Tíminn - 04.02.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.02.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Þriöjudagur 4. febrúar 1975. Þriðjudagur 4. febrúar 1975 Vatsnberinn: (20. jan. - 18. febr) Varastu að taka of mikiö inn of snemma, eöa ganga of langt og hratt. 1 dag er þér hyggilegast aö hlusta á þá, sem ekki eru gefnir fyrir ævin- týramennsku eöa tvísýnu. öryggi þitt kann aö vera i hættu, nema þú gáir aö þér. Fiskarnir: (19. febr. - 20. marz) Nú gæti veriö gott aö breyta til, breyta algerlega um, ef þér er annt um þaö aö ná árangri. Hitt er annaö mál, aö þaö verður aðeins til óheilla að flækjast I ástasamband i kvöld. Meira aö segja ný kynni eru varhugaverð. , Hrúturinn: (21. marz — 19. april) Þú gætir veriö ósköp viökvæmur i dag, og þaö er hætt viö þvi, aö ýmislegt fari i taugarnar á þér. Hugsanlega fólksfjöldi, svo aö þú ættir aö forö- ast mannamót. Varastu þátttöku i áætlunum, sem ekki eru skipulagðar. Nautið: (20. april - 20. mai) Þaö gæti fariö svo, aö þú þyrftir að bregöast snarlega við einhverri undarlegri aöstööu eöa kröfu i dag. En farðu i einu og öllu eftir þvi, sem þig sjálfan órar fyrir núna. Þú átt ýmislegt i pokahorninu, það veiztu. Tviburamerkið: (21. mai - 20. júni) Þaö er alls ekki fráleitt, aö þú þurfir aö hafa samband við einhverja opinbera stofnun i dag, ekki endilega vegna sjálfs þin, en gættu þess aö láta ekki snúa á þig. útkoma athugana gæti reynst fljótfærnisleg. Krabbinn: (21. júni - 22. júli) Þú ættir aö gá i kringum þig. Þaö er aldrei aö vita, nema vinur þinn eða kunningi lumi á upp- lýsingum, sem geta komiö sér vel fyrir þig i sambandi við fjármál þin. Þaö er sannarlega ekki úr vegi aö auðga andann i kvöld. Ljónið: (23. júli - 23. ágúst) Það er hætt viö-þvi, aö þessi dagur veröi eril- samur að einhverju leyti, en þaö er samt sem áöur engin ástæöa til þess aö fara aö flýta sér svo, að þú hafir ekki fullt samhengi I hlutunum. Vertu umburðarlyndur I dag. Jómfrúin: 23. ágúst - 22. sept.) Það er tvennt, sem þú þarft umfram allt aö passa upp á i dag: það er varúö I meðferð véla og einstök gætni I umgengni þinni viö annað fólk. Þaö er rétt eins og einhvers konar kapp eöa á- reynsla geti gert kraftaverk á skapsmununum I dag. Vogin: (23. sept. - 22. okt.) Þú munt sannreyna þaö I dag, aö þaö gengur ekkert af sjálfu sér, en hitt er annað mál, aö þaö væri alveg fráleitt aö fara að láta áhyggjurnar ná tökum á sér. Þú skalt bara gæta þess aö sinna þvi einu, sem ekki veröur komizt hjá að sinna. Oörum skaltu láta þaö eftir aö masa og þvaöra. Sporðdrekinn: (23. okt. - 21. nóv.) Þú skalt ekki láta hafa áhrif á þig I dag. Sérstak- lega ekki, ef veriö er að ræða við þig um fjárfest- ingarmál og útfærslur á einhverjum sviöum. Það er ekki rétti dagurinn til aö ráöast i nein fyr- irtæki eöa þessháttar, og láttu aðra afskipta- lausa. Bogmaðurinn: (22. nóv. - 21. des.) Þaö er hætt við þvi, aö þvi veröi ekki lengur sleg- iöá frest að ræöa fjölskyldumálin, og þaö veröur aö gerast af hugsun og hreinskilni. Fljótfærni gæti komið þér I erfiöa aöstöðu, og þú einn ert fær um aöbjarga málinu viö, ef svo fer. Steingeitin: (22. des. - 19. jan.) Allir eru alltaf reiöubúnir að segja þér alveg upp á hár, hvað þú eigir að gera og hvernig. Þú gerð- ir afskaplega rangt i þvi, aö taka þetta illa upp, þetta er alls ekki I illu gert. Sýndu nærgætni, foröastu deilur, en vertu ákveöinn og viljafastur. Veðurstofan óskar eftir ræstingafólki til afleysinga i frium og forföllum. Upplýsingar gefur Jón Guðjónsson i sima 86000 kl. 14-17. jf' iillllllilllllllll 1 HmR Illll'II 111 Þaö dylst ekki, að fólk kann að meta þaö við sjónvarpið, er það vandar til efnis, er það flytur. Fyrir skömmu birti Landfari bréf, þar sem myndaflokkurinn um vesturfarana var þakkaður, jafnframt þvi sem á annan veg var vikið að þvi engilsaxneska biómyndaflóöi, er þeim hlustanda fannst vera langt um of — samanborið viö þaö erindi, sem það ætti viö Is- lendinga og fólk yfirleitt. Nú kemur annað bréf, þar sem bor- iö er á lof á Vesturfarana. Þaö er frá Magnúsi ólafssyni á Sveinsstööum. Samdóma ólit Magnús á Sveinsstöðum kemst svo aö orði: ,,Ég hygg, að það muni veröa samdóma álit margra, aö myndaflokkurinn um vesturfar- ana sé einn bezti myndaflokkur, sem sjónvarpiö hefur tekið til sýningar. Aö fylgjast meö lifi og kjörum þess fólks, sem fluttist til f jarlægs lands á siðari hluta 19. aldar var mjög fróðlegt, og þótt hér hafi verið um sænska mynd aö ræða, gefur hún okkur Islendingum innsýn i, hvernig kjör landar okkar hafa búið við á leiðinni vestur um haf og fyrst eftir komuna þangað. Sérhver Islendingur, sem fluttist vestur um haf, átti sér slna sögu, og á vegi flestra urðu margir og miklir örðugleikar. Ekki eru margar samtima- heimildir til um þessar ferðir. Ein slik kom þó á prent á siöasta hausti I ritinu Húnavöku, sem Ungmennasamband Austur- Húnvetninga gefur út. Er það feröasaga frá íslandi til Ameriku sumariö 1887 eftir As- geir Jóhannes Lindal. Feröa- sögu þessa ritaði hann i april 1888 og sendi móður sinni, Kristinu Kristmundsdóttur I Miöhópi. Sonardóttir hennar, Steinunn Jósefsdóttir á Hnjúki i Vatnsdal, fékk söguna hjá henni og hefur varöveitt hana siðan. 1 sögunni lýsir Asgeir þvi, hvernig feröin gekk og hinum fjölmörgu erfiöleikum, sem á vegi vesturfaranna uröu. Asgeir var vel hagmæltur og fékkst mikið við ritstörf. Var hann t.d. lengi ritstjóri Heimskringlu. Það var mikill fengur, að slik samtimaheimild skuli hafa varðveitzt, um þessar ferðir og þeim, sem áhuga hafa á að eign- azt þessa feröasögu, er bent á að hafa samband við útbreiðslu- stjóra Húnavöku, Jóhann Guö- mundsson I Holti i Svinadal, A.- Hún. Sendir hann ritið hvert á land sem er.” Skuttogarar og slys Sjómaður skrifar: „Mig langar til þess að láta i ljós ánægju mina yfir þvi, að skriöur er kominn á könnun þess, hvernig varna má slysum á skuttogurum okkar. Þegar breytt er til um veiðihætti, og gerö skipa, koma að sjálfsögðu upp vandamál, og allt I einu rennur upp fyrir mönnum, að þarna standa þeir frammi fyrir háska sem þeir eru óviðbúnir. Þá er nauðsynlegt, að bregðast fljótt viö og leita allra ráöa til þess aö koma sem fyrst i veg fyrir slysin, svo að ekki fari fleiri mannslif forgörðum. Gamalt máltæki segir, að það sé nauösynlegt að sigla. Okkur er mest nauðsyn alls aö veiða fisk, en við viljum lika lifa. Aö svo mæltu þakka ég Timanum fyrir siðurnar, sem helgaöar voru þessu málefni á fimmtudaginn”. SÍmh 19294 RAFTORG SÍmi: 266S0 IGNIS þvottavélar RAFI0JAN \ sólbaði allt árið — hvernig sem viðrar| fe/ ASTRALUX Orginal Wienna Ljóslampar útfjólubláir og infrarauðir. Fást í raftækjaverzlunum í Reykjavík, viða um land og hjá okkur. ASTRALUX UMBOÐIÐ RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS HF. Ægisgötu 7 — Sími 17975/76 Laus staða Menntamálaráðuneytið 31. janúar 1975. Staöa sérfræöings viö Oröabók háskólans er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borizt menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 27. febrúar. L^Snjó-hjólbarðar til sölu í flestum stærðum góð snjó-mynstur HAGSTÆTT VERÐ Sólum flestar stærðir ÁBYRGD Á SÓLNINGU Sendum í póstkröfu 8ÓUUNQ' JBOS Nýbýlaveg 4 * Sími 4-39-88 Kópavogi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.