Tíminn - 02.02.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.02.1975, Blaðsíða 7
Sunnudagur 2. febrúar 1975, TÍMINN 7 Ilona Lehtinen ásamt nokkrum sýningarmunanna.Timamynd GE. Aalto-dagar í Nor- ræna húsinu SSftföPoRMMUKM- M fy -' |> ' f i Alvai Aalto. SJ—Reykjavik. Dagana 1,—10. febrtiar verða verk finnska arki- tektsins Alvars Aalto kynnt j Nor- ræna húsinu. Fluttir veröa fyrir- lestrar um Alvar Aalto, og um byggingarlist i Finnlandi, — sýndar veða litskyggnur og kvik- myndir, bæði löng mynd um ævi- starf Aaltos, og aðrar styttri um byggingarlist og byggðaskipulag i Finnlandi. I sýningarsölunum i kjallara hilssins veröur sýning á likönum, teikningum og ljósmyndum af byggingum, sem hann hefur „skapað” svo og ýmsir hlutir og ljósmyndir af hlutum, sem hann hefur hannað. Einnig verður bókasýning i tengslum við þessa Aalto-daga. Norræna húsið sjálft sýnir vel sköpunargáfu Alvars Aalto. En jafnframt þvi að teikna húsið, sagði hann fyrir um gerð allra innanstokksmuna, og réði efni og litum. Hann vinnur nú m.a. að þvi að teikna annað hús fyrir Is- lendinga. miðstöð fyrir Heilsu- ræktina i Reykjavik. Tveir finnskir arkitektar eru staddir hér og taka þátt i dagskrá Aalto-daganna, jafnframt sem þeir settu sýninguna upp. Bengt Schulten og Ilona Lehtinen, sem veitir arkitektastofu Aaltos i Helsinki forstöðu, flytur kl. 16 á sunnudag erindi um Aalto og sýn- ir litskuggamyndir, en siðan er kvikmyndasýning. A fimmtu- dagskvöld kl. 20.30 flytur hún fyrirlestur um finnska byggingarlist og sýnir kvikmynd- ir. Sunnudaginn 9. febrúar kl. 20.30, flytur dr. Maggi Jónsson arkitekt fyrirlestur um Aalto og sýnir kvikmyndir. Þann 10. feb. siðasta dag sýningarinnar verða sýndar kvikmyndir i samkomu- sal. Hugo Alvar Henrik Aalto, eins og arkitektinn heitir, fæddist i þorpinu Kuortane i Mið-Finnlandi árið 1898. Ævistarf hans er nú oröið mikið að vöxtum, yfir 200 verkefni mismikil að vöxtum og ólik aö gerð. Hann starfar nú mikiö utan Finnlands, einkum á ltaliu, i Bandarikjunum og i Þýzkalandi. Heima fyrir hefur hann mætt nokkrum mótbyr á slðasta áratug. Nýjar kynslóðir draga I efa gildi „mannúðlegrar byggingarlistar hans”, eins og hún hefur verið nefnd. En jafnvel I Finnlandi risa sköpunarverk hans. Ar eftir ár eru byggð Ibúðarhús, þjónustumiðstöðvar og opinberar byggingar i af- skekktum bæjum og dreifbýli Finnlands, sem Aalto hefur teikn- að. Hann gerði skipulag að miðbæ Helsinki, — að margra dómi stór- kostlega niðurstöðu hálfrar aldar starfs, sem er full af táknum um framtlðina — en það hefur legið i salti siðan 1961. Sólarkaffi Arnfirðinga Sólarkaffi verður haldið að Hótel Borg sunnudaginn 2. febrúar 1975 kl. 8 e.h. Miðar seldir milli kl. 3 og 5 sunnudag á sama stað. Nefndin. Ljósmyndir af verkum Alvars Aalto. Timamynd GE. i Auglýsid i Tímamun i ■ ■ Okkar þilplötugeymsla er upphituð Þilplötur eru auðvitað meðal alls þess byggingarefnis sem við bjóðum. En við geymum plöturnar í fullupphituðu hús- næði. Það meta þeir fagmenn mikils, sem úr þeim vinna. BYGGINGAVÖRUVERZLUN KÓPAVOGS NYBÝLAVEGI8 SÍMI:41000 SIS FOlHJll FYRIRLIGGJANDI ÚRVALS KJARNFÓÐUR FYRIR ALLAN BÚPENING AFGREIÐUM LAUST EÐA SEKKJAÐ, MJÖL OG KÖGGLA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.