Tíminn - 05.02.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.02.1975, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 5. febrúar 1975. TÍMINN 3 Norrænn fjárfesting- arbanki og samvinna um orkumál Raunhæfustu kjarabæturnar Svo virðist sem augu stjórn- arandstöðunnar séu loksins að opnast fyrir þeirri staöreynd, að nú eru ekki forsendur fyrir launahækkunum. Það er hins vegar fyilsta ástæða til að gefa þvi gaum, með hvaða öðrum hætti unnt er að bæta- kjör hinna lægstiaunuðu i þjóðfé- laginu. i þessu sambandi er á- stæða til að vitna I leiðara Al- þýðublaðsins i gær, en þar segir m.a.: ,,Nú blasir við sá möguleiki, að unnt sé aö leiörétta — að minnsta kosti að nokkru — nú- verandi kjarastöðu láglauna- fólks með skynsamlegum að- gerðum i skattamálum. Vafa- laust binda launþegasamtökin vonir við, að þær umræður um skattabreytingar, sem nú standa yfir milli fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og rikisstjórnarinnar, beri já- kvæðan árangur”. Enginn vafi er á þvi, að al- menningur gerir sér grein fyrir því, aö kjarabætur af þessu tagi eru liklegastar til að skila árangri. Vonandi er, að þeir verkalýðsforingjar, sem háværastir hafa verið að undanförnu, beri gæfu til að skilja það lika, að kjarabætur án kauphækkana eru raunhæf- astar, eins og nú er ástatt. Breytingar á skatta- og út- svarslögum koma mjög til greina i þessum efnum. Lúðvík samur við sig Framkoma Lúðviks Jóseps- sonar I sjónvarpsþættinum Kastljósi, sem sýndur var s.l. föstudag, er dæmigerð fyrir það ábyrgðarleysi, sem for- ingjar Alþýðubandalagsins leyfa sér að viðhafa utan þings sem innan. Lúðvik þrástagað- ist á þvi, að erfiðleikarnir i efnahagsmálunum væru ekki eins miklir og viðskiptaráö- herra hefur lýst. Sú mynd hafi veriö máluð allt of dökkum lit- um. Og hvers vegna skyldi Lúðvik hafa haldið þessu fram? Vitanlega til að kynda undir auknum kröfum verka- lýðshreyfingarinnar I kom- andi samningaviöræðum. Það er gömul og ný aðferð komm- únista að reyna að valda eins miklum usla og mögulegt er I þcirri von, að slikt ástand veiti þeim betri aðstöðu. Sú von þeirra rætist örugglega ekki nú. „Reiknimeistarar" Þjóðviijans Þjóöviljinn gerir sér tiðrætt um það, að núverandi stjórn- arflokkar hafi engar tillögur i efnahagsmálum, Spyrja mætti, hverjar eru tillögur kommúnista? Þeir heyktust á þvi að taka á sig ábyrgð s.l. vor og komu i veg fyrir mynd- un nýrrar vinstri stjórnar, fyrst og fremst af þeirri á- stæðu, að þeir vissu, að fram- undan voru óvinsælar ráðstaf- anir. Þeir voru ekki menn til þess að standa við sjórnvölinn I andbyr. Hins vegar reikna þeir stöðuná skakkt, eins og svo oft áður, þvi að almenn- ingur á islandi metur meira á- byrgð og festu á örlagatimum en brotthlaup frá skyldum, þegar mest á riður. Kommún- istar þurfa ekki að óttast það, að núverandi stjórnarflokkar komi sér ekki saman um til- lögur til lausnar þeim efna- hagsvanda, sem við er að glíma. A það hefur hins vegar verið lögð áherzla, m.a. af Ólafi Jóhannessyni viðskipta- ráðherra, að ekki megi gripa til neinna flausturslegra að- geröa. Á næstu dögum má bú- ast viö þvi, að rikisst jórnin til- kynni til hvaða aögeröa hún hyggst gripa. Um viðbrögð kom múnistanna i Alþýðu- bandalaginu þarf auðvitað ekki að spyrja. Þau eru ákveð- in fyrirfram. En ætli það fari ekki fyrir þeim eins og eftir landhelgissamningana við Breta, — þegar þeir hrópuðu svik, svik, — að almenningur hlusti ekki á þá. Ábyrgðin veröur metin meira en á- byrgðarlaust hjal forystu- manna Alþýðubandalagsins. —a.þ. Athugasemd vegna fréttar um spjöll d Kef la víku rki rk ju HHJ-Rvik — Geir Hallgrimsson forsætisráðherra er nýkominn til landsins úr för til Bandarlkjanna, Kanada og Noregs. I New York átti hann viöræður við fulltrúa Bandarikjamanna hjá Samein- uðu þjóðunum um hafréttarmál og gerði grein fyrir áformum ís- lendinga um útfærslu lögsögunn- ar i 200 mílur. Þá var og rætt um málefni S.þ. almennt, efnahags- mál, oliukreppuna og alþjóðamál. Að sögn forsætisráðherra á blaðamannafundi i gær, töldu fulltrúar Bandarikjanna rlkis- stjórn sina svipaðs sinnis og hina islenzku, hvað útfærslu áhrærir, þótt Bandarikjamenn myndu ekki færa út einhliða, fyrr en að lokinni hafréttarráðstefnunni. Harry O. Frederiksen látinn Harry O. Frederiksen, fram- kvæmdastjóri Iönaðardeildar Sambands islenzkra sam- vinnufélaga, varð bráðkvadd- ur á feröalagi erlendis 2. febr. s.l. Hann var fæddur I Reykja- vik 15. marz 1913, sonur Aage M.C. Frederiksen, vélstjóra, og konu hans Margrétar Hall- dórsdóttur Frederiksen. Harry O. Frederiksen stundaði nám við Samvinnu- skólann og hafði að baki nær hálfrar aldar starfsferil hjá ýmsum deiidum Sambands- ins, innanlands og utan, er hann lézt. Hann var starfs- maður á skrifstofu S.t.S. i Kaupmannahöfn 1938 til 1940 og framkvæmdastjóri sömu skrifstofu frá miðju ári 1947 til ársloka 1948. Þegar Iðnaðar- deild Sambandsins var sett á stofn I ársbyrjun 1949, gerðist hann f ra m k væm da st jór i hennar og gegndi þvi starfi til dauöadags, að frátöldum árunum 1962 til 1964, er hann stýrði skrifstofu S.t.S. í Ham- borg. Hann sat I fram- kvæmdastjórn Sambandsins frá 1956 og var ritari hennar siðustu árin. Hann var um árabil st jórnarform aöur I Vinnumálasambandi sam- vinnufélaganna, og sat i stjórn ýmissa samstarfsfyrirtækja Sambandsins. t þágu is- lenzks iönaöar gegndi hann fjölmörgum trúnaðarstörfum. Hann tök virkan þátt I félags- málum, var félagi I Lions- hreyfingunni og formaður I fulltrúaráði Knattspyrnufé- lagsins Fram, er hann lézt. Harry var kvæntur Mar- gréti Frederiksen og eignuö- ust þau tvö börn. Harry O. Frederiksen. Bandarikjamennirnir töldu all- vel horfa um samkomulagslikur á hafréttarráðstefnunni, þótt vera kynni, að hún drægist nokkuð á langinn og henni lyki ekki fyrr en á næsta ári. í Kanada ræddi Geir við for- sætis- og utanrikisráöherra. Snerust þær umræður um svipuö efni og viðræðurnar við Banda- rikjamenn. Kanada mennirnir sögöu marga þar I landi hafa mikinn hug á útfærslu, en töldu nær vist að árangur næðist á haf- réttarráðstefnunni, þannig að þeir þyrftu ekki að færa út ein- hliða. Að vesturförinni lokinni hélt forsætisráöherra til Osló, þar sem Bratteli forsætisráðherra Noregs hafði boðið forsætisráðherrum Norðurlanda til fundar. Hann sátu þó aðeins forsætisráðherrar Islands, Sviþjóðar og Noregs. Danski forsætisráðherrann gat ekki komið sökum þess ástands, sem ríkir þar i landi. Frá Finn- landi sótti Ulf Sundquist, kennslu- málaráðherra, fundinn i stað Ka- levi Sorsa, forsætisráðherra, sem var veikur. Samstarfsráðherr- arnir um Norðurlandamálefni (þ.á.m. Nathalie Lind, danski menningarmálaráðherrann sem var fulltrúi starfsstjórnarinnar I Danmörku) og iðnaðarráðherr- arnir frá Finnlandi, Noregi og Sviþjóð tóku þátt i hluta viðræðn- anna. Margt bar á góma i viðræðum ráðherranna. Þeir ræddu m.a. um horfur I efnahagsmálum, sem viða um lönd einkennast nú af ó- hagstæðum greiðslujöfnuði, at- vinnuleysi og verðbólgu, sem kunnugt er. Þá var rætt um norrænt sam- starf og eflingu þess. Ráðherrun- um bar saman um, að norrænt samstarf hefði eflzt mjög eftir að norræna samstarfsáætlunin sem svo er nefnd, var lögð fram á fundi Norðurlandaráðs i Osló 1973. Má i þessu sambandi og minna á menningarmálasáttmál- ann, sem mennta- og kennslu- málaráðherrar Norðurlanda samþykktu á siöasta ári ofan- verðu. Menn voru einnig sam- mála um að reyna að efla sam- starfiö i atvinnumálum frekar til gagnkvæmra hagsbóta fyrir alla. Ráðherrarnir fengu nýsamda skýrslu um framvinduna I sam- vinnu Norðurlanda á sviði orku- mála og þeir itrekuöu skuldbind- gébé-Reykjavik — Fyrsti stjórn- arfundur hinnar nýstofnuðu kvennadeildar Taflfélags Reykjavikur, var haldinn 3. febrúar s.l., en eins og kunnugt er var stofnfundurinn haldinn 30. jan. Sjöfn Kristjánsdóttir var kosin formaður, Guðriður Friö- riksdóttir varaformaður, Ásta Gunnsteinsdóttir ritari og ólöf Þráinsdóttir fjármálafulltrúil. Ákveðið vará þessum fundi, að á fimmtudögum i viku hverri verði skákæfingar fyrir konur i húsi Taflfélags Reykjavikur við Grensásveg frá kl. 20:00 til 24:00. Jón Pálsson og Jón Briem sjá um kennslu fyrsta klukkutimann á hverjum fimmtudegi. Við vonumst eftir góðri þátt- töku, sagði Sjöfn Kristjánsdóttir, — og það verða án efa margar konur, sem vilja njóta góðs af kennslunni, sem þarna fer fram. meðal þeirra mdla, sem rædd voru á róðherrafundi í Osló inguna um að efla samvinnuna enn frekar I samræmi við yfirlýs- ingu orkumálaráðherrana á fundi þeirra i Gautaborg 29. janúar. Ráðherrarnir lögðu sérstaka á- herzlu á, að þær miklu orkulindir, sem Norðurlöndin ráða yfir, verði nýttar I nánu samstarfi. Þá var rætt um aðgang Norður- Ianda að hráefnum og náttúru- auðlindum og gildi þess, að nýting auðlindanna og skipulagning meiriháttar fjárfestingarfram- kvæmda i einstökum löndum fari fram eftir samráð milli landanna. Efnahagsleg tengsl landanna og sameiginlegi norræni vinnu- markaöurinn leiðir til þess, að slik samræming er eðlilegri en ella. Menn voru sammála um, aö samstarfsráðherrarnir skyldu gera úttekt á stöðu Noröurlanda varöandi hráefni og auölindir og kanna leiðir til nánara samstarfs I þvi skyni að nýtanlegar auðlind- ir kæmu að sem mestum notum. 1 framhaldi af þessu gerði forsætis- ráðherra lslands grein fyrir á- formum íslendinga varðandi fiskveiðilögsöguna. Hann ræddi og við norska ráðherra um aðstoö vegna hugsanlegrar oliuleitar viö Island. Oliukaup frá Noregi bar einnig á góma. Ráðherrarnir könnuðu tillögur um sameiginlegan norrænan fjárfestingabanka. Slik stofnun getur orðið gagnleg viðbót við þær fjárfestingastofnanir, sem fyrir eru og lána fé til stórfram- kvæmda og útflutnings, sem Norðurlönd hafa áhuga á. Ráö- herrarnir voru sammála um, að eins fljótt og kostur væri, yrði undirbúin tillaga til frekari um- ræðu I ráðherranefndinni um stofnun norræns fjárfestingar- banka. sem rekin yrði eftir bankalegum meginsjónarmiöum og byggðist stofnfé frá einstökum þátttökurikjum. Geir Hallgrimsson forsætisráö- herra taldi, að slikur banki gæti komið Islendingum aö góðu gagni, þegar til þess kæmi að afla fjár til stórvirkjana og stóriðju, þar sem aðgangur að Alþjóöa- bankanum er okkur ógreiður um þessar mundir, þvi aö hann legg- ur nú megináherzlu á lán til þró- unarlanda. Ráðherrarnir fjölluðu um þau áform um aðstoð við Portúgal sem á döfinni eru og voru sam- mála um, að unniö skyldi að þvi að styrkja lýðræöisþróunina I landinu. Næst á dagskrá hjá stjórninni er að skipta félögunum i flokka, — unglingaflokk og eldri flokk, — en þarna er kvenfólk á ölluin aldri. Siðar mun áætlað að halda skákmót og fjöltefli, en ekkert hefur enn verið ákveðið uin það. I DAG er Runebergsdagur hjá Finnum afmælisdagur þjóðskálds Finna, Jóhanns Lúðviks Run- bergs, og er hans að jafnaði minnzt i Finnlandi. Finnlands- vinafélagið Suomi hefur nú uin nokkurra ára skeið efnt til fagn- aðar þennan dag, og gerir það einnig i kvöld, i Norræna húsinu kl. 20:30. Sveinn Sveinsson, for- ínaður félagsins, setur samkom- ÉG undirritaður vil lýsa hrýggð minniyfir frétt I Tlmanum 4. þ.m. þar sem sagt var frá skemmdar- verkum I Keflavikurkirkju, og mun meira úr þeim gert en efni stóðu til, þótt það á hinn bóginn kunni að hafa orsakazt af þvi, að mér tókst ekki að ná sambandi við starfsmenn blaðsins i tæka tið. Sizt er það ætlun min að afsaka verknaðinn sem slikan. En ég vil benda á, að atburðir sem þessi eru ékki til þess fallnir, að fjallað sé um þá i fjölmiðlum. Allt, sem vakið gæti slúður og una með ávarpi, ræðu flytur Sigurlaug Bjarnadóttir alþingis- maður frá Vigur, kór Mennta- skólans við Hamrahlið syngur is- lenzk og finnsk lög undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Maria- Leena Rautalin bókavörður, sem nýkomin er til starfa við bókasafn Norræna hússins, mun kynna finnska rithöfundinn Saalama, sem fékk bókmenntaverðlaun tilhæfulausar gróusögur, ekki sizt i viðkvæinuin máluin sein þessu, ber að forðast. Ættu allir þeir, sem annast almennan fréttaflutn- ing að hafa aö leiðarljósi þessi si- gildu orð Matthiasar Jochuins- sonar: Að finna brest hjá breyskum er svohægt og brotin dæma hart, en tildrög vægt. Þessa athugasemd mina vil ég biðja Tirnann að birta fljðtlega. Björn Jónsson, sóknarprestur i Keflavik. Noröurlandaráðs nú fyrir skömmu. Þá verður kaffidrykkja og borin fram Runebergsterta, sem þykir hið mesta hnossgæti. Loks verður sýnd kvikmynd frá Finnlandi. Aðalfundur Finnlandsvinafé- lagsins verður haldinn kl. 20. áður en samkoman hefst. Kvennadeild Taflfélagsins: Starfsemin hafin af fullum krafti Runebergskvöld í Norræna húsinu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.