Tíminn - 02.02.1975, Síða 17

Tíminn - 02.02.1975, Síða 17
Sunnudagur 2. febrúar 1975. TÍMINN 17 Alþjóðleg aksturskeppni hér á landi? Henry Liddon ræöir hér viö formann FtB, Eggert Steinsson verkfræö- ing. Timamynd: G.E. gébé—Reykjavik. — Hér á landi er nú staddur Henry Liddon, þekktur brezkur þátttakandi i aksturskeppnum. Liddon er hér i boöi Félags Isl. bifreiöaeigenda til aö kynna sér aöstööu hérlendis til væntaniegrar aksturskeppni hér á landi fyrir erlenda aðila. Henry Liddon er einn af kunn- ustu mönnum, sem taka þátt i aksturskeppnum eða Rally- keppnum, eins og þær eru venju- lega nefndar. Hann hefur fengizt viö þetta i 15 ár og starfað við það eingöngu mest af þeim tima. 1 Rally-keppni eru tveir menn i hverjum bil. Annar ekur en hinn lýsir leiðinni og les á kort. Hefur Liddon það starf með höndum. Hann hefur ekið með mörgum kunnustu Rally-bifreiðarstjórum heims, svo sem Altonen, Makin- en, Mikkola, Paddy Hopkirk, Roger Clark og Sandro Munari, sem vann Monte Carlo keppnina fyrir stuttu. Liddon hefur sigrað tvisvar i Monte Carlo, með Hopkirk 1964, og Altonen 1967, I bæði skiptin á Mini-bílum. Þá hefur hann einnig sigrað i ýmsum öðrum Rally- keppnum. Hann segir, að sig langi mest að vinna Safari-Rally I Afriku. Liddon starfar nú hjá Ford og Peugeot og ekur aðallega i Ford Escort og Peugeot 504 bil- um i keppnum. — Þetta er I fyrsta skipti sem ég kem til Islands, sagði Liddon við blm. Timans. — Ég er nýkom- inn frá Afriku, hitabreytingin er geysileg! Ég fór i bilferð út á Reykjanes með mönnum frá FÍB og þar festumst við illilega I snjónum og það tók nokkurn tima að losa okkur aftur. Sagði Liddon einnig, að hann sæi ekkert þvi til fyrirstöðu að halda aksturskeppni hér. Vestur- Evrópa er orðin svo þéttbýl, að erfitt er að koma við Rally- keppnum, þar sem bezt þykir að keppa á slæmum vegum og fáförnum. Og af þeim ættuð þið að hafa nóg hér á landi! í Rally-keppnum er keppt á venjulegum bilum, sem stundum er leyft að breyta eitthvað, eftir sérstökum alþjóðlegum reglum, sem um það gilda. Er keppt i hraðakstri á vissum lokuðum vegarköflum, sem venjulega eru erfiöir yfirferðar, krókóttir og vandfarnir. Bilarnir eru sendir af staðeinn og einn i einu, venjulega með minútu millibili. Á milli þessara sérstöku keppnisleiða aka bilarnir eftir venjulegum þjóövegum á venjulegum umferöarhraða. Þannig keppni reynir á þol bilsins við óvenju- legar aðstæður. Margar bilaverk- smiðjur telja sig fá meiri reynslu úr slikri keppni en fæst á reynslu- akstursbrautum. Ekki hefur það minna gildi, að i slikri keppni fá ökumenn mikla reynslu i akstri við mismunandi aðstæður. Þetta vekur menn til umhugsunar um bættar aðferðir i akstri, tæknilega uppbyggingu bilsins og þau tak- mörk sem þessu tvennu eru sett. Til að vinna að undirbúningi þessa máls, hefur FIB stofnað vinnuhópa. Fjalla þeir um tæknimál, hæfni ökumanna, fræðslumál, öryggismál og fleira. í þessum hópum starfa menn með sérfræðilega þekkingu á ein- hverju þvi sem snertir þetta mál. Þegar er farið að stunda bila- iþróttir hér á landi. Þvi miður hafa þær fengið útrás i kappakstri i borgum og á þjóðvegum, án nokkurs eftirlits með ástandi bila og kunnáttu ökumanna, oft með hörmulegum afleiðingum. FIB hefur þvi komizt að þeirri niður- stöðu, að nauðsynlegt sé aö koma skipulagi á þessi mál. Telur félagið, að fenginni reynslu nágrannalánda okkar, heppilegt fyrir umferðarmenningu i land- inu, skilning á notkun bila og til að veita útrás keppnisþörf manna, að hér verði komið á fót keppni i Rally-akstri. Þá telur félagið nauðsynlegt að einn aðili hafi með höndum eftirlit og skipulagningu i slikri keppni svo að ekki skapist hættur. Ætlunin er að byrja á þessu I smáum stil og verði keppendur að mestu eða öllu leyti tslendingar. Þegar reynsla er fengin kemur mjög til greina að stofnsetja hér alþjóðlegt „Rally”. Það myndi svo hafa i för með sér mikinn fjölda gesta til landsins. Auðvelt er að halda slika keppni að vori eða hausti til, utan mesta ferðamannatimans, og gæti þvi orðið til að lengja nýtingartima hótela, ekki aðeins á Reykja- vlkursvæðinu, heldur um allt land. Ástæða er til að ætla að mikill áhugi sé á sllkri keppni hjá út- lendingum. FÍB fyrirhugar að halda fyrstu^ Rally-keppnina hérlendis i maí i vor. Kveikjuhlutir í flestar tegundir bíla og_vinnuvé(a _ frá Evrópu og Japan. Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun - 8-13-51 verkstæöi ■ 8-13-52 skrifstota Permobel Blöndum bílalökk I3LOSSL Skipholti 35 ■ Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa * Búfjdrmerki BÆNDUR — Nú er rétti timinn til að panta búf jármerkin vel þekktu. Töluröð öðrum megin allt að fimm stafa tölum. Lágmarksröð 50 stk. Notið bæjar- númer, sýslubókstaf og hreppsnúmer á hina plötuna, ef þess er kostur. Pantið rétta liti. ÞORHF REYKJAVIK SKOIAVOROUSTIG 25 TRAKTORAR Gagnkvæmt tryggingafélag ? Já, Samvinnutryggingar g.t. eru gagnkvæmt tryggingaíelag.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.