Tíminn - 05.02.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.02.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN MiOvikudagur 5. febrúar 1975. Treglega gengur að fá upp lýsingarfrá Rússumumolíu A aIIii nttfnnl A/fii AfF m K t D nv rannsóknir við Island Fram til til Það kom fram i ræðu þessa hafa is- Steingrims Hermanns- 1®"zk stjómvöid ° , * ekki veitt nein sonar (F) 1 umræðum skuidbindandi um möguleika á oliu- vinnslu á svæðinu um- hverfis ísland, að Sovét- menn hafa verið mjög tregir til að láta af hendi frekari upplýsingar um niðurstöður visindaleið- angurs á þeirra vegum, sem kannaði setlög norðaustur af landinu haustið 1973. Steingrfmur Herniannsson alþingismaöur, sem jafnframt e r f r a m - kvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins, upp- lýsti I umræð- um um þetta mál, aö Rannsókna- ráð ríkisins hefði Itrekað reynt að fá svör frá Sovétmönnum, en án árangurs. Næsta skrefið yrði að leita aðstoðar íslenzka sendiráðs- ins I Moskvu. Sagði Steingrimur, að vera kynni, að Sovétmenn teldu sér ekki bera skylda til að, svara, þar sem þessar rannsóknir hefðu farið fram utan Islenzks yfirráðasvæðis. Tilefni þess- ara umræðna var fyrirspurn frá Benedikt Gröndal (A) um auðæfi á eða I Islenzkum hafs- botni. Spurðist þingmaðurinn m.a. fyrir um það, hvaöa aðilar hefðu óskað eft- ir leyfi til að leita að ollu, jarðgasi eða öðrum auðæfum á íslenzku yfirráðasvæði. Vitnaði þingmað- urinn til frétta I erlendum blöðum og tlmaritum um möguleika á olluvinnslu I hafinu umhverfis landið. M.a. hefði þvl verið varp- að fram I brezku blaði, að Islend- ingar kynnu að vera orðnir oliuút- flytjendur árið 1990. Benedikt Gröndal sagði, að sovéskir vis- indamenn teldu, að ollu væri að finna I setlögum á hafsbotni við Island, en ekki væri hægt með nú- tlmatækni á sviði borunar að nýta hana. Geir Hallgrlmsson forsætisráð- herra svaraði fyrirspurn Bene- dikts Itarlega. 1 svarræðu sinni sagði hann m.a.: ,,Á undanförnum árum hafa 25 erlendir aðilar, að minnsta kosti, lýst áhuga sínum og lagt fram fyrirspurnir til Islenzkra stjórn- valda um leyfi til rannsókna og leitar að oliu og gasi á landgrunni Islands. Segja má, að tvö atvik hafi einkum ýtt á eftir erlendum aðilum I þessu efni. 1 fyrsta lagi umræður um að reisa hér á landi olluhreinsunarstöð og I öðru lagi fréttin frá rússneskum vlsinda leiðangri haustið 1973 um, að set lög, er kynnu að geyma olíu, væru 160 sjómflur norðaustur af land- inu. Aö margra dómi er sú frétt ekki nægilega staðfest. Ekkert hefur enn komið fram I rannsóknum á landgrunni ís- lands, sem bendir til þess, að olía eða gas finnist á þeim svæðum Islenzka landgrunnsins, þar sem nútlma tækni leyfir nýtingu þessara auðlinda. A þeim slóðum, þar sem Rússar segjast hafa orð- ið varir viö setlög, er dýpiö 900 til 1000 metrar. Enn sem komiö er leyfir tæknin ekki vinnslu jarð- efna á svo miklu dýpi. Eftir ára- tug kann hún að verða komin á það stig, að tæknilega verði unnt að vinna oliu á þvi dýpi, sem er hér við land á þeim svæöum, þar sem mestar likur eru fyrir þvi að olia eða gas finnist. heimildin takmarkaðist ekki við hafsvæði út að 200 milna dýptar- llnu, heldur giltu Islenzkar reglur á öllu nýtanlegu svæði. Rann- sóknir Shell fóru fram 6.-8. sept- ember 1971. Voru mælingar fram- kvæmdar eftir 350 km langri llnu, sem Shell ákvað, vestur af land- inu. Dr. Guðmundur Pálmason var fulltrúi Islands um borð i rannsóknarskipinu. Niðurstaða rannsóknanna var sú, að jarðlög þama væru svipuð og undir land- inu sjálfu og ek'ki liklegt að um ollulindir væri þar að ræða. Kom sú niðurstaða ekki á óvart. 3. janúar 1974 sendi norska fyrirtækið GeoteamiCómputas, sem er ráðgefandi félag og stund- ar einungis mælingar og rann- sóknir, tilboð um olíuleit við strendur Islands. Þykir tilboð þetta eitt það athyglisverðasta, sem fram hefur komið til þessa. Afstaöa hefur ekki verið tekin til þess, fremur en annarra tilboða.” Þá minnti forsætisráðherra á, að menntamálaráðuneytið hefði 1972 skipað landgrunnsnefnd til Frh. á bls. 15 svör við fyrir- spurnum frá er- lendum aðilum um þessi mál. Það hefur ekki enn verið talið tímabært meðal annars með hliðsjón af þvl, að nokkur óvissa hefur rlkt um, hve víötækur yfirráðarétturinn yfir landgrunninu sé I raun og veru. Þaö mál mun skýrast á hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Ég tel ástæðu til að gera sér- staka grein fyrir afgreiðslu tveggja fyrirspurna. 1. desember 1970 íagði Shell International I Haag fram umsókn um vísinda- lega leit að olíu og gasi á hafs- botninum umhverfis Island. Með bréfi iðnaðarráðuneytisins 10. febrúar 1971 var fyrirtækinu heimilað að framkvæma jarðeðl- isfræðilegar mælingar á land- grunni Islands, aðrar rannsóknir voru ekki leyfðar, né heldur vinnsla. Það skilyrði var sett, að niðurstöður rannsókna yrðu send- ar Islenzkum stjórnvöldum og fulltrúi tilnefndur af íslenzka iðn- aðarráðuneytinu yrði um borð I rannsóknarskipinu. Sérstaklega var tekið fram, að rannsókna- Tímabært að hyggja að frekari framtíðar- áformum um lausn raforkumála Norður- lands, sagði Ingi Tryggvason Rætt um virkjun SkjálfandafIjóts við íshólsvatn Það kom fram I svari Gunnars Thoroddsen iðnaðar- og orku- málaráðherra við fyrirspurn Inga Tryggvasonar (F) um rannsóknir á virkjunarmöguleikum I Skjálf- andafljóti við tshólsvatn, að rannsóknir eru skammt á veg komnar og að aðilar, sem fram- kvæmt hafa þessar rannsóknir, eru ekki á eitt sáttir um, hversu Nauðsynlegt að samræma lánamdl iðnaðarins NOKKRar umræöur urðu I sameinuðu þingi I gær vegna fyrirspurnar Heimis Hannes- sonar (F) um stöðu lánasjóða iðnaðarins og hugsanlega sameiningu þeirra eða sam- ræmingu starfa þeirra. Svar- aöiGunnar Thoroddsen iðnað- arráðherra fyrirspurninni og tók undir þau sjónarmið fyrir- spyrjanda, að nauðsynlegt væri að samræma lánamál iðnaðarins. Sömu skoðunar voru fleiri þingmenn, sem þátt tóku I umræðunum, m.a. Benedikt Gröndal (A). 1 ræðu sinni sagði Heimir Hannesson m.a.: „Eins og kunnugt er skiptist iðnaðar- Heimir Hannesson framleiðsla íslendinga I tvo þætti. Annars vegar iðnað fyrir innanlandsneyzlu, sem er að verulegu leyti gjaldeyr- issparandi, þó að ný viðhorf séu aöskapast með minnkandi aðlögunartlma vegna aöildar- innar að EFTA. Hinn þáttur- inn er útflutningsiðnaöurinn, sem er gjaldeyrisskapandi og á sér skemmri sögu. Báðir þættirnir gegna að sjálfsögðu sinu hlutverki frá atvinnulegu sjónarmiði. Út- flutningsiðnaðurinn hefur til skamms tima verið einhæfur, en á síðari árum hefur tekizt að afla markaðs fyrir ýmsa nýja þætti iðnaðarframleiðslu, svo sem ullarvöru, skinna- vöru, lagmeti og fleira. Hefur þetta verið einn þáttur I þeirri nauðsynlegu viðleitni að styrkja almennt grundvöll út- fluntingsstarfsemi okkar. Og nú, á erfiðleikatímum og á þeim óvissutimum, sem fram- undan eru, er áreiðanlega hollt að nema staðar og lita yfir farinn veg, um leið og stefnumarkandi ákvarðanir eru teknar fyrir framtlðina. Og hér vil ég í tilefni af fyrir- spurn til iðnaðarráðherra gera lánamál iðnaðarins að sérstöku umræðuefni á þess- um vettvangi. Ég held, að það sé ljóst, að vandamál beggja iðnfram- leiðslugreinanna, ekki sizt út- flutningsiðnaðarins, séu ekki slzt fólgin i þvi, að of margir eru aö fjalla um sambærileg mál — og á það bæði við um sölumálin og lánamálin. Sölu- málin eru I höndum fleiri aðila en æskilegt má telja og verka- skipting ekki nægilega mótuð. Ekki sizt er vandamálið fólgið I skorti á samræmingu og samvinnu þeirra aðila, er um lánamálin fjalla. Leyfi ég mér að fullyrða, að núverandi skipulag stendur eðlilegri framþróun þessarar mikil- vægu atvinnugreinar fyrir þrifum. Við höfum á tiltölulega fáum árum leyft okkur að stofna til hvers sjóðsins og stofnunar- innar á fætur annarri meö til- heyrandi yfirbyggingu og kostnaöi. Skulu nokkur dæmi tekin á þvl sviöi. 1 iðnaöar- þættinum höfum við Iðnaðar- banka, iðnlánasjóö, iðnþróun- arsjóö, iðnrekstrarsjóö, Út- flutningsmiðstöð iðnaðarins, iðnþróunarnefnd, Iðnþróunar- stofnun, tryggingadeild, rlkis- ábyrgöarsjóð, sem fjallar um lán vegna útflutnings. Og að sjálfsögðu iðnaðarráðuneyti með tilheyrandi ráðum og nefndum að mismiklum störf- um. Útflutningsmiðstöð iðnaöar- ins er rekin fyrir framlag á fjárlögum, Sölustofnun lag- metis, sem Hka hefur þróun- arsjóð, er á fimm ára fjárlög- um. Og sjálfsagt er ýmislegt ótalið enn. Það er e.t.v. hægt að leyfa sér eitt og annað á miklum velgengnistlmum, þó aö alltaf þurfi að beita réttum vinnubrögðum á hverjum tíma en þegar glfurlegir erfið- leikar blasa við I útflutnings- og gjaldeyrismálum, hlýtur það að vera óhjákvæmileg krafa, að allra leiða sé leitað til að tryggja útflutningsaðil- um — og I þessu tilviki útflutn- ingsiönaðinum alla þá nauð- synlegu fyrirgreiðslu, er hann þarf á að halda — og með sem minnstum tilkostnaði og fyrir- höfn — með það fyrir augum að ná sem mestum árangri með sem minnstum tilkostn- aði. Núverandi skipulag býður upp á þá kunnu mannlegu eig- inleika I hverju rikiskerfi að ýta hlutum á undan sér og vlsa málum hver til annars. Hér mætti rekja mörg dæmi. Ég tel það óhjákvæmilega niður- stöðu, að brýna nauðsyn beri til að sameina töluvert af þeirri starfsemi, sem upp var talin, og væri eölilegasta verkaskiptingin að t.d. tveir aðilar önnuðust þessa starf- semi, annar fyrir innanlands- markaðinn og fjárfestingamál hans, en hinn fyrir útflutn- ingsiðnaðinn, lán, útflutnings- örvandi styrki, könnun á markaösmálum, tryggingar, rannsóknarstarfsemi og aðra þá þætti, er tengjast slikri starfsemi. Og nóg væri, að tvær stjórnir fjölluðu um þetta, sem kæmu I stað allrar þeirrar yfirbygginga, sem við búum nú við. Ekki slzt, þegar þetta eru I mörgum tilvikum sömu mennirnir, sem skipta um sæti. Ætli okkur Islending- um veiti nokkuð af þvi á þess- um tímum, sem nú fara I hönd, að skilja þá staðreynd, aö úti I hinum stóra heimi er- um við aðberjast á mörkuðum I samkeppni við háþróaðar iönaðarþjóðir með margfalda reynslu og rannsóknarstarf- semi á bak við sig, um leið og við hljótum að viðurkenna þá staöreynd, að vaxtarbroddur iðnframleiðslunnar er fólginn I vaxandi arðbærum útflutn- ingi. Ef við skiljum þetta ekki og höldum enn áfram að auka á yfirbygginguna, er þess ekki að vænta, að vel fari”. álitlegir virkjunarmöguleikarnir eru. Ingi Tryggvason sagði, að það væri álit kunn- ugra manna, að við íshólsvatn I Bárðardal 'væru hin álitlegustu skilyrði til vatnsaflsvirkj- unar. Tómas Tryggvason jarð- fræðingur muni fyrstur hafa bent á þessa möguleika fyrir mörgum árum. I framhaldi af því sagði Ingi Tryggvason, að athuganir hefðu farið fram á þessum mögu- leikum, og nú væri spurt, á hvaða stigi þær væru og hvort einhver niðurstaða lægi fyrir. Minnti þingmaðurinn á raforkuskortinn á Norðurlandi. Kröfluvirkjunin og samtenging við önnur orku- svæði myndi leysa bráðasta vandann, en engu að slður væri tlmabæt að hyggja nú þegar að þvl, hvaða valkostir væru beztir, þegar virkjun Kröflusvæðisins lyki. Þá ræddi þingmaðurinn um byggingu háspennulinu yfir há- lendi Islands milli orkustöðva norðanlands og sunnanlands. Sagði hann, að frá íshólsvatni að Sigöldu væri 200 km vegalengd, en frá íshólsvatni til Húsavíkur væri um 80 km, og svipuð vega- lengd til Akureyrar. Samtenging stórra orkustöðva á Norðurlandi og Suðurlandi myndi auka mjög öryggi í orkumálum og jafna að- stööu hinna ýmsu byggðarlaga til að njóta raforku I uppbyggingu atvinnulifs. Loks sagði Ingi Tryggvason, að llkur bentu til þess, að bygging virkjunar við Is- hólsvatn gæti farið fram I áföng- um, og þvi væri virkjunin hentug til aö mæta vaxandi orkuþörf til almennra heimilisnota, upphitun- ar og smærri atvinnurekstrar. Aðstaöa til vatnsmiðlunar væri góð, miðlunarlón yrði I óbyggð- um, og sjálft væri Ishólsvatn mik- ill vatnsgeymir, 5,2 ferkilómetrar að flatarmáli og meðaldýpt 19 metrar. Gunnar Thor- oddsen iðnaðar- og orkumála- ráðherrasagði I svari slnu, að sérfræðingum bæri ekki sam- an um mögu- leika til virkj- unarfram- kvæmda á þessu svæöi. Niður- staða eins aðila væri sú, að stofn- kostnaður á orkueiningu yrði miklu hærri en I sambærilegum virkjunum, en tveir aðrir aðilar hefðu komizt að annarri niður- stöðu, sem sé þeirri, að hag- kvæmt yrði að virkja á þessum stað. Ráðherrann sagði, að rann- sóknir væru tiltölulega skammt á veg komnar, og nú þyrfti að fara fram gagnger athugun á virkjun- armöguleikum með tilliti til ó- llkra niðurstaða hingað til. Benti hann á, að rannsóknir væru tlma- frekar, t.d. tækju jarðfræðirann- sóknir á svæðinu 2—3 ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.