Tíminn - 04.02.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.02.1975, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 4. febrúar 1975- TÍMINN 11 Allan timann heyrum við ein- hverja skruðninga, og Joseph Heller segir að þeir komi frá hon- um, þvi að hann er sársvangur og hlakkar til að borða morgunverð. Hann segir þetta án þess að biðj- ast afsökunar eða roðna, meðan enn heyrast skruðningar I mag- anum á honum. Heller er maður, sem er ekki að flýta sér, og hann gerir svo ræki- lega grein fyrir nýju bókinni sinni, sem er 569 síöur, að það veröur næstum enginn timi til að spjalla um annað, áður en mag- inn krefst sins. Heller gaf sér einnig nógan tima, þegar hann kom 22 ára gamall heim til Bandarikjanna úr siöari heims styrjöldinni, og átta ár liðu án þess að hann hefði hugmynd um að hann myndi skrifa metsölu- bók. Og þegar hann settist niður þritugur og skrifaði striðs — eða réttara sagt andstriðs — skáld- söguna Catch 22, hafði hann enga hugmynd um að hann yrði átta ár að þvi. Siðar vissi hann ekki held- ur að hann yrði 13 ár að skrifa næstu bók, sem nú er komin út, EitthvaO gerOist. I millitiðinni er hann oröinn 51 árs, og þótt hann sé unglegur eftir aldri, vekur grátt hár hans, sem minnir á hárkollu, nokkra at- hygli. Heller lætur hendurnar hvila á maganum, sem enn lætur til sin heyra, meðan hann segir frá. Hræddur — Bob Slocum, aðalpersónan i bókinni, vinnur hjá hlutafélagi. Hann er hrifinn af konunni sinni og börnunum sinum, en samt er hann skelfing óhamingjusamur. Ein ástæðan er sú, að hann fær ekki séð, að vinna hans komi nokkrum að gagni, önnur ástæða sú, að hann hugsar oft um að fara frá konunni sinni, þótt hann viti I raun að hann elskar hana. En hann þorir ekki að segja henni það, þvi að þá fær hún yfirhönd- ina tilfinningalega. Þess vegna tala þau saman i vinsemd um hættulaus málefni. Hann er sjálfur svo veikgeðja, að hann verður alltaf að hafa sið- asta orðið. Hann er hræddur við alla yfirmenn sina, og hann finn- ur að fyrirtækið grundvallast á ótta, ótta við alla hina. Hann saknar mjög bemsku sinnar, svo aö endurminningarnar eru raun- verulegur f jandmaður hans. Þaö er munur á Catch 22 og nýju bók-- inni, þvi að Yossarian er hræddur viö eitthvað I umhverfinu, en Slocum er hræddur við eitthvað innra með honum sjálfum. Hann er hræddur um að hann sé e.t.v. kynvilltur — hann hefur enga á- stæðu til að gera ráð fyrir þvi, og þó er hann hræddur. Hann er mikið kvennagull og sefur hjá mörgum stúlkum, en er þeim ekki náinn, þetta eru aðeins ytri at- hafnir. Hann er dauðhræddur um að eitthvaö hendi lim hans —- sem hann tilbiöur, og gerir hann óhamingjusaman. Sannleikurinn. Ég held að Bob Slocum sé full- trúi margra karlmanna nú á dögum. Hann er venjul. maður, sem lifir venjulegu lifi, og mjög litið kemur fyrir hann. Ég reyndi aö setja hann i nákvæmlega sömu aðstöðu og Kafka gerir við slnar persónur, —■ þjóðfélagið i kring- um hann breytist, en hann veit það ekki. Hann veit ekki heldur hver hann er I raun og veru, hann veit aðeins að hann reynir af al- efli að vera eins og aðrir, einnig þeir, sem eru honum mjög ólikir. Mikilvæg setning i bókinni hljóöar svo: Þegar ég verð full- orðinn, vil ég vera litill drengur — þetta er merkileg setning sögð af 45 ára manni, en ég held að hún eigi við um marga menn. Eiginlega ætti ég ekki að segja svona mikið um bókina. Ég þekkti Catch 22 ekki fyrr en ég hafði lokið henni, ég hef enn ekki lesiö Catch 22 eins og bók, og heldur ekki Eitthvaö gerðist — ég held ekki að rithöfundur viti meira um það. sem hann hefur skrifað en lesandinn. Meðan ég er að skrifa bókina, veit ég auðvitað hvað ég er að gera — ég veit hvers ég vænti af hverri persónu, ég veit hvenær ég vil að þær séu glaöar og hvenær ég vil að þær séu það ekki. En ég get ekki Imyndaö mér, hvaða áhrif þær hafa á fólk . Höfundur hlýtur að semja, og lesendur hljóta að skynja það sem hann hefur að segja. Gagnrýnendur hljóta síðan að skera úr um, hvaða kaflar bókarinnar snerti fólk og hverjir ekki. Svo held ég lika að skáldsögum ljúki þar sem þeim lýkur — les- endur geta að sjálfsögðu skáldað framhald, en þaö verður á þeirra ábyrgö. Höfundurinn hefur sett punktinn, og tilgangslaust er að ræða við hann um hvað siðar verður um aöalpersónurnar. Stiginn. Nei, ég er ekki svartsýnni nú en þegar ég samdi Catch 22 — og e.t.v. er ég ofurlitiö bjartsýnni, en það byggist fyrst og fremst á sjálfum mér — ég finn að þetta timabil lifs mins er betra en það sem á undan gekk. Það fær á alla að verða þritugir, en að verða fertugur er allt annað mál, og ein- mitt nú er ég svo upp með mér af þvi að vera orðinn fimmtugur, að þaö heldur i mér lifinu lengi — mér liöur betur en nokkru sinni fyrr, og ég nenni hreinlega ekki að hugsa um þann tima, sem von- andi er langt undan, þegar ég get ekki lengur haldið upp stigann. Aleinir Ég held aö Vesturlandabúar nú á dögum séu ekkert sérlega ham- ingjusamir, bæði hvað snertir vinnu og framtiðina. Okkur vant- ar hugsjónir, við eigum ekkert, sem gefur lifi okkar tilgang — nema bara uppskeru dagsins. Enginn litur á sjálfan sig sem hluta af kerfi, hverjum og einum finnst hann vera aleinn. Sárafáir vinna eitthvað, sem hefur annan tilgang en að gefa tekjur. Þegar ég skrifaði Catch 22, vann ég skrifstofustörf á einum 5—6 stöðum, og þau veittu mér litla ánægju. Ég vann fyrir Time Magazine og neyddist til að segja að Time Magazine væri bezt, en það fannst mér ekki. Ég vann við Look og varð að segja það sama um Look — og mér fannst það ekki heldur. Þegar ég kom heim úr striðinu, hafði ég ekki háskólamenntun, svo að ég fór i háskóla og var þar þangaö til ég var 28 ára. Ég skrif- aði smásögur, en ég var ekki bú- inn að fá hugmyndina að Catch 22, hana fékk ég ekki fyrr en sið- ar. En ég hef alltaf trúað þvi að ég yrði rithöfundur, og i skóla var ég betri i stil en hin börnin — innra með mér var enginn efi. New York Skoöun min á siðari heims- styrjöldinni er ekki sú sama og sú sem kemur fram i Catch 22 — af þeirri ástæðu, að ég var i striðinu, þegar ég var 19—20 ára, en þegar ég skrifaði bókina, var ég þrjátiu. Ég bregst ekki við eins og Yossarian. Ég held að öllum Bandarikjamönnum finnist þjóð sin friðsöm, og þó hefur vist hvergi I heiminum verið veðjað eins miklu á strið og i Bandarikj- unum. Catch 22 varð ekki sérlega vin- sæl I byrjun. Satt að segja gaf hún ekki meira i aðra hönd en skrif- stofustörfin. Þegar bókin kom út, var ég 38 ára, ég átti tvö ung börn og sömu konu og ég á núna, — ég var sem sagt fremur rótgróinn, svo að eina breytingin sem frægð- inni fylgdi, var að ég flutti úr lít- illi ibúð I stóra, en I sama húsi. Ég get ekki átt heima annars staðar en i New York — mér fell- ur New York ekki sérlega vel, en ég get ekki verið án hennar, þvi hún hefur vissa kosti, sem ég get ekki verið án — maður rekst aldrei á ihaldssamt fólk, og er maður fer á veitingahús, gengur afgreiðslan fljótt. Svo kenni ég raunar við háskóla i New York, ritstörf, og það er skemmtilegt. Það er vissulega ekki hægt að kenna fólki að skrifa en það er hægt aö kenna hæfileikafólki að skrifa enn betur, og hæfileika- snauöu að komast að þvi að það hefur ekki hæfileika. Listamaðurinn Það bezta við Catch 22 var að tekjurnar af henni gáfu mér frið til að skrifa Eitthvað geröist. Jafnvel þegar ég skrifa mest, sit ég aðeins I nokkra tima á dag, nokkra daga i viku, svo að ég geri ráð fyrir að ég sé seinvirkur rit- höfundur. Mér finnst mjög mikil- vægt að skrifa — þess vegna gef ég mér svo góðan tima til þess. Ég er nú laus viö fjárhagsáhyggj- ur, svo að ég skrifa ekki vegna peninganna — ég hef aldrei gert það. Ég skrifa til að verða góður listamaður — mér finnst list aö skrifa góðar bækur... ó, hvað ég hlakka til að borða morgunverð, eins og þér getið heyrt....

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.