Tíminn - 02.02.1975, Síða 18

Tíminn - 02.02.1975, Síða 18
18 TíMINN Sunnudagur 2. febrúar 1975. legt var, aö Eiríkur færi strax næsta dag, ef byr yrði góður. Hvers vegna kom hann ekki heim núna seinasta kvöldið? Guð einn vissi hve lengi hún fékk að halda drengjunum sínum: Líf ið á sjónum var svo miklu hættu- samara en hana hafði nokkurn tíma grunað. Enginn vissi, hvort skipin kæmu til baka. Henni varð þyngra og þyngra í skapi. Hún var ein- mana, og það var svo þögult og f álátt uppi í mannlausri ef ri byggðinni. Lækirnir seytluðu niður ásinn, og einn og einn f ugl kvakaði á kvisti. Sólin hvarf í annarlega móðu í vestrinu, þótt himinninn væri annars allur heiður. Hún gat ekki gert sér grein fyrir því, hvers vegna hún var svona döpur og klökk, þótt drengirnir væru á förum, því að það var ekki annað en hún átti að venjast, að þeir kæmu og færu á hverju ári. En nú var eins og sársauki kveðjústundanna á öllum liðnum vorum settumstað henni Tárin byrjuðu að síga fram í augun og seytla niður kinnarnar í æ stríðari straumum. Loks lagðist hún f ram á borðið og byrgði andlitið í höndum sér og grét sárt. ,,Þessi er nú djarfastur þeirra allra. Sko hvernig hann liggur þráðbeinn og teygir frá sér hendur og fætur!” Katrín hafði líka fylgzt með þessu djarfa tiltæki mannsins. Henni var hálf-órótt innan brjósts vegna drengjanna sinna, og hún gat ekki annað en hugsað um það, hvernig það mundi vera að klifra um rár og reiða i náttmyrkri og stormi. Og hún var gröm þessum angur- gapa þarna uppi á sigluhnokkanum. Það var svo heimskulegt, að stofna lífi sínu í hættu að nauðsynja- lausu. Allt í einu hrópuðu stúlkurnar: ,,Þetta er Eiríkur — Eirikur sæti!" Katrín hrökk í kút. Guð komi til: var þetta Eiríkur — drengurinn hennar sem lá þarna i lausu lofti í svimandi hæð? Hún var sem negld við klettinn, sem hún sat á, og starði án af láts á hann. Hann var nú að byrja að renna sér niður sigluna, komst heilu og höldnu að kaðal- stiganum, en hvers vegna hélt hann ekki áfram niður á þiljur? — Nei, hann þurfti að fikra sig út á hverja rá og lesasigupp og niður hvert einasta stag. „Guð, guð, guð, guð!" tautaði Katrín upp aftur og aftur. Hún hafði aldrei fyrr beðið svona innilega.Loks renndi drengurinn sér niður á þilfarið og hvarf henni sjónum. Það var eins og þungu fargi væri af henni létt. „Ég get ekki hindrað það, að þeir geri annað eins og þetta, því að auðvitað er tilgangslaust að ætla að telja um fyrir þeim, en ég vil hvorki sjá það né af því vita", sagði hún við sjálfa sig. En þegar hættan var liðin hjá og hún varð þess vör, hvílíka aðdáun fífldirfska sonar hennar vakti meðal stúlknanna, gat hún ekki varizt því að vera dálítið upp með sér. Hann var bæði hugrakkur og fimur, hugsaði hún, en ennþá verri yrði þó Gústaf, ef hann byrjaði á þessu líka. En seinna um kvöldið var eins og alls konar hugarvíl sæktu á hana. Ótal áhyggjur flögruðu að henni. Senni- Eiríkur kom hljóðlega inn. Katrin heyrði ekki fótatak hans, en hún varð samt nærveru hans vör. Hann stóð við eldavélina með hendur fyrir aftan bak og starði á móður sína. Honum datt hvað eftir annað í hug að spyrja, hvað amaði að henni en gat ekki fengið sig til þess. Svo settist hann þegjandi við borðið. Katrin leit á hann tárvotum augum. Augu hans mættu augum hennar í löngu, alvöru- þrungnu tilliti. „Hvers vegna grætur þú, mamma?" spurði hann lágt. „Ég veit það ekki, Eiríkur....Ég....ég...ég er svo sorgbitin þegar þú ert að fa-fara aftur". Eiríkur svaraði ekki. Eftir stundar þögn mælti Katrín: ,, Lof&ðu mér því að skrif a mér of t, Eiríkur". „Því lofa ég, Ég skal skrifa eins oft og ég get". „Þakka þér fyrir. — Eiríkur!" „Já?" ,, Vertu svo vænn að f ara ekki í úthaf ssiglingar". „Ég hef ekki hugsað mér að ráða mig á langferðaskip. En samt sem áður finnst mér endilega eins og ég eigi einhverja langferð fyrir höndum". „Hvernig þá?". „Ég veit það ekki — kannski er það tóm ímyndun. — Heldurðu, að eplatréð mitt standi sumarið af?". „Eplatréð þitt? Hvers vegna ekki? En það er nú reyndar ekki farið að blómgast enn — Hvers vegna dettur þér eplatréð þitt allt í einu í hug?". „O, það hvarflaði nú svona að mér. Það stendur víst varla sumarið út". ,,0-jú. ég held, bara að það sé stöðugast af þeim. Ég skal hirða vel um það, og þá færð þú kannski epli, þegar þú kemur heim í haust. Þau eru orðin svo stór, að við getum vonazt eftir eplum í ár". „Já....Mamma!". „Já?". „Ég verð að kveðja þig núna. Engmann vill, að við HVELL G E I R I D R E K I K U B B U R 1:111 iiil Sunnudagur 2. febrúar 8.00 Morgunandakt, Séra Sigurður Pálsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög Henry Hansen og félagar leika norræna þjóðdansa og barnadansa, Drengjakórinn i Vinarborg syngur og pianókvartett leikur sigild lög. 9.00Fréttir. Otdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). 11.00 Messa i Dómkirkjunni á bibliudegi þjóðkirkjunnar Prestur: Séra Öskar J. Þorláksson dómprófastur. Organleikari: Ragnar Björnsson. 12.15 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Úr sögu rómönsku Amerfku Sigurður Hjartar- son skólastjóri flytur fimmta hádegiserindi sitt: Brasilia og Argentina. 14.15 Að vestan og austan Þáttur i umsjá Páls Heiðars Jónssonar: fyrri hluti. 15.00 Miðdegistónleikar, Frá tónleikum alþjóðlega tón- listarráðsins I Paris i fyrra. Flytjendur: Dietrich Fischer-Dieskau, Yehudi Menuhln, Rafael Pujyana, Mstislav Rostropovitsj, Gerald Moore og Wilhelm Kempff. — Arni Kristjáns- son kynnir. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Skáldið frá Fagraskógi — áttatiu ára minning Áður útvarpað 21. f.m. Árni Kristjánsson segir frá kynn- um slnum af Davið Stefáns- syni. Kristin Anna Þórarinsdóttir, Óskar Hall- dórsson og Þorsteinn ö. Stephensen lesa úr ritum skáldsins, flutt verða lög við ljóð Daviðs og skáldið sjálft les eitt kvæða sinna (af hljómplötu). — Gunnar Stefánsson tekur saman þáttinn. 17.25 Norski karlakórinn A’Capella syngur norsk lög Jenö Jukvari stjórnar. 17.40 tJtvarpssaga barnanna: „Strákarnir sem struku” eftir Böðvar frá Ilnifsdal. Valdimar Lárusson les (4). 18.00 Stundarkorn með bassa- söngvaranum Alexander Kipnis Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. , 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Þekkirðu land?” Jónas Jónasson stjórnar spurningaþætti um lönd og lýði. Dómari: Ólafur Hans- son prófessor. Þátttak- endur: Pétur Gautur Kristjánsson og Pálmar Guðjónsson. 19.50 Sinfóniuhljómsveit ís- lands leikur I útvarpssal 20.25 Erkibiskup og Davlðs harpa. Séra Sigurjón Guð- jónsson fyrrum prófastur flytur erindi um Johan Olof Wallin biskup i Uppsölum. 21.00 Tónlist eftir Arthur Honegger. 21.35 Spurt og svarað 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Danslög Mánudagur 3. febrúar 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05: Valdimar örnólfsson leikfimikennari og Magnús Pétursson pianóleikari. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. landsmálabl.), 9.00 og 10.00. Morgunbænkl. 7.55: Séra ArniPálsson flyt- ur (a.v.d.v.) Morgunstund barnanna kl. 9.15: Bryndis Viglundsdóttir lýkur lestri þýðingar sinnar á sögunni ,,í Heiðmörk” eftir Robert Lawson (12). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Búnaðarþáttur 10.25: tJr heimahöguni: Helgi Jónas-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.