Tíminn - 02.02.1975, Side 20

Tíminn - 02.02.1975, Side 20
20 TÍMINN Sunnudagur 2. febrúar 1975. O ÚRSLIT SKOÐANAKÖNNUNNAR NÚ-TÍAAANS Rúmlega 300 atkvæðaseðlar bárust Nú-timinn i dag er helgaöur skoöanakönnun okkar um 10 beztu LP-plötur úrsins 1974. Við höfum úkveöið að birta smá- greinar um hverja þá hljóm- sveit og hvern þann iistamann, sem á plötur á listanum yfir 10 beztu LP-plöturnar. Ekki er rúm til þess aö birta ailan iist- ann aö þessu sinni og þvi mun- um viö geyma aðaltrompin til næsta sunnudags, en þaö eru plöturnar, sem eru í sætunum frá nr. eitt til nr. fimm. Hér á siðunni birtum viö smá- greinar um þá, sem standa að plötunum, sem lent hafa i sæt- unum frá sex til tiu. Mjög mikil þátttaka var i skoöanakönnun okkar og i raun og veru óvenjumikil, ef tekið er miö aö svipuðum könnunum, sem aörir aðilar hafa gengizt fyrir. 335 atkvæðaseðlar bárust þættinum og tæplega 80 LP-plöt- ur fílutu atkvæði. Sýnir þetta að mjög mikil breidd er i poppinu. Til gamans reiknuðum við út meðalaldur þeirra, sem tóku þátt i könnuninni og kom þá i ljós, að hann var rúm sextán ár. Rúmlega 60% aðsendra at- kvæðaseðla var utan af landi. Af þeim plötum, sem hér eru tilgreindar i sætunum nr. 6 til nr. 10, kemur kannski mest á óvart, að Roger McGuinn skuli hafna með plötu sina Peace on You i 6. sæti. Hver ástæðan er fyrir þessu er erfitt að henda reiður á, þar sem alltaf hefur veriö talið, að Byrds-hópurinn hafi frekar litlum vinsældum átt að fagna hér á landi. Þó má ekki gleyma þvi, að Peace on You hlaut mikið lof gagnrýnenda Nú timans, og var önnur tveggja platna sem hlaut hæstu einkunn i hljómplötudómum okkar á sið- asta ári. Til gamans og fróðleiks get- um við ekki látið hjá liða að birta nöfn á þeim LP-plötum sem höfnuðu í sætunum frá nr. 10 til nr. 25. 11. Langspil. —Jóhann G. Jóhannsson. 12. 461 Ocean Bulivard. — Eric Clapton. 13. Brujo. — New Rid- ers of the Purple Sage. 14. Wonderworld. — Uriah Heep. 15. Diamond Dogs. — David Bowie. 16. Welcome back my friends.... — Emmer- son, Lake og Palmer. 17. Stormbringer. — Deep Purple. 18. Cicago VII. — Cicago. 19. Old, borrowed and New. — Slade. 20. Upphafið. — Þokka- bót. 21. Don’t be fooled by the name Georgie. 22. Burn. — Deep Purple. 23. Kinamo my House. — Sparks. 24. Tales from topo- crapic ocean — Yes. 25. Not Fragile. — Backman, Turner, Overdrive. Nr. 6 Peace on You Roger AAcGuinn ROGER MCGUINN hóf frægðarferil sinn í heimi popps og rokks þegar hann stofnaði hljóm- sveitina The Byrds, en áður hafði hljómsveitin heitið ýmsum nöf num s.s. The Jet Set og The Bee- featers. The Byrds urðu heims- frægir á laginu ,,Mr. Tambourine Man" árið 1965 og síðar hafa þeir veriðtaldir sú hljómsveit, sem hvað mestan þátt hefur átt í að breyta rokktónlistinni og beina henni inn á nýjar brautir. Má í því sambandi nef na, Fólk-rokk-stefnuna, sem þeir eru upphafamenn að. Þau átta ár sem Roger McGuinn hélt Ilfinu I The Byrds skóp hann hljómsveitinni mjög verðugan sess I poppheiminum. Nokkrar mannabreytingar uröu á Byrds I gegnum öll þessi ár, — en aö lokum fór þó svo, aö hljómsveitin leystist upp og hver hélt I sina átt. Roger McGuinn kallaði sig allt til ársins 1968, Jim McGuinn en breytti Jim-nafninu þá i Roger og hefur haldið þvi siðan. Raunar heitir maðurinn þó James Joseph McGuninn og er fæddur 14.7. 1942 i Chicago. Eftir að The Byrds leystust upp hefur Roger McGuinn sent frá sér tvær sólóplötur, sem hafa fengið ágætar viðtökur. Peace on You, sú plata sem hafnaði i skoðanakönnun okkar i 6. sæti hefur hlotið verðskuldaða athygli og þvi skal ekki gleyma, að hún fékk hæstu einkunn gagnrýnenda Nú-timans á sin- um tima. Byrds og þá Roger McGuinn- gáfu út eftirtaldar plötur: Mr. Tambourine Man 1965, Turn Turn Turn 1965, Fifth Dimension 1966, Younger Than Yesterday 1967, Greatest Hits 1967, Notorious Byrds Brothers 1968, Sweetheart of The Rodeo, 1968, Dr. Byrds and Mr. Hyde 1969, Ballad of Easy Rider 1969 Untitled (2 LP) 1970, Byrdsmania 1971, Farther Along 1971, Roger McGuinn hefur sjálfur gefið út tvær LP- plötur frá 1971: Roger McGuinn 1973 og Peace on You 1974 Nr. 7 War Child Jethro Tull UPPRUNA JETRO TULL má rekja til Black- pool árið 1967 þegar lan Anderson, John Evan, Jeffrey Hammond- Hammond, Barrimore Barlow og Glenn Cornick stofnuðu hljómsveit, sem hlaut nafnið John Evan Band. Skömmu eftir stofnun hljóm- sveitarinnar hélt hún til Lundúna I hljómpiötuupptöku. En deilumál risu innan hljóm sveitarinnar I stúdióinu og tveir hijómsveitarmeölimir John Even Bands, gengu út og stofnuðu aöra hljómsveit. Þaö voru þeir Ian Anderson og Glenn Cormick. Hljómsveit sina nefndu þeir Jetro Tull og til liös viö sig fengu þeir gitarieik- arann Mick Abrahams og trommuleikarann Clive Bunker. Anderson lék á flautu, píanó, gitar og fleiri hljóöfæri og Cornick var bassaleikari hljóm- sveitarinnar. Nafniö Jetro Tuil er komið frá frægum bónda sem uppi var á 18. öld. t lok ársins 1968 yfirgaf Abra- hams hljómsveitina og fyrst um sinn leysti Tony Iommi (núverandi gitarleikari Black Sabbath) hann af, en siöar tók viö af honum náungi aö nafni Martin Barre. Eftir aö hijómsveitin haföi gefiö út 3 piötur kom John Evan inn i hljómsveitina sem hljóm- borösleikari, og um svipaö leyti hætti Glenn Cornick og Jeffrey Hammond—Hammond kom I hans staö, Næst var þaö Clive Bunkier, sem hætti og inn kom Barri Barlow. Þar meö voru hinir uppruna- legu meölimir John Evan Band komnir saman aftur f eina hljómsveit, en nú báru þeir nafniö JETRO TULL. Sföan 1970 hafa engar manna- breytingar veriö geröar I hljóm- sveitinni. Jetro Tuil eru þannig skipaöir i dag: IAN ANDERSON f. 10.8. 1947 (söngur, flauta, gítar, saxófónn, trompet og fiðla) Martin Lancelot Barre f. 17.11. 1946 (gítar) John Evan f. 29.3. 1948 (pianó, orgel) Jeffrey Hammond- Hammond f. 30.7. 1946 (bassi) Barrimore Barlow f. 10.9. 1949 (trommur) Jetro Tull hafa gefiö út eftir- taldar LP-plötur: This Was 1968, Stand Up 1969 Benefit 1970, Aqualong 1971 Thick as a Brick 1972, Passion Play 1973, Living in the Past 1973 og War Child 1974. Af þessum piötum hafa veriö taldar beztar, Stand UP, Aquaiung og Thick as a Brick. Lakasta dóma hefur Passion Play fengið hjá gagnrýnendum, svo slæmar, aö hijómsveitin kom ekki opinberiega fram i heiit ár.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.