Tíminn - 01.02.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.02.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 1. febrúar 1975. Gunnar Sveinsson, gjaldkeri UMFI: UNGMENNAFÉLAG ÍSLANDS STÓRLEGA AFSKIPT VIÐ AFGREIÐSLU FJÁRLAGA Segja ungmennafélögin sig úr ÍSÍ? bau tlöindi geröust viö siöustu afgreiöslu fjárlaga aö stórlega var gengiö fram hjá Ung- mennafélagi Islands, viö úthlut- un fjár til Iþróttahreyfingarinn- ar. Hækkaö var framlag til UMFl úr 2.2 milljónum i 3 mill- jónir, og samtiinis hlutur ISl var hækkaöur úr 10 milljónuin I 16 milljónir. Forusta ungmennafélag- anna i íþrótta- og menn- ingarmálum Ungmennafélag Islands er stofnað 1907 af 5 ungmenna- félögum, og er þvl undanfari Iþróttasambands Islands, sem stofnað er 1912. Iþróttir hafa frá byrjun verið virkur þáttur i starfsemi ungmennafélaganna. 1 byrjun aðallega glíina, en slð- an sund, frjálsar iþróttir, og slö- an vetrariþróttir og hópiþróttir. Almenn félagsmálastarfsemi, hefur siðan veriö höfuöstarf- semi félaganna, ásamt starf- semi aö skógrækt, landgræðslu, menntainálum, og öllum öðrum menningarmálum, og siöast en ekki sizt að sjálfstæði landsins, meöan sú barátta stóö sem hæst. Þau eru ekki ófá menningarmálin, sem ung- mennafélögin hafa komiö áleiö- is. Slikt yröi of langt upp aö telja. Viö litum varla svo i ævi- sögur aldinna forustumanna þjóöarinnar, aö ekki sé þar minnzt á þátt ungmennafélag- anna, I uppeldi þeirra og mótun til átaka fyrir heildina. Þessi þáttur er flestuin landsinönnum það kunnur, aö ekki þarf aö fara uin hann fleiri oröum. ♦ Starfsemin nú A hverju ári er gerö úttekt á iþróttastarfseminni I landinu, með skýrslugeröum um starf- semina á liönu ári. Þessar skýrslur bera meö sér aö 25% af iþróttastarfseminni i landinu fer fram á vegum ungmenna- félaganna, og aö mestu leyti úti á landi. Þó aö þessar skýrslur séu ekki 100% nákvæmar sýna þær þó hve sterkan þátt ung- mennafélagshreyfingin á i iþróttastarfseminni I landinu, enda sýna landsmót ungmenna- félaganna, sem haldin eru þriðja hvert ár, þann stóra þátt mjög vel. Ungmennafélag Islands, hef- ur haft opna skrifstofu, með föstum starfsmanni i Reykjavik undanfarin 5 ár, sem þjónustu- miöstöö fyrir sin aðildarfélög. Verkefnin hafa veriö mörg. Þjónusta viö Iþróttastarísem- ina. Félagsmálanáinskeiö, leik- rilasafn með smá-leikþáttum, náinskeiöahald, útgáfa Skin- faxa blaðs samtakanna, útgáfa vasasöngbókar, ráöstefna ungra bænda á Norðurlöndum, starfsiþróttir, undirbúningur f'andsmóta, skákkeppnir héraössambandanna, móttaka iþróttaflokka frá Noröurlöndum og samskipti við svipaöar nor- rænar félagsmálahreyfingar, ásamt heimsóknum iþrótta- flokka til þeirra. Happdrætti er gefur aöildarfélögunum mikla möguleika til tekjuöflunar, o.fl. o.fl. er heV yröi of langt upp aö telja. Þótt aöildarfélög UMFl séu einnig aöilar að 1S1 vegna iþróttastarfseminnar, er þó þessi skrifstofa sá aöili, sem sér um þjónustu viö þessi félög, og styrkir þau af þeim litlu fjármunum, sem hún hefur yfir aö ráða, og mundi gera betur ef hún heföi til þess fjármagn. Til þess þarf ekki annan aðila, enda eölilegast aö þaö sé i höndum U.MF.I. iþróttalögin og ISI Meö setningu iþróttalaganna 1940 var sú skipan staðfest, aö ISI og UMFl væru tveir jafn réttháir aðilar i Iþróttamálum. Til samkomulags viöurkenndu þó ungmennafélögin yfirstjórn 1S1 á Iþróttamálum og þá sér- staklega i sambandi viö iþrótta- reglur og erlend samskipti. Viö þessi atriöi hefur veriö miðað I samskiptuin þessara aöila hing- aö til, þó með nokkrum undan- tekninguin. Þessi sambönd hafa tilnefnt menn i ýinsar nefndir er skipaöar hafa veriö á vegum rikisins til aö fjalla um iþrótta- og félagsmál, svo sein I stjórn iþróttasjóðs. Fjármagni rikisins til iþróttamála hefur verið út- hlutaö i hlutfalli viö starfrækslu hvers sambands. Þessi skipan helzt nokkuö óbreytt þar til 1965 aö ISl fékk visst gjald af hverjum siga- rettupakka Iþróttahreyfingunni til stuönings, en taldi þá UMFI ekki meö sein aöila aö iþrótta- hreyfingunni, og sat eitt aö þvi fé. Forusta UMFl undi illa þess- um málalokuin, en lét þó kyrrt liggja, i von um að rikisvaldiö jafnaði muninn meö beinum framlögum, þannig aö UMFI fengi þar tiltölulega meira. En þær vonir hafa brugðizt algjör- lega. Nú fær ISl stórlega hækkaö gjald af slgarettum til sinnar starfsemi, — en UMFl er skiliö eftir eins og 1965. Þar meö er samkomulagið frá 1940 aö bresta. Ungmennafélag tslands hetur kappkostaö aö eiga góð sam- skipti viö 1S1, og glaöst yfir hverjum áfanga er þeir hafa náö i útvegun fjármagns til iþróttastarfseminnar. UMFl hefur þvi ekki taliö rétt að gera um þaö ágreining þó ranglega væri skipt. En nú er svo koiniö a& ekki verður lengur við unaö. Framkoma vissra aöila i for- ustu ISI við fyrra árs úthlutun á þar einnig sinn þátt. ,/Ekki sama hver i hlut á" Á alþingi 1973 átti samkvæmt fjárlögum að rétta hlut UMFl nokkuð. Fékk þá hreyfingin nokkra hækkun, þó hún væri ekki jafn mikil og hækkun til ISI. Heföi þá mátt ætla að for- usta ISI fagnaöi þessari hækk- un, svipab og ungmennafélagar hafa fagnaö framlögum til ISI: En sú varö ekki raunin á. Vissir menn I forustu ISl meö Ellert Schram I broddi fylkingar risu upp með látuin. ÍJthlutunin væri pólitisk. Vinstri stjórnin væri hlynnt UMFI af þvi að fram- sóknarmenn væru i stjórn þess, en stórlega væri hallað á ÍSl, af þvi aö manni skildist aö þar væru sjálfstæöismenn i stjórn. ,,Er ekki sama hver i hlut á?” var spurt. Þetta var inntak i heilsiðu grein Morgunblaðsins eftir Ellert Schram, og kom einnig fram á alþingi. Og þetta hreif. Hækkuö var fjárveiting til 1S1 viö þriöju umræöu um tvær milljónir. Vinstri stjórn vildi ekki liggja undir þvi ámæli aö vera talin pólitisk I afstöðu sinni til iþróttamála. Þetta mun vera I fyrsta skipti sem flokkspólitik hefur veriö blandað þannig inn i fjármál iþróttahreyfingarinnar. Hlutur UMFI stóð i staö, og for- usta þess lét kyrrt liggja. Ef litið er á þær forsendur, sein hér hafa verið raktar, getur úthlutunin i ár verið skiljanleg, eftir skilgreiningu Ellerts Schram. Þaö á aö hygla ISI/hin- ir geta verið út I kuldanum. ISI hefurþá „spilað pólitiskt rétt”, eftir hans kenningu. Ég vil helzt ekki trúa þvi aö þetta sé rétt ályktun, og teldi og þaö illa farið ef svo væri, en for- sendurnar viröast mæla með þvi aö svo sé. Verður hlutur Ung- mennafélaganna bættur? Unginennafélögin áttu áöur baráttumenn á alþingi, þegar Gunnar Sveinsson. þeim lá á, og svo mun enn vera. Bjarni Bjarnason á Laugar- vatni stóö meö félögunum þegar iþróttalögin voru sett. Þá vildu sumir gera þau áhrifalaus um iþróttamál og Iþróttir, en sem betur fer var komið i veg fyrir það. Til aö tryggja framtíö ung- mennafélaganna þarf að ganga þannig frá að samkomuiagiö frá 1940 verði haldið, en þaö felur i sér aö ISI sé æðsti aðili iþrótta- málanna og komi sem slikur fram útáviö, en að UMFÍ sé aö öðru leyti jafn rétthár aðili. I öðru lagi aö úthlutun fjár til iþróttamála sé I samræmi við starfrækslu hvers sambands, en ööru sé ekki hyglaö fram yfir hitt eftir krókaleiöum. Ungmennafélögin hljóta að taka afstöðu til þess mjög fljót- lega, hvernig þau snúast við þeim rangindum er þau hafa verið beitt. Þau hljóta þá fyrst, aö leita eftir vinsamlegu sam- komulagi um leiöréttingu. Ef slikt samkomulag næst ekki, virðist meðal annars koma til álita hvort félögin hafi nokkuð aö gera innan ISl? Verkfræðingur Óskum að ráða verkfræðing með góða starfsreynslu sem verklegan fram- kvæmdastjóra. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og ekki siðar en l. júni n.k. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um fyrri störf sendist okkur fyrir 20. febr. 1975. ÞÓMSÓS HF. Siðumúla 21, Reykjavik. Auglýsítf í Tlmanum íslenzki hafarnarstofninn og útburður eiturs UM 1880 hófst mikill eiturút- burður á tslandi, var strychnin eitur notaö. Frá þvi ári til 1910 var haferninum úrrýmt úr flest- um iandshlutum nema Vestur- landi og hefur ekki boriö sitt barr sföan. Kortiö sýnir út- breiösiu stofnsins árin 1880, 1890, 1900 og 1910. Undanfarin 3 ár hefur aftur staöiö yfir eiturherferð. Nú eru notuð svefnlyf. Athuganir hafa sýnt aö eiturútburður hefur ekki aukið tekjur af æðadún. Þegar hafa vanhöld komið fram á arnarstofninum. Eftir þvi sem viö bezt vitum týndust um 13% arnarstofnsins sumariö 1974 og bendir margt til þess að það hafi veriö af völdum eiturs. Þegar eitur er látið i slor eöa hræ drepst fuglinn ekki strax, flýgur i burt, drukknar eöa drepst hægfara á landi. Eitt arnarhræ fannst 1974 og fer hér á eftir lýsing á þvi frá sérfræöingi Náttúrufræöistofn- unarinnar. „Ekki er unnt að segja með fullri vissu hvernig fugl þessi hefur drepizt. Ekki sáust högl viö Röntgenskobun. Hins vegar lá öminn á grúfu undir kletti er hann fannst og vituðu vængir nokkuð út á við meö búknum. Stéliö virtist einnig meira slitið en ef um venjulegt slit væri að ræba, llkt og það heföi dregizt meö jöröu. Er mögulegt aö örn- inn hafi verið lengi aö drepast, svo sem stélfjaröarslitið gæti bent til um, og jafnyel kvalizt. Oft sjást fuglar, sem engjast og baöa út vængjum, og gjarnan drepast I þeirri stellingu er þeir hafa etið einhvern óþverra, eins og t.d. eitur. Liklega verður ekki úr þvi skorið hvort eitur hafi grandaö þessum erni, of langt er liöið frá þvi hann drapst.” Aö okkar dómi þolir arnar- stofninn ekki aö leyft sé að bera út eitur. Þegar fuglastofnar komast niöur fyrir visst lág- mark er afar erfitt aö ná þeim upp. Þaö er einlæg ósk okkar aö ráðamenn sjái sér fært að banna allan útburö eiturs alveg, án nokkurrar undanþágu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.