Tíminn - 02.02.1975, Qupperneq 4

Tíminn - 02.02.1975, Qupperneq 4
TÍMINN Sunnudagur 2. febrúar 1975. SOS — sími 250150 C> Einhvers staðar í Amsterdam er símatæki, sem er svo til rauð- glóandi allan sólarhringinn. Konur hringja i konur (vrouwen bellen vrouwen). Þarna er um að ræða eins konar hjálparstöð fyrir konur, sem eiga við hin margvislegustu vandamál að striða. Þær sem hringja, þurfa ekki að láta nafns sins getið, og það veitir þeim kjark til að létta á hjarta sinu og tala opinskátt um einmanaleik, barnauppeldi, kynferðisleg vandamál og sorg, svo að eitthvað sé nefnt. — Þessi sfmaþjónusta hefur leitt I ljós gifurlega þörf á þessu sviði, segir Henny de Swaan, ein af brautryðjendunum i hollenzku rauðsokkahreyfing- unni, Dolle Minas, sem stendur að baki simaþjónustunni. Við komum þessari þjónustu á fót vegna augljósar, knýjandi þarfar, en ekki siöur til þess að losa heimili okkar undan stanz- lausum slmhringingum, jafnt á nóttu sem degi. Þær sem svara i simann hafa allar sálfræðinám að baki, og þær vinna á þriggja tima vöktum. Lengur i senn get- ur engin manneskja sinnt þessu erfiða starfi, — þvi fylgir gifur- legt andlegt álag að þurfa stöð- ugt að setja sig I erfið spor ann- arra. ' Viö ráöleggjum mörgum þessara kvenna að koma hingað I húsakynni rauðsokkahreyf- ingarinnar. Hér geta þær tekið þátt I umræðum um ýms mál- efni, og vonandi finna þær hér sálufélaga. 1 þessum sömu húsakynnum er starfræktur veitingastaður, og Henny er ein þeirra kvenna, sem þar taka til hendinni einn dag i viku og hjálpa til við mat- seldina. — Hér gefast tækifæri til góðra kynna, segir hún, og ef konur vilja koma hingað og taka þátt i starfinu, þurfa þær aö minnsta ekki að óttast einmana- leikann I náinni framtið. ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Vín- smakkarar í Frankfurt Margir gætu sjálfsagt hugsað sér að komast þarna i vinnu og gerast vínsmakkarar að at- vinnu! En þetta er vinna eins og annað og ef til vill ekkert svo skemmtileg þegar til lengdar lætur. Mennirnir smakka aðeins nokkra dropa til þess að finna gæði vinsins og gefa þvi dóm. Þýzk vin hafa stundum þótt full sæt, en nú hafa vinframleiðend- ur einbeitt sér að þvi, að fram- leiða vin, sem eru „þurrari”, þ.e. ekki eins sæt. Þessir fjórir menn ákveða hvort þýzk vin fái þann miða á flöskuna, sem sýni að vinið teljist þurrt, — og einn- ig er þetta gæðastimpill. Arið 1974 voru framleiddar þrjár milljónir flaskna af þýzkum vfnum, sem fengu þennan eftir- sótta miða, sem sést hér á veggnum hjá vinsmökkurunum. <1

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.