Tíminn - 02.02.1975, Blaðsíða 25

Tíminn - 02.02.1975, Blaðsíða 25
Sunnudagur 2. febrúar 1975. TÍMINN 25 þrlr áratugir slðan hann var við nám sitt á Hvanneyri. Leggur " hann auösjáanlega rækt við að viðhalda málinu og er mikill Is- landsvinur. Er Danjál lauk máli sinu, tók Trausti til máls fyrir okkar hönd og þakkaði þann einstaka hlýhug, velvilja og höfðingsskap, er þau hjón sýndu okkur. Afhenti hann slöan gjafir okkar, sem voru hinn gullni Hvanneyrarfáni, með áletrun á silfurskildi, til Danjáls. Frú Hellu var gefin islenzk silfur- skeið ásamt heimildariti um eld- gosið I Eyjum, og móður Danjáls fræði Trausti alíslenzkt ullar- teppi. Frá Velbastað héldum við til Kirkjubæjar, eins sögufrægasta staðar I Færeyjum. Þar hefur Paturssons-fólkið búið lengi. Nú- verandi bændur þar eru Páll og Sverrir. Eiga þeir einnig til is- lenzkra að telja, þar sem amma þeirra var íslenzk. Frii Guðný Patursson var frá Karlsskála við Reyðarfjörð, og var hún kona Jó- hannesar Paturssonar, skálds og höfðingja á Kirkjubæ. Sverrir Patursson stundaði iðn- nám á íslandi og varð búfræðing- ur frá Hvanneyri 1960. Hann er skólabróðir Magnúsar B. Jóns- sonar, núverandi skólastjóra á Hvanneyri. Sverrir sýndi okkur staðinn og útskýrði hvaðeina. Hann talar reiprennandi íslenzku og spurði okkur margs að heim- an. Sverrir er mikill Islandsvinur og á þar fjölmarga kunningja og vini. Fyrr á öldum var Kirkjubær biskupssetur eyjanna og stórbýli mikið. Þar stendur enn ólafs- kirkja helga, niu alda gömul. Hún er nýfærð til fyrra horfs. Hvít- kalkaðir veggir hennar eru metraþykkir. Þetta er niiverandi sóknarkirkja, og verður það von- andi um aldir fram. Þarna standa einnig veggir Magnúsarkirkjunn- ar svonefndu, geysivel hlaðnir og nærri tugur metra á hæð. Við kirkju þessa var aldrei lokið að fullu, en hiin er um öld yngri en Ólafskirkjan. 1 gafli hennar er innmúrað skrin íneð helguin dömum: Bein Þorláks helga, flis úr krossi Krists og efnispjatla úr postulaklæði. Þarna rétt hjá stendur bjálkabyggt hús á hlöðn- um grunni, tjöru-bikað, með torf á þaki. Þetta er hin forna biskupsstofa. Þar inni mótar enn fyrir eldastofu frá timum vlk- inga. Hluti hiissins er nú til sýnis sem safn, og er þar margt gam- alla muna. Þáll bóndi Patursson býr I þessu húsi, ásamt f jölskyldu sinni. Sverrir bauð öllum hópnum inn á heimili sitt, en hann hefur byggt sér nýtt og myndarlegt hús. Þarna tóku kona Sverris og systir hans á móti okkur. Var okkur tek- ið sem gamlir vinir væru, með þeirri gestrisni og hlýju, sem seint mun gleymast. Og til Þórs- hafnar héldum við aftur, margs fróðari og þakklátir gestgjöfum okkar. Nú var Hka komið að rúsínunni I pylsuendanum: Kvöldverðar- boöi Búnaðarfélagsins á Hótel Hafnla. Þaðmá segja, að margt hafi okkur komið á óvart I þessu ferðalagi, en ekkert eins og þetta boð. Þarna voru allir framámenn landbiinaðarins I Færeyjum, fær- eysku Hvanneyringarnir og fær- eyskir fararstjórar okkar. Boðið var upp á dýrindis krásir, svo að enn kemur vatn I munn mér af til- hugsuninni einni saman. Borð voru fagurlega skreytt blómum og menn klæddir spariklæðum. Þjónustuliðið stjanaði við okkur eins og prinsa I ævintýrunum. Þá voru haldnar margar ræður, og talaöiDanjál á Velbastað fyrstur. Hann ræddi um ýmis málefni landbúnaðarins og bar saman bú- skaparhætti beggja landanna, af mikilli þekkingu. Kvað hann Fær- eyinga margt geta lært af Islend- ingum, nii sem fyrr. Að lokum þakkaði hann okkur fyrir skemmtilega viðkynningu og samveru, bauð okkur vel að njóta og óskaði okkur fararheilla á heimleið.. Þá talaði Thomas á Kjalnesi og rakti ýmis töluleg sannindi um færeyskan búskap. Var erindi hans heill hafsjór af fróðleik, og hefði verið gaman að fá það á blað. Hann talaði á dönsku, hægt og skýrt svo allir skildu. Næstur talaði Hans I Hval- vík fyrir hönd Hvanneyringa i Færeyjum. Talaði hann um gildi svona heimsóknar. Færði hann okkur þakkir fyrir komuna og bað Hvanneyri og Hvanneyringum allrar blessunar I nútið og fram- tlð. Afhenti hann Trausta slöan gjöf frá hinum færeysku Hvann- eyringum til Hvanneyrarstaðar. Var það þjóðfáni Færeyinga. Trausti stóð þá upp, tók við gjöfinni, þakkaði hana og ávarp- aöi gefendur sérstaklega. Siðan hélthann ræðu um Bændaskólanh á Hvanneyri, þróun hans og nú- verandi starfsháttu. Vék hann sérstaklega að þeim þætti, er að honum snýr við skólann, en þ.e. hin félagslega þroskun og gildi Þessi mynd gefur góða hugmynd um, hvernig ræktun lands er háttað I mörgum færeyskum byggðum. hennar fyrir mannlifið i hinum dreifðu byggðum. Að lokum sneri hann máli slnu til hinna örlátu gestgjafa okkar. Sagðist hann raunar hafa vitað það af fyrri kynnum, að gestrisni er I háveg- um höfð I Færeyjum, en sig hefði ekki órað fyrir þeim höfðinglegu móttökum, velvilja og takmarka- lausri gestrisni, sem ok,kur Hvanneyringum hefði hvarvetna verið sýnd I þessari fyrstu heim- sókn til þessa gullfagra lands. Færði hann öllum hlutaðeigandi aðilum þakkir, og bar jafnframt fram þá ósk, að samskipti mættu aukast og að þess yrði ekki langt að bíða að næsti nemandi frá Færeyjum settist á skólabekk á Hvanneyri. Að endingu talaði Þorvaldur Jónsson og flutti þakkir til Búnaðarfélagsstjórnarinnar fyrir höfðinglegt matarboð og fyrir- greiðslu alla, fyrir hönd okkar allra. Yfir þessu kvöldverðarboði rikti sérstök stemmning, erég á örðugt með að Iýsa. Maður hefur ekki upplifað neitt þessu likt fyrr. Viö vorum allir eins og bræður, sem I lengstu lög drógu að skilja. En Hfið kallar og burt liggja leið- ir. Þeirri þróun reyndum við að spyrna á móti i lengstu lög. En þar að kom, að kveðjustundin rann upp, og þá kvöddumst við með þeirri ósk, að við mættum sjást sem fyrst aftur. Morguninn eitir, sunnudag, skyldi haldið heim. Við kvöddum fóstrurnar og þökkuðum þeim innilega samfylgdina. Þær ætluðu aö vera nokkrum dögum lengur i slnu ferðalagi. Þegar við höfðum gengið frá farangri okkar og tekið til eftir okkur á gististað, kvödd- um við Jón Sivertsen og þökkuð- um honum lipra og góða fyrir- greiðslu. Stigum við að svo búnu upp I leigubila og geystumst i átt til Vestmanna, sömu leið og við komum. Skal hér sleginn botn í ferða- sögu þessa. Þetta var ábyggilega frábærasta sæluferð, sem farin hefur verið. Allt hjálpaðist að, til að svo yrði: Hið dásamlega veð- ur, hinar framúrskarandi mót- tökur og fyrirgreiðsla, hin lipra og vel skipulagða fararstjórn, þar sem allt stóðst áætlun, en fór þó raunar langt fram úr henni, og slðast en ekki sizt hinir dásam- legu ferðafélagar okkar. A Reykjavikurflugvelli kvödd- umst við svo vinirnir og héldum til starfa úti um hinar dreifðu byggöir okkar blessaða lands. Leiðir skilur nú, en allir vonum við að aftur liggi þær saman. Til glöggvunar ókunnum les- anda vil ég að lokum taka fram, að gamansögur þær, er krydda frásögn þessa, eru færðar I stilinn og sum atriðin allýkt, einkum það, sem snýr að kvenþjóðinni. UTSALA NÆSTU DAGA ÞVOTTEKTA veggfóður frá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.