Tíminn - 02.02.1975, Page 12

Tíminn - 02.02.1975, Page 12
12 TÍMINN Sunnudagur 2. febrúar 1975. Monn og m Aukin hættumerki í efnahagsmálum Hættumerki Þess sjást nú viða merki, að ástandið i efnahagsmálum þjóðarinnar er að verða alvar- legt. Bankarnir hafa orðið aö taka upp aukið aðhald i sambandi við gjaldeyrisyfirfærslur, þvi að þeir tveir milljarðar króna, sem voru I gjaldeyrisvarasjóðnum um ára- mótin,mega aðheita þrotnir. Það er nokkur úrbót, en þó ekki veru- leg, að meiri birgðir eru nú i land- inu af óseldum vörum en oft áður. Ef svo heldur fram sem nú horfir, verður óhjákvæmilegt að herða á gjaldeyrishömlum, þvi að ekki er endalaust hægt að fleyta sér á eyðslulánum. Þá eru yfirlýsingar þær, sem borizt hafa frá bæjar- stjórnunum á Akranesi og I Keflavik, alvarleg áminning. Þær gefa til kynna, að útgeröin og frystihúsin stöðvist, veröi ekkert gert til þess að rétta við hag þess- ara atvinnugreina. Stórfellt at- vinnuleysi sé i vændum á þessum stöðum að óbreyttum aðstæðum. A sama tima og þetta gerist, láta svo blöð stjórnarandstöðunn- ar eins og efnahagserfiðleikarnir séu ekki verulegir, og þvi séu skilyrði fyrir almennri kaup- hækkun. Oft má helzt á þessum blöðum skilja, að erfiðleikarnir séu eiginlega ekki til nema á sið- um stjórnarblaðanna, sem séu að hræða almenning til að sætta sig við kjaraskerðingu. Lengst geng- ur Þjóðviljinn i þessum efnum, en hann manar nú sjómenn til að sýna kraft samtaka sinna og fara i verkfall til að knýja fram kaup- hækkun. Við stöndum nú i þeim sporum, að gjaldeyrissjóðurinn er þrotinn, verðbólgan er meiri en nokkru sinni fyrr, og atvinnuleysi er að halda innreið sina. Við þessum vanda verður að bregðast af manndómi. Þjóðin verður að þrengja að sér um sinn, á meðan verið er að sigrast á erfiðleikun- um. Vonandi þarf það ekki að haldast lengi, þvi að margt bendir til þess, að hin versnandi við- skiptakjör verði ekki varanleg, heldur sé þetta aðeins timabundiö fyrirbrigði. Lifað um efni fram Erfiðleikarnir, sem hér er feng- izt við, eiga tvær meginorsakir. Annarsvegar eru hin versnandi viðskiptakjör út á við. Hinsvegar er það, að þjóðin hefur skammtað sér of riflega siðustu misseri, eða m.ö.o. lifað um efni fram. Þetta sést á þvi, að viðskiptahallinn við útlönd á sfðasta ári varð rúmir 15 milljarðar króna, þegar skip og flugvélar eru ekki talin meö. Hagskýrslur sýna, að rauntekjur launþega voru 8% meiri á árinu 1974 heldur en 1973. Lifskjörin hérlendis á siðasta ári munu hafa orðið einhver hin beztu i heimin- um. Þessu hefur fylgt meiri eftir- spurn eftir erlendum vörum en svaraöi útflutningstekjunum. Ef allt væri með felldu, ætti það þvi ekki að verða erfitt fyrir þjóðina aö sætta sig við nokkra kjara- skeröingu um sinn. Þrátt fyrir það ættu lifskjörin hér að geta verið betri en viðast annarsstað- ar. Það getur að visu verið nokkr- um vanda bundið, þegar menn eru orönir góðu vanir, að þurfa að þrengja eitthvað að sér. Það ætti mönnum þó jafnframt að vera ljóst, að betra er að gera það um stundarsakir, heldur en að kalla yfir sig annað verra i framtiðinni, vegna þess að ekki var brugðizt viö i tima. Það sést nú glöggt, að alltof langt var gengið i hækkun grunn- kaups á siöast liðnum vetri. Ástandið væri nú annað og betra, ef farið hefði verið eftir þeirri til- lögu vinstri stjórnarinnar á slðastl. vori, að ekki kæmi til framkvæmda sú grunnkaups- hækkun samkvæmt hinum nýju kjarasamningum, sem væri um- fram 20%. Vandrötuð leið Alþingi hóf störf sin að nýju slöastliðinn mánudag. Verkefni þess munu verða tviþætt að þessu sinni. Annars vegar mun það fjalla um ýms umbótamál, sem gefin eru fyrirheit um i stjórnar- sáttmálanum. Hins vegar verður það verkefni þess að fást við efna- hagsvandann. Það hefur raunar verið nær árlegt verkefni þings- ins, en að þessu sinni er vandinn þó meiri en oftast áður. Það er hinsvegar von manna, eins og áð- ur segir, að hann sé timabundinn að þessu sinni, og verður að sjálf- sögðu að taka mið af þvi. Þvi er það rétt, sem Ólafur Jóhannesson dóms- og viðskiptamálaráðherra sagði á fundi Framsóknarfélags Reykjavikur á dögunum, að hér má ekki gera ráðstafanir I flaustri, og gæta verður þess eftir megni, að ráðstafanir, sem gerð- ar verða, skapi ekki nýjan vanda i stað hins.sem þær kunna að leysa. Þetta hefur t.d. gerzt i ýmsum grannlanda okkar, þar sem. gripið hefur verið til mjög viðtækra samdráttarráðstafana i þvi skyni að hamla gegn verð- bólgu. Þar hafa þessar ráðstafan- ir skapað enn meiri vanda, at- vinnuleysið. Hér þarf þvi að reyna að finna vandrataðan meðalveg, sem hamlar gegn veröbólgu, en leiðir þó ekki til at- vinnuleysis. Afstaða Fram- sóknarmanna Ráðstafanir þær, sem Alþingi mun gera i efnahagsmálum, hljóta svo að mótast af þvi, hver verður niðurstaða samninga um fiskverð og kjaramál. Verkalýðs- hreyfingin getur ráðið miklu i þessum efnum, og afstaða hennar mun þvi móta hinar endanlegu aðgerðir Alþingis. Það er t.d. efa- laust, eins og áður segir, að hin mikla grunnkaupshækkun, sem samið var um i fyrra, er ein meginorsök vandans, sem nú er glimt við. Verði haldið áfram á svipaðri braut, hljóta nýjar vand- ræðaráðstafanir að fylgja I kjöl- farið, likt og varð á siðasta ári. Vonandi kemur ekki til þess. En þá verður lika að koma til móts við verkalýðshreyfinguna á þann veg, að næg atvinna verði tryggð og reynt verði að tryggja sem bezt afkomu láglaunastéttanna. Þetta siðara er hægt að gera með ýmsum hætti öörum en kaup- hækkun. Þær leiðir ber að athuga til hlitar, enda er nú unnið að þvi. Af hálfu Framsóknarflokksins erlögð megináherzla á aö næg at- vinna verði tryggö, en frumskil- yrði þess er aö tryggja rekstur at- vinnuveganna. Það er t.d. ekkert mikilvægara fyrir framgang hinnar nýju byggðastefnu en að tryggður sé sæmilegur rekstur nýju skipanna og hinna endur- bættu frystihúsa, en þetta tvennt hefur hleypt mestu fjöri i at- hafnalíf dreifbýlisins, ásamt út- færslu fiskveiðilögsögunnar. Það er nú mesta mál dreifbýlisins, að þessi nýju atvinnutæki verði nýtt sem bezt. 1 öðru lagi munu framsóknar- menn svo leggja áherzlu á að tryggja afkomu láglaunastétt- anna, og að þannig verði fylgt fram þeirri stefnu, sem mótuð var af ólafi Jóhannessyni með láglaunabótunum. Furðuleg skrif Furðuleg eru þau skrif Alþýðu- blaðsins, að efnahagsaðgerðir nú- verandi rikisstjórnar beinist einkum að þvi að bæta hag for- stjóranna, og þvi sé hún fyrst og fremst þeirra stjórn. í þessu sambandi er ekki úr vegi að minnast þess, að á árun- um 1967-1968 varð svipuð rýrnun á viðskiptakjörum og nú hefur orð- ið. Þá var Alþýðuflokkurinn I rikisstjórn, ásamt Sjálfstæðis- flokknum. Þá var gripið til efna- hagsráðstafana, sem höfðu það i för með sér, að stórfellt atvinnu- leysi skapaðist og landflótti hófst i stórum stil. Jafnhliða þessu varð mikil kjaraskerðing hjá lág- launafólki, án þess að nokkuð væri gert af opinberri hálfu til að rétta hlut þess. Eina aðgerð stjórnarvalda i þeim efnum var að afnema lögbindingu visitölu- bóta á laun, jafnt hjá hinum lág- launuðu og hálaunuðu. Nú er farið öðruvisi að. Nú hef- ur verið haft fullt mið af þvi I sambandi við allar efnahagsað- gerðir, að næg atvinna haldist i landinu. Nú hafa verið teknar upp lögbundnar láglaunabætur i fyrsta sinn. Leitazt verður við að fylgja þessum sjónarmiðum áfram i sambandi við þær efna- hagsaögerðir, sem kunna að verða nauðsynlegar. Það, sem hér er haft I huga, er fyrst og fremst það, að tryggja hag fólks- ins I landinu eftir þvi sem unnt er á erfiðum tlmum. Það er sannar- lega ekki gert i þágu neinna for- stjóra, þegar reynt er að tryggja rekstur hinna nýju skipa, sem flest eru meira og minna sameign fólksins I viðkomandi byggðalög- um. Það er verið að reyna að tryggja hag og afkomu þess fólks, sem þar býr, og renna þannig traustari stoðum undir byggða- stefnuna. Sama gildir, þegar ver- ið er að reyna að treysta undir- stööur iðnaðarins á þéttbýlis- svæðunum. Þá er verið aö tryggja afkomu iðnverkafólksins, þvi að stöðvun fyrirtækjanna yrði meira áfall fyrir það en forstjórana. Þannig má halda þessari upp- talningu áfram. Þannig miðar stjórnarstefnan að þvi að styrkja afkomu og hag fólksins en ekki forstjóranna. Fræðsla full- orðinna Meðal merkari mála, sem nú liggja fyrir Alþingi, er frumvarp frá Vilhjálmi Hjálmarssyni menntamálaráðherra um full- orðinsfræðslu. Meginefni frum- varpsins er að bæta skilyrði til þess að menn geti aukið menntun sina, helzt alla ævi, að loknu hinu venjulega skólanámi, eða utan þess. Þegar menntamálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu, fórust honum m.a. orð á þessa leið: „Vegna sibreytilegra starfs- hátta I þjóðfélagi nútimans þurfa menn að eiga þess kost að endur- hæfa sig i starfi, m.a. þeir sem um sinn hafa horfið frá vinnu ut- an heimilis, en hefja þau störf á ný, þegar aðstæður breytast, svo sem nú er orðið um margar kon- ur. Þótt menn af ýmsum ástæðum hverfi frá námi við lok skyldu- fræöslu, þá þarf að vera unnt að taka upp þráðinn á ný.efáhugi er á þvi. Einnig þurfa menn að eiga þess kost að verja tómstundum til náms, sér til aukins þroska og ánægju. Vafalaust er miklum vand- kvæöum bundið að veita skilyrði til sliks náms á þann hátt, að bæði veröi auðvelt fyrir þá, sem þess vilja njóta, og þó ekki um of kostnaðarsamt fyrir riki, sveitar- félög, einstaklinga og atvinnu- veitendur. 1 frumvarpinu er kveöiöskýrtá um, að fjárframlög af rikisins hálfu fari eftir þvi sem veitt sé i fjárlögum hverju sinni, en þó eigi lægri fjárhæð árlega en sem svarar 5% af þeirri heildar- fjárhæð, sem varið sé til mennta- mála, og er hér tekið mið af fjár- framlögum til þessara mála á Norðurlöndum. Samkvæmt fjárlagafrumvarp- inu fyrir árið 1975 eru áætlaðir til menntamála um 7.5 milljarðar króna. Framlag til rikisins til fulloröinsfræðslu yrði þá sam- kvæmt þessum hugmyndum um 375 milljónir króna árið 1975 Framlög til fullorðins fræðslu i Danmörku árið 1972-1973, munu hafa numið sem svarar um 20 milljörðum islenzkra króna, eða um 4 þús ísl. kr. á hvern ibúa Danmerkur. í Finnlandier fram- lagiö sem svarar um 3.000 Isl. kr. á hvern ibúa i Noregi um 3,500 kr. I Svíþjóð um 5.500 kr. á ibúa.” Rammalög Menntamálaráðherra sagði enn fremur: ,,Nú þegar lög um grunnskóla og lög um skólakerfi hafa verið samþykkt, þarf að fara fram endurskoðun alls skólakerfisins, og er það verk ýmist hafið eða i undirbúningi. Samhliða er æski- legt, að komið verði hagfelldu skipulagi á fullorðinsfræðslu. Hún hefur til þessa einkum farið fram I námskeiðum og námsflokkum, bréfaskólakennslu og útvarps- kennslu, en I of litlum mæli. Þá hefur og verið gerð tilraun með svonefnda „öldungadeild” við menntaskólann I Hamrahliö I samræmi við ákvæði laga um menntaskóla. Frumvarp þetta er fyrst og fremst miðað við, að sett veröi rammalöggjöf, er fylla megi út I með reglugerðarákvæðum, innan þeirra marka, sem Alþingi ákveður. Er miðað viðy að þar sem um frumsmið er að ræða I lagasetningu, þurfi að breyta ýmsum atriðum eftir þvi sem reynsla segir til um. Hvaða form sem menn telja hyggilegast að hafa á fullorðins- fræðslu, þá þarf að setja henni lagareglur, sem tryggi ákveðin fjárframlög. Einnig þarf að tryggja, að mönnum nýtist námiö til vissrar réttindaöflunar t.d. starfsréttinda eða frekara náms, og að tryggð séu gæði þess náms- efnis, sem fram er boðið og nýtur styrks af almannafé”. Að öllu þessu er stefnt með frumvarpinu um fullorðins- fræðsluna.'og er hér þvi um hið merkasta mál að ræða. Andleg fátækt og mannrækt Umræður snúast nú mjög um efnahagsmálin, en fleira þarf þó að gefa gaum. Ólafur Jóhannes- son, formaður Framsóknar- flokksins, vék að þessu I ára- mótagrein sinni. Hann sagði: „Þegar litiðer til næsta árs, eru horfur um efnahagslega afkomu mörgum, og þá ekki hvað sizt stjórnmálamönnum, efst i huga. Þaö er eigi óeðlilegt. En vissulega má það ekki gleymast, að við lif- um ekki af brauði einu saman. Það þarf lika að leiða hugann að hinum andlegu afkomuhorfum, ef svo má segja. 011 ytri skilyrði sýnast vera fyrir hendi til and- legrar grósku i þjóðlifinu. Og vafalaust má benda á ýmsar framfarir á þvi sviði. Ýmiss kon- ar menningarstarfsemi stendur I blóma. Eigi að siður virðist ástæða til að vera á verði i þeim efnum, ekki siður en á vettvangi efnahagsmála og athafnalifs. Það er sums staðar vottur að fátækt á andlega sviðinu. Og ég held, að sumt af þvi, sem miður fer i þjóð- lifinu, megi rekja til þeirrar innri, andlegu fátæktar. Ég nefni aðeins ýmiss konar óreglusemi og rót- leysi, að ógleymdri ofbeldis- hneigð og hryðjuverkum. Og ætli hin taumlausa vinnautn og óreglusemi eigi ekki stundum rót að rekja til eirðarleysis og ein- hvers konar leiðinda — lifsflótta? Ætli þetta sé ekki I sumum tilfell- um sprottið af skorti á innri full- nægingu — af vöntun á lifsfyll- ingu? Þessi hlið mannlifsins má ekki gleymast. Hún er ekki aðeins verkefni fyrir uppalendur — heimili, skóla og kennimenn —■ heldur fyrir okkur öll — þjóðina alla. Og þó að tal okkar snúist oft mest um efnahagsmálin, eru vandamálin, e.t.v þegar alls er gætt, ekki siður hugarfarslegs eölis og orsakir efnahagsvanda eiga kannske að einhverju leyti upptök sin á huglægu sviði ef grafið er fyrir ræturnar, má rekja þær til breyttra viðhorfa og ann- ars gildismats en áður rikti. Þessum viðfangsefnum I sinum margvislegu myndum þarf að gefa gaum á komandi ári. Það þarf að muna eftir mannræktinni ekkert siður en efnalegu afkom- unni. Með þeim ásetningi skulum við heilsa nýju ári.” Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.