Tíminn - 02.02.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.02.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN Sunnudagur 2. febrúar 1975. Tvö stórmót framundan: FRIÐRIK FER TIL EIST- LANDS OG KANARÍEYJA gébé—Reykjavik. — Blaðið hafði samband viö Friðrik Ólafsson stórmeistara, nýbakaðan Reykjavikurmeistara I skák 1975 Friðrik vann mótið með nlu og hálfum vinningi af ellefu mögu- legum. Þegar þetta er ritað á eftir að tefla tvær biðskákir, þannig að röðin í efstu sætunum er ekki al- veg örugg, en búizt er við að hinn ungi skákmaður, Margeir Pét- ursson, verði I fjóröa sæti með 7 vinninga. Tryggði Margeir sér þar með rétt til þátttöku i lands- liðsflokki i Islandsmótinu, sem er frábær árangur. — Mér sýnist á þvi sem ég hef séö til Margeirs, að hann sé vel liðtækur skákmaður, sagði Frið- rik Hann hefur gott „blikk" eða innsýn i skákina og getur komið til með að verða góður skákmað- ur. Það sem mest háir honum er auövitað reynsluleysi, en hann hefur gert vel hingað til af svo ungum skákmanni að vera, en hann er aðeins fjórtán ára. Guðlaug Þorsteinsdóttir, var sigurvegari i kvennaflokki, og má telja það mjög góðan árangur, en Guðlaug er aðeins þrettán ára. — Hun er aB visu ekki búin að ná skákstyrkleika á borð við Margeir, sagði Friðrik, — en hún hefur meiri styrkleika en almennt er á hennar aldri. Annars er mjög erfitt að dæma um hverjir mögu- leikar þessara unglinga eru, þaB kemur oft stöBnun i skákina hjá þeim, og þá er að sjá hvernig fer, hvort þau halda áfram eða ekki. Við spurðum Friðrik hvaB væri framundan hjá honum. — Um miBjan mÍTnuðinn fer ég á alþjóB- legt skákmót i Tallin i Eistlandi, en þaB stendur til 10. marz. Þar verBur mest um sovézka skák- menn, og má þar nefna tvo fyrr- verandiheimsmeistara, þá Tal og Spassky, auk Bronsteins og fleiri. — Styrkleikastig eru misjöfn á mótunum, en þetta mót verBur mjög sterkt aB mér sýnist. Má geta þess sem dæmi, að I Tallin nægir aB fá sjö og hálfan vinning til aB hljóta stórmeistaratitil, en á Hastings-mótinu, þar sem Guð- mundur Sigurjónsson hlaut stór- meistaratitilinn þurfti tiu vinn- inga. — Nu svo fer ég á skákmót 6. april, sem haldið verður i Las Palmas, á Kanarieyjum, en ég tók einnig þátt f þessu móti i fyrra, segir Friðrik. Siðan kemur svæðamótið, en ekki er enn ákveBiB hvenær þaB verður, sennilega á timabilinu maí til september. SvæBamótið er fyrsfi liðurinn i heimsmeistarakeppninni, en sið- an kemur millisvæðamótið og sið- ast áskorendakeppnin, þar sem sigurvegarinn hlýtur rétt til að skora á heimsmeistarann, en þetta tekur þrjú ár hverju sinni, sagði FriBrik Ólafsson, stór- meistari aB lokum. <• Álverksmiðjan: Hreinsitækin verða smíðuð hér á landi Gsal-Reykjavik------¦ Eins og Tlminn greindi frá á föstudaginn, hefur veriö ákveðið að setja upp hreinsitæki i álverksmiðjuna I Straumsvlk. Hreinsitækin eru svonefnd þurrhreinsitæki og munu að sögn Ragnars Halldórs- sonar forstjóra Isal, verða smlðuð hér á landi. t samtali við Timann I gær, sagði Ragnar, að þurrhreinsi- tækin hefðu verið þróuð I álverk- smiðjum I Frakklandi, Þýzka- laiuli og viðar. — Fyrsta skrefið i uppsetningu þurrhreinsitækjanna er að byrgja f jögur ker til þess að geta gengið endanlega frá hónnun hjálmanna yfir kerin, og verður hafizt handa um uppsetningu þessara hjálma alveg á næstunni — til reynslu. Þegar þvi verki verður lokiB munu þurrhreinsitækin verBa sett upp I áföngum. Lýsing þurrhreinsitækjanna er I stuttu máíi sem her segir: Raf- greiningakerin, 280 að tölu, verða byrgð með sérstökum hjálmi eða þekjum. útblástursloftinu er siðan safnað saman í pipur, og látiö fara i gegnum súráls- streymi, en súrálið bindur þá flúorvetnið og ryksamböndin i út- blæstrinum, og hið flúorbætta súrál er siðan notaö við rafgreininguna. Endurnýtast þannig flúorsamböndin, sem ella hefðu tapazt i útblæstrinum. Að lokum má benda á, að tæki þessi sýna yfir 90% heildarnýtni, og koma þannig i veg fyrir hugsanlegar flúorskeinmdir I kringum áliðjuverið, en einnig batna vinnuskilyrði I kerskála mjög við það og að kerin verða byrgð. Ragnar Halldórson sagði, aB áætlaður kostnaður við uppsetningu tækjanna hefði i fystu verið talinn 1400 milljónir króna, en það hefði verið i september á siðasta ári. Sagði hann, að kostnaður við uppsetninguna væri eflaust orðinn eitthvað hærri, en sagðist þo vonazt til þess að hann yrði undir 2000 milljónum. Hér eru þær fimm efstu á kvennamótinu I skák sem lauk á fimmtudagskvöidið. Úrslitin í kvennamótinu skák gébé—Reykjavik. —Kvennamót- inu I skák lauk á fimmtudags- kvöldið, en þátttaka I mótinu var mjög góð, 22 kvenmenn á ölluin aldri, frá sex ára til sextiu og tveggja ára. Sigurvegari varð Guðlaug Þorsteinsdóttir, sem- hlaut sex og hálfan vinning af sjö mögulegum. Hlaut Guðlaug veg- legan farandbikar, sem Nesti hf. gaf og auk þess lftinn bikar til eignar. I öðru sæti varð Birna NorB- dahl, meB 5 1/2 vinning og i þriðja sæti Olöf Þráinsdóttir, með 5 vinninga. Hlutu þær báðar bikara að launum. t fjórða sæti varB As- laug Kristinsdóttir með 5 vinn- inga og Guðrfður Friðriksdóttir I fimmta sæti einnig með 5 vinn- inga, en þær hlutu verðlaunapen- inga. Þær þrjár siðustu sem tald- ar eru, fengu allar 5 vinninga, en Ólöf vann á stigum. Engin skák fór i bið, en þær upplýsingar hjá Taflfélagi Reykj- avikur fengum við, að kvenfólkið væri aldrei með biBskákir, þvi þær berjast miklu meira en karl- mennirnir, annaB hvort vinna þær eBa tapa skák! Stofnfundur kvennadeildar var einnig á fimmtudagskvöldiB og gengu tæplega 50 konur I deildina. Fjögurra kvenna stjórn var kos- in, en þær eru : Ólöf Þráinsdóttir, Asta Gunnsteinsdóttir, Sjöfn Kristjánsdóttir, og GuBriBur FriBriksdóttir. FormaBur var ekki kosinn, en þaB verBur gert sIBar. MeBal annars var ákveBiB á fundinum, aB hafa ákveBnar skákæfingar tvisvar í viku i skák- heimilinu viB Grensásveg, á miBvikudögum frá kl. fimm til sjö og á fimmtudögum frá kl. átta til tolf. Einangrun — Frysti- og kæliklefar Takum að okkur að einangra frysti- og kæliklefa. Skiptum uiu einangruii I eldri klefum. Notum eingöngu sprautaða polyurethanc einangrun. Tökum að okkur hvers konar húsnæði. EINANGRUNARTÆKNI H.F. Pósthólf 9154 — Reykjavfk — Simi 7-21-63 á kvöldin. UTSALA NÆSTU DAGA ÞVOTTEKTA veggfóður frá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.