Tíminn - 30.01.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.01.1975, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 30. janúar 1975. TÍMINN n Stjórn Húsmæðrafélags Reykjavikur og heiðursfélagi þess: Talið frá hægri, fremri röð, Hrönn Péturs- dóttir, Jónina Guðmundsdóttir, Dröfn Farestveit, Sigrfður Jónsdóttir, a.r.f.h. Margrét Einarsdóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Guðríður Guðmundsdóttir og Þuriður Ágústsdóttir. Tvær konur úr stjórn- inni voru fjarverandi. (Timamynd GE) HÚSMÆÐRAFÉLAG REYKJAVÍKUR 40 ÁRA FB-Reykjavik. Fjörutiu ár eru liðin frá stofnun Húsmæðrafélags Reykjavikur, en það var stofnað 30. janúar 1935. Tiidrög stofnunarinn- ar voru þau, að reykviskar konur voru ákaflega óánægðar með mjólk- ina og gæði hennar, dreifingu og tilhögun alla hjá hinu nýstofnaða Mjólkurbandalagi Suðurlands. Fyrsti fundur félagsins var haldinn i Nýja Biói, og gengu þá 450 konur i félagið, en félagar i dag eru um 300. Á fundinum voru gerðar margar samþykktir og áskoranir, m.a. um að setja skyldi dagsetningar á flöskur og brúsa, en mjólkin var sögð stund- um fimm daga gömul, og langt að komin. Einnig var skorað ákonui að hætta mjólkurkaupum frá 1. febrúar 1935, nema handa börn- um og sjúklingum, til þess að knýja niður mjólkurverðið. Umræður um mjólkurmálin urðu allsnarpar næstu mánuði á eftir stofnfundinum. Margir fund- ir voru haldnir, og nefndir skipað- ar, til þess að finna lausn á þess- um málum. Konur bentu á nauð- syn þess, að höfð yrði meiri sam- vinna og samráð við neytendur mjólkur og mjólkurafurða. Þáverandi formaður félagsins, Guðrún Lárusdóttir, skýrði svo frá því á fundi 19. marz 1935, að stefna hefði borizt og málshöfðun á hendur henni og tveimur öðrum úr stjórn félagsins, ásamt rit- stjórum Visis og Morgunblaðsins til greiðslu á skaðabótum „fyrir atvinnuspilli” að upphæð 5000 krónur. Lýstu þá konurnar þvi yf- ir, að heldur mundu þær sitja af sér sektina i tutkhúsinu, en greiða Mjólkursölunefnd einn eyri. Varð sú raunin á, að aldrei var greidd- ur eyrir né konum stungið i tukt- hús, að þvi er fram kom á fundi með núverandi stjórn félagsins i tilefni af afmælinu. Fyrsti formaður félagsins, eins og fyrr segir, var Guðrún Lárus- dóttir, en varaformaður var Jónina Guðmundsdóttir. Auk þeirra voru i fyrstu stjórninni Maria Maack, Unnur Pétursdótt- ir, Ragnhildur Pétursdóttir, Guðrún Jónasson, Eygló Gisla- aóttir og Margrét Kr. Jónsdóttir. Jónina Guðmundsdóttir er nú heiðursfélagi i Húsmæðrafélagi Reykjavikur. Hún sagði á fundi með fréttamönnum, að starfsemi félagsins hefði alla tið verið mjög öflug. Mikið hefur verið um nám- skeiðahald á vegum félagsins, og þegar það minntist 30 ára afmælis sins höfðu 7200 konur tekið þátt i hinum margvislegustu námskeið- um varðandi heimilishald, auk þess sem jafn há tala hafði verið á saumanámskeiðum hjá félaginu. Jónina sagði, að Húsmæðra- félagið hefði sett á fót heimili fyr- ir konur og börn i veiðihúsum við Elliðaárnar, og var þetta gert nokkru fyrir 1940. Þá lét félagið einnig byggja þarna annað hús, til þess að hægt væri að taka á móti enn fleiri konum og börnum en ella. A striðsárunum var ekki lengur hægt að reka þetta heimili á þessum slóðum vegna nærveru hersins, og var þá farið með kon- ur i sumardvöl austur i Hvera- gerði. Húsmæðrafélagið beitti sér einnig fyrir þvi, að tveir læknar væru á næturvakt i Reykjavik i stað eins, sem áður hafði verið, milli 1940 og ’50, að sögn Jóninu, en félagið hefur oft beitt sér fyrir breytingum og lagfæringum á ýmsum hagsmunamálum hús- mæðra svo og annarra, en aðal- markmið félagsins hefur frá önd- verðu verið að gæta hagsmuna heimilanna i hvivetna. Námskeiðahald er enn eitt af aðalmálum félagsins, og sækja þessi námskeið fjölmargar kon- ur. Eitt af þvi, sem félagið hyggst beita sér fyrir, og fjalla um er hvort ekki megi draga úr sykur- neyzlu hérlendis. Verða umræður um þetta málefni haldnar á veg- um félagsins áður en langt liður. Húsmæðrafélag Reykjavikur minnist afmælis sins með hófi i Þingholti fimmtudaginn 30. janú- ar. Núverandi stjórn skipa: Dag- rún Kristjánsdóttir formaður, Hrönn Pétursdóttir varaformað- ur, Dröfn Farestveit, ritari, Sig- riður Jónsdóttir, gjaldkeri, Margrét Einarsdóttir, Ragnheið- ur Guðmundsdóttir, Guðriður Guðmundsdóttir Ebba Jónsdóttir og Þuriður Ágústsdóttir. Lyfjafræðingur eða aðstoðarlyf jaf ræðingur óskast til starfa fyrir lyfjaverðlags- nefnd og lyfjaeftirlit rikisins. Umsóknir sendist fyrir 25. febrúar 1975 til ráðuneytisins, sem veitir frekari upplýsingar. Ileilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 28. janúar 1975. Gagnkvæmt tryggingafélag ? Já, Samvinnutryggingar g.t. eru gagnkvæmt tryggingafelag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.