Tíminn - 02.02.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.02.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 2. febrúar 1975. Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur H\ að gera þau í tómstundunum? Greinai Hollt er í heimaranni Rætt við Ólaf Jóhannesson, dóms- og viðskiptamálaráðherra, sem á sínar beztu tómstundir á heimili sínu á síðkvöldum með bók í hönd ....og iðka þvi ekkert það hjástund, sem helzt virðist i tizku...” Dómsmálarábherra á stórt og ágætt bókasafn. Hér er hann aö koma einni bók fyrir á slnum staö, og þaö leynir sér ekki, aö hann hefur mæt- ur á þvi, sem fyrir framan hann er. Tlmamynd Gunnar. — Veiöir þú ekki stundum lax, þegar þú ert úti i sveit á sumrin? — Nei, ekki hefégenn tekið þessa bakteriu. Þó er ekki svo aö skilja aö ég hafi aldrei á ævi minni veitt silungsbröndu eöa lax, en ég er hvorki veiöimaöur, hestamaöur, kvennamaöur, sagnamaöur né samkvæmismaöur, og iöka þvi ekkert þaö hjástund, sem helzt viröist I tfzku um þessar mundir, og slyngum stjórnmálamönnum er stundum taliö vænlegt til gengis. Aö visu hefur þeim sum- um oröiö hált á konunum, einkan- lega þeim engilsaxnesku, en þaö eru nú llklega leifar frá Viktoriu- siögæöinu, þegar mannleg náttúra var ekki viöurkennd nema bak við læstar dyr og I myrkri. Ég er sem sagt mjög hversdaglegur maður, þó aö sitt- hvaö hafi á dagana drifiö á langri leiö. — Nú hefur þú hlotiö þá menntun sem velferöarþjóöfélög okkar tima þykjast bezta geta boöiö, þaö er aö segja stúdentsmenntun og embættispróf frá háskóla. Beindist hugur þinn snemma aö þvi aö ganga þessa braut? — Já, þetta var frá upphafi minn draumur, og sá draumur rættist. ÓLAFUR JÓHANNES- SON, fyrrum forsætis- ráðherra, var um langt árabil prófessor við Há- skóla íslands, en sinnti auk þess stjórnmálum og ýmsum öðrum opin- berum störfum. Á hin- um siðari árum hafa þingmennska og ráðherradomur verið hans aðalstörf. — Allt eru þetta erfið störf og umfangsmikil og varla munu þau vera áhyggju- laus. Það er jafnvel ekki ólfldegt að mönnum, sem slik verk vinna, séu tómstundir ennþá dýr- mætari en okkur, hinum almennu þegnum þjóðfélagsins. — Þess vegna skulum viö láta fyrstu spurninguna hljóöa á þessa leiö: — Hvað hefur þú, dómsmála- ráöherra, einkum gert þér til hviidar og hressingar, þegar hversdagsönnum sleppir? . — Þegar ég lit yfir farinn veg, finnst mér ég eiginlega aldrei hafa átt neinar tómstundir. Það kom af sjálfu sér, þegar ég var viö nám, þá þurfti ég aö nota hverja stund til þess að vinna fyrir mér, þegar frl gafst frá kennslubókunum. Þegar ég svo haföi lokiö námi, og allt fram á þennan dag, hef ég verið svo lán- samur, aö störf min hafa veitt mér mikla ánægju, og þess vegna á ég ekki svo mjög auðvelt meö aö kveöa á um, hvaö hafi veriö tómstundavinna og hvaö aöal- starf. Lengst af var ég kennari við há- skólann, og þá skrifaði ég nokkrar bækur og ritgerðir um fræöigrein mlna. Aö þeim vann ég aö sjálfsögðu jöfnum höndum utan míns fastákveðna vinnutima. Þann tima, sem ég hef gegnt ráöherraembætti, hafa ekki margar tómstundir gefizt, en þaö starf er óneitanlega myndauöugt og ánægjulegt aö ýmsu leyti. Las á barnsaldri Óðin og Alþingis- tiðindi — Einhverjar tómstundir munu þér nú samt gefast ööru hvoru? — Já. Það væri ekki rétt aö segja aö ég heföi aldrei átt þær neinar. — Og til hvers hefur þú helzt notaö þær? — Ég hef fyrst og fremst notað þær til þess að lesa bækur. Ég fékk ungur ást á bókum og hef alla jafna reynt að lesa eins mikiö og tími hefur gefizt til, og hef haft mesta ánægju og hvíld af þvl að vera á mínu heimili I kyrrö og ró og lesa bækur. — A hvaöa bókmenntagrein hfur þú haft mestar mætur? — Ég get eiginlega sagt, að ég hafi alltaf veriö alæta, á bækur, ég hef lesið þaö, sem ég hef náö til og komizt yfir timans vegna, las t.d. talsvert I Alþingistlðindum innan viö fermingu. Þegar ég var ungur drengur, komst ég I aö lesa ööiij. • gamla, en faöir minn keypti þaö rit. Þá vaknaöiáhugiminn á ættfræði, og ég hef haldið honum siðan, þótt langt sé frá þvi, að ég telji mig ættfræöing eða hafi lagt skipulega stund á ættfræöi sem fræöimaður á þvl sviöi. Þessu næst nefni ég bækur um sögulegan fróðleik, æviminningar og annaö slikt. Ég hef að sjálf- sögöu llka þurft aö lesa mikiö af bókum, sem varöa mina fræöigrein, lögfræöina, og mikið af þvl hef ég aö sjálfsögðu lesiö I tómstundum, þótt varla vilji ég telja þaö allt skemmtilestur. En þegar ég vil hvíla mig verulega vel, og eins þegar ég er á ferða- lögum, þá tek ég meö mér ein- hverja góöa leynilögreglusögu, eina eöa fleiri, og les þær. Ekki af söfn- unarástriðu — Þú hefur auövitaö á unga aldri kynnzt okkar átrúnaöargoöum, skáldunum, sem voru uppi á nitjándu öld og um aldamótin? — A yngri árum minum las ég ekki neitt sérlega mikið af skáld- skap. Það er miklu frekar nú i seinni tiö, aö ég rifja upp þann skáldskap, sem ég haföi áöur lesiö og reyndi jafnframt aö kynnast nýjum. — En þú átt mikið af fagur- bókmenntum? — Ég hef reynt að eignast bækur, og þaö meira að segja I talsvert rikum mæli, en þó er ég ekki bókasafnari I venjulegri merkingu þess orðs. Ég er ekki safnari á neinu sviöi, og bækur minar eru hér og þar, sumar niðri I kössum, og það kemur oft fyrir, aö égveit ei hvar ég á að leita, þegar mér dettur I hug einhver ákveðin bók, sem ég vil lita i. — Þegar ég verö komin á eftirlaun, ætla ég aö fara aö sinna bókum mtnum, skipuleggja safnið og raöa þvl upp. Mér hefur alltaf veriö mikil afþreying og hvild i • þvi aö lesa skáldskap, bæöi i bundnu máli og óbundnu, og skáldsögur hef ég margar lesiö — bæöi góöar og lélegar. — Þú ert þá einn þeirra öfunds- veröu manna, sem kaupa bækur af þvi aö þá langar til þess aö lesa þær, en ekki til þess aö eiga þær sem safngripi I hillum? — Já, þaö er aö þvi leyti rétt, að ég hef aldrei lagt stund á að eignast bækur af söfnunarástriðu. Hins vegar hefur mikiö safnazt aö mér af bókum, þótt ég hafi ekki raðaö þeim upp, fremur en t.d. þeim frimerkjum, sem ég hefi eignazt. — Þú sagöist hafa lesiö fremur litiö af skáldskap á þinum yngri árum. En hvaöa höfundar heldur þú aö hafi orðiö þér hugstæöastir, þegar þú varst aö vaxa upp? — Þeirri spurningu á ég erfitt meö aö svara. Kemur þar hvort tveggja til, að ég tel mig ekki neinn fræöimann á því sviöi, þótt ég hafi yndi af skáldskap, og svo hitt, aö hvert skáld hefur slna kosti og annmarka, sem oft er erfitt aö meta eða gera upp á milli. Þó hef ég tilhneigingu til þess að setja þá efsta á blað, Einar Benediktsson, Stephan G. Stephansson og Matthías Jochumsson. En þá eru llka margir ótaldir, sem kannski væri alveg eins mikil ástæöa til þess aö nefna. ,,Og hvergi hef ég séð síika kvöld- fegurð.......” — Fieira munt þú hafa gert i tómstundum þinum en lesa bækur? — A sumrin dunda ég I garðinum minum, og skipulagöi. hann I upphafi. Þaö er liklegá sveita- maöurinn I mér, sem þar fær út- rás. Áöur fyrr greip ég reyndar stundum I heyskap, en nú eru komnar vélar og ný vinnubrögð svo aö ég get þar ekki lengur gert neitt gagn, og er nánast eins og þorskur á þurru landi. Ég hef lika löngum fylgt þeirri venju að ganga úti, þegar tækifæri gefst til. Ekki vil ég þó láta neinn halda, að ég sé náttúruskoöari, og ég geng ekki á fjöll eöa f jörur. Hins vegar læt ég þaö eftir mér, hvernær sem ég get, að ganga um nágrenni mitt, þar sem ég er staddur hverju sinni. Og mér finnst alltaf vanta mikiö I daglegt lff mitt, þegar ég get ekki komiö þessu við. Hér fyrr á árum áttum viö hjónin lltinn sumarbústað noröur I Fljótum. Við fórum þangaö á sumrin á meöan börn okkar voru ung, og þá nutum viö öll útivistar. Mér þóttu þeir dagar harla góöir. — Er þaö ekki óhentugt fyrir þann, sem á heima I Reykjavik, aö eiga sumarbústaö alla leiö noröur í Fljótum? — Jú, það er alltof langt til þess aö maöur geti notiö sumarhúss sins eins oft og æskilegt er. i rauninni hef ði ekki verið neitt vit i þessu, nema fyrir þær sakir, að á þessum árum kenndi ég við há- skólann, og þar af leiðandi var sumarfrí mitt lengra og sam- felldara en síðar varð. Það tekur þvi varla aö ferðast svo langa leiö meö börn og nauösynlegasta út- búnaö, ef ekki er hægt að dveljast á staönum I nokkrar vikur sam- fleytt. Hins vegar er mikið aö sækja I Fljótin, ekki sizt aö sumrinu, þvi aö sveitin er óvenju- fögur. Og hvergi hef ég séö slíka kvöldfegurö sem þar — en að visu er ég ekki óhlutdrægur dómari I þeim efnum, þvi aö þarna eru minar æskustöðvar, og þær þykja mönnum jafnan fagrar. Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaf]

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.