthvað fari að gerast I rækjustriðinu, en það strið hefur staðið siðan i desembermánuði sl., er skipstjórarnir á rækju- veiðibátunum Nökkva og Aðal- björgu voru sviptir veiðileyfum slnum, er þeir lönduðu I leyfis- leysi — að mati sjávarútvegs- ráðuneytisins — afla sinum upp I rækjuverksmiðjuna á Blönduósi i staðinn fyrir á Hvammstanga eða Skagaströnd eins og ráðuneytiö hafði gefið þeim leyfi til. Aðalbjörg hefur ekki stundað rækjuveiðar eftir áramót, og er báturinn nú I slipp I Reykjavik. Nökkvi hefur aftur á móti haldið veiðum sínum óhindrað áfram og hefur aflað ágætlega, og er aflinn allur unninn á Blönduósi. t tilkynningu, sem blaðinu barst I gærkvöldi, frá Nökkva hf. og Særúnu hf. á Blönduósi segir, að mb. Nökkvi hafi haft fullgilt veiðileyfi til rækjuveiða i Húna- flóa frá 29. október 1974. Ennfremur segir i tilkynningunni: Afturköllun sjávarútvegsráðuneytisins á veiðileyfinu vegna sölu á afla skipsins til annarrar vinnslu- stöðvar en ráðuneytinu þóknast er tvimælalaust ógild stjórnarat- höfn og marklaus. Sjómennirnir á mb. Nökkva HU 15 hafa þvi enn fullgilda veiðiheimild. Við meðferð þessa kærumáls, sem nú erhafið.mun að sjálfsögðu reyna á lögmæti aðgerða ráðuneytisins gegn Nökkva og rækjuverk- smiðjunni á Blönduósi. Meðal annars á sjávarútvegsráðherra eftir að koma fyrir dóm við rannsókn málsins, til að upplýst verði um hinar raunverulegu ástæður til hamagangsins gegn rækjuvinnslunni á Blönduósi. Bæjarstjórn Akraness skorar á ríkisstjórnina: Koma verður í veg fyrir stoðvun togaraútgerðarinnar A fundi bæjarstjórnar Akraness var 28. janúar gerð einróma eftir- farandi samþykkt: Með þvi að sú hætta er yfirvofandi, að togaraút- gerð á Akranesi og viðar stöðvist á næstu dögum, vegna mjög al- varlegra rekstrarörðugleika vill bæjarstjórn Akraness eindregið skora á rikisstjórnina að gera nú þegar nauðsynlegar ráðstafanir, tilaðfyrirbyggja slika stöðvun og tryggja rekstrargrundvöll þess- arar útgerðar. Bæjarstjórnin bendir á, að af stöðvun þessara þýðingarmiklu atvinnutækja mun leiða stórfellt atvinnuleysi, ekki aðeins á Akra- nesi heldur á útgeröarstöðvum um alit land. Hvenær verður uppkastið birt? Svo var að skilja á Þjóðvilj- anum eftir landsfund Alþýðu- bandalagsins á siöastl. hausti, að þar hefði verið gengið frá uppkasti að stefnuskrá fyrir bandalagið, en það yrði þó ekki birt fyrr en búið væri að ritskoða þaö af miðstjórn fiokksins. Slikt hefði ekki átt að þurfa að taka neinn óra- tíma. Enn hefur þó ekki orðið neitt af birtingunni. Hvað veldur þessum drætti? Fróðlegt væri að fá skýringar Þjóðviljans á þvi. Merkingarnar í Þjóðviljanum Alþýðublaðið skýrir það i gær á eftirfarandi hátt að farið er að merkja forustugreinarn- ar i Þjóðviljanum: „Flestir munu minnast þess, hve herfilega útreið stefna Magnúsar Kjartans- sonar i stóriðjumálum fékk á siðasta þingi flokks hans. Magnús var þar rækilega tek- inn i karphúsið, hann upp- nefndur „karbitur” af and- stæðingunum i flokknum og áskriftarlisti, sem gekk milli stuðningsmanna Magnúsar á þinginu með tilmælum um, að hann gæfi kost á sér I for- mannsframboð, nefndur „karbitiö land”. Eftir gömlum og gildum reglum I komma- flokknum fékk Magnús svo að vitna á móti sjálfum sér þegar stefna hans hafði orðið undir. Hann var endurreistur eftir að honum hafði tekist að hoppa inn á réttu linuna og þvi lýst yfir opinberlega, að Magnús Kjartansson hefði liaft leyfi til þess að liafa rangt fyrir sér. Hann hafði viðurkennt afbrot sitt auðmýkt sig fyrir flokkn- um, snúið við blaði sinu, skrif- að bæði leynt og ljóst — og öðlast leyfi til þess að hafa haft á röngu að standa. Hér áður og fyrrmeir voru slikir menn hreinsaðir I höfuð- borg heimskommúnismans. Krjúsjoff breytti út af þvi kerfi og I stað þess að hreinsa slika menn gerði hann þá að raf- veitustjórnum I Siberiu. Þetta hafa ráðamenn hins islenzka kommúnisma að sjálfsögðu tekið til eftirbreytni. Að visu hafa þeir hvorki aögang að Siberiu né umráð yfir raf- veitustjóraembættum — ekki lengur — en þeir eiga sér Þjóð viljann. Og þangað var Magnús Kjartansson sendur til þess að skrifa leiðara undir handarjaðri Svavars Gests- sonar og Kjartans Ólafssonar. Abyrgarstöðu á blaöinu fær hann vissulega ekki frekar en Bulganin fékk ábyrgðarstöðu i RARIK þeirra Sovétrússa, en honum er leyft að skrifa leiðara og leiðara fyrir þá Kjartan og Svavar. Og til þess að hafa allt á hreinu ef vera skyldi, að Magnús Kjartans- son fengi vitlausar skoðanir aftur, þá er honum uppálagt að merkja sér alla sina leiðara. Magnús Kjartansson er sem sé i pólitiskti endurhæfingu á Þjóðviljanum. Sú er hans Siberíuvist. Og þar eiga gaml- ir undirmenn hans að sjá um, að endurhæfingin fari fram eftir viðurkenndum leiðum og i viðeigandi anda. Allt eftir formúlunni.” önnur skýring á merking- unni er sú, að Magnús hafi krafizt þeirra, svo að honum yrði ekki eignaðar greinar þeirra Kjartans og Svavars! Jónas svarar Jónas Knstjánsson ritstjóri Visis hefur óöara svarað Ingólfi Jónssyni, þótt Ingólfur nefndi hann hvergi á nafn i viðtali sinu við Mbl. Jónas segir, að allar tölur Ingólfs séu vitlausar og birtir allt aðrar tölur þvi til áréttingar. Fróð- legt verður að sjá hvernig Mbl. og Ingólfur bregðast við þessum tölum Tónasar. Þ.Þ. Samband bankamanna 40 ára Athugasemd í frétt Timans i gær um þyrlu- slysið á Kjalarnesi, er sagt að þyrlan hafi verið „með nær ti- falda hleðslu miðað við leyfileg mörk” þegar hún lagði af stað frá Reykjavíkurflugvelli. Hér er ekki rétt með farið, þar eð þyrlan var ekki með tifalda hleðslu miðað við leyfilegan þunga, eins og lesa má út úr setningunni. Rétt er að þyrlan var með tifalda hleðslu ntiðað við þann þunga sem leyfi- legur var, þegar eldsneytis- geymar hennar voru fullir og tveir flugmenn i þyriunni. — 30. janúar er Samband isl. bankamanna fjörutiu ára. Félagari sambandinu eru nú um fimmtán hundruð, en félagar geta orðið allir starfsmenn banka og sparisjóða I landinu. Markmið Sambandsins er að vinna að skipulagðri félagsstarfsemi, gæta hagsmuna bankamanna og hafa forystu i starfs- og kjaramáium bankamanna I samvinnu við aðildarfélögin, sem nú eru ellefu talsins. Samband ísl. bankamanna var stofnað af starfsmannafélögum Landsbanka Islands og Otvegs- banka tslands, 30. janúar 1935. Stofnendur voru rúmlega 140 manns. Fyrsta stjórnin var þannig skipuð: Haraldur Núverandi stjórn Sambands Isl. bankamanna. Myndin er tekin á fundi hjá stjórninni. Fremst sitja Jón G. Bergmann, Unnur Hauksdóttir, Þorsteinn Egilsson, Einar B. Ingvarsson, Stefán M. Gunnarsson, Guðmundur Eiriksson og Hannes Pálsson. Jóhannesson forseti, Elias Halldórsson, Einvarður Hallvarðsson, Baldur Sveinsson og Franz A. Andersen. Sam- bandiö hefur vaxið mikið á þess- um fjörutiu árum, og eru nú ellefu aöildarfélög I þvi. Hlutverk sambandsins auk þeirra sem fyrr eru greind, er að vinna að þvi að auka alhliða menntun, þekkingu og starfshæfni bankamanna, einkum með útgáfu blaða, fræðslurerind- um, námskeiðum og fleira. Þá kemur einnig i hlut sambandins að koma fram fyrir hönd isl. bankamanna á innlendum og er- lendum vettvangi.en sambandið er I Norræna bankamannasam- bandinu, og hefur haft náið sam- starf við það. Arið 1956 voru gerðir fyrstu heildarsamningar, sem S.t.B. geröi fyrir hönd bankamanna. Á vegum sambandsins eru haldnar ráðstefnur, fundir og á hverju vori félagsmálanámskeið viðs vegar um landið. Þá gefur sambandið út Banka- blaöið og er það einnig fjörutiu ára á þessu ári. Fréttabréf er einnig sent út einu sinni i mánuði. Saga Sambands Isl. bankamanna mun koma út næsta vor i tilefni afmælisins, en hana hefur ritað fyrrverandi forystumaður S.t.B. Einvarður Hallvarðsson. Þing sambandsins verður haldiö i april n.k. og verður af- mælisins minnzt með hátiðar- samkomu þá um leið. Núverandi stjórn sambandsins skipa Hannes Pálsson formaður. Einar B. Ingvarsson, Stefán M. Gunnarsson, Guðmundur Eiriks- son, Þorsteinn Egilsson, en i varastjórn eiga sæti: Unnur Hauksdóttir og Jón G. Bergmann. Hús Guðmundar skúlds Böðvars- sonar lagfært UM ÞESSAR MUNDIR er unniö að lagfæringum á húsi Guðmund- ar heitins Böövarssonar skálds á Kirkjubóli I Hvítárslðu og er reynt að ganga frá þvi sem allra likast þvi em var, er þau hjón bjuggu þar. Húsið hefur sem kunnugt er verið gefið Rithöf- undasambandi islands. Framiög i Minningarsjóð Guð- mundar Böðvarssonar skálds og bónda á Kirkjubóli og Ingibjargar Sigurðardóttur konu hans, eru frádráttarbær til skatts og er veitt viðtaka i skrifstofu Rit- höfundasambands tslands, hjá Borgfirðingafélaginu i Reykjavik og framlög má leggja inn á giró- reikning i Sparisjóði Mýrarsýslu i Borgarnesi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.