Tíminn - 02.02.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.02.1975, Blaðsíða 1
'ÆHGIR? Áætluriarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 $3 Könnun á reykingum skólabarna í Reykjavík: Níu ára börn þrælar nikótínsins FB-Reykjavik. — Verið er að vinna úr niöurstööum könnun- ar á reykingum barna og ung- linga i skólum borgarinnar, sem gerö var á vegum borgar- læknisembættisins I' Reykja- vik sl. vetur. Sérstökum spurningalistum var dreift meðalallra skólabarna á aldr- ínum frá 9 ára til 17 ára, að báðum árum meðtöldum. Nið- urstöður könnunarinnar liggja ekki fyrir enn, en samt er ijóst, að reykingar stúlkna eru mun meiri, en búizt hafði ver- ið við, og að 2% af niu ára börnum segjast reykja. i Reykjavik eru um 1600 börn á þeim aldri samanlagt.. A spurningalistanuin eru börnin beðin um að ínerkja við rétt svör með krossi, og hvergi er getið þess, sem svarar, og ætti það að tryggja réttari út- komu, þegar viðkomandi hef- ur ekki þurft að óttast að upp uin hann kæmist, ef hann hef- ur reykt, en talið að enginn vissi um það. Fyrsta spurningin er um aldur þess sem svarar. Siðan er spurt að þvi, hvort viðkom- andi reyki sigarettur. Þriðja spurningin er.um það, hversu margar sigarettur nemandinn reykir, reyki hann á hverjum degi, eða ef hann reykir oft, hversu ínargar á viku, og reyki hann ekki daglega, þá hversu margar sigarettur á mánuði. Fjórða spurningin er um það, hve mörg af bekkjarsyst- kinum skólabarnsins reyki, aðgreint stúlkur og piltar. t fiinintu spurningu er Sumtímis þvi sem sambandiö á milli reykinga og lungna- krabba og annarra hættulegra sjúkdóma verður æ ljósara, færast reykingar i vöxt og nii er svo komið, að jafnvel nfu ára börn I skólum i Reykjavfk eru farin að reykja. Tíma- mynd Róbert. grennslazt fyrir uin reykingar á heimili, hvort þar sé reykt, og hverjir geri það. I sjöttu spurningu er spurt um það, hvort nemandinn áliti reykingar skaðlegar eða skað- lausar. I sjöundu og siðustu spurn- ingunni, er svo spurt um það, hvers vegna reykingarnar hafi byrjað, hvort það hafi verið af forvitni, vegna þess að foreldrarnir reyktu, til þess að vera með félöguin, sem reykja, eða vegna þess að fólki þyki það fint, (smart)? A spurningalistanum sést einn- ig, hvort sá, sem spurður er, er piltur eða stúlka. Erlent verkafólk á íslandi: Fjöldi Ástralíumanna og Nýsjálendinga í f rystihúsunum hér SJ—Reykjavik. Erfitt hefur verið að fá fólk til starfa i frystihúsum úti á landi á vetrarvertið siðustu árin. Sumt af þvi fólki, sem fæst, hefur reynzt óstöðugur vinnu- kraftur. Það hefur farið i vöxt að leitað væri eftir erlendu fólki i þessa vinnu. A.m.k. hundrað manns frá Astraliu og Nýja Sjá- landi vinnur nú i frystihúsum á Vestfjörðum og Snæfellsnesi. Svo við höfum komið okkur upp visi að „stétt erlends verkafólks", sem fyrir löngu er orðin viður- kennd staðreynd i lifi margra Evrópuþjóða. Fólk þetta hefur reynzt vel I vinnu hér, þótt það kunni ekkert til fiskvinnu þegar þaö kemur. Meirihlutinn eru kon- ur og suniar koma ár eftir ár. i Að sögn Agústs Oddssonar hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur skrifstofa fyrirtækisins i London annazt milligöngu um ráðningu fólksins frá Astraliu og Nýja Sjálandi hingað til lands: — Þetta fólk er á ferð um Evrópu, sem það hefur i miklum metum sem menningarálfu. Flest er fólk- ið af enskum og irskum uppruna og hefur komið til Evrópu ,,að sjá gamla landið" og skoðar sig þá um viðar i leiðinni. Það ferðast oft i 4-6 mánuði á ári og fær sér vinnu einhvers staðar hinn hlut- ann úr árinu til að afla sér ferkari farareyris. London og Bretland er e.k. miðstöð þessa fólks, og þar æxlast það svo að það kemur jafnvel hingað á Evrópureisu sirihi. Erlenda verkafólkið er á aldrinum 21 til 30 ára. Þeim er ut- vegað húsnæði i þorpunum þar sem það vistast. Yfirleitt búa nokkrar stúlkur saman i Ibúð og annast matseld fyrír sig sjálfar. „Þeim fellur ekki víð okkar fæði", var okkur sagt I einu frystihúsanna á Vestfjörðum, ,,og borða þvi ekki hér i mötuneyt- inu". Að öðru leyti samlagast fólkið vel Islendingunuin og alls staðar þar sein við höfum haft spurnir af, er mjög vel af þvi lát- ið. A Tálknafirði eru 10 manns, þar af einn karlmaður, á Petreksfirði 17 stúlkur hjá tveiin frystihúsum •og á Súgandafirði munu vera a.m.k. 20 manns. Fyrstihússtjór- inn á Súgandafirði hefur að sögn lagt mikla áherzlu á að fá þetta fólk til starfa, en þar mun innlent vertiðarfólk hafa reynzt fremur illa fyrir nokkrum árum. Sagt er að svipur þorpsins á vertiðinni hafi breytzt til batnaðar. Við heyrðum einnig af áströlskum stúlkuin i fiskvinnu á Grundar- 'firði og i Hnifsdal, og þær munu raunar vera i hverju útgerðar- þorpi á Vestfjörðum. Kaupið er minnst 50.000 kr. á mánuði, en oftast sjálfsagt miklu meira, þvi vinna er á flestum þessum stöðum. Skatta borga út- lendingarnir til jafns við innlenda starfsfólkið. Flest um 30%, en 40% þeir sem bera mest úr být- um. HEILSUGÆZLUSTOÐ I DOMUS MEDICA? Skipulag heimilislækninga í Reykjavík veldur þvi, að læknar fást ekki til starfa FB-Reykjavik. — Nokkrar um- ræður hafa farið fram milli lækna og borgaryfirvalda um mögu- leika á þvi, að breyta þriðju hæð i Domus Medica i heilsugæzlustöð. Slík framkvæmd er háð fjárveit- ingu úr borgarsjóði, og hefur hún ekki enn verið talin möguleg, að sögn Skúla Johnsen borgarlækn- is, — en málið er i gangi, og heil- brigðisráð borgarinnar hefur ver- ið að fjalla um það undanfarið, og mun taka það fyrir enn frekar á næsta fundi sinum. Að tilhlutan landlæknis og fleiri 14. janúar sl. koin fram sú al- menna skoðun, að hefja beri þeg- ar i stað tilraun með hópstarf lækna i tiltæka bráðabirgðahús- næði og jafnframt undirbúning byggingar og rekstrar slikra stöðva i Arbæjar- og Breiðholts- hverfum og viðar, þar sem þörf er mest. A þessum sama fundi mun ráðuneytisstjóri heilbrigðis- og tryggíngamálaráðuneytisins hafa látið að þvi liggja, að sú fjárveit- ing, sem veitt var á siöustu f jár- lögum, merkt Arbæjarstöð, gæti orðið tiltæk til annarra og brýnni þarfa, yrði þess óskað eftir rétt- um leiðum, enda mun mjög vafa- samt, að tilraunastarf, sem þetta yrði heppilega staðsett i Árbæjar- Framhald á bls. 27 HVAÐ GERA ÞAU í TÓMSTUNDUNUM? — HVAD GERA ÞAU í TÓAASTUNDUUNUM? TiMINN mun á næst- unni birta viðtöl við ýmsa þekkta menn í þjóðfélaginu, og verður þar rætt um tómstunda- vinnu þeirra og hugðar- efni, hvernig þeir verja fritíma sinum og hver viðhorf þeirra eru til slíkra hluta yfirleitt. Hér er á ferðinni efni, sem mörgum lesendum mun þykja fróölegt, því að svo margbreytileg sem störf manna eru, þá er tómstundayinna þeirra það ekki siður. Hjá sumum eru hugðar- efnin svo samofin dag- legum störf um, að erf itt virðist að greina á milli, hvað er hjáverk og hvað aðalstarf. Hjá öðrum hefur verk/ sem fyrst var sinnt í hjáverkum og að nokkru til gamans, vaxið svo í höndum þeirra að það var áður en þeir vissu orðið aðál- starf. Sumir, sem vinna erilsöm störf á opinber- um vettvangi, eru svo heppnir að geta „klippt á þráðinn" — skrúfað fyrir áhyggjurnar, þeg- ar frí gefst frá daglegu amstri/ aðrir hafa ef til vill aldrei haft þörf fyr- ir neina tilbreytingu/ af því að starf þeirra full- nægði þeim algerlega. En þeir eru fáir. Það mun því kenna ýmissa grasa i þessum greinaflokki/ og vera má, að sumum lesend- um þyki ,sem ekki sé alltaf verið að tala um ,/hreinar" tómstundir — en hitt viljum víð leyfa okkur að vona, að les- endum okkar þyki fróð- legt að kynnast því, hvernig viðmælendur okkar verja tómstund- um sínum. Þeir, sem hér verður rætt við/ eru meðal ann- arra ólafur Jóhannes- son dómsmálaráöherra, dr. Finnbogi Guðmunds- son landsbókavörður, Guðrún Ásmundsdóttir leikkona, dr. Jakob Benediktsson, ritstjóYi Orðabókar háskólans o g V i I h j á I m u r Hjálmarsson mennta- málaráðherra. Fleiri nöfn væri hægt að nefna, en þetta verður látið nægja að sinni. I DAG Ólafur Jóhannesson * dómsmála- og við- skiptaráðherra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.