Tíminn - 02.02.1975, Blaðsíða 24

Tíminn - 02.02.1975, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 2. febrúar 1975. ÞJOÐHÁTÍÐARBÚFRÆÐ- INGAR FRÁ HVANNEYRI Á FERÐ í FÆREYJUM Greinarhöfundur, Magnús Astvaldsson, Eysteinn Sigurðsson, annar fararstjóranna, og Þorleifur Eggertsson frá Þorvaldseyri. Feröasögunni var þar komiö síöast, að Hvanneyringar áttu gdða nótt i Þórshöfn i Færeyjum. Klukkan að ganga sjö morguninn eftir vakti Trausti okkur. Skyldi nú haldið meö ferju frá Þórshöfn til Skálafjarðar á Austurey Við drifum okkur á fæt- ur og héldum niður á bryggju og um borð i „Trónd". Þar bættust i hópinn tveir nýir fararstjórar. Voru það þeir Jóhannes Dalsgarð, landbúnaðarkandidat og framkvæmdastjóri Föroyja jarðarráðs, og Danjal Peter Höjgaard, liffræðinemi frá Þórshöfn. Voru þeir boðnir og búnir til að fræða okkur um hvað eina, sem fyrir augun bar og að- stoða á allan hátt. — Mikil veður- blíða var allan þennan dag, sdlskin og logn. Og ekki spillti það, að fóstrurnar þágu boð okkar að slást með i förina. Þessum degi munum við þvi ábyggilega seint gleyma. A leiöinni inn i Skálafjörð var fyrst komið á Strendur, sem eru vestan fjarðarins. Þar kom um borð karl nokkur SamUel að nafni. Ætlaði hann með ferjunni til Þórshafnar. ólafur Vest- firöingur Egilsson tók karlinn tali. Urðu þeir brátt hinir mestu mátar. Nú var siglt yfir á austur- bakkann, til Tóft, en þar stigum við frá borði. Samúel gleymdi sér og fylgdi Ólafi sem skugginn. fyrir bragðið missti hann af ferj- unni og tók sér þvi far með okkur Inn í Skálabotn en varð svo að koma sér á puttanum heim á Strendur aftur. í Skalabotni skoðuðum við fisk- eldisstöð, sem er ein sinnar teg- undar I Færeyjum, athyglisvert og myndarlegt framtak. Var nii einmitt verið aö stækka stöðina mikið. Næst stönzuðum við i Götu, þar sem var bær Þrándar, sem sagt er frá i Færeyingasögu og Islendingar kannast svo vel við úr máltækinu „að einhver sé Þrándur I Götu" i merkingunni fyrirstaða. Þarna skoðuðum viö ullarverk- smiðjuna. Ólafur forstjóri sýndi okkur allar byggingarnar og gang vinnslunnar. Eru þetta fjögur mismunandi vinnslustig, sem skila fullunninni vöru, sein selzt viða um lönd. Ólafur kvað alla ull Færeyinga unna I fær- eyskum verksmiðjum. Er við höföum verzlað töluvert við Ólaf og kvatt hann með þakklæti héld- um við sem leið liggur áfram norður, með Ritufell á hægri hönd og Tyril á þá vinstrí. Hér er nátttirufegurð með afbrigðum, og veðrið var yndislegt. Klukkan er yfir tlu þegar við komum að vegamótunum Fugla- fjörður — Leirvlk. Þar situr fyrir okkur merkisbóndinn Friðleifur Jóhannsson. Hann stigur upp I bflinn, broshýr og elskulegur, og býöur okkur velkomin í sitt byggðarlag og spyr, hvort við séum ekki þyrst i öllum þessum hita. Gaf hann öllum þar með flösku af dönskum bjór og einn snafs af Álaborgarákaviti, þeim er vildu. Þótti mönnum þetta einstakur höfðingsskapur að vonum, enda hrópuðum við ferfalt húrra, Friðleifi til heiðurs, af lifi og sál og kvöddum hann vel. Ekki beið góða skapið hjá ferða- félögunum hnekki við heimsókn þessa sem nærri má geta, enda opnuðust nú hjörtu margra úr hópnum, er áður höfðu læðztmeð veggjum, og tóku nii að syngja. I Leirvlk var tekin ferja til Klakksvfkur en þangað komum viö rétt um klukkan eitt. Um borö I ferjunni gaf sig á tal við mig Salomon Jóhannesson, íslenzkur að hálfUj — móðurættin frá Bakkafirði. Hann sóttist eftir kunningsskap okkar og kunni greinilega vel við sig I hópi þess- ara háiflanda sinna. Klakksvik er yndislegur bær á Borðey sunnan til. Hann telur rumlega fimm þúsund Ibúa. Ég held, að öll Evrópa geti vart státað af fallegri bæ. Husin standa eins og I þrepum I fjalls- hlíBunum, beggja megin vikur- innar, fagurlega máluB og meB afbrigBum smekkleg og snyrtileg. Klakksvik er einn mesti fiskveiBi- og athafnabær i Færeyjum, enda höfnin mjög góB. — Þá skemmdi þaö ekki myndina að sjá staBinn i þessari einmuna veBurblIBu. ViB gátum ekki heppnari veriB. I Siómannaheimilinu I Klakks- vik beið okkar matur I boBi Föroya BúnaBarfélagsins. Vorum viB I sér sal með blómum á borðum og fengum aldeilis herra- mannsmat að borða og lipra og elskulega þjónustu. Eftir matinn buðu hinir færeysku vinir okkar öllum hópnum I ökuferð I gegnum jarðgöngin I Myrkjanoyrarfjalli yfir I Arnafjörð og áfram I gegn um göng að Nórðtóftum. Alls eru þetta þriggja kilómetra löng göng og höfðu fáir okkar s'éð slikt mannvirki fyrr. Við snerum svo við á hlaðinu hjá Hótel Bella I Norðurdepli. Þar hjá er sundið yfir til Viðeyjar örmjótt og heitir Hvannasund. Þó*tti það vel við eiga að þar sneru Hvanneyringar við Hafði "einhver orð á þvi að þarna ættum við að sýnda yfir. Myndi það þá eftirleiðis nefnt verBa Hvanneyringasund. Fékk þessi uppástunga frekar slæmar undirtektir. Mun Grettir As- mundarson fáa keppinauta hafa átt I hópi þessum. Aftur á móti sungu menn um hann hiB alkunna færeyska lofkvæBi. Þegar viB komum aftur til Klakksvfkur, var okkur boBiB aB skoða ölgerðina „Restorffs bryggari". Sýndi Einar Waag forstjóri okkur alla verksmiðjuna og lýsti framleiðslu hennar. Hann bauð okkur upp á Föroyjabjór, pilsner, maltöl og ýmsa gos- drykki I kaffistofu ölgerðarinnar. Einarvar auðsjáanlega hrifinn af heimsókn okkar, og er þaB ekki á hverjum degi, sem bændaefni norBan úr Dumbshafi, eru þarna á ferð, enda eins gott. Einar fengi smáan hagnað af fyrirtæki sinu, hefði hann svona kálfa i húsum slnum daglega. Til heiðurs Einari Waag sungum við „Islands far- sældar frón". Frá „Föroya Bjór" héldum við til Kristjánskirkjunnar. Kirkja þessi er byggð til minningar um færeyska sjómenn, er létu lifið I heimsstyrjöldinni og ber nafn Kristjáns Danakonungs. Hún er gullfalleg, utan sem innan, fagur- lega byggB, og sýnir, aB stórhug- ur hefur fylgt gerB hennar. Kirkjan rúmar yfir þúsund manns I sæti, og sagt er aB á vigsludegi hennar hinn 7. jtili 1963, hafi tvær þúsundir manna verið I húsinu. Hans hátign FriBrik IX konungur var þá viBstaddur og þrjár prinsessur, dætur hans. '. Kirkjuna teiknaBi Peter Koch, arkitekt. Má segja, aB hann hafi teiknaB hana utan um altaris- töfluna, sem er geysistórt freskómálverk eftir Jóakim Skovgaard frá 1901. Sýnir myndin „hina miklu kvöldmáltið". Þetta mun vera stærsta freskómynd, sem máluð hefur verið á Nörður- löndum siðan á miðöldum. Þetta er fyrsta stóra kirkjan á Norðurlöndum, sem er byggð I forn-norrænum stil. I lofti hennar hangir gamalt áttamannafar til að minna á sjómennskuna. Á bát- ur þessi Hka merka sögu. Djákni kirkjunnar sýndi okkur hana og sagði okkur sögu hennar. Vorum við hugfangin af listasmfð þessari og vorum þakklát fyrir að fá tækifæri til að skoða hana. — Heimsókn okkar til þessa dásam- lega bæjar var nú brátt á enda, og við gengum ánægð og hress til skips. Við fórum sömu leið til baka. Mikil gleði rikti um borð I ferjunni, eins og þá við komum. M.a. sungum við „Kátir voru karlar" fyrir gamlan sjóara, er eitt sinn var bátsmaður á kútter Haraldi frá Skipaskaga. Þótti þeim gamla mikið til koma og blessaði okkur bæBi I bak og fyrir. Þá leizt honum einkar vel á ferBafélaga okkar, fóstrurnar, en stakk þvi aB okkur, aB þær hefBu nú llka veriB föngulegar hér I „den"-tIB, „genturnar" á Islandi. Vagninn beiB okkar og brunaBi nú leiBina til baka. A leiBinni höfBum viB upp á Hvanneyringn- um Asmundi Thomsen frá Norðragötu. Hann er tækni- fræðingur og sér um vegagerð þarna. Hann var upptekinn við starf sitt úti á landsbyggðinni, en bílstjórinn sem er mágur hans, komst að þvi I gegnum talstöðina, hvar hans væri að leita. Við biöum I bilnum, meðan Trausti fór og heilsaði upp á þennan gamla vin sinn og skólafélaga. Sfðan komu þeir inn til okkar, og Trausti kynnti hann fyrir okkur Sagði hann Ásmund einhvern harBduglegasta mann, sem hann hefBi þekkt. SIBan ávarpaBi hann Asmund, afhenti honum Hvann- eyrarfánann og baB honum allrar blessunar. Að lokum sagðist Trausti vera fullkomlega ánægður með ferðina, fyrir sina parta, þar sem hann hefði hitt alla sina færeysku skólabræður. Þótt ekki væri viðstaðan löng hjá Asmundi, sungum við eitt is- lenzkt lag, honum til heiðurs. As- mundur ávarpaði okkur slðan. Kvast hann vera búinn að gleyma Islenzkunni, þar sem hann hefði haft fá tækifæri til að halda henni við öll þessi ár, sem liðin væru frá Hvannneyrarveru hans. Þakkaði hann gjöfina og hlý orð Trausta I sinn garð. Var hann klökkur I rómi, er hann kvaddi okkur. Er við höfðum kvatt okkar ágæta ökumann, stigum við um borð I ferjuna „Trónd" og sigld- um okkar leið til Tórshavn. Var þá klukkan orðin sjö- Enn var veðrið dásamlegt, logn, sólskin og hiti I lofti. Vorum við einstaklega heppnir að fá svona góðan dag þessa lengstu ferð okkar um eyjarnár. Vorið hafði verið einmunagott I Færeyjum þetta árið en þetta mun hafa verið hlýjasti dagurinn fram að þeim tima. Landið var allt orBið hvann- grænt upp á fjallabrúnir, þótt enn væri ekki neina 17, mai. Það var harður straumur á Tangafirði, en svo heitir syðsti hluti sundsins milli Straumeyjar og Austureyjar, og þótt annars væri logn og ördeyða um allan sjó, þá fleytti Þrándur kerlingar og valt talsvert. Urðu sumir sjóveikir, en aðrir færðust allir I aukana og sungu sjómannskvæði Góðvinir á Velbastað: Danjál bóndi, móöir hans, Jenslna, og kona hans, Hella, systir Jörgens-Frantz Jacobsens, rithöfundarins. Síoari hluti hástöfum. Meira að segja rauk einn vir okkar hópi til og safnaði sama ölluin krökkum, sein fyrir- fundust á skipinu, raðaði þeim I hring á biladekkinu og hdf þann mesta hringdans, sem um getur á skipsf jöl I allri sögu Færeyja. Er þá mikið sagt, þvl eins og allir vita eru Færeyingar kunnir fyrir hringdansa. Þótti ýmsum þetta firn itnkil, þvl náungi þessi hafði þótt nokkur rtimkær á Hvanneyri og helzt viljað undir feldi liggja. En nti var hann eins og nýfætt unglamb. Tilhöfuðstaðarins komumst við um siðir og vorum furðu fljót að hjarna við. Við þökkuðum hinum ágætu færeysku fararstjórum okkar framúrskarandi fyrir- greiðslu og skemmtun og kvödd- um þá vel. Fórum við að svo btinu á farfuglaheimilið og hvfldum okkur nokkra stund. Aö góðri hvfld lokinni var ákveðið að fara á dansleik i Klúbbnum. Mikil eftirvænting greip um sig, og urðum við ekki fyrir vonbrigðum. Þetta varð hin bezta skemmtun. Þarna „spælaði Tey av,. Hamrinum", ágætis- „orkester", og nutum við tilver- unnar á hinu færeyska dansgólfi undir ljúfum tónum við mikið meyjaval. Viö höfðum samið við Jón Sívertsen um heimkomutima á farfuglaheimilið um nóttina. All- ur hópurinn skilaði sér á skikkan- legum tima, utan Borgfirðingur einn og Reykvikingur, er lentu i villu mikilli á tröllasúruakri. Var um kennt segulskekkju á kompás, sem réttist þó von bráðar, og náðu þeir heilir I höfn að lokum. Morguninn eftir var skýjað veður en hlýtt. Trausti gaf okkur leyfi til að verzla. Notuðu margir það tækifæri vel og keyptu sér minjagripi, hiifur, föt og skófatn- að. Verðlag I Þórshöfn sýndist mér nokkuð hátt, en vöruúrval gott. Þarna gafst manni líka kjör- ið tækifæri til að rifja upp ryðgaða dönsku, þvi gagnslitið .reyndist að tala islenzkii" við stelpurnar I btiðunum. Færeying- ar skilja þó margir hverjir Is- lenzku allvel, enda hefur mikill fjöldi þeirra sótt vinnu til fslands, fyrr og siðar. Eftir hádegið kom Jóhannes Dalsgarð og sótti okkur. Ókum við fyrst að tilraunastöðinni I Höyvík, skammt frá Þórshöfn. „Royndarstjórinn" var ekki heima, en við máttum ganga þarna um hlöð aB vild. Þetta er tilraunastöB I jarðrækt, almennt, og ylrækt hvers konar. Aðallega eru þarna sólreitir, ásamt upp- hituðum gróðurhúsum. Þar eð stöðin er hituð með ollu, er hún dýr I rekstri og ekki svo stór sem skyldi, en þó merk á margan hátt. Áfram ókum við til norðurs og komum að mynni Kaldbaksf jarð- ar, þar sem heitir Hvitanes. Þar standa nokkur hús I fallegu um- hverfi. Var þar sniiið við og ekið þvert yfir eyna, til vesturs, að Velbastað. Þar býr vinur okkar og velgjörðarmaður, Danjál Danielsen, sem áður er að vikið, ásamt Hellu konu sinni og aldraðri móður, Jensinu. Hella er fædd Jacobsen, systir rit- höfundarins fræga Jó'rgen-Frantz Jacobsen. Þar vorum við boðs- gestir. A hlaði sinu stóð Danjál bóndi, klæddur þjóBbúningi, og fagnaBi gestum slnum. BauB hann okkur I htis sin og gengum viB til stofu, þar sem gaf aB Hta borð, er svign- uðu undir alls kyns kræsingum. — Þarna nutum viB ótakmarkaBrar gestrisni og alveg ógleymanlegr- ar stundar. Undir borBum hélt húsbdndinn fyrirlestur á islenzku, þar sem hann rakti sögu lands sins I stórum dráttum, atvinnu- sögu, þjóBskipulagiB og mýmargt fleira afarfróBlegt og skemmti- legt. ViB vorum undrandi yfir, hve góðum tökum Danjál nær enn á Islenzkunni, þar sem mi eru nær

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.