Tíminn - 05.02.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.02.1975, Blaðsíða 16
Miövikudagur 5. febrúar 1975. Nútíma búskapur þarfnast BAUER hauqsuqu Guöbjörn Guöjónsson SIS-FOIHJR SUNDAHÖFN fyrirgóðan mat $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Óvænt úrslit í leiðtogakjöri innan íhaldsflokksins brezka: Thatcher hlaut flest at- kvæði í 1. umferð Heath leggur árar í bát Reuter—London. t gær fór fram leiötogakjör i ihaldsflokknum brezka. Úrslit I 1. umferö þess vöktu mikla athygli, þar eö Margaret Thatcher fékk fleiri at- kvæöi en Edward Heath, sem hefur veriö ieiötogi flokksins um árabil. Þaö eru þingmenn thalds- flokksins, er kjósa leiötoga hans. 1 reglum, sem um kjör leiðtoga gilda, segir m.a., að frambjóð- andi verði að fá hreinan meiri- hluta atkvæða í 1. umferð og a.m.k. 15% fleiri atkvæði en sá, sem næstur er að atkvæðamagni, til aö ná kjöri. 11. umferö kjörsins, er fram fór I gær, fékk Thatcher atkvæði 130 þingmanna, Heath 119 og þriðji frambjóðandinn — Hugh Fraser aö nafni — 16. 2. umferð fer svo fram n.k. þriðjudag og nægir þá einfaldur meirihluti til sigurs. Úrslit þessi eru talin reiðarslag fyrir Heath. Fyrirfram var búizt við, að hann ynni auðveldan sigur ikjörinu, þótt ljóst væri, að harð- snúinn hópur ihaldsmanna styddi Thatcher. Það hafði og styrkt vonir stuðningsmanna Heath, að William Whitelaw, formaður íhaldsflokksins, haföi lýst stuðn- ingi sinum við hann. Úrslitin komu fréttaskýrendum þvi I opna skjöldu, enda varð mik- ið fjaðrafok I þeirra hópi. That- Bandaríkjamenn hætta heraðstoð við Tyrki Reuter-Washington/Ankara. Henry Kissinger, utanrikis- ráöherra Bandarikjanna, sagöi I gær, aö allri hernaöar- aöstoö viö Tyrki af hálfu Bandarlkjamanna yröi hætt á miönætti I nótt. Kissinger sagði, að Banda- rikjastjórn fylgdi að sjálf- sögðu lögum þeim, er Banda- rikjaþing samþykkti I haust, þar sem m.a. er kveðið á um, aö hernaðaraðstoð við Tyrki eigi aö hætta þann 5. febrúar, hafi ekki náðst verulegur árangur I viðleitninni til aö leysa Kýpurdeiluna. Meiih Esenbel, utan- ríkisráöherra Tyrkiands, sagöi i gær, aö ákvöröunin um aö hætta hernaöaraöstoö viö Tyrki heföi afdrifarlkar af- leiöingar I för meö sér. 1 fyrsta lagi yrði vigstaða Atlantshafsbandalagsins á austanveröu Miðjarðarhafi mun veikai en áður. Og I öðru lagi væri hætta á, að viöræður þær, er nú standa yfir um lausn á Kýpurdeilunni, stöðv- uðust að fullu og öllu. SHORNA 'Á IVIILLI Egyptar vilja ólmir fá ný vopn frá Sovét NTB/Reuter-Kairó. Andrei Gromyko, utanrikisráðherra Sovétrikjanna, hefur aö undanförnu veriö á feröalagi um þrjú Arabariki. 1 fyrra- kvöld kom hann til Kairó frá Damaskus, og i gær átti hann fjögurra stunda viðræöur viö Anwar Sadat Egyptalandsfor- seta. Sadat kom frá fundi þeirra Gromykos meö bros á vör, en varðist allra frétta. Frétta- skýrendur telja, að Sadat hafi lagt fast að Gromyko að hefja á ný sölu á vopnum til Egypta, en Sovétmenn hættu allri vopnasölu þangað aö loknu striöinu I október árið 1973. En Sadat fullvissaöi frétta- menn um, að sambúð Egypta- lands við stórveldin tvö — Bandarikin og Sovétrlkin — væri mjög góð. — Og nú hefst nýr kafli I samskiptum okkar viö Sovétmenn, bætti hann við. Leiötogar Egypta hafa opin- berlega oftsinnis lagt áherzlu á að þeir þyrftu á vopnum að halda frá Sovétinönnum. Þannig fór Isinail Fahmi utanrlkisráðherra þess á leit viö Gromyko I veizlu, er hald- in var til heiðurs sovézka utanrlkisráðherranum I fyrra- kvöld, aö Sovétstjórnin léti Egyptum I té ný vopn, svo að þeir gætu endurnýjaö vopna- birgöir sinar. I sömu ræðu benti Fahmi á, aö ástandiö i Miðjaröarhafslöndum væri nú svo alvarlegt, aö upp úr gæti soðiö fyrr en varði. Fréttaskýrendur álita, að tilgangurinn með för Gromyk- os sé einkum að styrkja tengsl Sovétrikjanna við Arabarikin, en sainbúöin hefur verið I stiröara lagi að undanförnu. Þá á hann að sögn að fá Arabaleiðtoga til aö fallast á þá skoöun Sovétstjórnarinnar, að ný Genfarráðstefna sé væn- legasta lausnin á deilumálum Araba og Israelsmanna. Nýjar viðræður um Ródesíu Reuter-Salisbury. — Þrfr hátt- settir embættismenn Ródesfu- stjórnar fóru I gær til Lusaka, höfuðborgar Zambfu, til við- ræðna við ieiðtoga blökku- manna i Ródesiu. Viðræðurn- ar snúast — að sögn Reuter- fréttastofunnar — einkum um vopnahlé það, er gert var I desember s.l., svo og stjórn- skipuiega framtið Ródesfu. Stjórnvöld I Salisbury hafa ekki vljaö staðfesta þessa frétt, en Reuter-fréttastofan telur sig hafa hana eftir áreiðanlegum heiinilduin. Þetta er i fyrsta sinn, að hátt- settir fulltrúar beggja aðila halda með sér fund frá þvi samkomulag um vopnahlé og viöræöur um nýja stjórnskip- an I Ródesiu var gert I Lusaka i desember s.l. cher er fyrsta konan, sem sækist eftir að verða kjörinn leiðtogi íhaldsflokksins. Andstaða gegn henni er veruleg innan flokksins, bæði af þvi hún þykir mjög hægri sinnuö og er I þokkabót af veikara kyninu! Heath hafði áöur lýst þvl yfir, að hann ætlaði að berjast, unz yfir lyki. Fréttaskýrendur drógu I efa — eftir atkvæðagreiðsluna I gær — að hann gæfi kost á sér I 2. um- ferð leiðtogakjörsins. Víst er, að þrýst verður á af áhrifamönnum innan flokksins að fá hann til að draga sig I hlé. I 2. umferð geta aðrir en þeir þrlr frambjóðendur, sem voru I kjöri 11. umferð, gefið kost á sér. Búizt er við, að ýmsir áhrifamenn fái atkvæði I 2. umferð, t.d. Whitelaw, sem talinn er hafa mikla möguleika á að sigra That- cher. Þannig að enn er með öllu óvlst, hvort kona tekur við valdataum- unum I Ihaldsflokknum. Þess má geta, aö Thatcher er lögfræðingur aö menntun, hefur gegnt embætti menntamálaráðherra og á nú sæti I skuggaráðuneyti íhalds- flokksins sem „fjármálaráö- herra”. Veðmangarar i London til- kynntu — er úrslit kjörsins lágu fyrir — aö veðmál hefðu á auga- bragöi snúizt Thatcher I vil. Næst flestir veðja á Whitelaw sem lik- legastan leiðtoga thaldsflokksins. Þá lýsti Fraser yfir þvl, að hann gæfi ekki kost á sér i 2. um- ferð leiðtogakjörsins. SÍÐUSTU FRÉTTIR: Stuttu áður en Tfminn fór i prentun I gærkvöldi, bárust þær fréttir, ab Heath hefði ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs I 2. umferð leiðtogakjörsins. Flestir flokksmanna voru enn ráövilltir, eftir hin óvæntu úrslit kjörsins I gær, en þeir hölluöust að þvf, aö Thatcher næði kjöri sem leiðtogi flokksins n.k. þriðju- dag, er 2. umferö kjörsins fer fram. Thatcher var ein þeirra fáu, er hélt venjulegri ró sinni. Hún ræddi stuttega viö fréttamenn og sagði m.a., aö hún væri hæfilega bjartsýn á 2. umferð kjörsins, en úrslitin I gær gæfu vissulega byr I seglin. Thatcher Heaths sem flokksins. batt endi ieiðtoga á feril thalds- Umræður um landhelgismál á Stórþinginu norska: ÞINGMENN HRÆÐ- AST ÞORSKASTRÍÐ SV krefst útfærslu í 50 mílur þegar í stað NTB-Osló. Útfærsla fiskveiðilög- sögunnar og þróun þess máls var til umræðu I Stórþinginu norska I gær. Tilefnið var skýrsla Jens Evensens landhelgismálaráð- herra um viðræður við þær þjóðir, sem hagsmuna eiga að gæta, um togveiðibann það, er nú hefur tek- ið giidi, og fyrirhugaða útfærslu fiskveiðilögsögunnar f 50 sjómfl- ur. Flestir, sem til máls tóku viö umræðurnar, sögðust fylgjandi stefnu norsku stjórnarinnar — m.a. vöruðu nokkrir ræöumanna viö einhliöa aðgerðum af hálfu Norðmanna, er kynnu að enda með þorskastrlði. Hrósuðu þeir Evensen fyrir frammistöðu hans I Löndunarbannið á GATT-fundi í Genf t REUTERSFRÉTTUM I gær var frá þvf skýrt, að Einar Benedikts- son ambassador hafi iýst þvf yfir á mánudaginn I Genf á fundi sex- tiu rfkja, sem aðild eiga að svo- nenndum GATT-samningum, að tslendingar teldu iöndunarbann það, sem vestur-þýzk stjórnvöid settu á isienzkan fisk I Cuxhaven og Bremerhaven, brot á þessum samningum, þar sem rikin heita hvort öðru beztu viðskiptakjör- um. Eins og kunnugt er hafa vestur- þýzk stjórnarvöld haldið þessu löndunarbanni uppi síðan 29. nóvember I fyrrahaust. Kom það I kjölfar þess, að Islenzkt gæzlu- skip tók vestur-þýzkan togara I landhelgi og færði til hafnar, þar sem hann var sektaður fyrir ólög- legar veiðar. Ambassador Vestur-Þjóðverja, Axel Herbat, mótmælti sakargift- um Einars Benediktssonar, sagði löndunarbannið GATT-sam- komulaginu óviðkomandi og taldi það eölilegt evar Vestur-Þjóð- verja gegn aðgerðum þeirra á fiskimiðunum við tsland. Usli af eldingum í Miðdölum SÞ-Búðardal. í vatns- veðrinu og rokinu, sem hér gekk yfir un siðustu helgi, laust eldingum niður á nokkrum bæjum i Miðdölum, og hafa við- gerðarmenn rafveitunn- ar, sem bækistöð hafa i Búðardal, verið önnum kafnir við viðgerðir. Af völdum eldinganna eyöilögð- ust spennar á nokkrum bæjum, og eru þar tilnefndir Kvisthagi, Skörð og Bær, og munu slmatæki hafa brunnið þar. A Hamraend- um varð rafstraumur, sem elding olli, kú að bana. Miklir erfiöleikar hafa verið hér af þeim sökum, að ekki hefur veriö unnt að koma oliu og fóður- bæti á bæi, en nú er komið vel á veg að ryðja hér hliöarvegi inn I dalina, svo að úr þessu er að ræt- ast. viðræðunum fram að þessu og hvöttu hann til að halda áfram á þeirri braut. Þeir, sem einkum gagnrýndu geröir stjórnarinnar, voru ræöu- menn Sósíaliska kosningabanda- lagsins (SV). Þeir lögðu fram til- lögu þess efnis, að Norðmenn lýstu yfir útfærslu fiskveiðilög- sögunnar þegar I stað — helzt fyrir 1. marz n.k. Ræðumenn Miðflokksins vör- uðu hins vegar við þeirri stefnu að miöa útfærsluna við ákveðinn dag. Þeir Knut Frydenlund utan- rlkisráöherra og Eivind Bolle sjávarútvegsráðherra vegsöm- uðu samkomulagið um togveiði- bann. Taldi Bolle, að það væri einkar mikilvægt, ekki sfzt, þegar röðin kæmi að útfærslu fiskveiði- lögsögunnar. Frydenlund lagði á- herzlu á að líklegra væri — eftir fyrrnefnt samkomulag — að á- rangur næðist á hafréttarráö- stefnu S.Þ. I iGenf. — Einhliða út- færsla nú gæ'ti gert vonír um já- kvæðan árangur á ráðstefnunni að engu, bætti hann við. Eiturefni í snjóhrönn- unum KOMIÐ hefur i Ijós, að snjóflóðið i Neskaupstað hefur farið yfir geymsiu, þar sem varðveitt var rotvarnarefni og hreinsiefni ýmis og dreift þeim talsvert. Þessi efni eru hættuleg, og hefur nú staðurinn, sem þau eru talin hafa dreifzt yfir, verið merktur með stikum, fólki til viö- vörunar. Ekki þykir tryggt að nota vatn úr vatnsbóli eins húss á þessum slóðum, Bjargs, og verður Ibúum þess séð fyrir vatni annars staðar frá. Aðalvatnsból kaupstaðarins er fjarri þessum stað. Efni þau, sem þarna hafa dreifzt, eru meöal annars nítrat og vitissódi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.