Tíminn - 04.02.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.02.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriöjudagur 4. febrúar 1975. Bæjarráð Keflavíkur: Alger stöðvun útgerðar og fiskverkunar yfirvofandi Svo virðist, sem mjög kreppi nú að útgerð og fiskverkun víða um land. Akurnesingar hafa skorað á rikisstjórn og þing að gera þegar einhverjar þær ráðstafanir, sem þeir telja yfirvofandi ella. A fundi bæjarráös Keflavikur um mán- aðamótin var samþykkt svipuð ályktun. HUn er svohljóðandi: „Fulltrúar útvegsmanna og fiskverkenda hafa komið á fund bæjarstjóra og gert honum grein fyrir því, að yfirvofandi sé alger stöðvun útgerðar og fiskverkunar hér I bænum og nágrenni og upp- sagnir starfsfólks séu á næsta leiti og sumstaðar hafnar, vegna mikilla greiðsluerfiöleika fyrir- tækjanna. Af þessu tilefni skorar bæjarráð á rikisstjórn og Altþingi að gera nú þegar nauðsynlegar ráðstaf- anir til aö komið verði i veg fyrir rekstrarstöðvun þessara atvinnu- greina og stórfellt atvinnuleysi.” Bæjarstjórn Akranes: Framkvæmdir við málmblendiverk- smiðjuna verði hafnar hið fyrsta A fundi fyrir nokkru lýsti bæjar- stjórn Akraness yfir eindregnum stuðningi við hugsanlega máim- blendiverksm iðju á Grundar- tanga við Hvalfjörð. Var sam- þykkt ályktun um þetta efni á fundinum. Alyktunin er svohljóðandi: „Bæjarstjórn Akraness lýsir yfir eindregnum stuöningi við þau áform, sem nú eru á döfinni um að reisa járnblendiverksmiðju hér á landi, og kynnt woru full- trúum bæjarstjórnarinnar á almennum fundi aö Leirá 4. des- ember s.l. Sérstaklega fagnar bæjar- stjórnin þeirri ákvörðun að velja verksmiðjunni staö við Grundar- tanga á norðurströnd Hvalfjarð- ar. Þar mun verksmiðjan og hafnargerö henni tengd veröa til mikils framdráttar fyrir byggð- irnar í Borgarfiröi og á Akra- nesi, eins og reynslan varð af byggingu sementsverksmiðjunn- ar á sínum tima. Bæjarstjórnin telur sjálfsagt, að gætt verði ýtrustu varúðar gagnvart hugsanlegri hættu á mengun og spjöllum á umhverfi, i samræmi við islenzkar reglur þar um, eins og ljóst er, að gert hefur verið. 1 sambandi viö byggingu verk- smiöjunnar telur bæjarstjórnin nauðsynlegt, að tekiö verði fullt tillit til núverandi atvinnulffs á þessu svæöi og samráð haft við samtök þess. Enn fremur vill bæjarstjórnin benda á, aö þess verði gætt, að viðkomandi sveit- arfélög njóti eðlilegs hluta af opinberum gjöldum verksmiöj- unnar með tilliti til þeirrar þjón- ustu, sem þau verða að veita rekstri hennar og starfsfólki. Að lokum beinir bæjarstjórnin þeirri áskorun til rikisstjórnar og Alþingis að hraöaö verði endan- legri afgreiðslu málsins og væntir þess, að þingmenn Vesturlands- kjördæmis fylgi vilja bæjar- stjórnarinnar 1 þessu máli fast eftir, svo að hægt verði að hefja framkvæmdir við járnblendi- verksmiðjuna hið fyrsta.” Aðalfundir Framsóknar- félaganna í Reykjavik ÖLL Framsóknarfélögin i Iteykjavik, þrjú aö tölu, héldu aðalfund á fimmtudagskvöldiö var. Fór þar fram kosning stjórn- ar og annarra trúnaöarmanna, aö venju. Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavikur var haldinn aö Hótel Sögu. Formaöur félagsins var kjörinn Markús Stefánsson verzl- unarstjóri. Aörir i stjórn voru kjörnir Jón Aðalsteinn Jónasson kaupmaöur, Jón Gunnarsson verzlunarmaður, Einar Eysteins- son verkamaöur, Geir Magnús- son fulltrúi, Daöi Ölafsson bólstr- ari og Leifur Karlsson bilstjóri. Varamenn i stjórn voru kjörnir Þórður Eliasson bilstjóri, Björn Stefánsson fulltrúi, Hrólfur Hall- dórsson bókari og Arni Jó- hannsson trésmiðameistari. Aðalfundur Félags Framsókn- arkvenna var haldinn að Hall- veigarstöðum, Formaður félags- ins var kjörinn Þóra Þorleifsdótt- ir, varaformaöur Guðný Laxdal, gjaldkeri Elin Gisladóttir, ritari Kristin Karlsdóttir og meðstjórn- andi Sigurveig Erlingsdóttir. i varastjórn voru kjörnar: Dóra Guðbjartsdóttir, Ingibjörg Helga- dóttir, Sigriður Böðvarsdóttir, Sigrún Baldvinsdóttir og Val- gerður Bjarnadóttir. Aðalfundur Félags ungra fram- sóknarmanna i Reykjavík var haldinn að Hótel Esju. I stjórn voru kosin: Sveinn G. Jónsson verzlunarmaður, formaöur. Aðrir i stjörn voru kjörnir Skúli Skúla- son verkfræðingur, Ingþór Jóns- son skrifstofumaður, Pétur Orri Jónsson nemi, Arnþrúður Karls- dóttir lögregluþjónn, Valgerður Brynjólfsdóttir nemi, Jósteinn Kristjánsson sjúkraliöi, Bjarni Gunnarsson laganemi, Hannes Helgason bifreiöarstjóri og Agúst Þorgeirsson tækniteiknari. 1 varastjórn voru kjörnir Alfreð Þorsteinsson blaðamaöur, Sigurður Hólm skrifstofumaður, Ásgeir Eyjólfsson rafvirki og Pétur Sturluson framreiöslumaö- ur. 8IB imii ■ i— ■ Úttekt verði gerð ó opinberum fram- lögum til listafólks — sagði Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra, er hann fylgdi úr hlaði frumvarpi um launasjóð rithöfunda ÞAÐ kom fram i ræðu Vilhjálms Hjálmarssonar menntamálaráö- herra, er hann fylgdi úr hiaöi frumvarpi um launasjóö rit- höfúnda, aö hann telur nauösyn- legt, aö gerö veröi úttekt á þeim styrkjum og opinberum framlög- um, sem listafólk i landinu nýtur. Sagöi ráöherrann, aö nauösynlegt væri aö átta sig á þvi, hvort skipt- ing miili einstakra listgreina væri réttlát, eins og nú væri háttaö. Og enn fremur þyrfti aö kanna, hvort iistamenn fengju eölilegan hlut af fjármagni hins opinbera. „Ég tel nauösynlegt, að þetta veröi kann- aö”, sagöi menntamálaráðherra, „en ég tel jafnframt, aö viö eigum aö taka okkur góöan tima til þess”. Auk ráðherra tóku tveir þing- menn til máls, þeir Jón Sólnes (S) og Jón Ármann Héöinsson (A). Lýsti Jón Sólnes sig andvigan frumvarpinu, Taldi hann, miðað viö það ástand, sem nú rikti i efnahagsmálum þjóöarinnar, væri þetta ekki rétti tfminn til að stofna sjóð af þessu tagi. 1 svipað- an streng tók Jón Armann, en lýsti sig þó efnislega samþykkan frumvarpinu. Frumvarpið um launasjóð rit- höfunda er svohljóðandi: l.gr. „Stofna skal launasjóð is- lenzkra rithöfunda. Stofnfé sjóös- ins skal vera 21,7 milljónir króna og greiðast úr rikissjóði. 2. gr. Fjárveiting samkvæmt 1. gr. skal i fyrsta sinn veitt i fjárlögum fyrir árið 1976. í fjárlögum ár hvert skal sjóðn- um siðan ætluð fjárveiting, er nemi eigi lægri fjárhæð en að ofan greinir. 1 StÐUSTU viku voru lagðar fram nokkrar fyrirspurnir I sameinuðu þingi. Verður þeirra getið hér á eftir. Lánveitingar úr Byggðasjóði Jón Skaftason (F) spyr um lán- veitingar úr Byggðasjóði: 1. hverjar voru heildarlánveit- ingar úr Byggðasjóöi 1972, 1973 og 1974. 2. Hvernig skiptust þær á kjör- dæmi. Vetrarsamgöngur Lárus Jónsson (S) spyr um hvaö llði framkvæmd þingsálykt- unartillögu frá 26. marz 1974 um bættar vetrarsamgöngur i snjó- þungum byggðarlögum og könn- un á hagkvæmri og stórvirkri Vilhjálmur Hjálmarsson mennta- málaráöherra. Fjárhæðin skal endurskoðuð ár hvert við undirbúning fjárlaga meö tilliti til breytinga á byrjun- arlaunum menntaskólakennara. 3. gr. Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa Islenzkir rithöfundar og höf- undar fræöirita. Heimilt er og að greiöa úr sjóðnum fyrir þýðingar á Islenzku. 4. gr. Menntamálaráðuneytið setur reglugerö um framkvæmd laga þessara, að höfðu samráði við fé- lagssamtök rithöfunda, þar sem m.a. skal kveðið á um stjórn sjóðsins, vörzlu hans og greiöslur úr honum. snjóruðningstækni. Helgi Seljan (Ab) spyr eftirfar- andi um vetrarsamgöngur á Austurlandi: 1. Hvernig hyggst Vegagerð rlkisins bæta úr þvi ástandi, sem nú rikir I samgöngumál- um Austfirðinga? 2. Hefur Vegagerð rikisins uppi áform um nýjar vinnuaðferðir, þegar erfiöleikar eru mestir, svo sem rekstur fuilkominna snjóbila? 3. Á hvern hátt hyggst Vegagerð rikisins I framtiðinni mæta erfiöleikum, svo sem þeim er nú hafa skapazt á Austurlandi og viðar? Er einhver áætlana- gerð þar að lútandi i gangi hjá stofnuninni? 4. Hefur samgönguráðuneytið kannað möguleika á betri 5.gr. Lög þessi öölazt þegar gildi”^ I athugasemdum með frum- varpinu segir, að Alþingi hafi hinn 18. mai 1972 samþykkt þings- ályktunartillögu, þar sem rikis- stjórninni hafi verið falið að leggja fyrir næsta þing á eftir til- lögur um, að fjárhæð, er nemi sem næst andviröi söluskatts af bókum, renni til rithöfunda og höfunda fræðirita, sem viðbótar- ritlaun eftir reglum, er samdar verði f •samráði við Rithöfunda- samband íslands og félög rithöf- unda. Menntamálaráðuneytiö hafi siðan skipað nefnd I janúar 1973 til að semja reglur sam- kvæmt þingsályktuninni. í þeirri nefnd áttu sæti Svava Jakobsdótt- ir frá Rithöfundasambandi ís- lands, Einar Bragi frá Rithöf- undafélagi Islands, Gunnar Thoroddsen samkv. tilnefningu Félags Isl. rithöfunda og Knútur Hallsson, án tilnefningar, en hann var jafnframt skipaður formaður nefndarinnar. Fól Magnús Torfi Ólafsson, þáverandi mennta- málaráðherra, nefndinni að semja frumvarp til laga um efni þingsályktunartillögunnar. I athugasemdum nefndarinnar segir m.a.: „Þótt hugmyndir um endur- greiðslu til rithöfunda á söluskatti af Islenzkum bókum hafi upphaf- lega hrundiö máli þessu af stað, telur nefndin ekki heppilegt, að fjárveiting verði til frambúöar bundin söluskatti. Skattur af þessu tagi kann að verða lagður niður, breyta um nafn með einum eða öðrum hætti eöa felldur inn I aöra skatta. Þá hefur og sýnst nokkrum örðugleikum bundið að staðreyna með nákvæmni, hversu hárri upphæö þessi hluti sölu- skattsins kynni aö nema og fylgj- ar með breytingum á honum frá ári til árs”. samgöngum á sjó milli hafna á Austurlandi, þegar svo er ástatt sem nú? Sjónvarpsmál á Austurlandi Þá spyr Lúðvik Jósefsson um sjónvarpsmál á Austurlandi: 1. Hvað hugsar ráðherra sér að gera til að ráða bót á þvi ófremdarástandi, sem rikjandi er I sjónvarpsmálum á Austur- landi:? 2. Verða gerðar ráðstafanir til að auka öryggi I rekstri endur- varpsstöðvarinnar á Gagn- heiði? Hvenær má búast við slikum umbótum? 3. Hvað er ráðgert að gera til þess aö auka myndgæöi I út- sendingu á Austurlandi? Hve- nær verða slikar framkvæmdir gerðar? Spurzt fyrir um lón> veitingar Byggðasjóðs — vetrarsamgöngur og sjónvarpsmdl Austfirðinga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.