Tíminn - 02.02.1975, Blaðsíða 21

Tíminn - 02.02.1975, Blaðsíða 21
Sunnudagur 2. febrúar 1975. TÍMINN 21 UAA 10 BEZTU LP-PLOTURNAR 1974 Nr. 8 Slade in Flame Slade HLJÓMSVEITIN SLADE var upphaflega stofnuð í Wolverhamton undir nafninu „The „N" Betweens" og siðar sem „Ambrose Slade". Stofn- endur hljómsveitarinnar voru fjórir náungar frá Wolverhamton: Noddy Holderf. 15.6. 1950 (söhgur, gítar og flauta) Dave Hill f. 4.4. 1952 (söngur, gítar, píanó, saxafónn) Jimmy Lea f. 14.6. 1952 (bassi/ söngur, pianó, fiðla) Don Powell f. 10.9. 1950 (trommur) Arift 1969 styttu þeir nafn hljómsveitarinnar i SLADE og réftu umboðsmann aö nafni Chas Chandler, en hann var meölimur i hinni frægu hljóm- sveit The Animals meðan henni entist lif og heiisa Þegar Chas var kominn i samstarf viö áftur- nefnda fjóra náunga fór hjól frægðarinnar fyrst aö snúast fyrir Slade. Slftan 1971 hafa þeir verift ein vinsælasta rokkhljóm- sveit Bretlands, og hafa ferftast um vföa veröld, — m.a. gistu þeir island I haust og héldu hljómleika I Laugardalshöll- imii, eins og mörgum er eflaust enn i fersku minni. Slade hefur gefið út eftirtald- ar LP-plötur: Beginnings 1969, Play it Loud 1970, Slade Alive 1972, Slayed 1972, Sladest 1973, Old Borrowed and New 1974 og Slade in Flame 1974. Af þessum plötum hafa veriö taldar beztar Slade Alive og Slade in Flame, — sem i kosn- ingu Nú-timans er I 8. sæti yfir beztu LP-plöturnar 1974. Nr. 9 Walls and Bridges John Lennon JOHN LENNON er eins og alþjóð veit, einn af hinumfrægu Bítlum, sem af mörgum hafa verið nefndir feður poppsins. Lennon er fæddur 9. 10. i London. A unglingsárum sinum lærir hann aft spila á gltar, pfanó og fleiri hljóðfæri. 1955 gekk hann I hljómsveitina „the Quarrymen, sem Lonnie Done- gan hafði stofnað. t hljómsveit- inni lék Lennon á gitar og banjó. Ari siöar gekk Paul McCartney I hljómsveitina og 1958 byrjar George Harrison að leika með henni. Hljómsveitin breytti fljótlcga um nafn eftir að Lennon varð aðalmaður hljómsveitarinnar og var hún þá skirð „Johnny and the Moondogs". Það nafn varð þó ekki langilft og nokkru slðar var hijómsveitin skirð „The Silver Beatles" sem slðar var stytt I „The Beatles". Sögu Bltlanna þekkja flestir, svo ástæðulaust er að rekja hana hér. Eftir að Bitlarnir hættu árið 1970 skildust leiðir fjórmenning- ainia. Lennon hafði þá fyrir stuttu skilift við konu sína, Cynthiu og giftist siftar japanskri konu að nafni Yoko Ono. Lennon og Yoko hóuðu saman nokkrum hljóðfæraleikurum og stofnuðu hljómsveit, sem hlaut nafnið Plastic Ono Band. Meö- limir hljómsveitarinnar voru allir lausráðnir og fasta liðs- menn hafði Lennon aldrei I hljómsveitinni. A þessum tlma var Lennon mjög áberandi per- sóna I poppheiminum og lagðist m.a. með heitkonu sinni Yoko i rúm eitt i Amsterdam og dvald- ist þar I auglýsingaskyni heila viku. Einnig gáfu þau hjiiin út nokkrar furðulegar plötur á þessum tlma og ýmis önnur uppátæki þeirra vöktu heimsat- hygli. Siftan 1971 hefur Lennon aftur á móti verið frekar litið I frétt- um, en þó hefur barátta hans um að fá að setjast að I Banda- rikjunum vakift nokkra athygli. Þá má og nefna, að hann og Yoko hafa farift sitt I hvora átt- ina og býr Lennon nú með ann- arri asiu-konu. John Lennon hefur gefið út eftirtaldar plötur: Two Virgins 1968 ásamt Yoko Ono, Wedding Album 1968 ásatnt Yoko Ono, Live With the Lions 1969 meö Yoko Ono, Live Peace in Toronto 1969 ásamt Plastic Ono Band, Plastic Ono Band 1970, Imagine 1971, Some- times in New York 1972, Mind Games 1973 og Wails and Bridges 1974. Af þessum plötum hafa verið taldar beztar, Plastic Ono Band 1970, Imagine 1971 og Walls and Bridges 1974, — sem í skoðana- könnun Nú-timans um beztu LP- plöturnar 1974 lenti I 9. sæti. Nr. 10 Caribou Elton John ELTON JOHN heitir i raun og veru Reg Dwight. Hann er fædd- ur 27.3. 1947 og með sinu raunverulega nafni hóf hann feril sinn innan poppsins. 1965 gerðist hann pianóleikari i hljómsveit Long John Baldry's Bluesology. Siðar hóf Dwight framleiðslu laga fyrir Dick James Music i félagi við textahöfundinn Bernie Taupin. Eftir mikið erfiðleikatimabil breyttiDwightnafnisinu i Elton John, — og eftir það varð mikil breyting á högum hans, þvi\ heimurinn brosti strax við hon- um. Arið 1971 sló Elton John raunverulega i gegn bæði i Bandarikjunum og Bretlandi og i dag er hann meðal þekktustu poppara heimsins. A hljómleikum sinum og plöt- um hefur Elton John með sér hljómsveit, sem skipuð er eftir- töldum mönnum: Dee Murray (bassi), Nigel Olsson (tromm- ur). Dave Johnstone (gitar). Elton John sjálfur er pianóleik- ari, auk þess sem hann leikur á önnur hljóðfæri þegar það á við. Hann hefur gefið Ut eftirtald- ar plötur: Empty Sky 1969, Elton John 1970, Tumbleweed Connection 1970, 17-11-70 1971, Friends 1971, Madman Across the Water 1971, Honkey Chateau 1972, Don't shott me I'm only the Pianó Player 1973, Goodbye Yellow Birick Road 1973, Caribou 1974 Af þessum plötum hafa verið taldar beztar, Don't shoot me I'm only the Piano Player 1973 og Goodbye Yellow Brick Road 1973. Caribou hlýtur 10. sætið i vinsældakosningunni. ^ **"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.