Tíminn - 02.02.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.02.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 2. febrúar 1975. vísindi - rannsóknir - tækni - vísindi - rannsóknir - tækni - vísindi ¦ rannsóknir - tækni - vísindi - rannsóknir Samvinna margra stofnana um setlagarannsóknir: LEIT AÐ HAGNÝTUM EFNUM KÖNNUN VEGNA HAFNARGERÐA gébé-Reykjavik — Nýjar at- hyglisveröar mælingar á set- þykktarlögum sjávarbotnsins úti a sundunum við Reykjavík voru gerðar sl. sumar. Orkustofnunin, jarðhitadeild, Sjómælingar ts- lands og landgrunnsnefnd sáu um rannsóknir þessar og mælingar, en tækin, sem endurbætt voru af Islenzkum aöilum, eru bandarisk. Mælingar þessar geta haft mikla þýoingu við hafnarframkvæmdir og rannsóknir á skeljasandi og kalki á sjávarbotni, svo eitthvað sé nefnt. Til að fá nánari uppl. um þessar rannsóknir, sneri blaðið sér til dr. Axels Björnssonar eðlisfræðings, en Axel.vinnur hjá jarðhitadeild Orkustofnunar. 1 landgrunnsnefnd eiga sæti aðilar frá ýmsum opinberum stofnunum, en nefndin er skipuð af menntamálaráðuneytinu. Hlutverk landgrunnsnefndar er að samræma rannsóknir á land- grunni íslands og stuðla að á- framhaldandi rannsóknum á þvi sviði. Árið 1972 hófust rannsóknir á landgrunninu i samráði við bandariska aðila, sem lögðu fram bæöi fé og tæki, en Bandarikja- menn hafa mikinn áhuga á rann- sóknum sem þessum. Land- grunnsnefnd tók á leigu skip, og var þvi siglt umhverfis landið og ýmsar mælingar gerðar, svo sem þyngdarmælingar, dýptarmæl- ingar, segulmælingar og setlaga- mælingar. Rannsóknum þessum var haldið áfram 1973. Siðan hafa sérfræöingar verið að vinna að urvinnslu þessara mælinga, en þær eru misjafnlega langt á veg komnar. Islendingar fengu sérstök set- lagamælitæki upp I leigu á varð- skipinu Albert, en það var leigt erlendum aðilum til að gera svip- aðar rannsóknir við Grænland og hér voru gerðar. Mælitækjum þessum var mikið breytt, og var þá miðað við að þau yrðu notuð til setlagamælinga. Mikil vinna var við breytingu tækjanna, en yfirumsjón með þvi verki hafði Arnlaugur Guð- mundsson tæknifræðingur. Sá hann um alla tæknihlið málsins og eins um smlði á nýjum hlutum, sem nota þurfti. Tækjunum var breytt þannig, að þau yrðu næmari, og að hægt yrði aö kanna nánar lög innan fjarða, sem gætu komið sér vel t.d. i sambandi við hafnarfram- kvæmdir, auk þess að kanna verðmæti, eins og skeljasand og kalk, og hefur Sementverksmiðj- an sýnt þeim rannsóknum mikinn áhuga. Það var svo siðastliðið sumar, að tilraunamælingar voru gerðar úti á sundunum við Reykjavík, og fylgir þessari grein Hnurit af hluta mælinganna, en það sýnir setlögin frá Elliöavogi út að Kirkjusandi. Mælitækin eru sum fyrirferðar- mikil, þau eru sett um borð i skip, og sendirinn er settur útbyrðis öðru megin við skipið, en móttak- arinn, sem er mjög Htill, hinu megin. Stjórntæki i stýrishúsi sýna síðan linurit yfir sjávarbotn- inn, þar sem skipið siglir yfir. Aðferð þessi er miklum mun ó- dýrari og fljótvirkari heldur en sú sem áður hefur tiðkazt, en hún er fólgin i borunum. SU rannsókn, sem fram fór síð- astliðiö sumar, er tilraunastarf- semi, en komið hefur til tals, að könnuð verði þykkt á kalkþör- ungalagi i Arnarfirði. Menn vita um utbreiðslu kalkþörungsins, en ekki þykkt lagsins. Kalk er sem kunnugt er notað til ýmiss konar áburðargerðar. Dr. Axel Björnsson vinnur nú að úrvinnslu línuritanna, sem tekin voru siðastliðið sumar, og ingu og vekja verðskuldaða at- hvernig það er saman sett, auk falla I sjó fram. mun siðan gefa út ýtarlega hygli. ¦ þess sem rannsakað verður magn — Þá má og geta þess, sagði skýrslu um niðurstöður, sem án Þá er einnig áformað að rann- árframburðar, þ.e. hve mikið Axel, að oliu er aðeins að finna I efa eiga eftir að hafa mikla þýð- saka gerð landgrunnsins og berst fram af sandi i ám, sem Framhald á bls. 27 ^W , J-Ým.Tnr.433Fnt 12196/1 A þessari skýringamynd sést leiðin, sem skipið fór ogsýnd er á llnuritinu. Myndina gerði dr. Axel Björnsson. óœtlad dýpií m 10 -yfirbord sjdvar - sjávarbotn ;- berggrunnur Llnuritið skýrir sig að mestu leyti sjálft, en þarna sést greinilega „landslagið" á sjávarbotninum og setlögin, sem fylla upp dalina á milli. FJARSTYRÐAR ÞUNGAVINNU- VÉLAR Á 60 METRA DÝPI FB-Reykjavik. Allt bendir til þess að stétt þungavinnuvélamanna liði undir lok I náinni framtlð. Astæðan er sú, að hafin er fram- leiðsia á þungavinnuvélum, sem ekki þarf að stjórna lir stýrishúsi, heldur er þeim fjarstýrt af tölv- um. Geta menn þvi farið að reyna að gera sér I hugarlund heilan hóp stórvirkra vinnuvéla sem þjóta fram og aftur, en hvergi verður mann að sjá I námunda við þær, þvl þeim verður öllum stýrt meö gataspjaldi, sem stungið hefur verið i tölvu á skrifstofu verktak- ans. 1 Japan er fyrirtæki, er nefn- ist Komatsu Limited. Það er eitt- hver stærsta fyrirtæki þar I landi, sem framleiðir þungavinnuvélar af öllum hugsanlegum gerðum. Árlega selur Komatsu fram- leiðsluvörur slnar fyrir hvorki meira né minna en 435 milljónir punda. Vélarafl vinnuvélanna er frá 20 til 410 og gerðirnar eru eins margvislegar og hugsazt getur. Komatsu er brautryðjandi I framleiðslu þungavinnuvéla, sem hægt er að fjarstýra. Þetta er tal- ið mikið skref fram á við, og mun það eiga eftir að draga mjög úr slysum á mönnum, þvi oft á tiðum eru vélarnar notaðar við mjög hættulegar aðstæður, sem geta ógnað lifi stjórnendanna. Má nefna vinnusvæði, þar sem geislavirkni er á háu stigi, bratt- ar fjallshliðar og sitthvað fleira, sem getur verið hættulegt. Með þvi að nú er hægt að fjarstýra vinnuvélunum, er næsta skrefið að láta heilan flota stórvirkra vinnuvéla, sem öllum er fjarstýrt af einu gataspjaldi vinna ákveðið verk. A gataspjaldinu verður þá sennilega verklýsingin unnin eftir settum reglum, og siöan er flotinn settur i gang, og verkið unnið. Allt frá þvi áriö 1968 hefur Komatsu framleitt ýtur, sem bæði geta unnið á landi og I sjó. Ein tegundin, sem fyrirtækið framleiðir getur unnið á sex metra dýpi. Er sú gerð talin mjög hentug fyrir hafnarvinnu alls konar, vinnu I ám og vötnum og margt fleira. Er talin mikil hag- ræðing að þessum vélum og þær eru sagðar geta sparað mikið um- fram það sem gerist með venju- legum aðferðum. Komatsu hefur einnig framleitt fyrstu ýtuna, sem getur kafað niður á 60 metra dýpi. Er þetta talin stórkostleg nýjung á sviði vinnuvéla. Hér á myndinni sjáið þið t.v. tækið, sem getur farið niður á sex til sjö metra dýpi og til hægri er svo kafaragrafan, sem getur unnið á 60 metra dýpi. vísindi - rannsóknir - tækni - vísindi - rannsóknir - tækQÍ - vísindi - rannsóknir - tækni ¦ vísindi - rannsóknir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.