Tíminn - 05.02.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 05.02.1975, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 5. febrúar 1975. TÍMINN 15 Mark Twain: Tumi gerist leyni- lögregla skildi ekki upp né nið- ur i fingramáli hans eða upphrópunum. Þeir gengu nú til Jaka og tóku að leggja fyrir hann spurningar sinar, og við stóðum skammt frá og horfð- um á og vorum allir á nálum út af honum. Tumi sagði, að það tæki marga daga, kannski vikur, þar til hann væri búinn að venja sig við, að hann væri daufdumbur, svo að hann gleymdi þvi ekki öðru hvoru og færi að tala áður en hann vissi af. Þegar við vorum búnir að standa nógu lengi og sjá, að Jaki stóð sig ágætlega og gerði merki sin alvee rétt og af mikilli list, löbbuðum við áfram og bjuggumst við að vera komnir að skóla- húsinu um morgun- matarleytið. Ég var reyndar hálfvonsvikin yfir þvi, að Jaki hafði ekkert talað við okkur um það, sem gerzt hafði inni i lundinum og hve litlu hefði mátt muna, að hann hefði verið myrtur. Ég gat ekki gleymt þvi, og eins var Tuma farið. En hann sagði, að ef við hefðum verið i spor- um Jaka, mundum við einnig hafa farið gætilega i sakirnar og ekki tekið á okkur neina ónauðsynlega áhættu. Drengirnir og telp- urnar i skólanum urðu O Austurland siður mætti ekkert út af bera. Starfsmenn rafmagnsveitn- anna vinna að þvi að tengja Beru- fjarðarlinu, og mun þvi verki verða lokið núna i vikulokin, og verður þá Djúpivogur tengdur við samveitusvæði Grimsár. Unnið var að þessu verki i desember, en þvi var hætt 16. des. sökum veðurofsa, sem hefur staðið uppi- haldslitið siðan, eins og kunnugt er. Þegar þessu verki lýkur, verð- ur tekið til við aö tengja linu á efra Jökuldal, sem einnig var hætt við i haust. Þá er eftir aö strengja á nokkra staura og setja upp spennistöðvar. Einnig veröa tengd þr jú býli i Suðurdal i Fljóts- dal. Framkvæmdir við Lagarfoss- virkjun ganga allvel. Þar vinnur fjöldi manns, og er lögð mikil á- herzla á að ljúka þvi verki sem allra fyrst. Likur eru til að virkj- unin verði reynd nú um miðjan mánuðinn. Ef veður helzt sæmi- legt, ætti virkjunin að vera tilbúin til orkuframleiðslu eftir mánað- artima. Einnig er unnið i spenni- stöð við virkjunina, sem er úti- vinna. Nú fyrir helgina var fluttur þangað spennir, sem er 25 tonna stykki, og var mokað út að Lagar- fossi til að koma honum á staðinn. Þar með er allt komið, sem nota þarf á virkjunarstað. Aður en hlánaði, var rennsli i Lagarfossi fimm rúinmetrar, en nú er það um 7—10 rúmmetrar og fer vaxandi. í fyrradag voru starfsinenn rafmagnsveitnanna meö jarðýtu uppi á Fjarðarheiði og unnu við að ryðja frá staurum á Fjarðarheiðarlinu, en nokkur . hætta er á þvi, þegar hlánar, að snjór hlaupi frain og leggi niður staura. Unnið var þarna uppi i fyrradag t.þ.a. reyna að fyrir- byggja það að linan færi flöt und- an snjóþyngslunum. Erling Garð- ar lagði áherzlu á, að enn væri mjög lágt upp I háspennulinur á fjallvegum á Sandaskörðum, Fjarðarheiði og Oddsskarði og aldrei of vel brýnt fyrir mönnum að fara varlega um þessar leiðir. 0 Jafnvægi nóvember, þ.e. eftir að hafréttar- ráðstefnanhefðikomið saman, en áður en samningurinn við Breta fellur úr gildi. Ráðherra kvað augljóst, aö ræða þyrfti við aðrar þjóðir I sambandi við útfærslu 1200 milur. Um kjarasamninga sagði Geir, að lagðar yrðu fram af hálfu stjórnarinnar ákveðnar tillögur um skattamál i samráði við laun- þega og atvinnurekendur og lik- lega yrði dregiö úr sköttum á lág- tekjufólki. Þá minnti ráðherra á endurskoðun þá á söluskatti, sem nú stendur yfir og heildarendur- skoðun þá á skattakerfinu sem boðuð hefur verið. í 'þessu sam- bandi sagði forsætisráðherra, að hann teldi persónulega, að steypa bæri saman tekjuskatti og fjöl- skyldubótum. 12.500 lestir af loðnu -FH4ieykjávík. 1 gærkvöldi voru komnar á land milli 70 og 80 þús- und lestir af loðnu. Allar þrær voim þá að fyllast á Austurlandi, enda var aflinn 12.500 tonn siðasta sólarhringinn. Ekki vissi loðnu- nefnd um sildarbræðsluskipið Norglobal, en hins vegar voru 'bátar búnir að tilkynna, að þeir hygðust setja afla sinn um borð I skipið, strax og það kæmi, og var búið að tilkynna um jafnmikið aflamagn og skipið getur tekið á móti, 3600 lestir. □ELL QUAY FISKIBÁTAR Nú er rétti tíminn til að panta þessa vinsælu fiskibáta. Lengd 19 fet, breidd 2 metrar. Getum útvegað nokkra báta fyrir vorið. Dell Quay er framleiddur úr fiberglass eftir ströngustu kröf- um. AV#N GÚMMÍBÁTAR Getum afgreitt fyrir vorið allar gerðir af Avon gúmmíbátum f rá 8—17 f eta. Hagstætt verð. Avon er mest seldi gúmmíbáturinn í Bretlandi og Bandaríkjunum. Fáum einnig Avon Searider báta með fiberglass kjöl.sem geta náð allt'að 50 mílna hraða. Leitið upplýsinga. CHRYSLER 75 Utanborðsmótorarnir eru komn- ir. Eigum til afgreiðslu strax all- ar stærðir frá 3.6 HP til 105 HP. Chrysler var mest seldi utan- borðsmótorinn á íslandi 1974. Kynnið ykkur Chrysler '75. Tryggvagata 10 Sími: 21 91 5 —21 286 P.O.Box 5030 Reykjavík Þorrablót framsóknarfélaganna verður haldið miðvikudaginn 5. febrúar ki. 7.30 i Veitingahúsinu, Lækjarteig. Avarp Einar Ágústsson. Þorraminni Agúst Þorvaldsson Karl Einarsson keinur i heimsókn og Baldvin Halldórsson les upp. Dans. Það sem eftir er af aðgöngumiðum verður selt á skrifstofu Framsóknarflokksins Rauðarárstig 18, á mánudag og þriðjudag. Simi 24480. Lundúnaferð Framsóknarfélögin I Reykjavik minna á Lundúnaferöina þann 11. febrúar n.k. og heim aftur aðfaranótt 18. febrúar. Vegna sér- stakra ástæðna gefst fólki kostur á mjög ódýrri utanlandsferð. Vissara er fyrir fólk að tryggja sér sæti sem fyrst þar sem allt útlit er fyrir að færri komist i þessa ferð en vildu, miðað við reynslu fyrri ferða. Nánari upplýsingar á skrifstofunni i sfma 24480. Kópavogur Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna I Kópavogi heldur fund fimmtudaginn 6. febrúar næstkomandi kl. 20,30 i Félagsheimili Kópavogs. Fundarefni: Fjárhagsáætlun Kópavogskaupstaðar 1975. Framsögu hefur Björgvin Sæmundsson bæjarstjóri. Stjórn- in. Fró Hverfasamtökum framsóknarmanna í Breiðholti Akveðið hefur verið að einhver úr stjórn félagsins verði til við- tals og starfa fyrir félagið á skrifstofu flokksins Rauðarárstig 18 alla þriðjudaga og fimmtudaga á milli kl. 17 og I9,simi skrifstof- unnar er 24480. Stjórnin. Borgarnes — nógrenni Framsóknarvist verður spiluð i Samkomuhúsinu I Borgarnesi föstudaginn 7. febrúar kl. 9. Fyrsta kvöld i þriggja kvölda spila- keppni, tvenn kvöldverðlaun, glæsilegur lokavinningur. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Framsóknarfélagið Borgar- nesi. O Alþingi að skipuleggja og samræma vis- indalegar rannsóknir á land- grunni tslnads, auk þess að vera rikisst jórninni og öðrum opinber- um aðilum til ráðuneytis um þetta efni. Jafnframt er það hlut- verk nefndarinnar að fylgjast með rannsóknum erlendra aðila, sem leyfi fá til landgrunnsrann- sókna. Þá nefndi forsætisráðherra, að áherzla væri lögð á það að hafa sem nánasta samvinnu við Norð- menn um þessi mál. 1 lok ræðu sinnar sagði Geir Hallgrimsson forsætisráðherra: „öll áform um nýtingu auð- linda, sem kunna að finnast á hafsbotninum og lúta islenzkri lögsögu, munu byggjast á þvi meginsjónarmiði, að íslendingar hafi stjórn og eftirlit með öllum þáttum rannsókna á fyrstu stig- um og vinnslu á siðari stigum, ef auðlindir finnast I kjölfar rann- sóknanna. Áhugi þeirra aðila, sem að framan eru taldir, bendir til þess, að þeir telja ekki til- gangslaust með öllu að leita fyrir sér á yfirráðasvæði okkar. Rikis- stjórnin mun beita sérfyrir þvi að heildarrannsókn fari fram á land- grunni tslands, svo að gengið sé úr skugga um það með þeirri tækni, sem menn ráða nú yfir, hvaða auðlindir kunna þar að finnast og hvort þar er að finna oliu eða gas. Tækniframfarir við oliuvinnslu eru örar. Sá timi kann aö koma fyrr en varir, að mikið hafdýpi útiloki ekki lengur vinnslu á þeim svæðum, þar sem mestar likur kunna að vera á að olia finnist við tsland.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.