Tíminn - 01.02.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.02.1975, Blaðsíða 3
Laugardagur 1. febrúar 1975. TÍMINN 3 Lágmarksverð á fiski til mjölvinnslu Á fundi yfirnefndar Verölags- ráðs sjávarútvegsins var ákveöiö eftirfarandi lágmarksverð á fisk- beinum, fiskslógi og heilum fiski til mjölvinnslu, frá 1. janúar til 31. mai. a) Þegar selt er frá fiskvinnslu- 45 þúsund lestir af loðnu FB-Reykjavík. 1 gærkvöldi voru komin á land 45 þúsund tonn af loðnu. Siðasta sólarhringinn höfðu 10 bátar fengið 2020 tonn. t gærkvöldi var enn þróarrými á Hornafirði, en viðast annars stað- ar var allt fullt. Þó átti að losna rými fyrir 150 lestir á Fáskrúðs- firði á iaugardagshádegi, og sömuleiðis á Eskifirði fyrir 1000 tonn. Á miðnætti síðastliðnu átti svo að vera hægt að taka á móti 1150 iestum á Revðarfirði, en bát- ar voru þegar komnir inn þangað með þann afla og tilbúnir til að landa strax og færi gæfist. Veðurhefur verið nokkuö gott á miðunum, en bátarnir eru á veið- um um 50-60 milur út af Hvalbak. Ölvaður smyglari handtekinn Gsal—Reykjavik. — Mikiðsmygl hefur fundizt i Reykjafossi, sem liggur við bryggju i Hafnarfirði. Aöfaranótt fimmtudags fundu tollverðir 13 kassa af áfengi og i gærmorgun fundust við frekari leit i skipinu tveir kassar af áfengi í viðbót, auk 13 kassa af bjór. Aðfaranótt fimmtudags hand- tók lögreglan i Hafnarfirði mann sem hún grunaði, um að hafa farið með smyglvarning frá Reykjafossi i sendiferðabfl. Þeg- ar lögreglan handtók manninn kom I ljós, að hann hafði tekið bil- inn ófrjálsri hendi og var rétt- indalaus. Ennfremur var maður- inn vel við skál. Timinn hefur það eftir sjónar- vottum, að ljós bilsins hafi nær þvi vlsað beint upp i loftið, svo drekkhlaðinn var hann af smyglinu. Samtals fundust i bllnum þrettán kassar af áfengi aðallega vodka og genever. Maðurinn var úrskurðaður i gæzluvarðhald. Við leit i Reykjafossi i gær- morgun fundu tollverðir tvo kassa af áfengi til viðbótar, og rúmlega þrettán kassa af áfeng- um bjór. Aðurnefndur skipverji hefur viðurkennt að vera eigandi að smyglvarningnum, nema að þremur kössum af bjór. Eigendur þeirra eru þrir skipverjar og við yfirheyrslur hjá rannsóknarlög- reglunni i Hafnarfirði i gær, viöurkenndu þeir að hafa ætlað að smygla bjórnum inn i landið. stöðvum til fiskimjölsverk- smiðja: Fiskbein og heill fisk- ur, annar en sild, loðna, karfi og steinbitur, hvert kg.: kr. 1.10. Karfabein og heill karfi, hvert kg.: kr. 2.80. Steinbits- bein og heill steinbitur hvert kg.: kr. 0.72. Fiskslóg, hvert kg.: kr. 0.50. b) Þegar heill fiskur er seldur beint frá fiskiskipum til fiski- mjölsverksmiðja: Fiskur, ann- ar en sild, loðna, karfi og steinbitur, hvert. kg.: kr. 0.96. Karfi, hvert kg.: kr. 2.43. Seinbitur, hvert kg.: kr. 0.63. Verðið er miðað við, að seljend- BT—Þorlákshöfn. Kvenfélag Þorlákshafnar stofnaði á sfðast- liðnu ári sjóð til minningar um lit- inn dreng, Hlyn Sverrisson, sem lézt af slysförum 5. janúar 1974. Sjóðurinn heitir „kirkju- byggingarsjóður Hlyns Sverris- sonar” og er markmið hans að stuðla að byggingu kirkju i Þorlákshöfn. Stofnfé hefur verið lagt fram af Kvenfélagi Þorlákshafnar og að- standendum drengsins. Einnig hafa sjóðnum borizt góðar gjafir, Föstudaginn 31. janúar var hald- inn fjórði fundurinn milli 9 manna samninganefndar Alþýðusam- bands islands annars vegar og fulltrúa Vinnuveitendasambands islands og Vinnumálasambands Samvinnufélaganna hins vegar. Gert er ráð fyrir þvi, að á næsta fundi aðila, sem haldinn verður þriðjudaginn 4. febrúar, muni Jón Sigurðsson forstjóri Þjóðhags- stofnunarinnar gera grein fyrir ÓNEFNDUR AÐILI hefur boöizt til þess aö greiða hálfa milljón króna hverjum þeim, sem getur gefið lögreglunni I Keflavik upplýsingar sem veröa til þess að hvarf Geirfinns Einarssonar upp- lýsist. Þeim, sem upplýsingar geta gefið um hvarfið, skal þvi ur skili framangreindu hráefni i verksmiðjuþró. Karfabeinum skal haldið að- skildum. Fulltrúum i Verðlagsráði er heimilt aö segja verðinu upp frá og með 15. marz og siðan með viku fyrirvara. Verðið var ákveðið af odda- manni og fulltrúum seljenda i nefndinni gegn atkvæðum fulltrúa kaupenda. I yfirnefndinni áttu sæti: Ólafur Daviðsson, sem var oddamaður nefndarinnar, Ingimar Einarsson og Marias Þ. Guðmundsson af hálfu seljenda og Guðmundur Kr. Jónsson og Gunnar ólafsson af hálfu kaupenda. t.d. frá Söngfélagi Þorlákshafnar. Tekjur sjóðsins eru vaxtatekjur af stofnfé, áheit, gjafir og ágóði af sölu minningarspjalda, sem eru fáanleg hjá eftirtöldum aðilum, er einnig veita viðtöku þvi sem sjóðnum kann að berast. Formaður sjóðsstjórnar, Ragna Erlendsdóttir, Hjallabraut 14, Sverrir Sigurjónsson féhirðir, Reykjabraut 19, Edda L. Páls- dóttir, ritari Klébergi 7, og Hólmfríður Tómasdóttir, Reykja- braut 21. stöðunni i efnahagsmálum. Starfsnefndir verða áfram að störfum milli funda. A fundinum urðu m.a. umræður um verðlags- mál og i þvi sambandi varð sam- komulag um að óska eftir þvi við stjórnvöld, að báðir aðilar vinnu- markaðarins fái beina aðild að endurskoðun þeirri, sem fyrir- huguð mun á núgildandi skipan i verðlagningarmálum land- búnaðarvara. fyrir lausnina bent á að snúa sér til lögreglunn- ar i Keflavík, sem mun fara með allar upplýsingarnar sem algjört trúnaöarmál. Sparisjóðurinn i Kefiavik mun siöan greiða áðurnefnda peninga- upphæð út að fengnu samþykki lögreglunnar. Kirkjubyggingar- sjóður í Þorlákshöfn Gerð grein fyrir efnahagsmálunum á næsta fundi ASÍ og atvinnurekenda Getur þú upplýst hvarf Geirfinns? — Hálf milljón í boði Rannsóknarnefnd flugslysa: Athugasemd vegna skrifa um hieðslu þyrlunnar, sem fórst á Kjalarnesi Athugasemd sú, sem hér birtist barst Timanum frá Rannsóknar- nefnd flugslysa. Með skrifum þeim, sem vikið er að í upphafi athugasemdarinnar mun átt við klausu, sem birtist i blaðinu i gær, þar sem dregnar voru i efa niður- stöður rannsóknarnefndarinnar varðandi hleðslu þyrlunnar. Athugasemd rannsóknar- nefndarinnar er svohljóðandi: „Vegna skrifa i blaði yðar um hleðslu þyrlunnar, sem fórst á Kjalarnesi 17. janúar s.l., sér Rannsóknarnefnd flugslysa sig tilneydda til þess að birta eftir- farandi hluta úr umsókn Þyrlu- flugs h/f um lofthæfisskirteini fyrir þyrluna dags. 27. desember 1974. 2. Loftfarið var viktað 17. des. 1974 og eru viktartölur þessar: lbs Tómaþungi: 5669 Eldsneyti (fullir geymar): 1026 Olia (fullir geymar): 70 Leyfður þungi áhafnar: 340 Útbúnaður loftfarsins: Þungi alls farms (farþega- og flutnings) er eldsneytis- og oliugeymar eru fullir: 95 Mesti leyfður þungi Ioftfars- ins: 7200 3. Ahöfn er 1-2 og tala farþega- sæta er alls 11 Eftir sannprófun þessara talna og skoðun þyrlunnar, var loft- hæfisskirteini gefið út þann 6. janúar s.l. og með þeim þunga- takmörkunum er að ofan getur. Fullyrðingar um þyngdarpunkt og ókyrrt loft telur nefndin ekki rökrétt hugsaðar. Rannsóknarnefnd flugslysa.” Innan stjórnar og utan Ef nefna ætti það, sem telj- ast mætti furöulegasta fyrir- brigði I Islenzkum stjórnmál- um á siöastliðnu ári, væri þvi fljótsvarað. Svo augljóst er svarið við slikri spurningu. Það er hin mikla breyting, sem orðið hefur I málflutningi og afstöðu Alþýðubandalags- ins, einkum i sambandi við efnahagsmál. Iðja Þjóðviljans er nú t.d. að miklu leyti fólgin i þvi aö fordæma þau úrræði, sem Alþýöubandalagiö taldi sjálfsögð og studdi eindregið meðan það átti aðild að rfkis- stjórn. Forkólfar Alþýðubanda- lagsins eiga nú t.d. ekki nógu sterk orö til að fordæma gengisfcllinguna, sem var gerð á síðastliðnu sumri. Fyrir áramótin 1972 stóð Alþýðubandalagið að þeirri gengisfellingu, sem þá var gerð, og á siöastliðnu sumri var Alþýöubandalagið fylgj- andi verulegri gengisfellingu, þegar rætt var um endurreisn vinstri stjórnar. Þaö stendur þannig ekki á Alþýðubanda- laginu að viöurkenna nauösyn gengisfellingar, þegar það er i stjórn, þótt hljóðið sé allt ann- að i Þjóöviljanum, þegar þaö er utan stjórnar. Sömu úrræðin Forkólfar Alþýðubanda- lagsins látast nú mjög and- stæðir sérhverri skerðingu á dýrtiðaruppbótum samkvæmt visitölu. Meðan þeir sátu I vinstri stjórninni, voru þeir hins vegar fylgjandi ýmsum aðgerðum, sem gengu i þá átt, en ekki komust fram vegna andstöðu Björns Jónssonar. Á siðastliðnu vori stóðu þeir svo að setningu bráðabirgðalaga, sem skerti verulega visitölu- bæturnar. Þegar rætt var um endurreisn vinstri stjórnar- innar i sumar, stóð ekki á þeim að fallast á að þessi kaupskerðing yrði a.m.k. framlcngd i nokkra mánuði. Þannig mætti halda áfram að rekja þetta. Núverandi rik- isstj. hefur tii þessa ekki beitt neinum öðrum úi ræöum til aö tryggja atvinnureksturinn og atvinnuöryggiö en þeim, sem var beitt af vinstri stjórninni undir likum kringumstæðum og Alþýðubandalagiö var þá ekki aðeins fúst til aö fallast á, heldur taldi réttmæt og sjálfsögð. Þessa ábyrgu af- stöðu, sem Alþýðubandalagið sýndi meðan það var i rfkis- stjórn, ber vissuiega að viöur- kenna, en hún undirstrikar jafnframt þann algera snún- ing, sem urðinn er I málflutn- ingi þess. Gerbreytt afstaða •En það er ekki aðeins I sam- bandi við efnahagsmálin, sem Alþýðubandalagið hefur snúið við blaðinu. Það má t.d. nefna mál cins og hina fyrirhuguðu málmblendiverksmiðju i Hvalfirði. Það mál var undir- búið af Magnúsi Kjartanssyni og hafði nær óskiptan stuðning þingmanna Alþýðubandalags- ins meðan það tók þátt I rfkis- stjórn. Nú hefur Þjóðviljínn ekki nógu sterk orð til að lýsa andstöðu við þetta fóstur Magnúsar Kjartanssonar. • Þannig fylgir Alþýðubanda- lagið nú allt annarri stefnu Siðan það lenti i stjórnarand- stööu en meðan það sat I rfkis- stjórn Þau öfl, sem nú ráða þar ferðinni, standa bersýni- lega I þeirri trú að þessi stefnubreyting sé vænlegasta leiðin til að afla þvi fylgis. Þess vegna réðu þau þvi lika, að Alþýðubandalagið skarst úr leik, þegar reynt var að endurreisa vinstri stjórnina á siðastl. sumri. Þau töldu ekki álitlegt að vera i stjórn, þegar erfiðleikar fóru vaxandi. Ótvi- rætt var, að ábyrg afstaða Alþýðubandalagsins meðan þaötók þátt i vinstri stjórninni styrkti álit þess. Þvi getur svo farið, að þeir, sem ráða stefn- unni nú, fái aðra uppskeru en til er ætiazt. Þ.Þ. Leikfélag Akureyrar er að hefja sýningar á barnaleikritinu Litli-Kláus og Stóri-Kláus, sem gert er eftir samnefndri sögu H.C. Andersens. önnur sýning er i dag kl. 5, og hin þriðja á sunnudag kl. 5. Miöasala er opin frá kl. 3 til kl. 5 alla dagana og á fimmtudaginn á sama tima. Myndin sýnir eftirtalda leikara L.A. I hlutverkum sin- um: Gestur E. Jónsson (Djákninn), Sigurveig Jónsdóttir (Bónda- konan)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.