Tíminn - 02.02.1975, Page 3

Tíminn - 02.02.1975, Page 3
Sunnudagur 2. febrúar 1975. TIMINN 3 Demant sendir fljótlega frá sér LP-plötu um Róbert bangsa sem mörgum er hugleikinn. Á myndinni sjáum við einn af stofnendum fyrirtækisins Demants hf. Jón ólafsson og leikarann Pétur Einarsson, sem kemur fram á plötunni um bangsann og er m.a. sögumaður. Tímamynd: G.K. Demant hf: Nýstofnað hljóm- plötufyrirtæki — Change meðal stofnenda FYRIRTÆKIÐ DEMANT HF„ hefur sent Timanum fréttatil- kynningu, en fyrirtækið er ný- lega stofnað. 1 tilkynningunni segir, að tilgangur fyrirtækisins sé hljóinplötuútgáfa, hljóin- plötudreifing og einkaumboð fyrir þær hljóinsveitir og lista- menn er hafi hljómplötugerð á stefnuskrá sinni. DEMANT er hagsinunafélag stofnað af hljómsveitinni Change, Jakobi Magússyni, Ingigergi Þorkelssyni, Helga Steingrimssyni, og Jóni ólafs- syni, en þrir þeir siðasttöldu eru jafnframt starfskraftar fyrir- tækisins. Deinant vinnur nú að gerð fjögurra hljómplatna og kemur sú fyrsta á markaðinn siðari hluta febrúarmánaðar, en það er hljómplata uin Róbert bangsa, sem margfrægur er orðinn úr barnatimum út um allan heim. Platan tekur einn klukkutima i flutningi og á henni koma fram margir lands- kunnir listamenn, eins og t.d. Halli og Laddi, Pálmi Gunnars- son og leikararnir Pétur Einarsson og Sigriður Hagalín. 1 fréttatilkynningunni segir: — betta er tvimælalaust bezta platan um Róbert bangsa og á henni eru 16 lög, auk þess sem Pétur Einarsson segir sög- una úr Leikfangalandi. Platan er einkum ætluð börnum á aldr- inum 2ja til 92ja ára. Jakob Magnússon kom hingað upp um jólin og vinnur nú að upptöku tveggja laga plötu fyrir Demant og eru fleiri plötur væntanlegar frá honum i sum- ar. Jakob er búsettur i London og vinnur fyrir Demant þar ásamt sinni vinnu, en Jakob er talinn meðal beztu upprennandi listamanna á sinu sviði, þar og er reyndar fyrsti Islendingurinn sem haslar sér völl erlendis sem topp-popptónlistarmaður. Af öðruin plötuin sem eru i bigerð hjá Deinant, má nefna hljómplötu með Ingva Steini, og hljómsveitinni Dögg. Nefna má ennfremur að Júdas stefnir að atvinnu- mennsku og i þeirra hópi hefur bætzt gitarleikari. Júdas munu fara til útlanda um miðjan júni n.k. til upptöku á frumsömdu efni. Af Change flytur Demant þær fréttir, að þeir séu staddir er- lendis og vinni að gerð nýrrar LP-plötu, sem sé ætluð fyrir alþjóðainarkað. Segir að i hóp- inn sé kominn Björgvin Hall- dórsson söngvari. Fyrirtækið Demant hf. hefur einkaleyfi fyrir alla þá lista- menn og hljómsveit, sem nefnd- ar hafa verið. Knattspyrnudómara- nómskeið Knattspyrnudómarafélag Reykjavikur gengst fyrir knattspyrnudómaranám- skeiði, sem haidið verður i félagsheimili Vals að Hliðarenda dagana 3.-9. febrúar n.k. og hefst kl. 20.00. Innritun fer frem um leið og námskeið hefst. K.D.R. Tamning Tek hesta i tamningu frá og með 1. febrúar: % Einar Pétursson, Barðastöðum, Staðarsveit, Snæfellsnesi. VETRARUTSALAN sem allir hafa beðið eftir heldur ófram á morgun í 4 verzlunum samtímis TAKIÐ VEL EFTIR! | [ Við létum framleiða Terelyne/ullarbuxur beint d útsöluna í okkar vinsælustu sniðum ] Herrapeysur - Dömupeysur Herraskyrtur - Dömublússur Bolir - Gallabuxur - Vesti [2] Kuldajakkar á herra og dömur, loðfóðraðir úr flaueli og leðri □ Kvenleðurjakkar - Herraleðurjakkar I I Kjólar - Pils - Kópur I | Föt með vesti | | Stakir Tweedjakkar j | Herra og dömuskór | | Hljómplötur Látið ekki happ úr hendi sleppa! 40-60% AFSLÁTTUR TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS ijp KARNABÆR " l K JARGOTU ? lAUGAVf.G' ?OA LAUGAVEGl fifi JARGOTU ? I AtlGAVf G' ?OA LAUGAVEGl 66 ■ LÆKJARGOTU 2 SIMI 21800

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.