Tíminn - 01.02.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.02.1975, Blaðsíða 13
Laugardagur 1. febrúar 1975. TÍMINN 13 Álit ÍSÍ, en ekki ríkis- skipuðu nefndarinnar — Gísli Halldórsson, forseti ISÍ, leiðréttir misskilning í fréttaflutni Talsverörar ónákvæmni hefur gætt i fréttaflutningi varðandi ummæli Gisla Halldórssonar, for- seta ISÍ, um byggingu iþrótta- hilsa á næstu árum. Hefur Gisli af þvi tilefni óskað eftir þvi, að Iþróttasiða Timans birti eftirfar- andi athugasemd, en i henni vitn- ar hann til ræðu þeirrar, er hann flutti og hefur orðið tilefni mikilla umræðna um þessi mál. Kemur þar greinilega fram, að.forseti ISI talar um álit ISl, en ekki álit þeirrar rikisskipuðu nefndar, sem vinnur að þessum málum. Hér á eftir fer athugasemd for- seta ISl um þetta mál: „Þar sem nokkurs misskilnings hefur gætt i fréttaflutningi vegna ummæla minna á afmælisfundi l.S.I. hinn 28. jan. s.l. varðandi byggingu Iþróttamannvirkja, þykir mér rétt að taka fram orð- rétt það sem ég sagði þessu við- komandi, en það var eftirfarandi: „Markvisst hefur verið unnið að þvi að bæta aðstöðuna til Iþróttaiðkana. T.d. var aðeins ein sklðalyfta hér við Reykjavlk fyrir 5 árum. 1 vetur og nú I vor er gert ráð fyrir að um 15 skiðalyftur veröi I gangi bæði fyrir iþrótta- mcnn og almenning hér I ná- grenninu. Hjálmarsson sýnt okkur þá vin- semd, að boða okkur frá I.S.t. á fund sinn með nefndinni og óskað eftir þvi að sameiginlega yrði staðið að þessu máli til hagsbóta fyrir alla. Við vinnum nú að greinargerð, þar sem lagt verður til, að á næstu árum verði byggð um 27 Iþróttahús með sal af stærðinni 22x44 m og nokkru áhorfenda- rými. Þá er stöðugt unnið að þvi að bæta aðstöðu fyrir frjálsíþrótta- menn með þvi að leggja „tartan” eða annað gúmmiefni á hlaupa- brautir. Er mér kunnugt um, að einmitt nú í dag var maður frá er- lendu fyrirtæki, sem framleiðir slik efni, að skoða Laugardals- völlinn I þeim tilgangi að gera til- boð um slik efni á hann. Undirstaöan fyrir þessum framkvæmdum er aukið fjár- magn. Þvi ber að fagna að opin- berir aðilar hafa á undanförnum árum unnið markvisst með iþróttahreyfingunni viö allt upp- byggingarstarfiö og veitt meiri fjármunum til Iþrótta en áður. T.d. hefur framlag Iþróttasjóðs vaxið á nokkrum árum úr kr. 5.0 millj. I kr. 77.0 millj. Greiðsla frá rikinu til kennslumála félaganna mun tvöfaldast og styrkur til t.S.Í. stórhækkaði á fjárlögum ngi fyrir yfirstandandi ár. Þá hafa mörg byggöafélög hækkað sin framlög verulega. Allt ber þetta vott um aukinn skilning á gildi iþróttanna og nauðsyn þess að efla þær i land- inu. Er ástæða til að fagna þvi og þakka aukiö framlag, sem mun tryggja framtið Iþróttanna.” Til viðbótar framangreindri til- vitnun úr ræðu minni er ástæða til að undirstrika, að það er t.S.Í. sem leggur það til, að á næstu ár- um verði byggð 27 iþróttahús með sal af stærðinni 22x44 m og að með orðunum „á næstu árum” gerum við ráð fyrir 12-15 ára tlmabili. Höfum viðeinnig ástæðu til að ætla, að hin rikisskipaða nefnd, sem áður er vitnað til, svo óg hæstvirtur menntamálaráð* 1 herra, muni taka þessum tillög- um okkar af velvilja og skilningi. Með þökk fyrir birtinguna, Gisli Halldórsson forseti l.S.I.” 1 gær átti einn af kunnustu forustumönnum Islenzkra*Iþróttahreyfingar Ólafur Jónsson sjötugsafmæli. Urðu margir til að heimsækja Ólaf I gærdag, en hann var um langt árabil I forustusveit Knattspyrnu- félagsins Vikings, IBR, KRR og ÍSt. — A þessari mynd sést Jón Aðalsteinn Jónasson, formaður Vfkings afhenda Ólafi gjöf frá Viking. (Timamynd Gunnar). Þá hefur verið unnið að þvi að fá fleiri og stærri iþróttahús. A þeim er mikil þörf, þvi að I hvert sinn er nýtt hús hefur verið tekið I notkun, hefur eftirspurnin verið svo mikil, að hún heföi nægt I tvö hús. tþróttahús eru dýr og þess vegna hafa þau oft verið byggð of litil og aðeins ætluð til afnota við skóla. Rikisskipuð nefnd situr nú á rökstólum við að semja reglu- gerð um stærð og gerö Iþrótta- húsa fyrir skóla. Kom þar greini- lega fram, aöof smátt hefur verið hugsað fyrir samnot skóla og iþróttafélaga. Þegar þetta kom fram á tþróttaþingi t.S.t. á s.l. hausti var það rætt og um þaö gerð sam- þykkt, siðan skrifuðum viö ráð- herra bréf og sendum honum samþykkt okkar um aö fyllstu hagsýni yröi gætt um samnot Iþróttahúsnæðis viö hina frjálsu íþróttahreyfingu. Nú hefur hæstvirtur mennta- málaráðherra Vilhjálmur Svíar óttast íslendinga Nú er tækifærið til að skjóta þeim ref fyrir rass Það er greinilegt á öllu, að Sviar óttast tslendinga I Norðurlanda- mótinu I handknattleik. Þeir eru AXEL AXELSSON... einn skot- fastasti handknattleiksmaður heims, segir „Expressen”. Skjaldarglíma Ármanns1 Sigtryggur verður í sviðsljósinu Glimukappinn Sigtryggur Sigurðsson úr KR verður i sviðsljósinu i dag i Skjaldarglimu Armanns. Sigtryggur, sem hefur ekki tekiö þátt I glimukeppni sl. tvö árin, hefur æft mjög vel i vetur.og hann er til alls liklegur, sagði ólafur Guðlaugsson, for- maður mótanefndar. — Það má búast viö skemmtilegri keppni, sagði Ólafur enn fremur, þvi að meðal þátttakenda verða allir okkar beztu glimumenn: glimukappi tslands, Hjálmar Sigurðsson úr Vlkverjum, og tveir fyrrverandi skjaldarhafar, þeir Sigtryggur, Ómar Úlfarsson úr KR og núverandi skjaldarhafi, . Sigurður Jónsson úr Vikverjum, sem hefur sigraö I Skjaldarglimu Armanns tvö sl. ár. Hann hefur nú möguleika á að vinna skjöldinn til eignar. Það verður erfitt fyrir Sigurð að verja skjöldinn. Sigtryggur veröur erfiður keppinautur við að glima — hann er sterkur varnar- maður, sem erfitt er að vinna á. Þá er Jón Unndórsson úr KR alltaf seigur glimumaður og til alls liklegur, þegar honum tekst vel upp. Sömuleiðis ómar Olfarsson, sem er i stöðugri framför — glimur hans eru nú orðnar liprari en þær voru. Það verða margir sterkir glimu- kappar, sem leiða saman hesta sina i dag, og nær ógjörningur er — eftir tveggja óra fjarveru. Allir beztu glímumenn okkar glíma í Vogaskólanum í dag að spá uin, hver stendur uppi sem sigurvegari i lokin. 13 keppendur úr Reykjavik eru skráðir til leiks, frá Arinanni, Vikverjum og KR. Skjaldarglima Arinanns verður háð i iþróttahúsi Vogaskólans i dag, og hefst hún kl. 14.00. — Hversu oft hefur veriö glimt um Armannsskjöldinn, Ólafur? — Þetta er i 63. sinn, sein glimt er um Armannsskjöldinn. Fyrst var glimt um hann árið 1908 og bar þá Hallgrimur Benediktsson úr Ár- manni sigur úr býtum. Siðan hef- ur árlega verið glimt um skjöldinnnema áriö 1913 og 1916- 19. 26 glimumenn hafa borið sig- ur úr býtum i keppninni um skjöldinn — þeir Sigurjón Péturs- son úr Armanni og Armann Lárusson úr UFM - Reykjavikur hafa oftast hlotið skjöldinn, eða 6 sinnum alls. -SOS. hræddir um að tslendingar komi i veg fyrir aö þeir komist I úrslit. Þetta kemur glögglega fram I skrifum sænsku blaðanna, en þau segja að Islenzka liðiö sé „óvinur” númer eitt. Sænska stórblaðið „Expressen” segir, að höfuðstyrkur islenzka liösins sé stórskytturnar. Þær skjóti óvenju- iega hörðum skotum, sem beztu markverðir fá ekki eygt fyrr en um seinan. „Axelsson (Axel), sem leikur með v-þýzka liðiru Dankersen, er þar I sérflokki — hann er einn skotharðasti leik- maður i heimi,” segir „Expressen”. Eitt sænsku blaðanna minnist á hin óvæntu úrslit i HM i Bratislava 1964 — en þá lögðu ts- lendingar Svia mjög óvænt að velli. „Ef við höldum ekki rétt á spilunum i Helsingör, þá getur áfallið frá Bratislava endurtekið sig. íslenzka liðið er sterkt — það sést bezt á þvi, að það sigraði V-Þjóðverja á útivelli fyrr i vetur, og siðan tapaði það naumlega tveimur leikjum gegn A-Þjóð- verjum. Þá hefur það vakið nokkra at- hygli að „islenzka fallbyssan”, eins og Jón Hjaltalin er kallaður i Sviþjóð, var ekki valinn i islenzka liðið. — Islendingar hljóta að vera með mikla skotkarla, fyrst að Jón Hjaltalin kemst ekki i liðiö hjá þeim, sagði vinstrihandarskyttan Olle Olsson, sem er 1.93 m á hæö og einn skotfastasti leikmaður Svia. Það er greinilega nokkur uggur i Svium — þeir hræðast Is- lendinga i Norðurlandamótinu. Og nú er tækifæri til að fylgja þessari hræðslu fast eftir. 1 þau 9 skipti, sein við höfum leikið gegn Svium, höfuin við einu sinni borið sigur úr býtum og einu sinni gert jafntefli (21:21 i Laugardals- höllinni 1967) — sjö sinnum höfum við tapað, en stundum var þar mjótt á mununum. tslenzka landsliðinu gefst kærkomið tækifæri til a hefna harma sinna i landsleiknum á mánudaginn. Nú er tækifærið til að skjóta Sviuin ref fyrir rass, hvað sem það kostar. -SOS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.