Tíminn - 04.02.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.02.1975, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 4. febrúar 1975. TÍMINN 9 r Otgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur I Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö i lausasölu kr. 35.00. Askriftargjaid kr. 600.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f. '\ J Kaupið íslenzkar iðnaðarvörur Viðskiptabankarnir hafa nú þegar tekið upp verulega gjaldeyrisskömmtun, þar sem gjald- eyrisvarasjóðurinn er þurrausinn og ekki upp á annað að hlaupa en eyðslulán. Slikt er vitanlega skammgóður vermir og verður að krefjast þess af bönkunum, að þeir sýni fyllstu varfærni i þeim efnum, þvi að eyðslulánin eru nú þegar orðin meiri en góðu hófi gegnir. Engar likur eru til þess, að úr gjaldeyriserfið- leikunum rætist i bráð, þar sem viðskiptakjörin fara enn versnandi. Nú er þvi ekki um annað að ræða en að reyna að spara gjaldeyrinn sem mest. Að sjálfsögðu er mjög spurt um, hvað helzt megi spara og fer fjarri þvi, að menn séu þar á einu máli. Um eitt ættu þó allir að geta verið sammála, en það er þann gjaldeyrissparnað, sem Einar Ágústsson utanrikisráðherra minnti á i sjónvarps- umræðunum siðastl. föstudagskvöld. Einar benti þar sérstaklega á, að menn gætu sparað verulegan gjaldeyri með þvi að kaupa sem mest innlendar iðnaðarvörur. Að undanförnu hefur mjög aukizt innflutningur á útlendum iðnaðarvörum, og eiga gagnkvæmir samningar, sem við höfum gert við erlend riki um friverzlun, sinn þátt i þvi. Hefur nú komið i ljós, eins og Framsóknarmenn færðu rök að á sinum tima, að ekki var sýnd nægileg aðgætni i sambandi við þá samningsgerð. Innflutningur er- lendra iðnaðarvara hefur þvi farið vaxandi og er á ýmsum sviðum að eyðileggja rekstrargrundvöll iðnfyrirtækjanna. Hættanaf slíkum innflutningi er jafnan mikil i löndum, þar sem markaðurinn er litill, eins og hér. Islenzk iðnfyrirtæki þurfa ekki að missa nema litinn hluta af sölu sinni til þess að fót- um sé kippt undan rekstrinum. Þótt erlendu iðnaðarvörurnar nemi ekki nema 10-15% markaðarins, getur það nægt til að stöðva inn- lendu iðnfyrirtækin. Hin auknu kaup á erlendum iðnaðarvörum stafa oftast ekki af þvi, að þar séu um neitt betri vörur eða ódýrari að yæða. Islenzkur iðnaður hefur náð þeim þroska á mörgum sviðum, að framleiðsla hans stendur alveg jafnfætis erlendri framleiðslu að gæðum og verðlagi. Það, sem ræður þvi, að fólk kaupir oft heldur erlendar iðnaðarvörur, er hrein nýjungagirni. En hún getur oft ráðið nokkru i þess- um efnum. Sú skoðun er lika nokkuð landlæg hér, að erlend vara sé betri og finni en sú innlenda. Þetta kann að hafa haft nokkuð til sins máls áður fyrr, en nú eru ástæður tvimælalaust mjög breytt- ar i þessum efnum. Þess ber svo að gæta, að með þvi að kaupa held- ur islenzkar iðnvörur en útlendar, eru menn ekki aðeins að spara erlendan gjaldeyri. Menn eru jafnframt að tryggja og treysta atvinnuna i land- inu. Iðnaðurinn veitir nú þúsundum manna at- vinnu. Ef iðnfyrirtækin standast ekki samkeppn- ina við hina erlendu aðila, missir þetta fólk atvinn- una, og i kjölfar þess myndi fylgja samdráttur og atvinnuleysi á öðrum sviðum. Með þvi að kaupa islenzkar iðnaðarvörur gera menn tvennt i senn, spara erlendan gjaldeyri og treysta atvinnugrundvöllinn. Hvort tveggja er mikið sjálfstæðismál, þess vegna þurfa íslending- ar að sameinast um að halda vel vöku sinni á þessu sviði, eigi siður en öðrum. Viðhald og efling iðnaðarins er einn mikilvægasti þáttur þess, að þjóðin geti sigrazt á efnahagserfiðleikunum, sem nú er glimt við. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Enn hækka Teng og Chang í tign Þeir standa nú næst AAao og Chou í valdastiganum Teng Hsiao-ping Chang Chun-chiao ÞÓTT nokkur timi sé liðinn siðan Kinverjar birtu tiðindi frá fundum miðstjórnar Kommúnistaflokksins og lög- gjafarþingsins, eftir að fundir þessir höfðu verið haldnir fyr- ir lokuðum dyrum, er það enn eitt helzta viðfangsefni frétta- skýrenda að draga ályktanir af þvi, sem þar gerðist. Allt er þetta þó meira og minna ágizkanir, því að I rlkjum kommúnista fréttist það. sem gerist aö tjaldabaki, ekki fyrr en eftir dúk og disk og stund- um aldrei. Helzta niðurstaðan af þess- um hugleiðingum fréttaskýr- enda virðist sú, að nýja stjórnarskráin, sem móta á framtlðarstefnuna.markist I einu og öllu af kenningum Maos um sóslallskt rlki, þar sem byggt er á alræði öreig- anna, og reynt er að afstýra endurskoðunarstefnu og frá- viki frá kerfinu með sifelldum byltingum I einu eða öðru formi. Hins vegar er taliö, að rlkisstjórnin, sem tilnefnd var af þinginu eftir tillögu miö- stjórnarfundarins, sé llkleg til að fylgja fram hinni varfærnu stefnu Chous, sem var endur- kosinn forsætisráðherra. Chou hélt ræðu á þinginu og túlkaði þar vandlega sjónarmið Maos. M.a. áréttaði hann sterklega kenninguna um nauðsyn hinna slfelldu byltinga. En jafn- framt lagði hann áherzlu á, aö miklar efnalegar framfarir þyrftu að verða I Kina á næsta áratug, þvl að ekkert myndi betur styrkja hið sóslalíska kerfi eða auka meira álit þess. Af þvl ráöa menn, að Chou stefni að þvi að fremur rólegt ástand rlki I kínverskum stjórnmálum næstu árin, eða meðan unnið er að uppbygg- ingu atvinnuveganna og öðr- um verklegum umbótum. Rlkisstjórnin er þannig skip- uð, að llklegt er, að þessari stefnu Chous verði fylgt næsju árin, enda þótt hann sjálfur félli frá, eða yrði að láta af . völdum sökum heilsubrests. Næstum öll veigamestu ráð- herraembættin eru skipuð mönnum, sem taldir eru ná- komnir Chou. Flestir þeirra hafa lengi verið nánir sam- verkamenn hans. I SAMBANDI við skipun stjórnarinnar hafa tveir menn tvlmælalaust hlotið mestan frama og þykja þvi einna lík- legastir nú að fylla sæti þeirra Maos og Chous, ef þeir for- fölluðust skyndilega. Annar þessara manna er hinn sjötugi Teng-Hsiao-ping, sem féll I ónáð I menningarbyltingunni og mátti heita alveg gleymdur fyrir tveimur árum. Þá hófst skyndilega frami hans að nýju og hefur hann að undanförnu veriö staðgengill Chous I veik- indaforföllum hans. A mið- stjórnarfundinum nú var Teng kosinn varaformaður flokks- ins, en fyrir voru fimm vara- formenn, en helzt er nú gizkað á, að Teng sé orðinn þeirra fremstur I röðinni, og yrði þvi formaður flokksins, ef Mao forfallaðist fljótlega og Chou vildi ekki takast formennsk- una á hendur, sem heldur þyk- ir óliklegt. Jafnframt þessu var svo Teng kosinn á þinginu fyrsti varaforsætisráðherra, en varaforsætisráöherrar eru alls tólf. Teng er þannig lík- legasti eftirmaður Chous, ef hann forfallaðist á undan Mao. Þessu til viðbótar var það svo tilkynnt I Peking I slðastl. viku, að Teng hefði verið skipaöur formaður herráðsins og er hann þvi valdamesti yfirmaður hersins, næst á eftir Mao, en formaður Komm- únistaflokksins er æösti yfir- maður hersins samkvæmt stjórnarskránni. Þetta þykir ný sönnun þess, að Teng sé ætlað mikið og vaxandi hlut- verk I náinni framtíð. Sumir fréttaskýrendur gizka á, að eftir fráfall þeirra Maos og Chous sé fyrirhugað að koma á samvirkri forustu og Teng sé ætlað að vera leiðsögumaður hennar, sökum aldurs og reynslu. Hinn lágvaxni, hæg- láti og brosmildi Teng hefur ekki sizt unnið sér orðstir sem laginn samningamaður. EN ANNAR maður hefur fylgt Teng fast eftir á frama- brautinni siðustu vikurnar. Það er Chang Chun-chiao sem veriö hefur leiðtogi kommúnistaflokksins I Shang- hai um skeið. Hann var kosinn annar varaforsætisráöherra á þinginu og I slðustu viku var tilkynnt, að hann hefði verið skipaður yfirmaður hinnar pólitlsku starfsemi innan hersins, en það er talin i senn ábyrgðarmikil og valdamikil staða. Chang var um skeiö tal- inn einn helzti leiðtogi róttæka armsins I flokknum og hefur þvl verið haldið fram, að Chiang Ching, kona Maos, hafi einkum notið aðstoðar hans, þegar hún hleyptimenningar- byltingunni af stokkunum gegn vilja margra leiðtoga flokksins. Það kom þvi nokkuð á óvart, þegar undirmaður Changs i Shanghai, Wang Hung-wen, var kjörinn einn af varaformönnum flokksins á þingi kommúnistaflokksins sumarið 1973, en ekki Chang. Á áöurnefndum fundum, bar lltið á Wang og vegur hans var ekki neitt aukinn, en þeim mun meira bar á Chang, sem m.a. fékk það hlutverk, að kynna þingheimi stjórnar- skrárfrumvarpið. Ýmsum getum er að þvl leitt, hvað ráði mestu um frama Changs. Sumir telja, að það sé eins konar málamiðlun milli fylgismanna Chous og róttæka armsins, að þeim Teng og Chang sé teflt fram samtimis, og sé Chang fulltrúi hins siöar- nefnda. Aðrir telja þetta hins vegar stafa af þvi, að Chang sé ekki fyrst og fremst haröllnu- maöur, þótt hann hafi fylgt róttæka arminum að málum heldur snjall skipuleggjari og dugmikill framkvæmdamað- ur, og þvi sé honum falin aukin forusta. Hann verður 64 ára á þessu ári og er þvi sjö árum yngri en Teng. Ýmsir frétta- skýrendur gizka nú á, að Chang verði leiðtogi Kina- veldis áður en langt um liöur. Varlegt er þó að treysta slík- um spádómum, þvi aö valda- barátta er ekki minni iKina en öörum löndum, þótt hún fari fram að tjaldabaki. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.